Morgunblaðið - 06.01.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
✝ EggertHaraldsson
fæddist 12. maí
1937 á Akureyri.
Hann lést í Reykja-
vík 24. desember
2019. Foreldrar
hans voru Haraldur
Oddsson, f. 1912, d.
1998, úr Tálknafirði
og Fanney Eggerts-
dóttir, f. 1919, d.
1984, frá Akureyri.
Bróðir Eggerts er Haukur Har-
aldsson, f. 1938, kvæntur Hall-
dóru Sesselju Ágústsdóttur. Eft-
irlifandi eiginkona Eggerts er
Egilína Guðmundsdóttir frá Pat-
reksfirði, f. 18. mars 1945.
Fyrri kona Eggerts var Sigrún
Friðriksdóttir, f. 1937. Þau skildu
1976. Sonur hennar og fóstur-
sonur hans var Friðrik Ágústs-
son, f. 1955, d. 2009. Börn Egg-
erts og Sigrúnar eru: 1)
Haraldur, f. 1958. Eiginkona
hans er Sólveig Kristjánsdóttir, f.
1965, og dóttir þeirra er Theo-
dóra, f. 2000. Fyrri kona Haralds
var Inga Davíðsdóttir, f. 1959, d.
2009. Dóttir þeirra er Jenný, f.
1984. 2. Karl, f. 1960. Eiginkona
hans er Sigríður Huld Garðars-
ín Elínborg Þórarinsdóttir, f.
1964. Börn hennar og Sigurjóns
Harðarson, f. 1961, eru Sara Rut,
f. 1986, Lillý Ösp, f. 1991, og
Sonja Dúfa, f. 2000. Barnabörnin
eru fjögur.
Eggert ólst upp á Akureyri og
stundaði þar nám í gagnfræða-
skóla og menntaskóla til 18 ára
aldurs en hélt síðan til Reykja-
víkur þar sem hann lærði sím-
virkjun hjá Landsíma Íslands. Að
því námi loknu starfaði hann við
símvirkjun í Reykjavík um hríð
en árið 1963 var hann ráðinn
stöðvarstjóri Pósts og síma á Pat-
reksfirði og gegndi því starfi til
1988. Það ár tók hann við starfi
stöðvarstjóra Pósts og síma á
Húsavík sem hann gegndi til
2002. Hann ákvað þá að hætta og
fara á eftirlaun 65 ára gamall.
Eftir það flutti þau Egilína til
Stykkishólms árið 2006 en loks til
Reykjavíkur árið 2018. Þau áttu
sumarbústað á Hvallátrum, vest-
ustu byggð á Íslandi. Eggert
sinnti ýmsum félagsstörfum á
Patreksfirði, var m.a. virkur fé-
lagi í Lionsheyfingunni þar og
formaður Félags ungra sjálfstæð-
ismanna. Hann spilaði bridge í
frístundum og stundaði tréskurð
og steinsmíði.
Útför Eggerts fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 6. janúar 2020,
klukkan 15.
dóttir, f. 1962, og
börn þeirra eru
Hulda Guðrún, f.
1983, Eggert Kári, f.
1991, og Kristófer
Ísak, f. 1993. Barna-
börnin eru fjögur. 3.
Eggert, f. 1970.
Maki hans er Dag-
rún Þorsteinsdóttir,
f. 1968. Barn hans
með Guðrúnu Ósk
Þórðardóttur, f.
1973, er Daníel Andri, f. 1997. 4.
Sigríður Fanney, f. 1972. Eigin-
maður hennar er Tommy
Hansen, f. 1969. Barn þeirra er
Sindre Hansen, f. 2006.
Barnsmóðir Eggerts var Bára
Pálsdóttir, f. 1953, d. 2015. Sonur
þeirra er Gunnar Sean, f. 1983,
eiginkona hans er Lilja Sigurðar-
dóttir, f. 1988, og börn þeirra
Alexandra Líf, f. 2012, Sigurður
Sean, f. 2014, og Unnur Bára, f.
2019.
Börn Egilínu og stjúpbörn
Eggerts eru: 1. Óðinn Þórarins-
son, f. 1963, eiginkona Dýrleif
Guðjónsdóttir, f. 1963. Börn
þeirra eru Tinna, f. 1989, Þórar-
inn, f. 1994, og Jóhannes, f. 2001.
