Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
✝ Páll Þor-steinsson fædd-
ist í Reykjavík 8.
september 1984.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 24. desember
2019. Hann var son-
ur hjónanna Þor-
steins Pálssonar, f.
1954 og Kristínar
Árnadóttur, f. 1954.
Páll átti fjórar syst-
ur. 1) Eva Þorsteinsdóttir, f.
1973. Börn hennar eru: Victor
Andri og Róbert Fannar, f. and-
vana 11. desember 1995, Andri
Fannar Kristjánsson, Tara Líf
Kristjánsdóttir, Natalía Krist-
jánsdóttir. 2) Hulda Sif Þor-
steinsdóttir, f. 1978. Maki: Er-
lendur Þór Gunnarsson. Börn
þeirra eru: Elísabet Erlends-
dóttir, Þorsteinn Kári Erlends-
son og Karólína Erlendsdóttir. 3)
Selma Rut Þorsteinsdóttir, f.
1979. Maki: Árni Davíð Skúlason.
Börn þeirra eru:
Tanja Kristín Árna-
dóttir, Mikael Aron
Árnason og Hilmir
Hrafn Árnason. 4)
Fanný Hrund Þor-
steinsdóttir, f. 1982.
Maki: Magni Krist-
jánsson. Börn þeirra
eru: Gabríella Tóm-
asdóttir, Ísabella
Magnadóttir og
Kristín Anna
Magnadóttir.
Páll lærði hljóðupptökustjórn
og starfaði sem tónlistarmaður.
Hann hóf feril sinn með hljóm-
sveitinni Afkvæmi guðanna og
vann með fjölmörgum tónlist-
armönnum í hipphopp-senunni.
Páll átti farsælan feril að baki og
var meðal annars þekktur undir
listamannsnafninu Guli drekinn.
Páll var ókvæntur og barnlaus.
Útför Páls fer fram í Fríkirkj-
unni í Reykjavík í dag, 6. janúar
2020, klukkan 13.
Elsku hjartans gullið okkar
pabba og mömmu, elsku Páll okk-
ar, við eigum engin nógu falleg og
sterk lýsingarorð til að lýsa þér
sem persónu og fallega drengnum
okkar sem við elskum svo heitt.
Engin orð geta heldur lýst því
hvað við söknum þín og hvað lífið
getur orðið hverfult, að þú elsku
drengurinn okkar sért farinn á
undan okkur í blóma lífsins.
Við pabbi og mamma sitjum
hnípin og söknum þín óendanlega
mikið, rifjum upp allar fallegu
björtu minningarnar um þig með
systrum þínum og hvað þú varst
mikið litla yndið okkar allra í fjöl-
skyldunni, elskaður og dáður í öllu
sem þú gerðir, allt til loka lífs þíns.
Það er svo margt sem þú hefur
kennt okkur, elsku vinur. Þú varst
ákveðinn í skoðunum þínum á
heiminum í dag sem þér fannst
fara versnandi, með allri tækninni
svo sem snjalltækjum og fleiru.
Þú varst með gamla sál og vildir
hafa hlutina á þann hátt, sérstak-
lega hin seinni ár. Líklega hefur
heilsa þín gert það að verkum að
þú þoldir ekki allt það kapphlaup
sem þér fannst vera óþarft, við
vorum oft sammála um það og þú
elskaðir að hlusta á mömmu og
pabba segja frá æsku okkar.
Þú elskaðir öll systrabörnin þín
12 og það yljar okkur um hjarta-
rætur, að sjá allar myndirnar af
þér þar sem þú heldur á þeim eins
og þú ættir í þeim öllum, sem þú
áttir svo sannarlega. Því þau elsk-
uðu Palla frænda, og munu gera
það til æviloka. Það er því erfitt að
vita til þess að þú þráðir þína eigin
fjölskyldu og við ræddum það oft,
við töldum þér trú um að þú ættir
allt lífið framundan til þess, elsku
hjartað okkar.
