Fréttablaðið - 21.08.2020, Side 24
Eva Dögg hefur í nógu að snúast. „Ég er mamma, jóga- og hugleiðslukennari og
hönnuður. Ég vinn sjálfstætt og
var að stofna vellíðunarveröldina
rvkritual.com með samstarfskonu
minni Dagnýju Gísladóttur. Við
höldum viðburði og námskeið
á internetinu og í raunveruleik-
anum, þegar það er í boði, þar
sem að við fókuserum á heilnæma
vellíðan.“
Hrein og öflug bætiefni
Eva Dögg svarar játandi þegar
hún er spurð að því hvort hún
hafi mikla reynslu af því að taka
inn vítamín og bætiefni. „Já svo
sannarlega, þetta er stórt áhugamál
og ég held að ég hafi lesið meira um
jurtir, heilnæma heilsu, bætiefni og
annað í þeim dúr en ég hef nokk-
urn tímann lesið í háskólanáminu
mínu sem fatahönnuður. Ég vil fá
bætiefni sem eru hrein og öflug,
með góða upptöku og án allra
óæskilegra fylliefna.“
Kynni Evu Daggar af Solaray vör-
unum mörkuðu ákveðin straum-
hvörf í lífi hennar þar sem hún fór í
kjölfarið að huga að og leita frekari
leiða til þess að efla heilsu. „Ég
kynntist þeim í Danmörku! Þegar
ég var að vinna sem fatahönnuður
undir mjög miklu álagi og mjög
mikið. Þetta var í fyrsta skipti sem
að ég fann álagið svona sterkt á
líkamanum mínum, byrjaði að
missa hárið og annað skemmtilegt.
Þá var mér bent á að byrja að taka
inn Mega B Stress og ég hef sjaldan
fundið jafn hröð og mikil áhrif á
sjálfri mér. Þetta var svona fyrsta
skrefið mitt í að taka fulla ábyrgð á
minni eigin heilsu á allan hátt.“
Solaray verður fyrir valinu
fyrst og fremst vegna virkni. „Þau
mæta mínum kröfum og ég finn
raunverulegan mun þegar ég tek
þau inn. Sem er ekki alltaf raunin.
Einnig finnst mér flokkunin á
vörunum skemmtileg og ég er líka
stór aðdáandi jurtanna og ayur-
veda-línunnar.“
Treystu líkamanum þínum
Blaðamaður spyr Evu Dögg hvort
það sé eitthvað sem æskilegt gæti
verið að hafa í huga áður en byrjað
er að taka inn bætiefni. „Farðu til
læknis og í blóðprufu til að byrja
með og helst reglulega. Athugaðu
hvort að þig vanti eitthvað sérstakt
og taktu það svo þaðan.“
Þá sé áríðandi að hlusta á eigið
innsæi. „Þó að allt komi vel út
þýðir það samt ekki að þú ættir
ekki að taka neitt inn, en þá veistu
hvar þú stendur til að byrja með.
Hlustaðu svo innsæið. Hvað er
líkaminn þinn að kalla á? Og
treystu líkamanum þínum. Það
þekkir enginn líkamann þinn
betur en þú sjálfur, þetta er þitt
heimili og þú ætlar að eiga heima
þarna lengi og búa vel,“ segir hún.
„Ég lít mjög heilnæmt á heilsu.
Góð heilsa kemur að innan. Ef að
þú vilt hafa fallegt hár og fallega
húð til dæmis þá skiptir meira
máli hvað þú setur ofan í þig af
næringu og hugsunum en hvað
þú berð á þig, það er bara smá
plús. En ALLT byrjar innan frá.
Stress, áhyggjur og neikvæðar
hugsanir trompa yfirleitt allt og
þá skiptir ekki miklu máli þó að
þú takir bestu bætiefnin og notir
dýrustu kremin. Borðaðu hollt og
fjölbreytt og svo bætirðu bætiefn-
unum við til að gefa þér smá bónus
þegar þess þarf og eftir því á hvaða
tímabili þú ert í lífinu og einnig
eftir árstíðum.“
Eva Dögg nefnir nokkur atriði
sem hafa reynst henni vel. „Ég hug-
leiði! Sem er það mikilvægasta sem
ég geri, ég stunda jóga, geri öndunar-
æfingar og hreyfi mig á heilnæman
hátt. Ég nota kjarnaolíur og jurtir til
að styðja við heilsuna, borða holla
og heila fæðu og neyti alls engra
dýraafurða. Ég stunda þakklæti
daglega og hef það skemmtilegt.
Man eftir því að dansa, brosa og
njóta augnabliksins.“
Þá er nóg á döfinni. „Akkúrat
núna vorum við Dagný að byrja
með námskeiðið okkar The Ritual
Class: Self Mastery í þriðja skiptið.
Það er alveg ótrúlega tilfinning að
vera að vinna með fólki frá öllum
heiminum og styðja við þau á
þeirra ferðalagi í átt að daglegri
hugleiðslu og meiri vellíðan. Ann-
ars er ég líka að dunda mér í mínu
eigin snyrtimerki @eva_holistic-
beauty þar sem að ég handgeri líf-
ræn krem með heilnæmri áherslu.“
Hægt er að fylgjast með Evu Dögg
á Instagram undir: evadoggrunars
Eva Dögg Rúnarsdóttir er himinlifandi með vörurnar frá Solaray. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Framhald af forsíðu ➛ Ég finn raunveru-
legan mun þegar
ég tek þau inn. Sem er
ekki alltaf raunin. Einnig
finnst mér flokkunin á
vörunum skemmtileg og
ég er líka stór aðdáandi
jurtanna og ayurveda-
línunnar.
Solaray er hágæða vítamín– og bætiefnalína sem unnin er úr jurtum. Á hverjum degi
vinnum við með náttúruleg hráefni sem geislar sólarinnar hafa skapað og fyllt orku.
Þannig tryggjum við þér hrein vítamín og bætiefni með mikla virkni.
Hágæða náttúruleg vítamín
fyrir almenna vellíðan
8 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHEILSA