Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 21

Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 21
tengdapabbi var traustur maður og góður. Það var gott að bera undir hann mál sem óneitanlega fylgja lífinu. Hann var ráðagóður og raunsær, sagði skemmtilega frá og var einstaklega fróður um ættir sínar og sinna nánustu. Ég heyrði hann aldrei tala illa um aðra né gera lítið úr öðrum. Ég skynjaði það sterkt þegar við Eggert minn, Eggert yngri, fluttum í Laugarborg, félags- heimili Eyjafjarðarsveitar, hve vel hann fann sig í þessu stóra og mikla húsi. Það minnti hann á ánægjuleg bernskuárin á Pat- reksfirði þar sem fjölskyldan bjó þá á símstöðinni. Nú er tengdapabbi búinn að taka sín síðustu spor í þessu lífi. Hann er kominn í Sumarlandið, glettinn og glaður, laus við verki og veikindi. Ég veit að hann bíður þar rólegur eftir Lillý sinni. Harmur hennar er mikill enda sárt að sjá á eftir maka sínum eft- ir áratuga langa lífsgöngu saman. Þessi jól hafa ekki verið lík nein- um öðrum jólum, hvorki hjá henni Lillý, né okkur hinum sem elskum hans og söknum. Mér þykir leitt að geta ekki fylgt honum síðustu sporin vegna eigin veikinda. Það verður skrítið að fara suður og hitta hann ekki. En Lillý verður enn á sínum stað á Sléttuvegin- um. Minning tengdapabba lifir áfram í hjörtum okkar þar til við hittum hann aftur hinumegin. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Dagrún Þorsteinsdóttir. Elsku afi. Nú hefur þú kvatt þennan heim og við trúum því að það sé eitthvað gott sem tekur á móti þér. Við munum sakna þín alveg óhemju mikið en á sama tíma erum við þér ótrúlega þakk- lát fyrir allar þær yndislegu stundir sem hvert og eitt okkar hefur átt með þér, sitt í hvoru lagi eða öll saman. Þú hafðir þann eig- inleika að lesa vel í aðstæður hverju sinni, vissir nákvæmlega hvenær rétti tíminn væri til að stríða, fíflast, hrósa eða spjalla á aðeins alvarlegri nótum. Það fór aldrei framhjá þér hvernig líðan okkar var hverju sinni og þú tækl- aðir aðstæður eftir því. Það sem er okkur efst í huga er hversu áhugasamur þú varst um fram- göngu okkar í lífinu, þú hlustaðir og sýndir okkur alltaf athygli. Sem litlum krökkum þótti okk- ur það alltaf spennandi að fara að heimsækja ykkur ömmu á Húsa- vík eða í Stykkishólm. Svo margt til að tala um, njóta nærveru hvort annars, sögustundanna og vöfflulyktarinnar úr eldhúsinu. Við fundum gleðina þegar við mættum, því það var augljóst að þér þótti nærvera okkar góð og þú naust þess að fá að vera barn á ný í kringum okkur. Heimleiðin var síðan erfiðari, tár á vanga og söknuður. Síðar á lífsleiðinni átt- um við svo mörg skemmtileg og sum aðeins alvarlegri samtöl um lífið og tilveruna. Nú er komið að leiðarlokum og við syrgjum þig en góðu minning- arnar og þakklætið eru sorginni yfirsterkari. Þú varst okkar eini afi og algjörlega einstakur í okkar augum. Takk fyrir samveruna, umhyggjuna og hlýjuna sem þú veittir okkur. Við munum ávallt elska þig. Tinna, Þórarinn og Jóhannes. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 ✝ Magnús JónBjörgvinsson fæddist 5. nóv- ember 1935 í Klausturhólum í Grímsnesi. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 19. desember 2019. Magnús var sonur hjónanna Björgvins Magnús- sonar, bónda í Klausturhólum í Grímsnesi, f. 1889 á Steinum í Austur- Eyjafjallahr., d. 1964, og Guð- nýjar Friðbjörnsdóttur, f. 1902 á Kaðalstöðum í Fjörðum, d. 1984. Systkini Magnúsar eru Sig- ríður Rósa, f. 1932, d. 2016, Guðrún Ingibjörg, f. 1934 og Björn Óskar, f. 1947. Eiginkona Magnúsar var Jón- ína Brynja Kristinsdóttir, f. 11. júní 1935, d. 12. febrúar 1987. Foreldrar hennar voru Kristinn Helgason, f. 1910, d. 1976 og Höskuldsson, f. 25. maí 1966. Börn Erlu eru: a) Hjalti, f. 1989, b) Bjarki, f. 1994 og fósturdóttir er Guðný Þóra, f. 1997. Lang- afabörn Magnúsar eru 18 tals- ins. Sambýliskona Magnúsar til 19 ára var Guðrún Ingeborg Mogensen, f. 1940, d. 2007. Magnús ólst upp á býli for- eldra sinna, Klausturhólum í Grímsnesi. Að loknu námi í bú- fræðum á Hvanneyri tók hann við búi foreldra sinna og stund- aði búskap þar til ársins 1964. Þá flutti hann með fjölskylduna til Reykjavíkur og hóf störf hjá Flugmálastjórn. Framan af var Magnús við flugvallaeftirlit en síðar varðstjóri í slökkviliði Reykjavíkurflugvallar. Gríms- nesið var Magnúsi kært og byggði hann ásamt konu sinni sumarhús þar 1985. Um árabil sat Magnús í samninganefndum BSRB og á síðari árum var hann virkur félagi í Lionshreyf- ingunni. Magnús dvaldi síðasta árið á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ. Útför Magnúsar fer fram frá Langholtskirkju í dag, 6. janúar 2020, og hefst athöfnin klukk- an. 13. Ólafía Margrét Brynjólfsdóttir, f. 1908, d. 1941. Magnús og Jón- ína giftust 22. ágúst 1956 og þau eignuðust fjögur börn. 1) Björgvin, f. 11. september 1955, maki Björk Tryggvadóttir, f. 27. ágúst 1955. Börn þeirra eru: a) Tryggvi, f. 1982, b) Magnús, f. 1987, og c) Berglind, f. 1990. 2) Ólafía Margrét, f. 24. janúar 1957, maki Sæmundur Pálsson, f. 25. desember 1955. Börn þeirra eru: a) Guðni Páll, f. 1978, b) Andri, f. 1984, c) Brynj- ar, f. 1987 og d) Hlynur, f. 1990. 3) Guðný Rósa, f. 8. desember 1960, maki Gunnar Guðjónsson, f. 26. nóvember 1950. Börn þeirra eru: a) Magnús Brynjar, f. 1978, b) Jónína Erna, f. 1987, c) Harpa, f. 1989. 4) Erla, f. 13. nóvember 1963, maki Þórður Elsku pabbi hefur kvatt þennan heim og nú lít ég um öxl með söknuði á sama tíma og minningabrot úr fortíðinni leita á hugann. Á uppvaxtarárum mínum var hann oft mikið að heiman vegna vinnu og því voru samveru- stundir okkar færri en ella. En veiðiferðirnar eru mér minnis- stæðar og pabbi var alltaf tilbú- inn til að rétta hjálparhönd þeg- ar á þurfti að halda og heimili foreldra minna stóð öllum opið. Pabbi hélt alltaf sterkum tengslum við átthagana í Gríms- nesi og þar reistu hann og mamma sitt sumarhús. Eftir að heilsu pabba hrakaði var honum mikið í mun að einhver tæki við og nú eigum við systkinin okkar skika í Hólum og þar lifir minn- ingin um hann. Pabbi kunni ógrynni af söng- textum og vísum en einnig orti hann nokkuð sjálfur. Hér læt ég eina flakka sem hann setti sam- an þegar pípunni var lagt. Að kveðja þig ég klökkur fer, kæra pípan fína í geði mínu grátur er ég geymi minning þína. Þú hefur lengi þjónað mér og þvælst í vasa mínum ég ekki framar ylja mér á ástarblossa þínum. Þér ég góðar þakkir flyt það ég harma ekki að þú fylltir öll mín vit, oft með reykjarmekki. Ég tók mér rögg og tæmdi þig og tóbakspunginn líka en líðan minni langar mig