Við vorum vongóð um bata hjá
þér, en það brást hér á jörð. En við
verðum að treysta því og trúa að
þú sért á góðri leið að enn betra lífi
þar sem allt er svo grænt og fal-
legt, sólin skín og blómin teygja
sig á móti þér. Þar sem allt skyld-
fólkið þitt tekur á móti þér opnum
örmum, afar og ömmur, Árni Þór
frændi og jafnaldri, og þið náið að
hlaupa undir skæran regnbogann
sem þið reynduð sem litlir drengir.
Elsku drengurinn okkar, far þú
í guðs friði og hann mun taka þig í
faðm sinn og leiðbeina þér í nýjum
heimkynnum þar sem allur sárs-
auki verður á bak og burt, því trú-
um við og treystum.
Við munum hitta þig á ný, þang-
að til munt þú alltaf vera skærasta
ljós í lífi okkar.
Elskum þig um alla eilífð.
Þín elskandi
mamma og pabbi,
Kristín Árnadóttir,
Þorsteinn Pálsson.
Elsku bróðir, nú ertu farinn frá
okkur. Það er skrýtið að hugsa til
þess að fá ekki að sjá þig aftur. Það
vantar einn í systkinahópinn, litla
bróður, yngstur af okkur fimm.
Eftir stöndum við fjórar.
Hulda systir hringdi í mig á að-
fangadag til að segja mér að þú
værir dáinn, farinn. Ég sagði
henni að hætta að ljúga. Jólin
stoppuðu.
Elsku Palli minn, þú varst svo
glaður þegar ég átti Andra, það
var kominn annar strákur í fjöl-
skylduna. Ef þú heyrðir að hann
var vaknaður eða grét þegar við
bjuggum á Selfossi komstu hlaup-
andi niður að ná í hann, 11 ára
gamall í víðu Dickies-buxunum
þínum. Seinna hjálpaðirðu honum
í tónlistinni. Það er það sem þú
elskaðir. Að gera bít, að tengja
tæki og taka upp.
Ég er elst, þú varst yngstur.
Svo lík, en samt ekki. Þess vegna
urðum við bara stundum að vera
sammála um að vera ósammála.
Við áttum samt sameiginlegan
húmor, svartan húmor sem var
ekki fyrir alla.
Elsku bróðir, nú er lagið þitt
búið en takturinn lifir í okkur.
Ég elska þig og hitti þig seinna.
Þín stóra systir
Eva.
Elsku besti bróðir og vinur.
Elsku hjartahlýi, fallegi, yndislegi,
hæfileikaríki og skemmtilegi Palli.
Ég hef haft hugmynd um að slíkur
sársauki sem ég upplifi nú væri til
en að upplifa hann eins og nú nær
ekki að lýsa honum. Hjarta mitt
hefur verið brotið í tvennt og
tómarúm hefur myndast.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að fylgja þér alla þína ævi
og þakklát fyrir minningarnar
sem við höfum skapað í samein-
ingu, elsku Palli minn, þær eru
ómetanlegar og mun ég ávallt
varðveita í hjarta mínu.
Aðeins tvö ár eru á milli okkar
og höfum við alltaf náð saman,
sem börn og fullorðin. Manstu eft-
ir hótelleikjunum okkar sem við
fórum í þegar pabbi þurfti að
ferðast vegna vinnu? Þá skipt-
umst við á að vera hótelstjóri og
svo bisnessmaður eins og pabbi.
Eða La Bamba-tímabilið okkar,
búningaleikir, brandaragerð o.fl.
„Er hurðin stíf, Martin?“ Ég veit
að þú hlærð núna með mér elskan
mín eins og við gerðum reglulega
þegar við rifjuðum upp gamla
tíma. Laugardagsbíltúrarnir með
pabba, NBA-myndir, pylsa og
kók, og spjall um lífið og tilveruna
sem endaði svo með Mömmumat
og vídeókvöld með fjölskyldunni.
Á fermingarárinu mínu fórum
við með mömmu og pabba og
keyrðum um Evrópu og fórum
síðar til Mallorca, dýrmætar
minningar. Ég var hins vegar svo-
lítið mikið í fýlu en þú svo ljúfur og
skemmtilegur en þú hjálpaðir mér
að dempa sveiflurnar og við gát-
um verið börn aftur. Okkur fannst
nú svolítið spennandi að fá að vera
ein á hótelherbergi og ekkert lítið
fyndið að heyra Simpsons á
frönsku.
