Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
England
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Liverpool – Everton ................................ 1:0
Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 63 mín-
úturnar með Everton.
Burnley – Peterborough ........................ 4:2
Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrri
hálfleikinn með Burnley.
Millwall – Newport.................................. 3:0
Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn
með Millwall.
Helstu önnur úrslit:
Rochdale – Newcastle.............................. 1:1
Brighton – Sheffield Wednesday............ 0:1
Fulham – Aston Villa ............................... 2:1
Preston – Norwich ................................... 2:4
Southampton – Huddersfield.................. 2:0
Watford – Tranmere................................ 3:3
Bournemouth – Luton ............................. 4:0
Leicester – Wigan .................................... 2:0
Manchester City – Port Vale................... 4:1
Wolves – Manchester United.................. 0:0
Chelsea – Nottingham Forest................. 2:0
Crystal Palace – Derby............................ 0:1
Middlesbrough – Tottenham................... 1:1
Sheffield United – Fylde ......................... 2:1
Gillingham – West Ham........................... 0:2
Grikkland
Aris – PAOK............................................. 4:2
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Xanthi – Larissa ...................................... 2:1
Ögmundur Kristinsson stóð á milli
stanganna hjá Larissa.
Portúgal
A-dos-Francos – SL Benfica................. 0:14
Cloé Lacassse lék allan leikinn með SL
Benfica og skoraði tvö mörk.
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
Þýskaland
Bensheim – Neckarsulmer................. 37:33
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði átta
mörk fyrir Neckarsulmer.
Frakkland
Bourg-de-Péage – París 92 ................ 23:29
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor-
aði fimm mörk fyrir Bourg-de-Péage.
Noregur
Oppsal – Kristiansand ........................ 24:29
Thea Imani Sturludóttir skoraði sex
mörk fyrir Oppsal.
Dominos-deild karla
Valur – Fjölnir ...................................... 92:75
Þór Ak. – Haukar ................................. 92:89
Njarðvík – ÍR........................................ 88:64
Grindavík – KR............................. (frl.)91:94
Stjarnan – Þór Þ................................... 84:70
Staðan:
Stjarnan 12 10 2 1122:1000 20
Keflavík 11 8 3 980:913 16
Tindastóll 11 8 3 977:911 16
Njarðvík 12 8 4 1014:887 16
KR 11 7 4 920:907 14
Haukar 12 6 6 1073:1049 12
ÍR 12 6 6 979:1035 12
Þór Þ. 12 5 7 957:993 10
Grindavík 12 5 7 1047:1071 10
Valur 12 4 8 974:1032 8
Þór Ak. 11 2 9 893:1038 4
Fjölnir 12 1 11 1020:1120 2
Dominos-deild kvenna
Grindavík – Breiðablik......................... 84:71
Snæfell – Keflavík............................ Frestað
Haukar – KR......................................... 72:69
Valur – Skallagrímur ........................... 70:58
Staðan:
Valur 14 12 2 1185:929 24
Keflavík 13 10 3 977:910 20
KR 14 10 4 1081:915 20
Haukar 14 9 5 1002:972 18
Skallagrímur 14 8 6 958:927 16
Snæfell 13 3 10 874:1026 6
Breiðablik 14 2 12 896:1106 4
Grindavík 14 1 13 905:1093 2
Þýskaland
Göttingen – Alba Berlín ..................... 72:71
Martin Hermannsson skoraði 8 stig, tók
tvö fráköst og gaf níu stoðsendingar hjá
Alba Berlín.
Rússland
UNICS Kazan – Saratov ..................... 86:83
Haukur Helgi Pálsson skoraði 3 stig og
tók eitt frákast hjá Unics Kazan.
Spánn
Andorra – Zaragoza ......................... 106:78
Tryggvi Snær Hlinason tók eitt frákast
hjá Zaragoza.
Bretland
Caledonia Pride – Leicester Riders.. 56:68
Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 7 stig
tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar
hjá Leicester Riders.
KÖRFUBOLTI
„Við vildum ekki taka neina áhættu
með Aron Pálmarsson sem var tæpur
og svo meiddist Elvar Örn Jónsson
líka snemma leiks sem gerir þetta
erfitt fyrir okkur, sérstaklega ef við
horfum til þess að við vorum að spila í
Mannheim með 13.000 stuðnings-
menn á móti okkur. Okkur tókst hins
vegar að laga stöðuna undir lok seinni
hálfleiks og ég tel að ef við hefðum
haft aðeins meiri tíma hefðum við
hugsanlega getað náð hagstæðari úr-
slitum. Að sama skapi vorum við með
ákveðið prógramm í gangi þar sem
við leyfðum öllum að spreyta sig og
sprikla. Það voru líka ákveðin skörð
höggvin í okkar lið því Daníel Þór
Ingason gat ekki spilað vegna
meiðsla á fingri og Bjarki Már El-
ísson fann fyrir eymslum í baki. Það
var ekki beint að gera hlutina auð-
veldari fyrir okkur.“
Þrátt fyrir átta mark tap og slakan
seinni hálfleik ítrekar Guðmundur að
það sé hægt að laga það sem fór úr-
skeiðis í Mannheim á laugardaginn.