lítið til að flíka. Ef angur lífsins eltir mig og eitthvað miður gengi er trúi ég best að taka þig og totta fast og lengi. (MJB.) Hvíl í friði, elsku pabbi – nú hefur þú fengið hvíldina og ég er nokkuð viss um að mamma hefur tekið vel á móti þér með Campari og sóda. Þín Erla. Það er með söknuði sem ég kveð Magnús tengdaföður minn. Okkar fyrstu kynni hófust sumarið 1974 þegar við Ólafía elsta dóttir hans byrjuðum sam- an. Strax í upphafi var mér tek- ið opnum örmum af honum og Nínu tengdamóður minni. Fljót- lega flutti ég síðan inn á heimili þeirra í Njörvasundi, en Magn- ús var þá nýlega búinn að hækka húsið um eina hæð. Hann sá að mestu um þær framkvæmdir enda var hann einstaklega laghentur maður. Bóndinn frá Klausturhólum í Grímsnesi sem fluttist til Reykjavíkur með fjölskyldu sína snemma á sjöunda áratugnum. Við Ólafía bjuggum þrjú ár í kvistíbúðinni fyrir ofan heimili þeirra hjóna. Samverustunda okkar Magnúsar minnist ég með hlýhug. Ég var nýbyrjaður í tannlæknadeildinni og las mik- ið heima í Njörvasundinu. Magnús var þá í vaktavinnu hjá Slökkviliði Reykjavíkurflugvall- ar og var því oft heima að degi til þegar ég var að lesa. Þá sát- um við oft í eldhúsinu og rædd- um hin ýmsu mál. Oftar en ekki varð pólitík til umræðu hjá okk- ur, enda við á öndverðum meiði þar. Þótt umræðan yrði oft beitt, skildum við ávallt í bróð- erni enda Magnús yfirvegaður maður og lítið fyrir að æsa sig. Eftir að við fluttum úr Njörva- sundinu fækkaði samverustund- unum aðeins, en við vorum þó ávallt í nánu sambandi við Magnús og Nínu og þá sérstak- lega á jólum þar sem við nutum góðs af gestrisni þeirra hjóna. Það vildi svo vel til að rjúpa var aðaljólamaturinn eins og ég hafði alist upp við. Á haustin var síðan ávallt farið í leiðangur til að veiða fuglinn. Minnist ég sér- staklega fyrstu ferðarinnar sem ég fór með honum á Lyngdals- heiðina. Við veiddum ekki mikið í þeirri ferð en í stað þess var afskaplega ánægjulegt að vera með Magnúsi og læra af honum enda var þetta mín fyrsta veiði- ferð. Fastur liður síðar var að hamfletta rjúpurnar rétt fyrir jól í skúrnum hjá Dúdda, kannski með smá jólaglögg eða portvín í glasi. Þessar samveru- stundir héldust óslitnar þar til heilsu Magnúsar fór að hraka. Ánægjulegar samverustundir áttum við einnig með Magnúsi og Nínu, þegar hennar naut við í sumarbústaðalandi þeirra í Grímsnesinu, en þegar hann seldi Klausturhólana hélt hann eftir nokkuð stóru landi sem hann síðan af rausnarskap sín- um skipti milli systkina sinna og barna. Síðustu þrjár vikurnar í lífi Magnúsar voru erfiðar en hann tók þeim með ró og yfirvegun. Húmorinn var heldur aldrei langt undan. Nú hvílir þú loks aftur við hlið Nínu þinnar, en það var þung þrautin þegar hún lést langt um aldur fram árið 1987. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Með þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína kveð ég þig að lok- um. Þinn tengdasonur, Sæmundur Pálsson. Það er mikið af Magga afa í sjálfum mér – sem ég fattaði ekki fyrr en í seinni tíð. Áður fyrr sá ég afa fyrir mér eins og gestinn á Hótel Jörð sem situr við hótelgluggann og bíður. Svo áttaði ég mig betur á því þegar ég heimsótti hann á mánudögum og borðaði með honum kvöldmat að svo var ekki heldur vorum við tveir í raun afskaplega