Morgunblaðið - 06.01.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.01.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats- skýrslu um vegaframkvæmdir á Dynjandisheiði og Bíldudalsvegi í Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ. Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 6. janúar—17. febrúar á eftirtöldum stöðum: Bókasafni Bílddælinga, Bókasafninu Ísafirði, Landsbókasafni Íslands og hjá Skipulags- stofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. febrúar 2019 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfi- salurinn er opinn kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin handavinnuhópur kl. 12-16. Göngubretti, æfingarhjól m/leiðb. kl. 12.30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535 2700. Dalbraut 18-20 Myndlist kl. 9 í vinnustofu. Brids kl. 13 í borðsal. Dalbraut 27 Óli og Embla verða í setustofunni á fyrstu hæð kl. 10.30. Píla í parketsalnum kl. 14. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhornið kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Hjúkrunarfræðingur kl. 10. Núvitund kl. 10.30. Silkimálun kl. 12.30. Göngutúr um hverfið kl. 13. Handaband kl. 13. Bridge kl. 13. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.30. Skák kl. 14. Handavinnuhópur hittist kl. 15.30. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl 8.30-16. Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Qigong 10-11. Leikfimi Helgu Ben kl. 11- 11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gullsmára Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30 og 17. Bridge og handavinna kl. 13. Félagsvist kl. 20. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8.30-10.30. Jóga með Carynu kl. 8.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með Ragnheiði kl. 11.10. Jóga með Ragnheiði kl. 12.05. Tálgun – opinn hópur kl. 13-16. Frjáls spilamennska kl. 13. Stólaleikfimi kl. 13.30. Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum. Ganga kl. 10 í dag gengið frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll, vonumst til að sjá ykkur sem flest. Félagsvist kl. 13 í dag í Borgum og skartgripa- gerð á sama tíma í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16. Gönguhópurinn kl. 13.30, bíó í betri stofunni kl. 15.30. Uppl í s. 411 2760. Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheim. kl. 9. og 13. Leir á Skólabraut kl. 9. Billjard í Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga á Skólabraut kl. 11. Handavinna á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Nk. miðvikudag 8. jan. kl. 19.30 er árleg SÖNGVEILSA SELKÓRSINS í safnaðarheimili SELTJARNAR- NESKIRKJU. Söngur, súkkulaði og krásir. Allir velkomnir. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið kl. 10-16. Heitt á könnunni kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568 2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt SANDBLÁSTUR www.blastur.is Sími 555 6005 Helluhrauni 6, 220 Hf. Raðauglýsingar með morgun- nu ✝ Kjartan BjarniKristjánsson fæddist í Hnífsdal á 9. apríl 1933. Hann lést í Skóg- arhlíð á Öldrunar- heimilum Akur- eyrar 20. desember 2019. Foreldrar Kjart- ans voru Kristján Jónsson, skóla- stjóri og organisti, f. 1897, d. 1988,og Sigríður Kjartansdóttir kennari, f. 1901, d. 1956. Systkini hans eru Kristjana, f. 1936, Elísabet, f. 1939, Jón Kristinn, f. 1942, d. 1994, og Kristján Sigurður, f. 1942. Kjartan kvæntist 1958 eigin- konu sinni Jóhönnu Valdemars- dóttur snyrtifræðingi, f. 1933, d. 2017, og áttu þau eina dótt- ur, Sigríði, f. 1961. Eiginmaður hennar er Kristján Þórhallur Halldórsson, f. 1961, börn bjuggu þar fram að Heima- eyjargosi en fluttu þá til Akur- eyrar. Kjartan vann ýmis verk- fræðistörf, lengst af við ullariðnað, en fór síðar í kennsluréttindanám og kenndi við Verkmenntaskólann á Akureyri síðasta hluta starfs- ævinnar. Kjartan og Jóhanna byggðu og áttu sumarbústaðinn Hálsa- kot í Varmahlíð í Skagafirði, það var þeirra sælureitur þar sem þau ræktuðu upp dásam- legan skógarreit úr fyrrver- andi hrossabeitarhólfi. Kjartan átti mörg önnur áhugamál, hann las mikið um hin fjöl- breyttustu efni, allt frá vís- indum og tækni til andlegra mála, hann stundaði stangveiði og fluguhnýtingar, var alltaf duglegur að hreyfa sig og stunda líkamsrækt og var virk- ur í Oddfellowhreyfingunni eftir því sem heilsa leyfði. Síðasta árið bjó Kjartan í Skógarhlíð á Öldrunarheimil- um Akureyrar þar sem hann naut virðingar og góðrar umönnunar. Útför hans verður frá Akur- eyrarkirkju í dag, 6. janúar 2020, klukkan 13.30. þeirra eru: 1) Kjart- an Bjarni, f. 1990, rafmagnsverkfræð- ingur, sambýliskona hans er Erla Sara Svavarsdóttir, f. 1989, dóttir þeirra er Halldóra Laufey, f. 2018. 2) Guðrún, f. 1993, læknanemi. 3) Auður, f. 1993, nemi í sjúkraþjálf- un, unnusti hennar er Magnús Finnsson, f. 1993. 4) Ingunn Jóhanna, f. 1999, nemi í íslensku. Kjartan ólst upp í Hnífsdal, fór svo til náms í Mennta- skólann á Akureyri og þaðan í Háskóla Íslands þar sem hann lærði verkfræði og útskrifaðist sem rafmagnsverkfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla. Kjartan og Jóhanna fluttu heim frá Danmörku 1962 og eftir stutta dvöl í Reykjavík fóru þau til Vestmannaeyja og Það eru tímamót því hann Kjartan frændi okkar er dáinn. Hann var frumburður foreldra sinna og eftir ömmu Sigríði ligg- ur dagbók sem hófst við fæðingu hans. Samkvæmt dagbókinni var Kjartan einstakt barn, ljúfur, umhyggjusamur og blíður. Hann var líka þannig maður. Í dagbók ömmu segir hún frá því þegar hann var farinn að heiman í menntaskóla og kom heim í jólafrí og hún spurði hann hvort hann hefði ekki komið með óhreinu fötin til að hún gæti þvegið þau yfir jólin. Hann sagð- ist ekki hafa gert það – honum hefði ekki þótt það sonarleg jóla- gjöf til móður sinnar. Kjartan og Jóhanna kona hans voru einstaklega glæsileg hjón og höfðu yfir sér ákveðinn ljóma þegar þau komu í Hnífsdalinn þegar við vorum að alast þar upp. Alltaf á glæsilegum Citroen-bíl sem lyftist að aftan þegar hann var gangsettur, og Sidda, flotta stóra frænka okkar með þeim fyrstu árin allavega. Þau voru samofin Kjartan og Jóhanna, Jóhanna og Kjartan, heimsborgarar, ferðuðust mikið og bjuggu um tíma erlendis. Hjá þeim í Norðurbyggðinni var allt í föstum skorðum og fallegt. Þang- að fannst vestfirsku börnunum spennandi að koma og var ávallt tekið fagnandi af mikilli gestrisni. Kjartan var frændrækinn og þau Kjartan og Jóhanna mættu alltaf galvösk á fjölskyldumótin okkar í Fremri-Hnífsdal sem við byrjuðum að halda 1997. Þó hann hefði aðeins búið í dalnum tæp- lega fyrsta fjórðung lífsins voru ræturnar þar og verðmætar minningar. Það fundum við í hvert sinn sem við hittumst. Við systkinin og fjölskyldur okkar vottum Siddu frænku og hennar fjölskyldu einlæga samúð um leið og við þökkum Kjartani frænda allar góðu stundirnar. Sigríður Ólöf, Harpa Lind, Gísli Már og Kristján Þór Kristjánsbörn. Þegar ég var að alast upp í Brekku þótti mér afskaplega hressandi þegar Kjartan og Jó- hanna móðursystir mín komu í heimsókn. Mér þótti þau bera með sér andblæ framandi landa, menntuð í útlöndum og að fást við hluti sem ekki var verið að fást við