Eiga þau eitt barnabarn. 2. Krist-
Það er margt sem fer í gegnum
hugann þegar ég sit hér að kvöldi
jóladags, eftir matarboð hjá
mömmu og þar var enginn þú í
fyrsta sinn í 35 ár. Það var enginn
þú, en samt varstu svo sterkt í
huga mínum. Þú reyndist mér
eins og góður faðir og stelpunum
mínum kærleiksríkur afi og ekki
síður börnunum þeirra. En fyrst
og síðast varstu kletturinn í lífi
mömmu, það var greinilegt að þú
elskaðir hana heitt og vildir allt
fyrir hana gera. Takk fyrir þetta
allt saman. Ég hefði gjarnan vilj-
að gera meira fyrir þig, sérstak-
lega þessa síðustu og erfiðu daga
sem þú lifðir, en þú, prakkarinn,
fórst ekki fram á neitt og kvaddir
þennan heim á afmælisdegi mín-
um. Elsku Eggert, ég á þér svo
margt að þakka og ég á eftir að
sakna þess sárt að geta ekki leng-
ur drukkið kaffi með ykkur
mömmu á Sléttuveginum eins og
við vorum vön að gera nánast á
hverjum degi síðasta árið.
Kveðja, þín
Kristín Elínborg.
Árið er 1963 og komið er fram á
haust. Strandferðaskipið Esjan er
á leið frá Reykjavík á Patreks-
fjörð með vörur. Um borð er einn-
ig Sigrún, ung móðir með syni
sína Harald og Karl. Á Patreks-
firði bíður þeirra pabbinn, ný
framtíð og nýtt heimili á Símstöð-
inni á Patró. Friðrik, elsti bróð-
irinn, flutti seinna vestur.
Fyrir okkur bræðurna á sím-
stöðinni var þetta sannkölluð æv-
intýraveröld að flytja til. Bærinn,
höfnin, bátarnir, sjórinn, fjaran,
fjöllin og sveitin varð ævintýra-
land barnæskunnar.
Á Patró var oft á tíðum kolvit-
laust veður, rok og rigning og sjó-
gangur og/eða blindbylur. Þá
þótti okkur strákunum einna
skemmtilegast að vera úti. Við
fengum og gátum verið úti að
gera það sem við vildum í raun án
mikilla afskipta foreldra okkar.
Oftast vissu þau í raun ekkert
hvað við vorum að bralla. Við
lærðum líka fljótt að taka ábyrgð
á eigin gjörðum og lærðum að
varast hættur og umgangast nátt-
úruna af virðingu. Við lærðum
líka að vinna frá unga aldri. Þegar
hugsað er til baka til æskunnar
kemur fljótlega upp í hugann orð-
ið frelsi. Mikið athafnafrelsi fylgdi
því að alast upp á Patró.
Pabbi sinnti starfi sínu af kost-
gæfni en naut sín jafnframt mjög
vel í sveitinni og hafði m.a. virki-
lega gaman að heimsækja bænd-
ur sem margir hverjir urðu góðir
vinir hans sem og aðrir góðir
menn á Patreksfirði og víðar. Það
eru margar ánægjulegar minn-
ingar um pabba úti í sveit. Pabbi
var virkur í félagsstarfi Lions og
sýningarstjóri í Skjaldborgarbíói
um árabil. Við bræðurnir áttum
það til að klifra upp á þak og
banka á gluggann hjá pabba og
koma í heimsókn þegar hann var
að sýna bíó.
Úr barnæskunni er kær minn-
ingin þegar pabbi fór með okkur
fjölskylduna í sumarfrí til ömmu
og afa á Akureyri. Á Akureyri var
alltaf sól og hiti að mig minnir.
Ég er þakklátur fyrir það
traust sem pabbi sýndi mér sem
barni og unglingi sem hjálpaði
mér að verða fljótt sjálfstæður
einstaklingur og bera ábyrgð á
eigin lífi. Pabbi hvatti mig í verki
til að taka ábyrgð og sýndi mér
alltaf mikið traust til að takast á
hendur ný og krefjandi verkefni.
Hann hvatti mig til náms og
studdi mig í því. Fyrir það er ég
mjög þakklátur.