Síðan fórst þú á gelgju, nei ókei,
ekkert í hálfkvisti við mig. Hjóla-
bretti, rapp og tölvur. Síðan varð
til þessi magnaði tónlistarmaður
sem þú ert, elsku Palli.
Þegar ég flutti aftur heim til
ykkar mömmu og pabba með litlu
Gabríelluna okkar í Strýtuselið
var Guli Drekinn að hefja sig á
flug. Það kom mér hins vegar ekk-
ert á óvart þar sem þú hefur alltaf
verið svo klár og hæfileikaríkur,
engin takmörk fyrir því. Rapparar
fylktu liði í helli Gula Drekans,
Elvar og Stjáni í fararbroddi með
þér og Afkvæmi guðanna urðu til.
Þú gerðir aldrei mannamun,
engir fordómar, bara kærleikur.
Þú studdir við bakið á mér og
hafðir trú á mér þegar ég var á
mínu tónlistartímabili. Þolinmæð-
in endalaus enda enginn eins klár
og Guli Drekinn. Magni vinur þinn
kom svo í líf mitt og milli okkar
varð yndislegt vinasamband. Ein-
lægur fjölskyldumaður ertu, elsku
Palli. Yndislegur með systurbörn-
um þínum sem líta öll svo upp til
þín, öll með tölu.
Söknuðurinn er óbærilegur,
elsku Palli. Ég veit hins vegar að
þú verður alltaf með okkur og ég
veit að ég hitti þig aftur og það
verður mín eina huggun að sinni.
Ég vil segja þér að ég er svo
stolt af þér elsku bróðir, fyrir
manninn sem þú hefur að geyma
og fyrir allt sem þú hefur afrekað,
hef sennilega ekki sagt þér það
nógu oft. Ég mun halda minning-
unni þinni á lofti og ég veit að aðrir
munu einnig gera það.
Ég elska þig út af lífinu og mun
alltaf gera, þú munt ávallt vera í
hjarta mínu.
Þín elskandi systir
Fanný Hrund.
Elsku litli bróðir.
Ég veit ekki hvernig ég á að
koma orðum að þessari kveðju, því
þetta er enn svo óraunverulegt. Þú
ert svo ungur, við ætluðum öll að
hjálpast að við að takast á við þessi
veikindi sem gerðu lífið svo erfitt
undanfarna mánuði. Þú fékkst
ekki tækifæri til að gera svo margt
í lífinu og ég er svo óendanlega
sorgmædd yfir því.
Þegar þú fæddist varstu svo
einstakur, yngstur og lítill strákur
í stórum systrahópi. Fallegra barn
höfðum við ekki séð. Við elskuðum
allar að fylgjast með þér, hvort
sem það var þegar mamma var að
skipta á þér, eða þegar þú varst að
dunda þér við að útbúa flóknar
græjur með legókubbum og lést
fylgja með því nákvæma lýsingu á
hvernig allt virkaði. Þegar þú
varst með Turtles-kallana þína að
leika. Ég get enn heyrt barna-
röddina þína segja frá öllu sem er
að gerast í leiknum. Myndin sem
þú gafst mér þar sem þú teiknaðir
hetjuna þína, þá Dr. Dre. Þegar ég
fór með þig í sveitaferðina með
leikskólanum þínum, þú fimm ára
og ég ellefu ára. Mér leið eins og ég
væri næstum því mamma þín.
Þú varst svo ótrúlega klár, snið-
ugur og skemmtilegur. Tókst
græjur í sundur til að skilja hvern-
ig þær virkuðu, bjóst til alls kyns
tæki og tól, bara af því að, og þú
baðst stundum um gjafir úr búð-
inni Íhlutir. Það var skrítið að gefa
þér einhverjar snúrur eða eitthvað
álíka í afmælis- og jólagjafir en það
vildir þú.
Þú varst svo góður, blíður og
þrjóskur. Þú máttir ekkert aumt
sjá og elskaðir að knúsa frænd-
systkini þín. Þú varst svo viðkvæm
sál, traustur og næmur á umhverfi
þitt og tilfinningar annarra. Þegar
ég var nýbúin að eiga Elísabetu
mína komstu einn í heimsókn.
