Morgunblaðið - 06.01.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.01.2020, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 6. J A N Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  4. tölublað  108. árgangur  VINSÆL NÆR- INGAREFNI ÚR ÞÖRUNGUM Í NÁVÍGI VIÐ MAGNÚS PÁLSSON SETUR SVIP SINN Á JÓKERINN GAGNRÝNI 29 HALLDÓR ÚLFARSSON 11SAGA NATURA 12 Tvíorkuskip » Herjólfur er tvíorkuskip. Gengur bæði fyrir rafmagni úr landi og dísilvél. » Hlaðið verður í báðum höfn- um og á orkan að duga fyrir ferðina. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vestmannaeyjaferjan Herjólfur skiptir úr dísilolíu í rafmagn sem hlaðið er úr landi upp úr miðjum mánuði, ef ekkert nýtt kemur upp á. Dísilvélin verður áfram notuð með en talið er að þegar hægt verður að sigla fyrir rafmagni úr landi muni 35-40% olíukostnaðar sparast. Öll orka Herjólfs er úr dísilvélinni og hefur svo verið þá tæpu sjö mán- uði sem liðnir eru frá því skipið kom til landsins. Hleðslubúnaðurinn var settur upp í Vestmannaeyjum og Landeyjahöfn í haust en búnaðurinn í Eyjum virkaði ekki. Framleiðendur segjast nú vera búnir að leysa vanda- málið og verður búnaðurinn stilltur í vikunni. Í næstu viku koma fulltrúar rafbúnaðarins til að stýra hleðslu inn á rafgeyma skipsins. Guðbjartur Ell- ert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að rekstrarfélag- ið sé með samning við Vegagerðina um rekstur á ferjunni. Telur hann að gildandi samningar taki til dráttar sem orðið hafi á afhendingu skips og búnaðar og verði fyrirtækinu bættur aukakostnaður. Siglir senn fyrir rafmagni  Framleiðendur hleðslubúnaðar Herjólfs koma honum í gang í vikunni  Ferjan hefur eingöngu gengið fyrir dísilvél frá því hún kom til landsins MBúið að leysa vandamálið »4 Sólin stráði gylltum geislum yfir Hafnarfjörð þegar hún braust fram úr skýjunum. Dökku óveðursskýin voru þó ekki horfin með öllu. Fólk sem var að viðra hunda sína á útivist- arsvæðinu Bala í Garðabæ, við mörk Hafnarfjarðar, naut sjónarinnar. Handan fjarðarins blasir hafnarsvæðið við og Hvaleyrin utar en þar er frægur golfvöllur Hafnfirðinga. Hundaeigendur á Bala njóta geisla sólar við Hafnarfjörð Morgunblaðið/Árni Sæberg  „Ástandið er hræðilegt,“ segir Þorvaldur Hreinsson, Ís- lendingur sem hefur verið bú- settur í Ástralíu í 30 ár, um kjarr- eldana sem geisa víða í Nýju Suð- ur-Wales. Hann býr í bænum Eden, sem er skammt frá verstu hamfara- svæðunum, og liggur þykkur reykj- armökkur yfir bænum hans. Miklar skemmdir hafa orðið í sveitunum í kringum bæinn. „Það er of snemmt að segja til um eyðilegginguna því það er svo mik- ill svartur og þykkur reykur alls staðar,“ sagði hann við Morgun- blaðið. »4 „Svartur og þykkur reykur alls staðar“ Slökkviliðsmenn í baráttu við eldana. Rannsókn á áhrifum innflutnings er- lendra nautgripa bendir til þess að þau séu nánast engin. Íslenski kúa- stofninn er mjög hreinn, nánast óblandaður, að sögn Egils Gauta- sonar sem vinnur að doktorsverkefni við Árósaháskóla um uppruna stofnsins og skyldleika við önnur kyn. Grein hans um þetta efni birtist í vísindatímariti norrænna bú- vísindamanna. Telur Egill að verndargildi stofnsins sé ótvírætt mjög mikið. Það kom Agli á óvart að innflutningur á dönskum rauðum kúm er varla finnanlegur í erfða- mengi íslenska stofnsins þrátt fyrir að heimildir séu um innflutning. »10 Verndargildi íslenska kúastofnsins talið mikið Kýr Kúastofninn hefur sérstöðu.  Alls komu út um 400 íslenskar hljóðbækur á síðasta ári sem er tæplega tvöföldun frá 2018. Velta bókaútgáfu jókst um 20% milli ára og segir Stefán Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri Storytel á Íslandi, að þá aukningu megi að mestu rekja til hljóðbóka. „Hljóðbækur eru nú um 15% af heildarmarkaði íslenskr- ar bókaútgáfu ef miðað er við veltu,“ segir Stefán sem bendir á að fyrir tveimur árum hafi hljóðbækur mælst innan við 1% af heildar- útgáfu bóka á Íslandi. »2 Útgáfa hljóðbóka tvö- faldaðist milli ára Guðni Bergsson, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, segir starfsumhverfi afreksíþrótta strembið, nú þegar fyrirtæki eru að minnka stuðning við íþróttir auk þess sem launakostnaður leikmanna sé mögulega hærri en æskilegt er. Í samtali við Morgunblaðið ítrek- ar Guðni mikilvægi þess að rekstr- arumhverfi knattspyrnufélaga sé heilbrigt. Víða sé barna- og unglingastarfið rekið sérstaklega með æfingagjöld- um iðkenda ásamt frístunda- styrkjum sveitar- félaga og utanaðkomandi stuðningi eftir at- vikum. „Við verðum að vinna saman að því að rekstur fé- laga verði sjálf- bær og starfsum- hverfið heilbrigt. Við megum ekki gleyma því að fót- boltinn skilar miklu til samfélags- ins,“ sagði hann. »6 Starfsumhverfi afreks- íþróttanna þungt Guðni Bergsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.