„Eftir að hafa skoðað leikinn betur
er ég nokkuð sáttur með spila-
mennsku liðsins í fyrri hálfleik, að
mestu leyti. Við gerum mjög vel í að
halda í við þá allan hálfleikinn og
náum meira að segja að komast yfir á
ákveðnum tímapunkti. Eins þá held-
ur vörnin nánast allan tímann, að
mestu leyti, og þeir skora ekki nema
um níu mörk á okkur þar sem þeir
stilla upp í sókn sem er jákvætt. Það
sem ég er ósáttur með eru meðal ann-
ars skotin okkar sem fóru á markið.
Þau voru ekki nægilega nákvæm og
eins var ég óánægður með erfiðar
línusendingar sem við gerðum of
mikið af gegnum allan leikinn. Við
fáum svo á okkur 21 mark úr hrapa-
upphlaupum sem er auðvitað allt of
mikið. Þetta var sérstakur leikur að
mörgu leyti en í heild er hellingur af
atriðum sem við þurfum að laga og já-
kvæðu fréttirnar eru þær að við get-
um lagað þau nánast öll.“
Fjórir leikmenn íslenska liðsins
eru nú í kapphlaupi við tímann um að
verða klárir í slaginn þegar Ísland
mætir Danmörku í Malmö 11. janúar
og Guðmundur viðurkennir að þessi
meiðslavandræði sem herja á liðið
þessa stundina auðveldi ekki und-
irbúning liðsins fyrir EM.
„Það ættu ekki að vera nein stór
vandamál með Aron og hann byrjar
að öllum líkindum að æfa aftur á
morgun (í dag). Daníel fer í mynda-
töku í fyrramálið (í dag) og þá kemur
betur í ljós hvers eðlis meiðslin eru en
hann er að glíma við meiðsli á fingri.
Það ætti að koma í ljós á næstu dög-
um hvort Elvar verði klár í fyrsta leik
á EM og vonandi verður það raunin.
Bjarka leið betur í dag en í gær en
þetta var vissulega ákveðið áfall að
þessi meiðsli skyldu dynja á liðinu á
stuttum tíma. Það eru ákveðin spurn-
ingarmerki í kringum liðið sem eru
ekki beint að hjálpa okkur í und-
irbúningnum. Af þeim sautján leik-
mönnum sem við tókum með til
Þýskalands eru fjórir að glíma við
meiðsli. Næstu tveir dagar munu
skipta okkur miklu máli og þessir
ákveðnu leikmenn verða í stífri með-
höndlun hjá læknum og sjúkraþjálf-
urum landsliðsins. Þetta er ekki beint
óskastaða, korter fyrir EM, en það
verður allt gert til þess að koma
mönnum í gang fyrir fyrsta leik í
Malmö,“ sagði Guðmundur Þórður
Guðmundsson í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
„Ekki beint
óskastaða“
Mörg spurningarmerki á lofti hjá
íslenska karlalandsliðinu korter í EM
AFP
Óvissa Meiðsli trufla lokaundirbúning Guðmundar Þ. Guðmundssonar.
HANDBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Leikurinn var mjög kaflaskiptur og í
heild er ég nokkuð ánægður með
fyrri hálfleikinn en ósáttur með þann
síðari,“ sagði Guðmundur Þórður
Guðmundsson, landsliðsþjálfari ís-
lenska karlalandsliðsins í handknatt-
leik, í samtali við Morgunblaðið eftir
33:25-tap liðsins gegn Þýskalandi í
vináttulandsleik í Mannheim á laug-
ardaginn. Leikurinn var lokaleikur ís-
lenska liðsins fyrir Evrópumeist-
aramótið í Austurríki, Noregi og
Svíþjóð sem hefst fimmtudaginn 9.
janúar næstkomandi en fyrsti leikur
Íslands á mótinu verður gegn heims-
meisturum Dana í Malmö, laugardag-
inn 11. janúar.
Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálf-
leik og komst meðal annars yfir á 22.
mínútu, 12:11, þegar Guðjón Valur
Sigurðsson kom Íslandi yfir með
marki úr vinstra horninu. Þýska liðið
var hins vegar sterkari aðilinn undir
lok hálfleiksins og leiddi með þremur
mörkum í hálfleik, 16:13. Íslenska lið-
ið byrjaði seinni hálfleikinn illa og
Þjóðverjar skoruðu fyrstu fjögur
mörk hálfleiksins. Þýskaland náði
mest níu marka forskoti í seinni hálf-
leik, 27:18, og íslenska liðinu tókst
aldrei að snúa leiknum sér í við.
