Fréttablaðið - 21.08.2020, Page 32

Fréttablaðið - 21.08.2020, Page 32
SYKURLAUS OG SVALANDI! Á tímum þar sem margir virðast forðast kolvetni eins og heitan eldinn er ekki úr vegi að minna á gömlu góðu kartöf lurnar en nú er loks runninn upp sá tími árs að hægt er að kaupa nýuppteknar kart- öf lur. Kartöf lur eru næringarríkar og bjóða upp á ótal möguleika í matargerð. Það er fátt betra en ofnbakaðar eða grillaðar kart- öf lur en þar er vert að hafa tvennt í huga. Annars vegar er æskilegast að geyma kartöf lur í dimmu, svölu rými en ekki kæliskáp og hins vegar er lygilega ljúffengt að léttsjóða kartöf lurnar áður en þær eru bakaðar eða grillaðar. Eina sem vantar er svo smávegis olía og krydd eftir smekk. Kartöf l- urnar verða þannig ótrúlega safa- ríkar, mjúkar að innan og stökkar að utan. Safarík og ljúffeng næring Kartöflurnar klikka ekki. MYND/GETTY 16 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHEILSURÆKT Þrjár skemmtilegar og hvetjandi bíómyndir sem ættu að koma þér úr sófanum og í ræktina. Rocky-kvikmyndirnar eru nú alls átta talsins. Sú fyrsta þeirra kom út 1975. Sylvester Stallone túlkar hnefaleikakappann Rocky Balboa sem hefur feril sinn sem hinn venjulegi meðaljón. En með þrautseigju og þolinmæði tekst honum að ná takmarki sínu. Leikstjóri er Sylvester Stallone sjálfur. Billy Elliot (2000): Kvikmyndin gerist á árunum 1984-5 í Bretlandi í námumannaverkföllunum. Sagan segir af stráknum Billy (Jamie Bell) sem uppgötvar ástríðu sína í ball- ettdansi. Verandi af verkamanna- stétt myndast töluverður núningur í fjölskyldunni vegna þessa óvænta áhugamáls. Leikstjóri er Stephen Daldry. Million Dollar Baby (2004): Kvik- myndin hlaut meðal annars fern Óskarsverðlaun, en þar túlkar Hillary Swank áhugaboxarann Maggie Fitzgerald. Með van- metna hnefaleikaþjálfarann Frankie Dunn (Clint Eastwood) í sínu horni nær Maggie að upp- fylla draum sinn um að verða atvinnumanneskja í hnefaleikum. Leikstjórn er í höndum Clints Eastwood. Bíómyndahvatning fyrir sófakartöflur Vantar þig hvatningu til að fara í ræktina að lyfta einhverju þungu? Það eflir félagstengsl meðal ungl- inga að stunda útivist og hreyfingu. Dagleg hreyfing er ungu fólki nauðsynleg fyrir andlega, líkamlega og félagslega heilsu og vellíðan. Hún er sam- eiginlegur leikur sem skapar tækifæri til að þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, eignast vini, auka félagslega færni og ef la sjálfstraust. Mikilvægt er að ungt fólk takmarki kyrrsetu og hreyfi sig í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu. Meginráðlegg- ingin er að öll börn og unglingar stundi miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu í minnst 60 mínútur daglega. Heildartímanum má skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn, til dæmis 10 til 15 mínútur í senn. Ungt fólk ætti að eiga þess kost að stunda fjölbreytta hreyfingu sem því finnst skemmtileg og er í samræmi við færni þess og getu. Þannig er grunnurinn lagður að lífsháttum sem fela í sér daglega hreyfingu til framtíðar. Heimild: landlaeknir.is Unglingar þurfa að fá hreyfingu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.