Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 14

Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ínýrri grein-ingu Sjáv-arklasans er fjallað um góðan árangur íslensks sjávarútvegs í full- vinnslu fisks. Í þessu er gengið út frá því að allt annað en fiskflakið sé hlið- arafurð og er ástæða þess að enn í dag sé þessum afurðum hent í flestum löndum. Í grein- ingunni segir: „Samkvæmt at- hugunum Sjávarklasans nýta Íslendingar um 80% af hverjum hvítfiski en sambærilegar tölur fyrir nágrannalönd okkar benda til þess að nýting í þeim löndum sé um 45-55%. Þarna er um veruleg verðmæti að ræða sem fara í súginn hjá öðrum þjóðum; umtalsverð verðmæti fyrir þessar þjóðir og þá aðila sem hafa þekkingu og tækni til að nýta þessar hliðarafurðir.“ Eins og sjá má af þessum töl- um hafa Íslendingar náð gríð- arlegu forskoti í nýtingu aflans og auðvitað ætti að vera keppi- kefli allra að nýta sem allra mest af aflanum. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi náð svo mikl- um árangri, og eigi mögulega heimsmet á þessu sviði, þá er einnig ljóst að Íslendingar hafa ekki náð á leiðarenda. Mark- miðið hlýtur að vera að nýta all- ar afurðirnar og skapa með því enn meiri verðmæti úr aflanum. Þetta getur verið einn lykillinn að því að halda áfram að auka verðmæti sjávarfangs við Ís- land óháð því hvort afli fer vax- andi eða ekki. En tækifærin liggja víðar. Morgunblaðið fjallaði til dæmis á dögunum, í sér- blaði 200 mílna um sjávarútveg, um sjónarmið Júlíusar Kristinssonar, doktors í líffræði, um aukna nýtingu þörunga í hafinu við Ísland. Samkvæmt því sem hann segir væri hægt að framleiða kræk- ling sem yrði verðmætari en allur sá fiskur sem íslenskur sjávarútvegur framleiðir í dag, með því að nýta aðeins 1% af líf- massa þörungasvifs í íslenskri lögsögu. Vitaskuld er þetta allt annað en einfalt og margvísleg tækni- leg vandamál sem þarf að leysa áður en slíkar hugmyndir verða raunhæfar eða hagkvæmar en það skiptir öllu að hér á landi sé umhverfi sem styður við ný- sköpun í þessari undirstöðu- atvinnugrein. Haft er eftir Júlíusi að með aukinni ræktun sé hægt að auka afköst greinarinnar og umsvif. Og hann bendir á að nú sé aðeins 5% af fæðuþörf mann- kyns svarað með sjávaraf- urðum en 95% fæðunnar verði til á landi. Þetta bendir til að tækifærin séu mikil í sjávarútvegi. Hægt er að auka fullvinnslu afurða enn frekar, hægt er að nýta fleiri afurðir og auka ræktun auk þess sem enn öflugra mark- aðsstarf getur skilað miklu. Sá hluti starfsemi sjávarútvegsins gleymist æði oft en hann skiptir gríðarlegu máli í þeirri auknu verðmætasköpun sem orðið hefur – og þarf að verða á næstu árum og áratugum. Tækifærin í sjávarútvegi hafa verið nýtt vel, en eru ekki fullnýtt} Mikil tækifæri Hinn ungi Seb-astian Kurz, nýorðinn aftur kanslari Austur- ríkis, er seigari stjórnmálamaður en margur eldri og reyndari. Kurz skaust hratt upp á stjörnuhimin austurrískra stjórnmála, svo hratt að hann mátti ekki vera að því að ljúka námi fyrir vegtyllunum. Kurz tók við flokki sínum, hinum íhaldssama Þjóðarflokki, þegar sá var í vandræðum og myndaði ríkisstjórn með Frelsisflokknum. Með því horfði hann til hægri en Frels- isflokkurinn lenti í undarlegu hneykslismáli sem felldi ríkis- stjórnina í fyrravor. Kosið var aftur og eftir ágæt kosninga- úrslit en eftir þriggja mánaða þref hefur Kurz tekist að mynda nýja ríkisstjórn, nú með Græningjum, nánar tiltekið vinstri grænum. Því hefur verið velt upp að þetta kunni að vera fyrirboði þess sem koma skuli í Þýska- landi þegar kosið verður þar, hvort sem það verður á næsta ári eins og kjörtímabil segir til um, eða fyrr, ef jafnaðarmenn ganga úr skaft- inu í kjölfar nýlegra manna- breytinga og endurtekinna