Morgunblaðið - 06.01.2020, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
Brot úr eftirmála Bergsveins
Birgissonar við ljóðasafnið.
Nokkur orð um Jón Helgason
Jón Helgason er merkilega ná-
lægur þótt aldrei hafi maður hitt
hann, hann er sem félagi sem fylgir
manni trúfastlega, ekki síst gildir
þetta um þann sem tekur að sýsla
við norræn fræði.
Þannig er því
sjálfsagt farið
með marga aðra
líka, að þeim
finnst Jón vera
gamall vinur, en
hér er maðurinn
aðeins þekktur
gegnum verkin
sín. Það er
reyndar kunn staða, ekki síst er
kemur að hinum gömlu meisturum
norrænna bókmennta, þeir verða
ekki þekktir af öðru en verkum sín-
um, en styðjast má þeim mun meir
við það sem menn eins og Jakob
Benediktsson, Ólafur Halldórsson
og Stefán Karlsson segja af per-
sónu hans. Þessir ýmist unnu við
hlið hans á Stofnun Árna Magn-
ússonar, eða voru nemendur og
húsgangar á heimili hans í Kaup-
mannahöfn um langt skeið.
Reyndar er kynni af skáldinu
Jóni Helgasyni að spora aftur í
bernsku, ég minnist þessarar sér-
stöku raustar í útvarpinu, merki-
lega hljómmikil og viðkvæm í senn:
„mér var þó löngum meir í hug/
melgrasskúfurinn harði“, það var
undarleg raust sem kvað úr suð-
rænum garði en saknaði nakinna
mela við Köldukvísl, og svo man ég
hendur með tálgaðan fjöðurstaf að
skrifa á skinn, teikningu Halldórs
Péturssonar í Skólaljóðunum við
hendingu um það hvernig skáldið
sá: „… yfir hlykkjóttum stafanna
baugum/hendur, sem forðum var
stjórnað af lifandi taugum“. Þar gat
einnig að líta dapran mann við
strönd og handlegg sem teygir sig
upp í firn háa bókahillu hvar í voru
þjokkar bækur, Morkinskinnur og
Hrokkinskinnur. Má vera að þarna
hafi teiknarinn Halldór Pétursson
hitt á kjarnann í tilvist Jóns Helga-
sonar, að minnsta kosti snara þætti
í lífi hans: nálægð við fortíðina,
söknuð eftir heimalandinu, elju
fræðimannsins.
Jón Helgason fæddist á bænum
Rauðsgili í Hálsasveit þar sem heit-
ir Hvítársíða í Borgarfirði, skammt
frá túni Snorra í Reykholti, árið
1899 – fyrir stóru hundraði ára.
Hann þótti snemma námfús og
næmgeðja, en lítill bógur til vinnu:
einkunnarorð svo margra andans
manna gegnum tíðina. Saga segir
hann hafa hneykslast á prestinum
sem spurði hvort hann þekkti staf-
ina, en Jón þá þegar fluglæs fimm
ára gamall. Hann er aðeins níu ára
gamall þegar áfall ríður yfir bæinn.
Faðir hans og fyrirvinna heimilis
fellur frá, og hrekst móðirin til
Hafnarfjarðar með Jón og syst-
urina Ingibjörgu þar sem Jón dvel-
ur til sautján ára aldurs. Árið 1916
lýkur Jón stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík, eftir
að hafa lesið síðustu tvo bekkina ut-
anskóla, maður freistast til að halda
að þegar hér sé brauðstritið hafið.
Þá sigldi hann til Kaupmannahafn-
ar og hóf nám í norrænum fræðum
hjá Finni Jónssyni, hinum eljusama
fílólóg og ötula útgefanda norrænna
texta. Þarna bjó Jón Helgason það
sem eftir var ævinnar, að sinna
starfi forstöðumanns Árnasafns –
síðar Stofnunar Árna Magnússonar,
kenna íslensku og norræna fílóló-
gíu; með réttu og sann þriggja
manna maki því þrír menn höfðu
áður sinnt þessum þremur stöðum.
Þegar Jón kom til náms og hittir
meistara sinn Finn Jónsson haustið
1916, var lítill völlur á allri umgjörð
Árnasafns og norrænna fræða í
Kaupmannahöfn. Árnasafn átti sér
ekki einu sinni eigið herbergi á Há-
skólabókasafninu, Jakob Benedikts-
son nefnir að Finnur og Jón hafi
setið „við eitt borð í bás milli hillu-
raðanna sem geymdu handritin“.
Árnasafn var eitt borð og tveir
menn, handrit á hillum. Má vera að
þá hafi Jón litið meistara sinn spýta
á hin fornu skinn eins og hann
greinir frá í Handritaspjalli, í ákefð
sinni að ráða í letrið forna, því það
sannreyndi Jón Helgason sjálfur að
ólæsilegir stafir á snjáðu perga-
menti geta orðið sýnilegir meðan
vatnsdropinn merlar á þeim. Um
það finnst saga góð, að enskur pró-
fessor hafi sent nemanda til Jóns í
Kaupmannahöfn að nema hand-
ritalestur. Setur Jón fyrir framan
stúlkuna snjáða skinnpjötlu á lestr-
arsalnum, með svo máðu letri að
ekki einu sinni hörðustu fílólógar
gátu ráðið. Þegar Jón kemur að að-
gæta stúlkuna hefur hún, Jóni til
mikillar furðu, náð að ráða í nokkra
stafi hér og hvar, en það var þar
sem tár hennar höfðu fallið á skinn-
ið; stúlkan fór auðvitað að gráta yfir
því að geta ekki leyst verkefnið af
hendi. Jón hefur að minnsta kosti
séð hamhleypu til vinnu hinum
megin borðsins. Sagan um Finn
Jónsson og blekið sem spýttist úr
pennanum og út á gólf þegar mest-
ur hamur var á honum miðlar
þessu, og skiptir engu hvað er satt
og logið í þeirri mynd, því hér segir
af dugnaði sem bjó að baki fjöl-
mörgum útgáfum á norrænum text-
um, svo sem þrekvirkið Den norsk-
islandske skjaldedigtning. Finnur
færir Jóni strax verkefni í fang, og
reyndar engin áhlaupaverk. Strax á
fyrstu árum kemur þar Norðmaður
að nafni Oscar Albert Johnsen er
vantar aðstoð við textaútgáfu á
Ólafs sögu helga hinni sérstöku og
varð sú útgáfa sjálft sveinsstykki
Jóns innan fílólógíunnar. Hann
vann að útgáfunni fyrstu fimm árin
í Höfn við hlið námsins, en að auk
lét Finnur hann skrifa upp fljóta-
skriftina á bréfum Bjarna Thor-
arensen skálds. Segja má að Bjarni
Thorarensen hafi fylgt Jóni alla
ævi, því fyrst gaf hann út Ljóðmæli
I-II og Kvæði árið 1935; 1943 kom
síðan fyrra bindið af bréfum Bjarna
í útgáfu Jóns, og 1986, á dánarári
hans, kom síðara bindi bréfanna.
Eru menn sammála um að þetta sé
ein vandaðasta útgáfa á nokkru höf-
undarverki íslensku.
Doktorsritgerð samdi Jón sam-
hliða öðrum verkum í Árnasafni um
nafna sinn Ólafsson frá Grunnavík
og er hið merkasta rit, og varði við
Háskóla Íslands árið 1925. Ekki er
ólíklegt að hinum unga fílólóg hafi
sýnst eigið líf stefna að því sama og
hann skrifar um Jón Grunnvíking:
„Hann fékk aldrei tignari nafnbót
en að heita „studiosus antiqvitat-
um“ og var því snauðari og minna
virður sem lengra leið fram“. Jón
Helgason hefur hinsvegar fljótt séð
í handritaflóru Árnasafns hve miklu
Grunnvíkingur hefur borgið af forn-
um fræðum, og mætti ætla að hér
væri komið það hryggjarstykki sem
Arnas Arnæus og studiosus antiqui-
tatum Grindvicensis í Íslands-
klukku Laxness voru smíðaðir út
frá. Lengi vel hélt ég að þessi rolu-
háttur Árna við að bjarga bókunum
úr eldinum 1728 væri hugarsmíð
Halldórs Laxness, en skýrsla Jóns
Grunnvíkings um brunann í Kaup-
mannahöfn staðfestir þetta. Vinátta
Jóns og Halldórs, og gagnkvæm
virðing, hélst allar götur og náði
samstarf þeirra hámarki í Gerplu.