Þetta var erfið fæðing og þarna
fyrst á eftir var mér frekar erfiður
tími en ég fattaði það eiginlega
ekki sjálf fyrr en þú komst til mín
og sagðir við mig að ég væri ekki
eins og ég ætti að mér að vera. Þá
varstu tvítugur og þú fannst það
sem aðrir fundu ekki.
Þú varst svo hæfileikaríkur, fal-
legur og ótrúlega óskýrmæltur í
símtölum. Það sem ég gæfi fyrir
eitt klukkustundar samtal við þig
aftur.
Ég hef oft hugsað það í gegnum
tíðina og í gegnum erfiðleikana
þína að þú ert sú manneskja sem
hefur kennt mér hvað mest í þessu
lífi. Ég hef horfst í augu við eigin
fordóma og annarra, ég hef lært að
lífið er alls konar og að það er gott
að vera svolítið skrítinn og öðruvísi
en aðrir. Ég vil meina að ég sé
næstum því alveg hætt að vera
ferningur eða square eins og þú
sagðir stundum að ég væri. Það
ætla ég að gera fyrir þig.
Ég elska þig óendanlega, litli
bróðir, upp í geim og til baka enda-
laust.
Þín systir,
Hulda Sif.
Þú ert nýfæddur. Fallegasta
barn sem ég hef séð. Strákur, loks-
ins kominn strákur. Þú kúrir hjá
mömmu. Pabbi horfir stoltur á. Við
Páll Þorsteinsson
✝ Jórunn LindaJónsdóttir
fæddist á Patreks-
firði í Patreks-
hreppi 10. mars
1956. Hún andaðist
á heimili sínu 13.
desember 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Þor-
berg Eggertsson
frá Haukadal, Dýra-
firði, f. 7. október
1922, d. 29. janúar 2018, fyrrv.
skólastjóri, og kona hans Rósa
Kemp Þórlindsdóttir frá Búðum,
Fáskrúðsfirði, f. 11. febrúar
1924, d. 8. mars 2012, húsfreyja.
Systkini hennar eru Ólafur
Ólafsson, f. 26. september 1947,
Svala Haukdal Jónsdóttir, f. 31.
maí 1952, Þórdís Elva Jónsdóttir,
f. 9. júlí 1953, og Guðríður Erna
Jónsdóttir, f. 10. mars 1956.
Dætur hennar eru: 1) Aldís
Buzgò, f. 2. maí 1991, maki Val-
mir Qeleposhi, dóttir þeirra er
Dagný Lára. 2) Heiðdís Buzgò, f.
2. maí 1991, maki Eggert Orri
Hermannsson.
Linda ólst upp á
Patreksfirði og lauk
þaðan grunnskóla-
námi. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum
við Hamrahlíð í jan-
úar 1976 og stund-
aði síðan nám við
Íþróttakennara-
skóla Íslands á
Laugarvatni frá
1976-1978.
Réð hún sig sem íþróttakenn-
ara við Varmárskóla í Mos-
fellsbæ 1978 þar sem hún starf-
aði lengst af við kennarastörf.
Eftir að Linda eignaðist dætur
sínar flutti hún í Mosfellsbæ,
Krókabyggð 22.
Áhugamálin voru lestur góðra
bóka, útivist og íþróttir. Stundaði
hún bæði blak og körfubolta og
var margfaldur meistari í körfu-
bolta með KR ásamt því að spila
með landsliði Íslands.
Útför Lindu fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 6. janúar
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.
Elsku Linda mín, fréttinni um
andlát þitt sló niður í hjörtu okkar
fyrirvaralaust og við söknum þín
óendanlega mikið. Þú varst með
framtíðaráætlanir og áttir að eiga
eftir mörg góð ár. Í staðinn varstu
skyndilega kölluð á burt frá fjöl-
skyldu þinni og ástvinum. Eftir
sitjum við og hörmum óréttlæti
lífsins. En góðar minningar
streyma að og er nærtækast að
nefna systkinamót í Haukadal í
Dýrafirði á liðnu sumri. Þar áttum
við saman yndislegar stundir með
börnum og barnabörnum okkar.