ósigra. Fyrirboðarnir eru raunar fleiri eins og bent hefur verið á í erlendum miðlum, þó að óvíða hafi vinstri grænum verið gert jafn hátt undir höfði og Kurz gerir nú í Austurríki, þrátt fyr- ir að hann hafi öll veigamestu ráðuneytin hjá eigin flokki. En erlendir miðlar sem um þetta fjalla gleyma reyndar Íslandi. Hér leiða vinstri grænir rík- isstjórn þó að það verði ekki rökstutt með fylgi flokks þeirra. Og þrátt fyrir það heyr- ist stundum af ósætti í þeirra röðum um stöðu flokks síns og málefna. Þyrftu ekki einhverjir að benda þeim á hver staða þeirra er í raun og veru? Vinstri grænir fá aukna upphefð en hvergi sem hér} Kurz og vinstri grænir Á rið 2020 verður vonandi gott fyrir sem flesta. Hamingju, velsæld, vinskap og væntumþykju skulum við reyna að ná og sýna sem flest- um. Auðvitað munum við stjórnmálamennirnir verða ósammála um margt en vonandi verður hægt að ræða það með rökum. Ríkisstjórnin mun sýna á spilin í vor þegar fjármálaáætlun hennar verður lögð fram. Í haust munum við síðan sjá fjárlög þar sem boð- uð verður áframhaldandi stækkun kerfisins með auknu framlagi til ríkisstofnana og ráðuneyta. Vonandi reynist þetta röng spá en með rík- isstjórn sem hefur það að meginmarkmiði að „hanga saman“ verður ekki mikið um nauðsyn- legar kerfisbreytingar. Við erum svo heppin að margir Íslendingar búa yfir sköpunarkrafti og þann kraft verðum við að nýta á næstu árum og áratugum. Þeir sem búa yfir hugmyndum og þekkingu til að breyta til hins betra verða að fá svigrúm til þess. Hugvitsmenn okkar eru víða en hafa of fá tækifæri til að sanna sig. Ríkisstjórnin, sem telur betra að nota neikvæða hvata en jákvæða, er á rangri braut. Settir eru á refsiskattar og gjöld í stað þess að nota jákvæða hvata til breytinga og ný- sköpunar. Breytingar í loftslagsmálum verða ekki knúnar fram með því að refsa eða með því að draga úr velmegun. Lausn- in felst í nýsköpun og að nýta betur þekkta tækni. Hún felst einnig í því að verðlauna þau fyrirtæki og einstaklinga sem taka þátt í breytingum til batnaðar. Nýta mætti skattkerfið til að hvetja fyrirtæki til að nota hreina orkugjafa fyrir vélar og öku- tæki, endurnýta úrgang um leið og minnka hann. Setja fjármuni í þróun umbúða og verð- launa þá sem draga úr umbúðanotkun. Þá mætti merkja vörur með upplýsingum um kol- efnisspor svo kaupandinn geti tekið meðvitaða ákvörðun um innkaup sín svo eitthvað sé nefnt. Loftslagsumræðan hefur einkennst af upp- hópunum og eltingaleik við það að gagnrýna sem mest. Í þættinum Kryddsíld sem sýndur var á gamlársdag á Stöð 2 innlimaði formaður Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisn í sinn flokk og kallaði þá saman umbótaflokka. Þessir meintu umbótaflokkar sem eru eiginlega bara allir Samfylkingarflokkar, kalla á hertar að- gerðir í loftslagsmálum með gamaldags hug- myndafræði í stað þess að koma fram með hug- myndir að jákvæðum lausnum. Sænska stúlkan Gréta hefur kallað á aðgerðir og hvatt til þess að hlustað sé á vísindamenn. Við eigum að draga úr mengun og að hlusta á vísindamenn en þeir eru ekki allir sammála um hversu alvarlegur vandinn er. Gréta hefur líka sagt að fólk ætti helst ekki að nota flugvélar. Slíkt er vit- anlega óraunhæft en orð eru til alls fyrst og því ættum við að nota hvatningu Grétu til að finna raunhæfar lausnir og draga úr boðum og bönnum. Tökum forystu í umhverfismálum á jákvæðan hátt, án öfga og upphrópana. gbsveinsson@gmail.com Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Gleðilegt öfgalaust ár Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sýslumannaráð gaf nýverið útársskýrslu hinna níu emb-ætta sýslumanna landsinsfyrir árin 2017 og 2018. Skýrslan ber vott um umfangsmikla og margbrotna