svipaðir. Það var lítið um óþarft spjall í þessum vikulegu heimsóknum: Við ræddum saman um það sem við báðir höfðum áhuga á. Þess á milli gátum við setið sáttir í þögninni og notið þess að vera saman án þess að segja neitt. Við deildum dálæti á innrænni lífsánægju: þrautum, bókum og duldum orðahúmor. Við höfðum sömuleiðis svipað lundarfar: Hann var sjálfum sér nægur en alltaf tilbúinn að vera til staðar og aðstoða aðra. Hann gat notið þess að sitja þögull innan um aðra en líka verið hrókur alls fagnaðar. Í afa fann maður hvorki fyrir tilætlunarsemi né tilgerð, heldur einkenndu hann nægjusemi og rólyndi. Þessi lík- indi okkar þýða að afi verður alltaf til staðar í sjálfum mér. Maður sem líkist mér á svo margan hátt og hefur fylgt mér á lífsleiðinni skilur óneitanlega eftir sig minningar í hversdags- leikanum. Litlir efnislegir hlutir eins og ísblóm í eftirrétt, brúnn bangsi, ljóða- og fræðibækur, gestaþrautir og pizzur á Þor- láksmessu munu minna mig á afa. Sterkari verða samt minn- ingarnar tengdar manneinkenn- um eins og fróðleiksfýsn, orð- heppni, stundvísi og þægilegri nærveru. Minningar um afa minn; mánudagsmatargestur, blómaís og bangsaskinn, bóka- og ljóðalestur. Sátt í þögn og skötuboð, snemmbúin veisluheimför. Gestaþrautir, gátuhnoð, glettin og hnyttin tilsvör. Afi nægði sjálfum sér en sagt verður með sanni: Stundvís stóð með mér og þér, sannkallað gull af manni. Tryggvi Björgvinsson. Bróðir og kær félagi er fall- inn frá. Við Magnús bróðir minn vorum góðir vinir svo lengi sem ég man eftir mér. Þó að tólf ára aldursmunur væri á okkur bræðrum var alla tíð mikill kær- leikur á milli okkar. Mér eru minnisstæð bréfin sem ég fékk frá honum þegar hann var á Hvanneyri fyrir um 65 árum, þar sem hann sagði mér frá námi sínu þar. Á Hvanneyri kynntist hann einnig konunni sinni, henni Nínu. Þau fluttu bæði heim í Klausturhóla að námi hans á Hvanneyri loknu og hófu fljótlega búskap þar ásamt foreldrum okkar. Þá ætl- uðum við báðir að verða bændur í Grímsnesinu, sem fór svo allt á annan veg. Við enduðum báðir „á möl- inni“, en áttum okkur afdrep í sveitinni okkar góðu, þar sem við byggðum okkur bústaði, gróðursettum tré og ræktuðum kartöflur. Margar skemmtilegar stundir áttum við í bílskúrnum hans í Njörvasundinu, þar sem við gerðum við bílana okkar, svo og margar gleðistundir með honum og Nínu. Á góðum stundum var oft tekið lagið, hvort sem það var heima eða í bústaðnum fyrir austan, já eða jafnvel á ferðalagi einhvers staðar úti í náttúrunni. Það má segja að þau Nína hafi tekið þátt í uppeldi mínu, en þó að aldursmunur væri á okkur bræðrum sótti ég mikið í samneyti við þau og tóku þau því vel og aðstoðuðu mig við hvaðeina sem til þurfti á unglingsárunum og er ég afar þakklátur fyrir það. Nína lést langt um aldur fram árið 1987. Stuttu síðar hóf Magnús sam- búð með Guðrúnu Mogensen, sem dó árið 2007. Eftir það bjó bróðir minn einn og ég held að þau ár hafi verið honum erfið og einmanaleiki sótt að. Nú er þessari jarðvist hans lokið og hann hefur haldið í sína síðustu ferð. Þakklæti til hans og kærleikur okkar á milli er mér efst í huga, nú þegar ég kveð kæran bróður og vin. Við Sólveig vottum börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum samúð á erfiðri stund. Björn