Það má líka nefna margt frá
barna- og unglingsárum á Patró;
sumarferðalögum austur á firði,
öllum sumarbústaðaferðunum
með söng, glensi og gamni. Einnig
velþegnum kaffisopa við stuttar
heimsóknir, bæði hér heima og
ytra.
Eldri dóttir mín Linda er stolt
yfir nafni sínu og til aðgreiningar
oftast kölluð „litla“ Linda. Hún og
yngri dóttirin Lilja áttu þig, systir
mín, sem uppáhaldsfrænku það ár
sem þú dvaldir við kennslu í Sví-
þjóð. Þú varst svo natin við þær.
Tímarnir breyttust er dætur þínar
Aldís og Heiðdís fæddust. Linda
mín, þú varst með réttu ákaflega
stolt af dætrum þínum og barna-
barninu Dagnýju Láru. Tóm-
stundum fækkaði, en bæði hann-
yrðir og garðvinna voru áfram
mikilvæg áhugamál þín.
Þú afrekaðir að vera valin, fyrst
kvenna á Íslandi, íþróttamaður
ársins fyrir frábæran árangur í
körfubolta. Enda lagðir þú fyrir
þig íþróttanám og starfaðir sem
íþróttakennari ævilangt. Það sem
einkenndi þig var fórnfýsi og
greiðvikni í garð ættingja og vina,
hlý kímnigáfa og einstakur dugn-
aður í leik og starfi, svo fátt eitt sé
nefnt.
Elsku Aldís, Heiðdís og fjöl-
skyldur. Við samhryggjumst ykk-
ur innilega og biðjum Guð um
styrk á þessum erfiða tíma. Hugur
okkar er hjá ykkur.
Ég veit af lind, er líður fram
sem ljúfur blær.
Hún hvíslar lágt við klettastall
sem kristall tær.
Svo berst ég inn í bjartan sal
og blessað vor.
Þá verður jarðlífs gatan gleymd
og gengin spor.
(Hugrún)
Þórdís Elva Jónsdóttir og
börnin Linda María,
Kristín Lilja og Jón Henrik
ásamt fjölskyldum.
Það var föstudaginn 13. des að
sú harmafregn barst mér að mín
kæra mágkona og vinur Linda
væri dáin, ótrúlegt og óréttlátt
þegar bjartir dagar voru í vænd-
um.
Linda var að ná sér eftir
mjaðmauppskurð en í byrjun des.
sl. þurfti hún að gangast undir
hjartaaðgerð. Var hún útskrifuð
eftir tæpa vikudvöl á spítala og
hlakkaði mikið til að komast heim
til að undirbúa jólahátíðina. En
stóra kallið kom öllum að óvörum.
Mín fyrstu kynni við Lindu eru
tengd íþróttum. Linda var góð á
skíðum en það var í skíðaferð til
Sviss að leiðir okkar lágu saman.
Var hún þar í hópferð ásamt Ernu
systur sinni og mági með góðu
fólki. Seinna áttum við Svala eftir
að skíða mikið með Lindu okkar í
Skálafelli. Ljúfar minningar með
Lindu og dætrum er þær dvöldu
hjá okkur í bústaðnum í Hestvík.
Þetta var árlegur viðburður í
mörg ár enda mikið tilhlökkunar-
efni að fá þær mæðgur í heimsókn
og var gjarnan tekinn sprettur á
bátnum um vatnið. Á páskum fyr-
ir nokkrum árum var farið í eft-
irminnilega gönguferð á ísilögðu
vatninu og í gegnum hellinn í
Klumbu. Ævintýrin voru alltaf til
staðar og þær mæðgur aufúsu-
gestir.
Blessuð sé minning minnar
góðu mágkonu Lindu.
Ég votta dætrum hennar, Heið-
dísi og Aldísi, og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð.
Kjartan Þorbergsson
Í dag kveð ég ástkæra og ynd-
islega mágkonu og vin, hana
Lindu. Okkar leiðir lágu saman
haustið 1976 þegar við hófum nám
við Íþróttakennaraskóla Íslands á
Laugarvatni. Þar hófst fljótlega
góður vinskapur á milli okkar,
eins og annarra nemenda, þ. á m.
tvíburasystur hennar, Ernu. Eftir
útskriftina ’78 fór Linda að kenna
sem íþróttakennari við Varmárs-
kóla í Mosfellsbæ.