Ég sakna föður míns, sem ég
elskaði og virti. Ég hefði viljað að
við hefðum haft meiri samskipti,
sérstaklega eftir að ég varð full-
orðinn og stofnaði mína eigin fjöl-
skyldu. Við skilnað foreldra okkar
1976 bjuggum við tveir saman
feðgarnir um tíma og hugsaði
pabbi vel um mig. Ekki leið þó á
löngu þar til ég var farinn að
heiman og fluttur frá Patreks-
firði.
Ég er þakklátur fyrir hverja
einustu góðu stund sem við pabbi
áttum saman. Ég sakna hans og
mun sakna hans í framtíðinni. Ég
er þakklátur fyrir þá yndislegu
stund við áttum saman feðgarnir
rétt fyrir andlátið og þá sterku
tengingu og skilyrðislausu ást
sem ég fann að var okkar á milli
fram á síðustu stundu.
Hvíl í friði elsku pabbi. Guð
blessi minningu þína.
Karl Eggertsson.
Elsku pabbi kvaddi þetta líf
snemma að morgni aðfangadags.
Ég hafði setið hjá honum til mið-
nættis og var á leið til hans aftur
þegar símtalið kom. Pabba hrak-
aði hratt síðustu tvær vikurnar og
því kom þetta ekki á óvart en
þetta er samt sárt.
Fyrstu minningar mínar um
pabba eru frá sumrinu þegar ég
var fimm ára. Við dvöldum í sum-
arhúsi afa og ömmu við Elliða-
vatn, hann vann hjá Landssíman-
um og ferðaðist á milli á reiðhjóli
með hjálparmótor, sem okkur
strákunum fannst spennandi og
pabbi flottur pabbi.
Stuttu síðar fluttum við vestur
á Patreksfjörð, þar sem hann tók
við sem símstöðvarstjóri 26 ára
gamall. Þar naut hann sín í botn,
en landsbyggðin hentaði honum
betur en borgin. Strax á fyrstu ár-
um fyrir vestan var pabbi búinn
að tengjast bændum og búaliði í
nágrenninu. Ættmenni í Tálkna-
firði var sótt heim og ferðirnar að
Hnjóti voru skemmtilegar. Skíða-
og skautaferðir í Mikladal voru
reglulegar, þar sem pabbi ætlaði
sér mikið. Hann var jú vanur
skíðamaður, uppalinn á Akureyri.
Hann gekk í að fá byggingarefni
til að endurbyggja skíðaskálann
og var langt kominn þegar ein-
hver fékk „lánað“ frá honum
byggingarefnið og var því sjálf-
hætt að endurreisa skálann. En
við fórum nokkrum sinnum í hálf-
byggðan skálann og gátum hitað
okkur kakó og haft skjól á milli
þess sem við renndum okkur.
Við bræðurnir lærðum
snemma að sjá um okkur sjálfir,
eins og tíðkaðist á þessum árum,
og vorum sjálfstæðir. En pabbi
reyndi að leiðbeina okkur af bestu
getu og var til staðar. Félagsmið-
stöð var útbúin í kjallaranum og
eiga margir vinir okkar góðar
minningar þaðan. Hann kenndi
okkur líka að keyra og þurfti ég
ekki marga ökutíma þegar kom
að bílprófinu. Þegar ég fór á Ísa-
fjörð í skóla þar sem ég bjó á
heimavist aðstoðaði pabbi mig við
flutning og að koma mér fyrir.
Við skilnað foreldra minna árið
1976 breyttist margt. Ég valdi að
fara í Iðnskólann heima en fékk
samning fyrir sunnan. Ég bjó því
samtímis hjá pabba fyrir vestan
og leigði líka í Reykjavík. Sam-
verustundum okkar fækkaði þeg-
ar leið á og þegar pabbi giftist
Lillý var ég kominn með mína eig-
in fjölskyldu.
Sjálfur bjó ég erlendis í nokkur
ár við nám og störf en eftir flutn-
ing heim aftur héldum við okkar
sambandi eftir bestu getu. Ég, þá
með nýja fjölskyldu, hefði viljað
hafa meira samband á þeim árum
en þó eru margar góðar og ynd-
islegar minningar sem lifa. Nú við
andlát pabba upplifi ég trega og
sorg, ég hefði viljað eiga fleiri
samverustundir og að fjölskylda
mín hefði náð að tengjast honum
betur, en margt spilar inn í líf
fólks og oft er erfitt að láta allt
ganga upp. En ég er þakklátur
fyrir þær góðu stundir sem við
fengum saman og sl. ár gáfum við
okkur meiri tíma tveir saman, fór-
um í göngutúra í Fossvoginum og
spjölluðum um allt á milli himins
og jarðar.
Þin verður sárt saknað, pabbi
minn. Hvert á ég að hringja núna
þegar mig langar að tala við
pabba? Hver segir mér frá því
sem þú einn veist um fortíðina?
Ég mun sakna þín. Hvíl í friði,
elsku pabbi.
Þinn sonur,
Haraldur Eggertsson
(Halli).
Tengdafaðir minn Eggert Har-
aldsson er látinn. Hann lést að-
faranótt aðfangadags.
Fréttin af andláti hans kom
mér ekki á óvart. Hann var farinn
að mæðast enda veikindi búin að
angra hann undanfarin ár, sér-
staklega núna undir það síðasta
þar sem hann hafði verið mjög
kvalinn.
Ég hitti hann fyrst í fjöslkyldu-
boði hjá Haraldi, elsta syni hans.
Ég þekkti hann um leið, skyld-
leikinn við Eggert yngsta soninn
og sambýlismann minn fór ekkert
á milli mála. Við tókum tal saman
og það var eins og ég hefði þekkt
hann alla tíð. Ég hitti Lillý kon-
una hans ekki fyrr en seinna en
það var eins með hana. Þau höfðu
bæði svo góða nærveru og ávallt
gaman að hitta þau hvað sem öll-
um veikindum eða dægurþrasi
leið. Ást þeirra og samheldni var
öllum ljós sem umgengust þau.
Eggert var fríður maður, karl-
mannlegur, hár og grannur. Hann
samsvaraði sér vel, var kvikur í
hreyfingum, með hvítan koll og
„milljóndollarabros“. Eggert
Eggert Haraldsson
✝ Þóra AlbertaGuðmunds-
dóttir fæddist 31.
mars 1942 í Ástúni
á Ingjaldssandi við
Önundarfjörð. Hún
lést 21. desember
2019 á Landspítal-
anum við Hring-
braut.
Foreldrar Þóru
voru Guðmundur
Bernharðsson, f.
10.11. 1899, d 18.11. 1989, og
Kristín Jónsdóttir, f. 21.6. 1901,
d. 23.11. 1969. Systkini hennar
voru: Drengur sem lést við fæð-
ingu 1925; Finnur Hafsteinn, f.
1926, d. 1997; Ástvaldur Ingi, f.
1930; Sigríður Kristín, f. 1932, d.
2016; Bernharður Marsellíus, f.
1936, d. 2015.
Þóra giftist 1.8. 1970 Bjarna
Sighvatssyni frá Brekku í Lóns-
sveit, f. 19.6. 1944. Synir þeirra
eru Kristján Guðni, f. 1971, gift-
ur Ásdísi Pétursdóttur, og Ingi-
mar Guðjón, f. 1972,
giftur Sólveigu Jó-
hannsdóttur. Börn
Kristjáns og Ásdísar
eru Bryndís, Bjarni,
Pétur Valur og Krist-
ján Ingi. Börn Ingi-
mars og Sólveigar
eru Sindri Þór, Andr-
ea Sif og Jóhann
Freyr. Unnusta
Sindra Þórs er Júlía
Kristine Jónasdóttir.
Þóra ólst upp á Ingjaldssandi
og stundaði nám við Héraðsskól-
ann á Núpi í Dýrafirði, síðan við
Kennaraskóla Íslands. Hún starf-
aði allan sinn starfsaldur sem
grunnskólakennari við Hlíða-
skóla í Reykjavík. Hún tók virkan
þátt í ýmsum félagsstörfum með-
al kennara og var m.a. formaður
stjórnar Félags kennara á eftir-
launum.
Útför Þóru fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 6. janúar
2020, klukkan 13.
Í dag kveðjum við ástkæra
tengdamóður mína, Þóru Albertu
Guðmundsdóttur. Henni kynntist
ég sumarið 1993 þegar við Ingi-
mar sonur hennar byrjuðum okk-
ar samband.
Þóra var kennari að mennt og
starfaði alla sína starfsævi í Hlíða-
skóla í Reykjavík. Hún var góður
kennari. Maður sá það um jól og
við skólaslit ár hvert hvað nem-
endurnir voru þakklátir henni og
vildu gleðja hana með fallegum,
oft á tíðum heimagerðum, gjöfum.
Það er ómetanlegt að heyra nú
hvað gamlir nemendur hugsa fal-
lega til hennar og minnast hennar
sem góðs kennara.
Þóra hafði gaman af því að
kenna. Þess nutu barnabörnin,
sem leituðu mikið til hennar fyrir
próf og þá sérstaklega fyrir ís-
lenskuprófin. Þetta þóttu henni
ánægjulegar stundir. Heilu helg-
arnar sat hún með þeim og
kenndi, milli þess sem hún gaf
þeim gott að borða. Íslensku-
kunnátta barnanna okkar er
henni að þakka.
Eftir að Þóra hætti að kenna
tóku við ýmis félagsstörf. Hún var
virk í starfi kennara á eftirlaunum
og var um tíma formaður félags
þeirra. Hún hafði mikla ánægju af
því félagsstarfi, naut samveru-
stundanna, kórstarfsins og ferða-
laga erlendis og hér heima.
Þóra var mikil hannyrðakona.
Þær eru óteljandi lopapeysurnar
sem hún prjónaði á sitt fólk, hver
annarri fallegri. Hún hafði mjög
gaman af því að prófa að gera
nýja hluti með prjónunum eða
heklunálinni. Í veikindunum hélt
hún áfram að gera fallega hluti.
Eitt af því síðasta sem hún gerði
voru tvö hekluð jólaljós, annað
fyrir okkar fjölskyldu og hitt fyrir
fjölskyldu Kristjáns. Þau Bjarni
fóru sérstaka ferð í búð til að finna
fallega kassa fyrir ljósin. Við fjöl-
skyldurnar fengum sinn hvorn
kassann eftir andlát hennar.
Ómetanleg kveðjugjöf.
Þóra og Bjarni voru mjög sam-
heldin hjón og samstíga í öllum
þeim verkefnum sem þau tóku sér
fyrir hendur. Ófá verkefni tóku
þau að sér á heimili okkar Ingi-
mars þegar við gerðum upp húsið
okkar, hvort sem það voru flísa-
lagnir eða önnur minni verk. Allt
gerðu þau óaðfinnanlega vel og
með ánægju. Þau ferðuðust tölu-
vert, innanlands sem utan. Við eig-
um ljúfar og góðar minningar af
ferðalögum með þeim, sérstaklega
samverustundum í Barcelona og
Englandi þegar við bjuggum þar.
Minningarnar um Þóru eru
góðar, hún var mér góð tengda-
móðir, sem ég minnist með mikilli
hlýju og þakklæti. Þakklæti fyrir
alla hjálpina sem hún veitti okkur,
þakklæti fyrir að vera ótrúlega
góð amma barnanna okkar, þakk-
læti fyrir að vera ávallt til staðar.
Blessuð sé minning Þóru Albertu
Guðmundsdóttur.
Sólveig Fríða Jóhannsdóttir.
Í dag kveðjum við bestu mann-
eskju sem ég hef kynnst, ömmu
mína Þóru Albertu. Amma Þóra
hefur átt stóran sess í hjarta mínu.
Hún passaði ávallt upp á það að
mér og fólkinu í kringum mig liði
vel.
Ég á mjög margar góðar minn-
ingar um ömmu. Ein þeirra er af
heimatilbúna fiskréttinum hennar
sem ég hef borðað alla ævi. Henni
þótti svo vænt um það að fá mig í
heimsókn og heyra mig biðja um
fiskréttinn, þannig að hún nefndi
réttinn Sindrafisk. Í dag vita allir í
fjölskyldunni hvað Sindrafiskur
er.
Amma var þannig manneskja
að ef hún vissi að eitthvað sérstakt
gladdi mig þá sá hún um það að
færa mér það, eins og t.d. pönnu-
kökur. Hún bakaði bestu pönnu-
kökur í heimi og kom með þær til
mín í óteljandi skipti, þegar ég var
að læra undir mikilvæg próf, á af-
mælum mínum eða þegar ég kom
heim í heimsókn frá Bandaríkjun-
um. Svo gleymi ég aldrei þegar ég
sagði ömmu við matarborðið að ég
elskaði tómata, því eftir þann dag
var alltaf einn diskur með ferskum
skornum tómötum svo ég gæti
borðað með matnum.