í sveitinni. Kjartan oft með myndavélina á lofti, eini maður- inn í fjölskyldunni sem stundaði þá iðju. Þau Kjartan og Jóhanna voru eins og eitt, einstaklega samrýnd og alltaf saman. Þau undu sér best í Hálsakoti, skika í kringum bústaðinn þeirra í Varmahlíð, þar sem þau ræktuðu skóg svo mik- inn að þau höfðu ekki undan að höggva hin síðari ár. Þegar ég fór í menntaskóla á Akureyri var ég heimagangur hjá þeim Jóhönnu og Kjartani. Ósköp var gott fyrir óharðnaðan ungling sem var sendur að heim- an til að búa á heimavist að eiga fastan punkt í tilverunni þar sem hægt var að koma, fá í svanginn og finna smá umhyggju. Ekki var verra að eiga Kjartan að þegar illa gekk við námið. Taldi hann ekki eftir sér að sitja með mér og koma mér í samband við dídí den- der og aðrar lykilpersónur í þýskri málfræði eða sannanir í stærðfræði, enda á heimavelli á báðum vígstöðvum. Á seinni árum lágu leiðir okkar Kjartans saman í gegnum lax- veiði. Ég kynnti Kjartan laxveiði í Sæmundará og seinna fórum við mörg ár saman í Selá í Vopna- firði. Þetta voru afskaplega ánægjulegar ferðir; hjá Kjartani fór saman mikill áhugi á veiðinni og sérlega þægileg nærvera. „Er þetta ekki bara orðið gott?“ sagði Jóhanna við mig þegar við heimsóttum hana til að kveðja í síðasta sinn fyrir tveimur árum. „Að hafa fengið að eiga svona gott líf, að vera ástfangin alla daga,“ bætti hún við, hló eins og unglingur og tók í höndina á Kjartani, sem sat við rúmstokk- inn hjá henni við hlið mér. Nú fyrir jólin fannst Kjartani þetta líka vera orðið gott og kominn tími til að fara til Jóhönnu sinnar. Nú eru þau sameinuð á ný, geta ræktað skóg sinn í sumarlandinu og verið áfram ástfangin alla daga. Ég þakka fyrir mig, fyrir ánægjulega samfylgd og stuðn- ing í gegnum lífið. Magnús Ingi Óskarsson. Kjartan Bjarni Kristjánsson ✝ Ásta SigríðurÞorleifsdóttir fæddist í Hafnar- firði 25. júlí 1921. Hún lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 17. desember 2019. Foreldrar henn- ar voru Þorleifur Jónsson, f. 1896, d. 1983, og Margrét Oddsdóttir, f. 1891, d. 1983. Eiginmaður Ástu Sígríðar var Halldór Baldvinsson skip- stjóri, f. 1921, d. 1999. Börn Sigríðar og Halldórs eru: 1) Baldvin prentsmiður, f. 1944. Eiginkona Ragnhildur Lýðs- dóttir, f. 1941. Börn þeirra eru Halldór, f. 1969, Aldís, f. 1972, Ragnar Baldvin, f. 1976. 2) Margrét, f. 1945. Eiginmaður Gunnlaugur Gunnlaugsson, f. 1949. Dóttir Margrétar með Sigurði Georgssyni er Erla, f. 1964. Dætur Margrétar og Gunnlaugs eru Sigríður, f. 1968, og Jóhanna, f. 1973. 3) Björgvin, tónlist- armaður og fram- kvæmdastjóri, f. 1951. Eiginkona Ragnheiður Björk Reynisdóttir, f. 1954. Sonur Björg- vins með Þórunni Ólafsdóttur er Sig- urður Þór, f. 1971. Börn Björgvins og Ragnheiðar eru Svala Karitas, f. 1977, og Oddur Hrafn, f. 1979. 4) Helga, starfsmaður á Hrafn- istu, f. 1952. Eiginmaður Hass- an Ouhna, f. 1968. Sonur Helgu er David Halldórsson, f. 1969. 5) Oddur prentsmiður, f. 1959. Sambýliskona Ásta Mar- grét Gunnarsdóttir, f. 1955. Börn Odds með Elísabetu Böðvarsdóttur eru Böðvar, f. 1984, d. 2010, og Ásta Sigríð- ur, f. 1993. Útför Ástu Sigríðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6. janúar 2020, og hefst athöfn- in klukkan 15. Í dag fylgjum við móður minni, Ástu Sigríði Þorleifsdóttur, til grafar. Margar og góðar minn- ingar koma upp í hugann í dag sem við munum geyma vel og vandlega. Mamma var vinmörg og mjög félagslynd og hafði gam- an af að vera innan um fólk og fólk varð ríkara af að kynnast henni. Kímnigáfa hennar var engu lík. Orðtök hennar og sögur sem og lýsingar hennar á fólki einstakar. Hún var mjög músík- ölsk og leitaði ég oft í lagabanka hennar til að finna réttu lögin. Hún fylgdist mjög vel með tón- listarbransanum og hafði gaman af að hlusta á nýjustu listamenn- ina flytja lög sín. Mamma var heilsuhraust allt sitt líf þar til hár aldurinn fór að gera vart við sig. Hún var svo til nýflutt í nýju álm- una á Sólvangi og undi sér vel. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka starfsfólki Sólvangs fyrir hlýjuna og frábæra umönnun sem þau veittu henni. Ég vil þakka mömmu fyrir allt sem hún gaf okkur frá æskudögum til dagsins í dag. Takk fyrir að hjálpa mér að skilja lífið betur. Takk fyrir að trúa alltaf á mig og styðja mig í mínum ákvörðunum í lífinu. Góða ferð elsku mamma. Bið að heilsa pabba sem tekur á móti þér. Blessi allar góðar vættir minningu mömmu. Ég trúi því af hverjum dropa regn sem féll sé vaxin rós. Ég trúi því að dýpst í hinni dimmu nótt sé lítið ljós. Ég trúi því að hverjum þeim sem villtur fór sé vísað fram á rétta leið Ég trúi því. Já. Ég trúi því. Ég trúi því að gegnum storminn hljómi skært hver minnsta bæn. Að einhvers staðar finnist sá sem heyrir allt. Er grætur nýfætt barn, er grænka lauf á tré. Er birtir til ég veit á ný. Vegna hvers. Ég trúi því. Er grætur nýfætt barn er grænka lauf á tré Er birtir til ég veit á ný. Vegna hvers. Ég trúi því. (Á. Níelsson) Björgvin Halldórsson og fjölskylda. Mig langar til að minnast góðr- ar nágrannakonu minnar og vin- konu, Ástu Sigríðar Þorleifsdótt- ur, sem alla tíð var kölluð Sigga. Hún var sannur Hafnfirðingur, fædd og uppalin í þessum fagra bæ. Við vorum nágrannar á Álfa- skeiðinu frá því frumbyggjend- urnir voru að koma sér fyrir. Þar á meðal voru Halldór og Sigga með tvö elstu börnin, Baldvin og Margréti. Síðan bættust við Björgvin, Helga og Oddur. Sigga þekkti Hafnarfjörð og flesta Hafnfirðinga betur en margir. Það var gaman að heimsækja hana, fræðast um liðna daga, menn og málefni. Meðal annars hvernig bærinn okkar hefur tekið stakkaskiptum í gegnum árin og frá hennar unga aldri. Hún var hafsjór af skemmtilegum minn- ingum. Sigga var ekki alltaf í for- tíðinni. Nei, hún fylgdist mjög vel með því sem var að gerast í sam- félaginu á okkar tímum þótt árin hafi verið orðin 98. Hún var mikill lestrarhestur, enda var það henn- ar áhugamál að lesa spennubæk- ur og gera handavinnu. Sigga var létt í spori og fínleg dama. Hún talaði oft um tískuna og vissi al- veg hvað var „móðins“. Það var oft gestkvæmt hjá þessari skemmtilegu og gestrisnu konu. Gestirnir voru á öllum aldri og var yngri kynslóðin iðin við að heimsækja hana. Texti lagsins Mamma, sem Björgvin söng svo fallega á jólatónleikum sínum og tileinkaði mömmu sinni, átti vel við hana. Sigga gat búið heima hjá sér í hárri elli með aðstoð Helgu dóttur sinnar og tengda- sonar, Hassan, sem fluttu inn til hennar og sinntu henni einstak- lega vel. Svo kom að því að heilsa hennar og þrek dvínaði og fluttist hún á Hjúkrunarheimilið Sólvang síðasta æviárið og fékk góða umönnun hjá starfsfólkinu þar. Skuggi, kisan hennar Siggu til 19 ára, dó fyrir nokkrum vikum og var orðinn háaldraður. Aska hans fylgir fóstru sinni til Drauma- landsins. Skuggi hvíldi sig mikið í fangi Siggu og kunni hún að meta hve hann var góður og gæfur vin- ur. Mér er efst í huga þakklæti fyrir góðar og glaðar samveru- stundir sem við áttum í gegnum árin. Sendi fjölskyldu Siggu innileg- ar samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæra vinkona. Birna Loftsdóttir. Ásta Sigríður Þorleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.