Á þessum tíma var hún ein
besta körfuboltakona Íslands og
spilaði með KR eins og Erna syst-
ir hennar.
Voru þær systur mjög sam-
rýndar alla tíð og varð Linda fljótt
hluti af okkar tilveru, hvað varðar
ferðalög og aðra viðburði sem við
Erna tókum þátt í. Margs er að
minnast, t.d. er við fórum þrjú
saman til Bandaríkjanna ásamt
fleiri íþróttakennurum 1979 á nor-
rænt námskeið, skíðaferðir til
Crans Montana, svo ekki sé
minnst á öll ferðalögin hér innan-
lands. Ógleymanleg er ferðin til
Fáskrúðsfjarðar um páskana ’81
sem við fórum á Kermit (Ford
Ecord árgerð ’73, frostpinna-
grænn á litinn). Þegar við keyrð-
um yfir Mýrdalssandinn hófum
við Linda upp raust okkar og tók-
um þvílíkar óperuaríur sem voru
okkur ávallt minnisstæðar.
Þær systur voru ávallt í góðu og
miklu sambandi og tók Linda þátt
í mörgum atburðum í lífi okkar
Ernu. Samgladdist okkur með allt
sem við tókum okkur fyrir hendur
eða eignuðumst og ég tala nú ekki
um þegar börnin okkar fæddust.
Þá var sko Linda frænka mætt því
henni var alltaf umhugað um að
vita hvernig gengi hjá þeim,
þeirra líðan og ekki var hún að
spara við sig þegar hún var að
gleðja þau með gjöfum. Hún hugs-
aði þá meira um aðra en sjálfa sig.
Við þrjú vorum saman í tveim
skemmtilegum hópum sem hittast
alltaf reglulega, annar þeirra eru
íþróttakennarar sem útskrifuðust
frá ÍKÍ ’78. Frá 2005 hefur sami
kjarninn af þeim hist í 3-4 daga á
sumri á mismunandi stöðum á
landinu, jafnvel í útlöndum, þar
sem farið er í gönguferðir og ým-
islegt brallað. Hinn hópurinn eru
Lallarnir sem hafa haldið saman
frá ’07. Þar var Linda ávallt hrók-
ur alls fagnaðar. Það hefur verið
höggvið stórt skarð í þessa hópa
og hennar verður sárt saknað, en
minningin um Lindu lifir.
Einn er sá staður sem var
Lindu hjartfólginn sérstaklega sl.
25 ár en það var Sæból í Haukadal
í Dýrafirði, þar sem faðir hennar
hafði reist sumarhús ásamt bróð-
ur sínum. Dvaldi hún þar alltaf á
hverju sumri með dætrum sínum
og öðrum, þ. á m. okkur. Þar leið
henni vel og fannst gott að vera
þar í kyrrð fjallanna og stutt í fjör-
una.
Árið 1991 eignaðist Linda tví-
buradæturnar Aldísi og Heiðdísi
sem breytti lífi hennar að sjálf-
sögðu. Hún ól þær upp ein alla tíð,
með góðri aðstoð fjölskyldunnar.
Þær eru í dag í sambúð og á Aldís
dótturina Dagnýju Láru 7 ára,
missir þeirra er mikill.
Elsku Aldís, Valmir, Dagný
Lára, Heiðdís og Eggert, megi
góður guð styrkja ykkur á þessum
tímum.
Elsku Linda, hversu óraun-
verulegt er það að þú sért farin frá
okkur og að maður fái ekki að sjá
þig koma inn og segja eitthvað
með blik í augum og blikka!
Linda mín, takk fyrir sam-
veruna, eins og þú sagðir oft er þú
kvaddir, og hafðu þökk fyrir öll ár-
in sem við fengum að njóta með
þér. Þú lifir áfram í hjörtum okk-
ar.
Ólafur Ágúst Gíslason.
Elsku Linda frænka.
Sárt þykir okkur að þurfa að
kveðja þig svona skyndilega og
það langt fyrir aldur fram. Lífið
var að leika við þig og allt að fara
til betri vegar þegar allt í einu ertu
Jórunn Linda
Jónsdóttir