Morgunblaðið - 06.01.2020, Page 32

Morgunblaðið - 06.01.2020, Page 32
Ármúla 10 ) 568 9950 duxiana.comHáþróaður svefnbúnaður Náttúruleg efni, einstakt handverk og PASCAL gormakerfið gera rúmin okkar að athvarfi fyrir stöðugan gæðasvefn. FRUMKVÖÐLAR SÍÐAN 1926 Klæðskerasniðin þægindi Rokksveitin HAM snýr aftur í lok mánaðar og heldur tónleika í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, 24. janúar. HAM hefur ekki haldið tón- leika hér á landi í tæp tvö ár en lék eftirminnilega við opnun sýningar Hrafnhildar Arnardóttur „Shop- lifter“ á Feyneyjatvíæringnum í maí í fyrra og frumflutti þar tónverkið Chromo Sapiens, samnefnt sýningu Hrafnhildar, sem hljómsveitin vann í samstarfi við hana og Skúla Sverr- isson. Sýning Hrafnhildar verður opnuð í Hafnarhúsi degi fyrir tón- leika. HAM í Hafnarhúsi MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 6. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik tapaði með átta marka mun þegar liðið mætti Þýskalandi í Manheim á laugardaginn í lokaleik sínum fyrir EM í Austurríki, Noregi og Svíþjóð sem hefst í vikunni. Þá herja meiðsli á hópinn og hafa þau truflað lokaundirbúning liðsins fyr- ir fyrsta leik gegn Dönum sem fram fer í Malmö hinn 11. janúar. »26 Óvissuástand hjá karlalandsliðinu ÍÞRÓTTIR MENNING Stjarnan vann sinn áttunda sigur í röð í Dominos-deild karla í körfu- bolta er liðið vann Þór Þorlákshöfn á heimavelli í gærkvöld, 84:70. Með sigrinum náði Stjarnan fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar, í bili a.m.k. Njarðvík hefur unnið sjö í röð en liðið vann 88:64-sigur á ÍR á heimavelli. Njarðvík- ingar byrjuðu illa í vet- ur en hafa unnið alla leiki sína eftir að Bandaríkjamaðurinn Chaz Williams gekk í raðir félagsins. Þá unnu KR- ingar góðan sigur í Grindavík. »27 Átta í röð hjá meistara- efnum Stjörnunnar Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurður Grétar Geirsson bifvéla- virki hefur staðið vaktina í Bílanesi, viðgerðar-, réttinga- og málningar- verkstæði, á Seltjarnarnesi í um 40 ár eða frá 1978, en synirnir Kristján og Hörður hafa tekið við rekstrinum, sem hefur verið í Bygggörðum frá 1987. „Það var eiginlega sjálfhætt hjá mér, heilsan fór í bankahruninu,“ segir Sigurður. Þegar synirnir voru í fótboltanum var Sigurður í stjórn knattspyrnu- deildar Gróttu í nokkur ár. „Það var mjög skemmtilegur tími og gefandi og einu fríin tengdust guttunum í boltanum.“ Á svipuðum tíma hafði hann umsjón með áramótabrennu á Nesinu. „Ég er síðasti brennukóng- urinn í sjálfboðavinnu en endirinn var ekki skemmtilegur því Seltjarnar- nesið brann og kalla þurfti út slökkvi- liðið til að hefta útbreiðslu eldsins.“ Brennan var þá skammt frá tjörn- inni og Sigurður segir að neistaflugið hafi fleytt kerlingar á ísnum en skyndilega hafi vindáttin breyst. „Þá byrjaði Nesið að brenna, vel logaði meðfram tjörninni og við endann á golfvellinum en sem betur fer varð hestum í hesthúsi í grennd ekki meint af og við sluppum með skrekk- inn.“ Hjálpsemi framar öllu Tilviljun réð því að Sigurður lærði bifvélavirkjun. „Ég ætlaði bara að læra eitthvað sem gagn væri í með það að leiðarljósi að hafa nóg að gera og bílarnir urðu fyrir valinu,“ rifjar hann upp. Hann segir að atvik í brúð- kaupsferð hjónanna, hans og Guð- veigar Nönnu Guðmundsdóttur, árið 1976 hafi sannfært hann enn frekar. Þau hafi farið hringveginn og á Skeiðarársandi hafi maður á bíla- leigubíl veifað og beðið um aðstoð. „Ég var að ljúka náminu og sá að ég gat hjálpað manninum og það hefur verið veganesti mitt, að hjálpa og bjarga.“ Sigurður hefur hjálpað mörgum í gegnum tíðina og er ánægður með að hafa getað orðið að liði en minnist eins neyðarlegs atviks. Hann hafi þurft að skjótast út í sjoppu um kvöld og skömmu eftir að hann kom heim hafi lögreglan mætt og sakað hann um bílþjófnað. Hann hafi þrætt fyrir, sagst hafa verið með bílinn í viðgerð og vera að fara að skila honum til eig- andans. „Þá sagðist maður, sem var með lögreglunni, vera eigandi bílsins. Við nánari skoðun sá ég að þetta var ekki bíllinn sem ég hafði verið með í viðgerð. Í ljós kom að maðurinn hafði skilið hann eftir í gangi fyrir utan sjoppuna og ég tekið hann í mis- gripum. Löggan sagði að við ættum að læra af þessu, að skilja bíla ekki eftir mannlausa í gangi eða með lykla í svissinum.“ Þau Guðveig kynntust á Akureyri og skömmu síðar lentu þau í bílslysi. „Fimm ungmenni hætt komin við Mývatn, voru á margra vörum, en hún varð eftir á spítalanum á Húsa- vík og ég fór suður,“ segir Sigurður. Við skiptumst á símanúmerum og skömmu síðar hringdi ég heim til hennar. Mamma þekkti númerið og skýringin var sú að pabbi var á sjó hjá afa Guðveigar á 18 vertíðum. Þetta er lítið land.“ Synirnir stóðu vart út úr hnefa þegar þeir mættu á verkstæðið. „Þeir byrjuðu um leið og þeir gátu haldið á kústinum og hafa jafnt og þétt tekið við,“ segir Sigurður. „En ég hef verið til friðs í dágóðan tíma og fæ að send- ast fyrir þá.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílanes Sigurður Grétar Geirsson, Kristján og Hörður á verkstæðinu í Bygggörðum á Seltjarnarnesi. Þá fór Nesið að brenna …  Bifvélavirkinn Sigurður Grétar síðasti brennukóngurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.