Ó. Björgvinsson. Magnús Jón Björgvinsson  Fleiri minningargreinar um Magnús Jón Björgvinsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. sama tíma koma með réttmætar og leiðbeinandi athugasemdir, réttlætið og heiðarleikinn ávallt í fyrirrúmi og oftar en ekki fylgdi brosið sem aldrei var langt undan. Þú kenndir mér svo mikið, enda varstu kennari af Guðs náð og heppnir voru þeir sem nutu leið- sagnar þinnar innan fjölskyldu sem utan. Að mega búa hjá ykkur varð líka til þess að ég fékk að kynnast Kolla mínum sem þið Bjarni og fjölskyldan öll tókuð opnum örm- um og gerðust svo góðir vinir okk- ar beggja. Þakklát er ég fyrir heimsóknirnar til okkar Kolla í Noregi, alla hjálpina, gleðina, samtölin og hláturinn sem við fengum að upplifa saman. Mamma mín, systir þín hún Sigga sem flutti til Noregs meðan þú varst ung, var svo montin af þér. „Hún Alla systir mín er alveg sérstök manneskja!“ sagði hún alltaf, og það held ég að allir geti svo sannarlega tekið undir! Takk fyrir allt, elsku Alla mín. Þú munt ávallt fylgja mér ásamt öllum góðu minningunum þér tengdum sem ég geymi í hjarta mínu. Guð geymi þig. Unnur Astrid Wilhelmsen. Lítillát, ljúf og kát – kemur mér í hug nú þegar hún Þóra mín Al- berta er kvödd. Leiðir okkar lágu tvívegis sam- an á lífsgöngunni, hið fyrra sinn þegar hún var kennari eldri dóttur minnar og það síðara þegar ég var svo lánsöm að kenna með henni sama árgangi í Hlíðaskóla. Á sinn hægláta og fallega hátt vann hún störf sín af elju og trúmennsku og ávann sér virðingu og væntum- þykju nemenda sinna sem og sam- starfsfólks. Sem eldri og reyndari kennari studdi hún mig og þakka ég það heilshugar. Að leiðarlokum votta ég eiginmanni hennar, son- um og fjölskyldunni allri innilega samúð mína. Blessuð sé minning Þóru. Anna Agnarsdóttir. Í dag kveðjum við Þóru, góðan félaga úr litla gönguhópnum okk- ar. Þóra og Bjarni voru meðal stofnenda hópsins. Þóra var góður ferðafélagi með einstaklega þægi- lega nærveru sem sagði skemmti- legar og fræðandi sögur um land og þjóð, þótt Vestfirðir væru henni sérstaklega hjartfólgnir. Hún fræddi okkur stöðugt um blóm og annan gróður landsins, hvar sem við fórum. Nú er lífsins göngu lokið en vonandi verður hún með okkur í anda í komandi ferðum hópsins. Ég þakka Guði löngu liðinn dag sem lét mig eignast þig að ævivin. Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið með ilm og fegurð hresstu og glöddu mig. Og birtan sem þú breiddir yfir allt sló bjarma á lífið allt í kringum þig. (Oddný Kristjánsdóttir) Gönguhópurinn Rétti púlsinn kveður Þóru með þakklæti fyrir allar samverustundirnar og færir Bjarna, sonum þeirra og fjölskyld- um innilegar samúðarkveðjur. F.h. gönguhópsins Rétti púls- inn, Ágúst Benediktsson.  Fleiri minningargreinar um Þóru Albertu Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HELGA SELJAN, fyrrv. alþingismanns, Kleppsvegi 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk A-7 á Landspítala, Fossvogi, fyrir einstaka umönnun, virðingu og hlýju. Jóhanna Þóroddsdóttir Helga Björk Helgadóttir Þóroddur Helgason Hildur Magnúsdóttir Jóhann Sæberg Helgason Ingunn K. Indriðadóttir Magnús Hilmar Helgason Sólveig Baldursdóttir Anna Árdís Helgadóttir Indriði Indriðason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.