Morgunblaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020
kassagerd.is kassagerd@kassagerd.is Klettháls 1, 110 Reykjavík +354 545 2800
Vandaðar vörur þurfa hágæða umbúðir til að komast ferskar í hendur
kröfuharðra kaupenda. Hver sem varan þín er þá höfum við umbúðirnar sem
henta henni.
Áralöng reynsla og sérþekking okkar tryggir að við finnum bestu lausnina
sem hentar fyrir þinn rekstur, hratt og örugglega. Við bjóðum breitt úrval
umbúða frá traustum og öflugum samstarfsaðilum. Þannig getum við tryggt
þér lausnir sem auka árangur þinn í rekstri, í sátt við umhverfi og náttúru.
Ef þú hefur spurningar varðandi umbúðir þá höfum við svörin. Hafðu
samband eða kíktu í kaffi og leyfðu okkur að hjálpa þér að finna
lausnirnar sem henta þínum þörfum. Spjöllum um umbúðir.
UmBúÐiR eRu oKkAr fAg
50 ára Sigurlína er
Hafnfirðingur en býr í
Borgarnesi. Hún vinnur
á skrifstofu fram-
leiðsludeildar við út-
flutning hjá Össuri.
Maki: Kristján Vagn
Pálsson, f. 1967, renni-
smiður og eigandi vélaverkstæðis Krist-
jáns.
Börn: Þórður Fannar Diaz, f. 1995, og
stjúpdóttir er Ríta Rún Kristjánsdóttir, f.
2000.
Foreldrar: Karólína Þóra Ágústsdóttir, f.
1946, húsmóðir, búsett í Hafnarfirði, og
Þórður Ólafur Þorvaldsson, f. 1934, d.
1992, lögreglumaður í Hafnarfirði.
Sigurlína Kristín
Þórðardóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að hrista af þér slen-
ið, bretta upp ermarnar og taka þinn
þátt í því sem gera þarf. Láttu fé af
hendi rakna fyrir góðan málstað.
20. apríl - 20. maí
Naut Taktu til þín það hól sem þú
færð því þú átt það skilið. Þú þarft
ekki alltaf að eiga síðasta orðið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Sterkir persónuleikar hafa
áhrif á þig, það mikið að þú átt það til
að treysta í blindni. Leitaðu ráðgjafar
varðandi fjárfestingar og sparnað.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samræður við nána vini valda
þér bara gremju í dag og ekkert miðar.
Ekki dæma fólk, reyndu að setja þig í
fótspor þess.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er létt yfir þér og þig langar
til að skemmta þér í kvöld. Ástamálin
blómstra og þér finnst þú heppnasta
mannvera í heimi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert upp á þitt besta og hef-
ur jákvæð áhrif á umhverfi þitt með
hressleika þínum. Gefðu þig alla/n í
verkefnin þín hvort sem þú ert undir-
búin/n eða ekki.
23. sept. - 22. okt.
Vog Flest virðist ganga þér í haginn
og haldirðu vöku þinni ætti ekki að
verða breyting þar á. Áhyggjur eru
óþarfar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hvaðeina sem þú snertir
verður að gulli. Þér hættir til að gera
úlfalda úr mýflugu. Stundum þarf bara
að stinga sér í djúpu laugina.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hik þitt við skuldbindingar
í tilteknum aðstæðum er ákveðin vís-
bending. Þú átt næsta leik.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Nú er rétti tíminn runninn
upp til að inna af hendi eitt og annað
sem þú hefur látið reka á reiðanum.
Ekki taka það sem þú átt ekki.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú gætir fengið tækifæri til
þess að sýna kunnáttu sem þú felur
alla jafna fyrir öðrum. Ástin sigrar allt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er hætt við ruglingi í
tengslum við fasteignamál í dag.
Reyndu að koma til móts við fólk. Þú
treystir sumum ekki fyrir horn.
á einum erfiðasta tíma í ferðaþjón-
ustunni síðan hún sprakk út eftir
eldgosið 2010. Reykjavik Outvent-
ure er í dag að verða með flottari
fyrirtækjum landsins.“
Boðið er upp á persónulegar ferð-
ir í litlum hópum eða einkahópum.
„Oft bjóða fyrirtæki upp á ferðir í
litlum hópum en þær eru samt fyrir
fyrirtækið Reykjavik Outventures
árið 2018 í félagi við annan en keypti
hann fljótlega út úr fyrirtækinu. „Við
sérhæfum okkur í dagsferðum með
matarupplifanir fyrir túrista, förum á
veitingastaði og sveitabæi sem fólk
myndi annars ekki fá tækifæri til að
upplifa. Þetta hefur heppnast svona
stórkostlega að fyrirtækið blómstraði
J
óhann Guðni Jóhannsson er
fæddur 13. janúar 1990 í
Keflavík, bjó fyrstu árin í
Grindavík en ólst síðan upp
á Raufarhöfn.
