Fréttablaðið - 21.08.2020, Síða 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is
FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar
Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason
hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
ÉG NOTA TIL DÆMIS
HELST PENNA, AF ÞVÍ
ÞEIR FYRIRGEFA NEFNILEGA
EKKERT OG ALLT SEM ÉG SET Á
BLAÐ VERÐ ÉG AÐ NÝTA.
Lykillinn
margborgar
sig á Kvikk
stöðvunum*
Þú nálgast lykilinn
í verslunum Kvikk
eða á Orkan.is
Pylsupartí
Pylsa + ½ lítri af gosi að
eigin vali frá Ölgerðinni
499 kr.
Red Bull
Orkudrykkir
199 kr.
Frítt á könnunni
Ókeypis kaffi og kakó
Sbarro tilboð á
Vesturlandsvegi
Sneið + drykkur
690 kr.
OPIÐ
24/7
Kvikk: Dalvegi, Suðurfelli,
Vesturlandsvegi og Fitjum
*G
ild
ir
e
in
g
ö
ng
u
g
eg
n
fr
am
ví
su
n
O
rk
ul
yk
ils
/-
ko
rt
s.
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
til
3
1.
á
g
ús
t 2
02
0.
Þórir Karl Celin segist hafa teiknað mikið frá því að hann man eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sýning Þóris Karls Celin, listamanns og grafísks hönnuðar, stendur nú yfir í Litla Gallery í Hafnar-firði og heitir einfaldlega Teikningar. Þórir hefur
teiknað frá því að hann man eftir
sér.
„Ég er yngstur af fjórum systk-
inum og var svo heppinn að fylgj-
ast með þeim öllum að teikna
og læra af þeim. Móðir okkar
er mjög listræn og faðir okkar
hvetjandi. Ég stefndi svo þráð-
beint í Myndlista- og handíða-
skóla Íslands af því það var í raun
og veru eina sem var í boði fyrir
einstakling sem hafði gaman af
því að teikna,“ segir Þórir.
Losað um subbuskapinn
Þórir hefur meira og minna
starfað í tölvugeiranum frá
útskrift.
„Ég var svo heppinn að vinna
hjá fyrirtækinu Gogogic sem gat
nýtt sér mína hæfileika. Fyrir
um það bil fimm árum kvikn-
aði aftur á teikniáhuganum hjá
mér og þá ákvað ég markvisst
að teikna það sem mér fannst
skemmtilegast, sem þá voru
alls konar hauskúpur og álíka
hryllingur og subbuskapur
sem ég þurfti að losa úr kerfinu
til að sjá hvert ég myndi þróast
sem teiknari,“ segir hann.
Hann segist reyna að rit-
skoða sjálfan sig sem minnst við
gerð teikninganna.
„Ég nota til dæmis helst penna, af
því þeir fyrirgefa nefnilega ekkert
og allt sem ég set á blað verð ég að
nýta. Það bíður upp á hið óvænta,
sem gefur myndunum líf. Þessi
aðferð hjálpaði mér mjög þegar ég
teiknaði stóra mynd inn á Matar-
kjallarann, sex metra breið
stílfærð pennateikning á
messing-plötur af síðustu kvöld-
máltíðinni, ferlið var skemmtilegt
og niðurstaðan er frábær, þó ég segi
sjálfur frá.“
Málar á nytjahluti
Hann segir að gerð verksins hafi haft
mikil áhrif á hvernig hann treysti
sjálfur því sem hann teiknar.
„Samstarf við aðra teiknara hefur
hjálpað mér mikið í að brjóta upp
teikninguna hjá mér. Helst má þar
nefna samstarf mitt við Sölva Dún
og Le Kock, hans teikniheimur braut
upp ýmislegt hjá mér og frelsið sem
Le Kock gefur er hvetjandi skemmti-
legt. Það er nauðsynlegt að verða
fyrir áhrifum og fá létta
samkeppni frá öðrum
teiknurum og sem betur
fer umgengst ég marga
slíka,“ segir Þórir.
Hann segir sýninguna í
Litla Gallery vera nokkurs
konar samantekt.
„Þar mætir teikniheim-
urinn sem ég er búinn að
vera að leika mér með
síðustu ár, ásamt tilrauna-
st a r f semi u ng l ing sins
sem ég var fyrir löngu og
heimilið sem ég ólst upp á.
Þetta samsuð má sjá í gull-
römmum sem voru uppi um
alla veggi á mínu heimili og
vinnuvélalakki á ísskáps-
hurð, en vinnuvélalakk var
mitt uppáhaldsefni sem
unglingur. Að mála á nytja-
hluti er eitthvað sem heillar
mig og ætla ég að halda
því áfram. Mig grunar
að mín næsta sýning
muni innihalda
ísskápahurðir eða
frystikistulok. Þann-
ig að ef einhver lesandi
á slíkt fyrir mig til að nýta,
þá má hann endilega hafa
samband,“ segir Þórir hlæjandi.
Sýningin í Litla Gallery er opin í
dag og á morgun. Hægt er að skoða
verk Þóris nánar á thorir.com.
steingerdur@frettabladid.is
Penninn fyrirgefur
nefnilega ekkert
Sýningin Teikningar stendur nú yfir í Litla Gallery í Hafnarfirði.
Listamaðurinn og grafíski hönnuðurinn Þórir sýnir þar teikningar
sínar. Hann reynir að ritskoða sig sem minnst við gerð þeirra.
Verk sem
málað var á
ísskápshurð.
2 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð