Fréttablaðið - 21.08.2020, Side 41

Fréttablaðið - 21.08.2020, Side 41
SJÁLF FÉKK ÉG Í HENDUR BRÉF SEM LANGAFI MINN, SEM VAR BERKLASJÚKLINGUR, SKRIFAÐI TIL LANGÖMMU. MÉR FANNST MJÖG FALLEGT AÐ SJÁ HVERNIG HANN OPNAÐI SIG Í ÞEIM BRÉFUM. Ný tvöföld virkni sem veitir hraða og langvarandi vörn gegn tannkuli. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski... STÓRUM HUMRI!! Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa. Einnig má finna vörur Norðanfisks í neytendapakkningum í verslunum Bónus um land allt. Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700 Æfingar á sviðs-l i s t a v e r k i n u Tæring eru að hefjast á Hæl-inu, setri um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Verkið er innblásið af sögu berklasjúklinga sem þar dvöldu á síðustu öld og er frumsýning fyrirhuguð 19. septem- ber. Listrænir stjórnendur sýningar- innar eru Vala Ómarsdóttir leik- stjóri, Vilhjálmur B. Bragason leik- skáld, Auður Ösp Guðmundsdóttir leikmynda- og búningahönnuður, María Kjartansdóttir vídeólista- kona og ljósmyndari og Biggi Hilm- ars tónlistarmaður. Á meðal leikara eru Birna Pétursdóttir, Árni Bein- teinn og Kolbrún Lilja Guðnadóttir. Upplifun sjúklinga „María Pálsdóttir sem rekur Hælið hafði samband við mig í vor og bauð mér að leikstýra verkinu. Þetta er alltumlykjandi verk, þannig að áhorfendur ganga um hælið og rými þess og leiknar senur og inn- setningar eru um allt húsið,“ segir Vala Ómarsdóttir leikstjóri. „Við sem komum að sýningunni vinnum hana saman út frá heim- ildum og fáum þaðan innblástur. Við erum að segja sögu um þennan sjúkdóm, hvernig hann lagðist á fólk og áhrifin sem hann hafði á það. Við höfum sökkt okkur ofan í þennan tíma, frá 1930-1950, þegar sjúkl- ingar voru á þessu hæli og kynnum okkar þeirra upplifun, til dæmis í gegnum bréfaskriftir sjúklinga til fjölskyldu og vina. Þar finnur maður að fólk er að glíma við sjálft sig og setur sögu sína í samhengi um leið og það reynir að sýna æðru- leysi. Sjálf fékk ég í hendur bréf sem langafi minn, sem var berklasjúkl- ingur, skrifaði til langömmu. Mér fannst mjög fallegt að sjá hvernig hann opnaði sig í þeim bréfum. Við könnum þessa tíma líka með tilliti til ástandsins sem ríkir nú á okkar tímum. Kannski er eitthvað svipað í gangi hvað varðar viðhorf okkar til lífsins og þess hvernig hugurinn og sálin tekur á því. Þar er mér ofarlega í huga það æðru- leysi sem við þurfum að tileinka okkur í óvissu.“ Leikið á mót vídeói Verkið er sérstaklega unnið inn í sýningarrýmið þar sem leiknum senum er blandað við vídeóverk og hljóðverk og einnig fara atriði fram utandyra en áhorfendur sjá þau út um glugga. „Vilhjálmur B. Bragason leikskáld skrifar textann og verður á æfingaferlinu til að þróa verkið með okkur. María Kjartansdóttir vídeólistakona og ljósmyndari gerir vídeóverk fyrir sýninguna. Leikararnir leika stundum á móti vídeói, sem færir aðra vídd inn í verkið. Fáir áhorfendur geta upplifað sýninguna í einu og höfum við fækkað þeim enn frekar til þess að geta fylgt sóttvarnareglum. En í staðinn sýnum við verkið oftar og tvisvar í röð á hverju kvöldi. Einn- ig útdeilum við grímum til áhorf- enda. Grímurnar smellpassa inn í þema sýningarinnar og þjóna líka því hlutverki að greina áhorfendur frá leikurunum sem munu verða allt í kringum þá.“ Fjalla um æðruleysi í óvissu Sviðslistaverkið Tæring er innblásið af sögu berklasjúklinga. Vala Ómarsdóttir leikstýrir. Áhorfendur ganga um Hælið. Við könnum þessa tíma líka með tilliti til ástandsins sem ríkir nú á okkar tímum, segir Vala. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Laugardaginn 22. ágúst klukkan 14.00 heldur Skálholtstríóið tónleika í Akraneskirkju. Tríóið er skipað þeim Jóni Bjarna- syni orgelleikara og trompetleikur- unum Vilhjálmi Inga Sigurðarsyni og Jóhanni Stefánssyni. Þeir félagar hafa spilað mikið saman undan- farin ár. Efnisskrá þeirra er fjölbreytt, en á henni er meðal annars að finna verk eftir J.S. Bach, A. Vivaldi, Eugene Bozza, Sigfús Einarsson, Rodriguez Solana og fleiri. – kb Skálholtstríó á Akranesi Skálholtstríóið verður með tón- leika í Akraneskirkju um helgina. Sjávarmál er skúlptúr sem bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt listaverk í Vesturbænum 2020. Höfundar tillögunnar eru arkitektarnir Baldur Helgi Snorra- son og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöf- und. Sjávarmál snýr að samskiptum okkar við náttúruna og þeim breyt- ingum sem eru að verða á henni. Í niðurstöðum dómnefndar segir meðal annars: „Hugmynd verksins er skýr og aðgengileg og formgerð þess sameinar einfalt form og marg- breytilega virkni. Fyrirmynd verks- ins er fengin frá svokölluðum hljóð- speglum sem notaðir voru í fyrri heimsstyrjöldinni og á fyrstu ára- tugum tuttugustu aldar til að hlusta eftir loftförum og flugvélum. Verkið kemur fyrir sjónir sem dökkur veggur sem blasir við hafi og sjón- deildarhring. Á þeirri hlið sem snýr að hafinu er steypt innbjúg skál sem safnar hljóðinu og magnar það upp með einföldu endurkasti fyrir þann sem stendur fyrir framan spegilinn. Á þeirri hlið sem snýr að byggð er hrjúfur veggur þar sem íslensk heiti fyrir hafið eru áletruð.“ Staðsetning verksins er miðuð við nálægð við hafið og fjöruborðið og lagt er til að verkinu verði fund- inn staður hjá Eiðsgranda milli Grandavegar og Rekagranda. – kb Sjávarmál í Vesturbænum Vinningslistaverkið Sjávarmál. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F Ö S T U D A G U R 2 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.