Sexfaldir Íslandsmeistarar KR í
körfuknattleik hafa orðið fyrir mikilli
blóðtöku þar sem bæði Jakob Örn
Sigurðarson og Björn Kristjánsson
leika ekki með liðinu á næstunni
vegna meiðsla.
Jakob Örn er með brjósklos og er
óvíst hversu lengi hann verður frá.
Björn þarf að fara í aðgerð á mjaðma-
kúlu og mun hann að öllum líkindum
ekki leika meira á tímabilinu. Þá er
Kristófer Acox einnig frá vegna
meiðsla og óvíst hvenær hann snýr
aftur. KR er með 14 stig í fimmta sæti
úrvalsdeildarinnar. bjarnih@mbl.is
Meiðsli herja á
meistarana
Morgunblaðið/Hari
Reynsla Jakob Örn Sigurðarson er
lykilmaður í liði meistaranna.
Sturla Snær Snorrason, A-lands-
liðsmaður í alpagreinum, byrjar
árið af krafti en í gær hafnaði hann
í 2. sæti á alþjóðlegu FIS-móti í
Pfelders á Ítalíu. Keppt var á
tveimur svigmótum en á laugar-
daginn náði Sturla Snær ekki að
ljúka fyrri ferð. Í gær gekk honum
virkilega vel, endaði í 2. sæti og var
með besta tímann af öllum í seinni
ferðinni. Fyrir mótið fékk hann
37,84 FIS-stig, sem er hans besta á
tímabilinu og alveg við hans heims-
listastöðu, en þar er Sturla Snær
með 36,34 FIS-stig. sport@mbl.is
Byrjaði árið á
silfri á Ítalíu
Ljósmynd/Skíðasamband Íslands
Annar Sturla Snær Snorrason fer
frábærlega af stað á árinu 2020.
Haukar eru komnir í fjórða sæti úr-
valsdeildar kvenna í körfuknatt-
leik, Dominos-deildarinnar, eftir
þriggja stiga sigur gegn KR í Ólafs-
sal í Hafnarfirði á laugardaginn.
Leiknum lauk með 72:69-sigri
Hauka en mikið jafnræði var með
liðunum allan leikinn.
Haukar leiddu með sex stigum í
hálfleik, 40:34. Hafnfirðingar voru
sterkari aðilinn í þriðja leikhluta
sem þeir unnu með þremur stigum,
20:17. Þrátt fyrir að KR hafi unnið
fjórða leikhluta með sex stigum
dugði það ekki til og Haukar fögn-
uðu dýrmætum sigri.
Randi Brown fór mikinn í liði
Hauka og skoraði 23 stig en þetta
var fimmti sigurleikur Hafnfirð-
inga í röð sem eru með 18 stig í
fjórða sæti deildarinnar. KR er með
20 stig í þriðja sætinu en Daniella
Rodriguez var stigahæst Vestur-
bæinga með 27 stig.
Þá vann Grindavík sinn fyrsta
leik í deildinni í vetur gegn Breiða-
bliki í Mustad-höllinni í Grindavík á
laugardaginn, 84:71. Blikar byrj-
uðu leikinn betur og leiddu með
fimm stigum í hálfleik, 40:35.
Grindavík tókst að minnka forskot
Blika í þrjú stig fyrir fjórða leik-
hluta en leikur Kópavogsliðsins
hrundi í fjórða leikhluta og Grind-
jánar gengu á lagið.
Grindavík skoraði 31 stig gegn
15 stigum Breiðabliks í fjórða leik-
hluta og fyrsti sigur Grindavíkur
staðreynd. Bríet Sif Hinriksdóttir
fór á kostum í liði Grindavíkur en
hún gerði sér lítið fyrir og skoraði
39 stig en Grindavík er áfram í
neðsta sæti deildarinnar með 2 stig.
Breiðablik er í sjöunda og næst-
neðsta sætinu með 4 stig en Danni
Williams var atkvæðamest í liði
Blika með 32 stig.
Topplið Vals vann svo tólf stiga
sigur gegn Skallagrími á Hlíðar-
enda í gær, 70:58. Kiana Johnson
og Hallveig Jónsdóttir voru stiga-
hæstar í liði Vals með 16 stig hvor
en hjá Skallagrími var Keira Rob-
inson atkvæðamest með 18 stig.
Valur er sem fyrr í efsta sæti deild-
arinnar með 24 stig en Skallagrím-
ur er í fimmta sætinu með 16 stig.
Þá var leik Snæfells og Keflavík-
ur, sem fara átti fram á laugardag-
inn í Stykkishólmi, frestað. Ekki
hefur verið ákveðinn nýr leiktími
fyrir þann leik. bjarnih@mbl.is
Fimmti sigur Haukakvenna í röð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umkringd Leikmenn Skallagríms gera sitt besta til að reyna að verjast Hel-
enu Sverrisdóttur sem sneri aftur á parketið í gær eftir nokkra fjarveru.