En á milli doktorsritgerðar og
bréfa skáldsins eru þó tugir bóka
frá höndu Jóns, og má gróflega
skipta í tvennt, þ.e. rannsóknir um
íslenskt mál og bókmenntir og hins-
vegar textaútgáfur á handritum
sem spanna allt frá elstu drótt-
kvæðum til áðurnefnds Bjarna
Thorarensen; „fáeinar línur á guln-
uðu blaði“ kallar Jón ævistarf sitt í
kvæði, og þá má velta fyrir sér hvað
kalla skuli afköst okkar með-
almanna. Yfirmáta hógværðin er
reyndar sterkt persónueinkenni
Jóns. Sem dæmi segir hann í eft-
irmála að fyrstu útgáfu Úr land-
suðri frá 1939 að hann láti prenta
ljóðin af þeirri ástæðu að honum
leiddist að heyra farið vitlaust með
þau. Um skáldanafn hafi hann aldr-
ei dreymt. Þegar hann var gerður
heiðursdoktor við Háskóla Íslands
1974, fór hann með kvæði þar sem
hann líkti starfi sínu við strábút í
sandi sem maur hefur náð að reisa
upp á endann. Það er á gráu svæði,
hvar hógværð sleppir og fánýtis-
trúin tekur við, en sjá má merki
þessarar sterku vanitas-kenndar
skáldsins einnig í ljóðaþýðingunum,
eins og Kristján Árnason kemur inn
á í eftirmála að útgáfunni frá 1999.
Þess ber þó að geta að maður eins
og Jón Helgason er einnig sá sem
hvað gerst hefur fundið fyrir því
hve aldirnar „leifa skörðu“, hversu
mikið af fortíð okkar glatast, og því
má vera að slíkum manni geti fund-
ist það litla sem bjargast harla lít-
ilsvert.
Bækurnar skipta vitanlega
hundruðum ef taldar eru með þær
sem Jón ritstýrði og las yfir sem sá
strangi og stundum refsandi yfirles-
ari sem hann gat verið. Það var
sem lifði angi af harðneskjuaga
fornra fræða í Jóni, mér koma í hug
lýsingar á því er rektorar lömdu
priki á fingur pilta í latínuskólanum
í Skálholti svo blæddi undan nögl-
um, í báðum tilvikum gat sviðið
undan. En þá ber að athuga að sá
maður sem kemur frá sér þvílíku
lífsverki hefur ekki skort svipuna á
sjálfan sig. Vandað og skýrt mál
var honum keppikefli, en ekki síður
voru hátimbraðar tilgátur án gilds
rökstuðnings honum þyrnir í aug-
um. Það er hrein unun að lesa rit-
gerð Jóns um Finn Magnússon,
einn mesta lærdómsmann meðal Ís-
lendinga á fyrstu áratugum 19. ald-
ar, það var maðurinn sem hélt bæði
Jónasi Hallgrímssyni og Jóni Sig-
urðssyni forseta uppi í Kaupmanna-
höfn. Finni varð það á að lesa ljóð
um Harald hilditönn úr jökulrispu í
Rúnamó í Svíþjóð, Jón skrifar um
forvera sinn: „honum hættir til að
láta laðast af hinu fjarstæða og
ævintýralega, hann er auðtrúa á hið
ósennilega og öfgakennda, og hlítir
fremur gagnslitlum sönnunum en
að sleppa þeirri trú“. Slíkt átti ekki
að henda hans nemendur.
[...]
Þó hefur Jón Helgason greinilega
ekki einungis verið strangur kenn-
ari. Þær fjölmörgu sögur sem nem-
andi viðloðandi norræn fræði heyrir
af honum eru til marks um mein-
fyndinn og sterkan persónuleika,
„mér er t.a.m. meinilla við þig og ég
veit að það er gegenseitigt“ gat ver-
ið fyrsta viðkynning af manninum.
Eitt sinn sá Jón Helgason sér til
skelfingar að hann hafði skrifað upp
vitlaust á töfluna í kennslutíma, sló
það síðan frá sér að leiðrétta það og
sagði það engu skipta, nemendurnir
myndu hvort eð er taka það allt-
saman vitlaust niður. Matthías Jo-
hannessen getur þess í skemmti-
legri minningargrein í Skírni á
dánarári Jóns, að hann hafi fyrst
tekið starf sitt sem kennari nokkuð
hátíðlega, en slakað á eftir sem árin
liðu, og komist að því að: „Alltaf
þegar hann sagði eitthvað af viti,
misskildu þeir hann, en segði hann
eintóma vitleysu, var smá von til
þess að misskilningurinn leiddi þá
til réttrar niðurstöðu.“
„Fáeinar línur á gulnuðu blaði“
Bókarkafli | Jón Helgason, prófessor í Kaup-
mannahöfn, var eitt dáðasta skáld tuttugustu ald-
ar á Íslandi. Jón var fæddur árið 1899 og í tilefni
þess að hundrað og tuttugu ár eru liðin frá fæð-
ingu hans voru þrjár ljóðabækur hans og önnur
kvæði gefin nú nýverið út í einu safni sem nefnist
Úr landsuðri og fleiri kvæði.
Morgunblaðið/Kristinn
Handrit Ævistaf Jóns Helgasonar fólst mikið í því að sýsla með forn íslensk
handrit úr safni Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn.
Jón Helgason
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.