starfsemi. Stöðugildi við embættin voru í árs- lok 2018 um 237, þar af lögfræðinga 53. Starfsstöðvar eru 26 og skiptast þær í níu aðalskrifstofur, níu aðrar sýsluskrifstofur sem einnig veita fulla þjónustu og átta útibú sem veita lág- marksþjónustu. Og reksturinn kostar sitt, nam um 2,4 milljörðum króna 2018. Þar af var launakostnaður um 2,2 milljarðar og húsnæðiskostnaður 206 milljónir króna. En sýslumanns- embættin vinna vel fyrir þessum kostnaði. Árið 2018 innheimtu þau t.d. um 4,7 milljarða í erfðafjárskatt 5,2 milljarða í stimpilgjöldum og 927 milljónir í þjónustugjöldum. Fjölbreytt verkefni Í skýrslunni er farið yfir öll helstu verkefni sýslumannsembættanna. Hér verður staldrað við nokkur þeirra. Fram kemur að fjölskyldu- málum fjölgaði nokkuð 2017, en til þess flokks teljast m.a. hjónavígslur og skilnaðir, faðernis- og meðlagsmál og sáttameðferð samkvæmt barna- verndarlögum. Fjölgaði nýjum fjöl- skyldumálum úr 5.408 árið 2016 í 5.676 árið 2017 en urðu 5.550 árið 2018. Á sviði svonefndra fullnustumála fækkaði umtalsvert nýjum beiðnum um nauðungarsölu. Fjöldi beiðna var 5.394 árið 2017 en árið eftir 4.508. Í skýrslunni segir að ýmis merki hafi þó verið á lofti um að þessi þróun kunni að vera að snúast aftur við að einhverju leyti. Innkomnum fjár- námsbeiðnum fækkaði lítillega á ár- unum 2017 og 2018 miðað við 2016. Voru þær 22.275 árið 2017 en 21.674 árið 2018. Fram kemur að yfirgnæf- andi meirihluta fjárnámsgerða, um 84%, lýkur með svokölluðu árangurs- lausu fjárnámi, þar sem gerðarþoli á ekki eignir sem gera má fjárnám í. Þinglýsingarskjölum fjölgaði tals- vert á árunum 2016 og 2017 frá því sem var árin þar á undan en fækkaði lítillega aftur árið 2018. Voru þau 126.795 árið 2017 en 122.551 árið 2018. Útgefnum ökuskírteinum fjölgaði verulega frá 2016 til 2018 og skýrist það væntanlega bæði af mannfjölgun og góðæri. Voru ný ökuskírteini 29.848 árið 2016, fjölgaði síðan í 30.500 árið eftir og urðu 32.333 árið 2018. Sýslumenn annast einnig mót- töku á umsóknum um svokölluð P- kort, stæðiskort fyrir hreyfihamlaða, og annast útgáfu þeirra. Kortunum hefur fjölgað verulega á tímabilinu. Voru þau 1.664 árið 2016 en 1.958 tveimur árum seinna. Fram kemur í skýrslunni að ein- stök embætti hafa með höndum sér- verkefni. Þannig sinnir sýslumað- urinn á Vestfjörðum t.d. álagningu vanrækslugjalda samkvæmt reglum um skoðun ökutækja og rekur skönn- unarmiðstöð þar sem eldri þinglýst skjöl fyrir landið eru færð yfir á raf- rænt form. Á Norðurlandi vestra er rekin innheimtumiðstöð vegna sekta og sakarkostnaðar, stjórnvaldssekta og dagsekta Vinnueftirlits, Persónu- verndar og Matvælastofnunar. Á Norðurlandi eystra sér sýslumað- urinn m.a. um útgáfu leyfa til dreif- ingar á ösku látinna utan kirkjugarða og leyfa til að færa lík til innan kirkjugarða og á milli þeirra. Á Aust- urlandi annast sýsluskrifstofan m.a. viðurkenningu á starfsréttindum iðn- aðarmanna á Evrópska efnahags- svæðinu. Á Suðurlandi fer sýslumað- urinn með útgáfu happdrættisleyfa fyrir landið allt og færir bókhald fyr- ir fjögur íslensk sendiráð ásamt því að hafa eftirlit með spilakössum. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum annast mál er varða löggildingu skjalaþýðenda og dómtúlka og svo- kallaða auðkennahreinsun og birt- ingu úrskurða dómsmálaráðuneyt- isins á sviði fjölskyldumála á innri vef sýslumanna. Margbrotin starf- semi sýslumanna Morgunblaðið/Ómar Vald Sýslumenn klæðast einkennisbúningi og setja upp húfu þegar mikið liggur við og auka þannig áhrifamátt embættisins og tiltrú. Útgáfa ökuskírteina 2016-2018 Þúsundir skírteina 2016 2017 2018 29,8 30,5 32,3 Heimild: Ársskýrsla sýslumanna 2017 og 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.