Fréttablaðið - 21.08.2020, Side 20

Fréttablaðið - 21.08.2020, Side 20
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Einstök blanda af virkum plöntukjörnum í gelformi án alkahóls og kemískra íblöndunar- og geymsluefna. SORE NO MORE eru náttúruleg hita- og kæligel sem henta vel við tímabundnum vöðvaeymslum, bólgum, harðsperrum og þreytu eftir stífar æfingar. Náttúruleg lausn við bólgu og verkjum í vöðvum og liðum SORE NO MORE hitagel • Gott á þráláta verki eins og liðagigt, sinabólgur og vefjagigt. • Örvar blóðrásina. • Hitar og hjálpar til við að auka hreyfigetu. • Mjög hentugt til að hita og mýkja upp stífa vöðva fyrir æfingar. SORE NO MORE kæligel • Linar bráða verki vegna byltu eða höggs. • Frábært á vöðvabólgu. • Kælir rólega og djúpt inn í vöðvann. • Upplagt til að minnka harðsperrur og vöðvaverki. Sore No More 5x10 copy.pdf 1 24/01/2018 11:07 Hjónin Íris Huld og Einar Carl á góðri stundu. Íris býr yfir viðamikilli reynslu á sviði heilsuræktar. „Ég hef verið með annan fótinn í heilsu- bransanum síðastliðin 20 ár. Ég er íþróttafræðingur að mennt auk þess sem ég hef lært heilsu- markþjálfun frá IIN (Institute for Integrative Nutrition) og stjórn- endamarkþjálfun frá HR,“ skýrir hún frá. „Árið 2015 stofnaði ég Lífsmark – hugur & heilsa þar sem ég býð upp á heilsumarkþjálfun fyrir alla sem vilja taka skref í átt að betri heilsu og setja sig í fyrsta sæti. Í dag starfa ég sem þjálfari í fullu starfi með áherslu á heilsumarkþjálfun, líkams- og hugrækt.“ Jafnvægi mikilvægt Íris segir áhuga sinn á hreyfingu hafa fylgt henni alla tíð. „Ég ólst upp úti á landi sem voru algjör forréttindi og þá kynntist maður hinum ýmsum íþróttagreinum og í minningunni bjó ég í íþróttahúsinu og vildi hvergi annars staðar vera. Það mætti því segja að áhuginn hafi kviknað snemma.“ „Ég hef meira og minna alla ævi verið meðvituð um mikilvægi heilsusamlegs lífernis en með árunum hefur þessi meðvitund aukist jafnt og þétt. Líklegast sökum þeirrar vitneskju að ég ein ber ábyrgð á minni líðan og vit- andi það að með aukinni ábyrgð og fjölgun daglegra verkefna þarf ég sífellt að huga betur að eigin heilsu og vellíðan.“ Heilsa er víðtækt hugtak sem felur í sér marga tengda þætti, ekki einungis þann líkamlega. „Það að stunda reglubundna líkamsrækt hefur marga kosti í för með sér en það þarf þó ekki að þýða að sá hinn sami sé í raun í sínu toppstandi. Til þess að geta upplifað sig sem heilbrigðan einstakling þarf maður að huga að mörgum öðrum, ekki síður mikilvægum þáttum lífsins og þar að mínu mati kemur heilsumarkþjálfunin inn, að finna gott jafnvægi.“ Dýrmætar samverustundir Íris stundar hreyfingu af ýmsu tagi. „Ég kýs fjölbreytta hreyfingu. Árangur næst ekki af sjálfu sér Íris Huld Guðmundsdóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hreyfingu. Í dag starfar hún meðal annars sem heilsumarkþjálfi auk þess að leiða streitulosandi tíma ásamt eiginmanni sínum. Íris Huld leggur áherslu á heilbrigðan lífsstíl. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Utandyra eru það fjallgöngur, hjólreiðar og kajakferðir. Fjallgöngurnar eru efstar á vinsældalistanum, þær veita mér aukinn kraft og næra bæði líkama og sál.“ Eiginmaður Írisar er Einar Carl Axelsson, stofnandi og einn eigenda Primal Iceland. Saman eiga þau tvo drengi sem eru sex og sjö ára. Hjónin reyna eftir fremsta megni að flétta saman útivist og gæðastundir fjölskyldunnar. „Annar kostur við sportið utan- dyra er að þá getur fjölskyldan sameinast og notið þess að fá hreyfingu og góða samveru. Við notum hvert tækifæri til þess að hreyfa okkur saman og gerum í því að virkja drengina með okkur og smita þá af áhuga okkar um heilsu og hreyfingu. Það má segja að vel hafi tekist til,“ segir hún brosandi. „Þegar inn í líkamsræktarsalinn er komið verður Movement hjá Primal fyrir valinu. Movement er eitt fjölbreyttasta líkamræktar- form sem ég hef kynnst og má segja að maður fari út fyrir kassann í hverjum tíma sem maður sækir.“ Sigrast á streitunni Þá hafa þau hjónin undanfarið ár leitt námskeið þar sem farið er yfir leiðir til að draga úr streitu. „Auk heilsumarkþjálfunar kenni ég fjögurra vikna námskeið hjá Primal Iceland sem nefnist Sigrum streituna. Námskeiðið höfum við Einar Carl haldið mánaðarlega í rúmt ár og sést bersýnilega á góðri þátttöku að fólkið í landinu er orðið mun meðvitaðra um mikil- vægi þess að vinna bug á streitunni og læra aðferðir til þess að takast á við álag í daglegu lífi,“ útskýrir Íris. „Það má segja að þetta sé sam- eiginlegt áhugamál okkar hjóna. Ekki streitan sjálf heldur þær aðferðir sem hægt er að tileinka sér til þess að draga úr áhrifum streitunnar. Við erum ófeimin við að prufa alls kyns aðferðir til þess að ná aukinni slökun, bæta svefn og andlega líðan. Maður verður að halda sér á tánum og passa upp á heilsuna því auðvelt er að festast í vítahring streitunnar.“ Meðal þess sem þau leggja áherslu á eru öndunaræfingar. „Á Sigrum streituna styðjumst við meðal annars við öndunartækni sem nefnist Buteyko auk liðleika- og teygjuæfinga sem stuðla að aukinni hreyfigetu og vellíðan í stoðkerfi. En til þess að maður nái árangri þarf maður að vera meðvitaður um vandann, tilbúinn að gera breytingar og tileinka sér nýjar venjur. Því þetta gerist ekki af sjálfu sér.“ Það sé mikið í húfi. „Streita og streitutengdir kvillar eru ein helsta heilsufarsógnin í nútíma samfélagi og því er mikilvægt fyrir fólk að grípa inn í fyrr en síðar. Heilsan okkar er svo dýrmæt. Oft á tíðum gerir fólk sér ekki grein fyrir ástandinu sökum álags sem mögulega hefur verið viðvarandi í langan tíma og þekkir ekki annað en að til dæmis sofa illa og vera með vöðvabólgu og verki. Þá er gott að taka stöðuna í dag og taka skref í átt að betri heilsu áður en vandinn eykst.“ Næsta streitunámskeið þeirra hjóna hefst 7. september. Hægt er að fylgjast með Írisi á lifsmark.is og á Instagram. Við notum hvert tækifæri til þess að hreyfa okkur saman og gerum í því að virkja drengina með okkur og smita þá af áhuga okkar um heilsu og hreyfingu. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHEILSURÆKT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.