Morgunblaðið - 06.01.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
LC02 hægindastóll
Leður
Verð 285.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Margt er búið að skrifa um ír-anann Qassem Soleimani eftir
víg hans og margir hafa orðið til að
benda á þar hafi farið maður með
margt misjafnt á samviskunni. Antje
Schippmann, aðstoð-
arritstjóri Welt am
Sonntag, fjallaði um
Soleimani í gær, en
áherslur hennar eru
á Miðausturlönd og
mannréttindi al-
mennt. Í umfjöllun
sinni gagnrýndi hún
þýsk stjórnvöld sem
hefðu tekið ranga afstöðu gagnvart
vígi Soleimanis, með því að taka
ekki afstöðu með Bandaríkjunum og
reyna að sýna hlutleysi.
Schippmann sagði drónaárásina á„íranska herforingjann og höf-
uðhryðjuverkamanninn“ vera rétt-
lætanlega. Og ekki aðeins það, grípa
hefði átt til þessara aðgerða fyrir
löngu.
Soleimani hefði verið heilinn ábak við útflutning íslömsku
byltingarinnar og fjármögnun
hryðjuverkasamtaka á borð við
Hamas og Hisbollah. „Soleimani
sendi hundruð þúsunda vopna og
eldflauga til hryðjuverkamanna í
Miðausturlöndum og byggði upp net
í Evrópu, Suður-Ameríku og
Afríku,“ sagði hún.
Hún lýsti því einnig hvernig hannhefði borið ábyrgð á fjölda
mannskæðra árása, gríðarlegu
mannfalli og hörmungum. Með að-
gerðum sínum hefði hann meðal
annars stuðlað að því að milljónir
urðu flóttamenn.
Mikilvægt er að stjórnvöld áVesturlöndum öllum, ekki að-
eins í Þýskalandi, sýni festu í sam-
skiptum við hryðjuverkaríkið Íran
og standi með þeim sem reyna að
halda því í skefjum.
Antje
Schippmann
Hlutleysi gagnvart
hryðjuverkum?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Aksturshraði var of mikill við öll þau fjögur hring-
torg í þéttbýli sem tekin voru til skoðunar í nýju
rannsóknarverkefni Eflu verkfræðistofu um um-
ferðarhraða í hringtorgum. Verkefnið var styrkt
af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar en mark-
miðið með verkefninu var að skoða samspil hönn-
unar hringtorga og umferðarhraða fyrir hringtorg
í þéttbýli og dreifbýli.
Sem fyrr segir leiddu niðurstöður fyrir hring-
torg í þéttbýli í ljós að svonefndur 85% hraði, þ.e.
sá hraði sem 85% bílstjóra halda sig innan, mæld-
ist yfir 30km/klst. Um tvö hringtorg í Kópavogi
var að ræða, svo og eitt í Hafnarfirði og eitt í
Reykjavík, en gangandi og hjólandi vegfarendur
þvera öll hringtorgin og því er hraði of mikill við
inn- og útkeyrslur, segir í skýrslu. Þar segir einnig
að tvíbreið hringtorg leyfi enn meiri hraðakstur
þar sem unnt sé að nýta sér alla breiddina til að
auka hraða.
Niðurstöður fyrir hringtorg í dreifbýli, tvö voru
tekin til skoðunar, sýndu að hringtorg næðu að
draga verulega úr hraða ökutækja og hentuðu því
vel til að draga úr umferðarhraða á þjóðvegum.
Hraði of mikill í hringtorgum
Hringtorg henta vel
á þjóðvegum landsins
Morgunblaðið/Eggert
Akstur Í þéttbýli var umferðarhraði við hring-
torgin sem Efla tók til rannsóknar of mikill.
Til stendur að ný líkamsræktarstöð
World Class rísi við Íþróttahúsið á
Hellu. Þetta kemur fram í fundar-
gerð sveitarstjórnar Rangárþings
ytra, þar sem lögð er fram tillaga um
að fela sveitarstjóra að ganga til
samninga við Laugar ehf. um leigu á
húsnæði undir líkamsrækt í nýrri
aðstöðu við Íþróttahúsið á Hellu. Til-
lagan var samþykkt með fjórum at-
kvæðum bæjarfulltrúa D-lista en
þrír fulltrúar Á-lista sátu hjá, og
töldu ótækt að aðgangur að heilsu-
rækt hækkaði um „u.þ.b. helming
frá því sem nú er“. Verður leigu-
samningur lagður fyrir sveitarstjórn
í vikunni.
Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri
Rangárþings ytra, segir bæjarbúa
spennta yfir áformunum. Til þessa
hefur heilsurækt verið starfrækt í
kjallara Íþróttahússins á Hellu, sem
er barn síns tíma að sögn Ágústs.
„Þetta hafa verið bráðabirgðaað-
stæður, í kjallaranum í sundlaug-
arbyggingunni,“ sagði Ágúst en
heilsuræktin þar hefur verið starf-
rækt um nokkurra ára skeið.
„Hugmyndin er að leggja hana af
og láta þessa heilsurækt koma í
staðinn. Það hefur vantað pláss fyrir
áhöldin svo ákveðið var í fyrstu að
byggja geymslu fyrir áhöld við
íþróttahúsið. Síðan ákváðum við að
slá tvær flugur í einu höggi og
byggja tveggja hæða viðbyggingu
við Íþróttahúsið á Hellu,“ sagði
hann. Haft var samband við þrjá að-
ila í haust og ákveðið að semja við
Laugar ehf., sem er eignarhalds-
félag líkamsræktarkeðjunnar World
Class. veronika@mbl.is
World Class-stöð
væntanleg á Hellu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hella Til stendur að reisa þar
tveggja hæða líkamsræktarstöð.
Samningur
lagður fyrir sveit-
arstjórn í vikunni