Amma var mjög góður kennari.
Þegar ég var að lesa fyrir prófin í
grunnskóla þá leitaði ég iðulega til
hennar með hjálp, sérstaklega í ís-
lensku. Þá sátum við annaðhvort
heima hjá mér eða hjá henni að
fara yfir nafnorð, sagnorð og ljóð-
hætti og ég var alltaf með ferskar
pönnukökur í hendi.
Það var erfitt að vera langt í
burtu frá ömmu í veikindunum
hennar. Þess vegna þakka ég Guði
á hverjum degi fyrir að hafa náð
að hitta hana í síðasta skipti, tala
við hana um lífið og knúsa.
Þinn ömmustrákur,
Sindri.
Mér fannst alltaf gott að koma í
heimsókn í Glæsibæinn til ömmu
Þóru og afa Bjarna þar sem þau
tóku alltaf vel á móti manni. Þegar
ég var yngri fannst mér fátt
skemmtilegra en að gista heima
hjá ömmu og afa með frænku
minni Bryndísi. Þar dekraði amma
ævinlega við okkur, gaf okkur fót-
anudd, bakaði pönnukökur og las
fyrir okkur fyrir svefninn. Amma
sagði okkur oft sögur frá fyrrver-
andi nemendum sínum og það
skein alltaf í gegn hvað ömmu þótti
vænt um nemendurna sína. Amma
var frábær kennari og gaf hún sér
alltaf tíma í að hjálpa okkur barna-
börnunum með námið. Mér fannst
mjög notalegt að koma til hennar
fyrir próf og fá aðstoð frá henni og
fá eitthvað gott að borða. Ég man
hvað mér fannst gaman að hringja
í hana eftir próf og segja henni frá
því hvernig mér gekk og um hvað
var spurt í prófinu. Mér var í mun
að gera hana stolta af mér, og það
var hún alltaf.
Amma var mikil hannyrðakona
og ég átti alltaf fallega ullarpeysu
sem amma hafði prjónað á mig.
Ég man eftir því að þegar ég var
yngri og mætti í ullarpeysu sem
hún hafði prjónað í skólann var
mér alltaf hrósað fyrir hana og
spurð um uppskriftina sem mér
þótti alltaf skemmtilegt.
Amma Þóra er ein sú allra besta
manneskja sem ég hef kynnst.
Hún talaði alltaf vel um alla og sá
alltaf það besta í fólki. Hún var
með einstaklega góða nærveru og
alltaf tilbúin að hjálpa náunganum.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir að
hafa átt svona góða ömmu og fyr-
irmynd. Ég á ekkert nema fallegar
minningar um þessa dásamlegu
konu sem ég mun geyma í hjarta
mínu. Það er sárt að kveðja þig,
elsku amma, en ég veit að þú munt
fylgjast með okkur fjölskyldunni.
Takk fyrir allt, elsku besta amma
mín.
Þín
Andrea.
Elsku Alla frænka.
Það eru ekki nema fáeinar vikur
síðan ég fékk yndislegt faðmlag frá
þér heima í stofunni í Glæsibæ og
þú sagðir mér að ég stæði þér svo
nærri. Mér þótti svo ósegjanlega
vænt um þau orð og ég mun aldrei
gleyma þessu augnabliki.
Ég gleymi heldur aldrei hvað þú
og Bjarni voruð góð og almennileg
við mig þegar ég var í heimsókn á
Íslandi 1986 og ákvað frá einum
degi til annars að dvelja áfram og
fara í skóla á Íslandi. Þið opnuðuð
fyrir mér fallega heimilið ykkar,
létuð mig búa hjá ykkur og kynn-
ast ykkur mjög vel. Óteljandi eru
stundirnar sem við sátum við eld-
húsborðið og þú sagðir mér frá líf-
inu og tilverunni. Þú varst alltaf
svo mild og góð, hafðir mikinn
áhuga á öllu fólki, samfélaginu,
sögu og veröldinni í kringum þig.
Fallegi garðurinn þinn og blóm-
in þín úti og inni voru lýsandi dæmi
þess að allt blómstraði í kringum
þig!
Þú kunnir þá list að hlusta og á
Þóra Alberta
Guðmundsdóttir