„Ég ólst upp með gamaldags for-
eldrum. Þau voru frekar gömul þegar
þau eignuðust mig og af gamla skól-
anum. Sem ég er þakklátur fyrir í
dag, vegna þess að það vantar alla
hörku í ungt fólk í dag, finnst mér. Ég
missti föður minn þegar ég var 15 ára
og það má segja að líf mitt hafi farið á
hvolf. Við fluttum suður til Reykja-
víkur og ég náði aldrei einhvern veg-
inn að kveðja eða syrgja. Þessum
kafla í lífinu var bara lokið. Ég byrj-
aði í harðri fíkniefnaneyslu í bænum.
Á meðan ég bjó á Raufarhöfn hafði
ég mikið verið í fótbolta þegar ég var
yngri. Ég byrjaði á sjó með pabba
þegar ég var 11 ára gamall og var í
raun byrjaður að vinna mikið við að
stokka upp línu, skera af netum, fella
net og fleira. Ég vann öll sumur og
allar helgar og stundum sleppti ég úr
skóla til að fara á sjóinn með gamla,
þangað til ég missti hann. Skipstjóra-
ferill minn byrjaði heldur snemma
vegna þess að eitt sinn sigldi ég trill-
unni hans einn frá Þórshöfn til
Raufarhafnar 13 ára gamall. Sá um
að landa fyrir karlinn og ganga frá
bátnum á meðan hann keyrði jepp-
ann frá Þórshöfn til Raufarhafnar.
Ég kunni frekar að sigla bátnum
heldur en að keyra bílinn, þannig að
þetta var betra svona, fannst okkur.“
Jóhann sigraðist á fíkniefnaneysl-
unni tvítugur og fór í Vélskólann.
Hann lauk þar fyrsta stigi en fór þá í
Stýrimannaskólann og útskrifaðist
þaðan vorið 2015 með farmannarétt-
indi sem er hæsta gráðan á Íslandi.
„Ég vann ýmist sem fyrsti eða ann-
ar stýrimaður hér heima á netabátum
eða togurum. Árið 2017 fór ég til
Tyrklands að sækja nýsmíði HB
Granda og sigldi til Íslands. Ári eftir
það var ég kominn með algjörlega
nóg af sjómennsku og ákvað að segja
þetta gott. Ég ætlaði mér að opna
veitingastað en fékk síðan geggjaða
hugmynd um að fara frekar með túr-
ista út um allt land og kynna þeim
matarmenningu Íslands.“
Jóhann stofnaði þá ferðaþjónustu-
19 manns. Við bjóðum upp á 8-14
manna ferðir, þær eru talsvert dýrari
en einnig mun persónulegri og það er
það sem fólk leitar eftir í dag. Sem
dæmi þá fækkaði ferðamönnum á Ís-
landi í fyrra en þeir eyddu jafn mikl-
um peningum.“
Lengstu ferðirnar eru út á Snæ-
fellsnes og í Jökulsárlón en þegar far-
ið er þangað eru ferðirnar í einkahóp-
um og kosta talsverðan pening.
Jóhann er núna að vinna í því að
breyta Reykjavík Outventure úr
ferðaþjónustufyrirtæki yfir í ferða-
skrifstofu en þá getur fyrirtækið boð-
ið upp á ferðir með gistingu.
Jóhann hefur lítinn tíma fyrir
áhugamál síðan hann stofnaði
Reykjavik Outventures. „Ég vann á
tímabili 20 tíma á sólarhring, það var
ekki vinsælt, en það var nauðsynlegt
af því að við uxum svo hratt. En núna
þarf ég ekki að vinna svo lengi og
þegar ég er ekki í vinnunni þá sinni
ég fjölskyldunni.“
Afmælisdeginum ætlar Jóhann að
eyða úti á landi og fer meðal annars í
hraunhelli en hann er að prófa nýja
ferð þangað.
Jóhann Guðni Jóhannsson, forstjóri Reykjavik Outventure – 30 ára
Leiðsögumaðurinn Jóhann staddur á Sólheimajökli í desember síðastliðnum, en jökullinn er meðal viðkomustaða.
Ferðaþjónustufyrirtæki í sókn
Um jól Elsa, Harpa og Jóhann. Sonurinn Baltasar Emil.
40 ára Ívar er frá
Vestmannaeyjum en
býr í Kópavogi. Hann
er matreiðslumaður
og vinnur hjá Matar-
tímanum sem fram-
leiðir mat fyrir skóla
og leikskóla.
Maki: Þórey Hafliðadóttir, f. 1980, marg-
miðlunarfræðingur hjá Centerhotels.
Synir: Daníel Ingi, f. 1998, og Samúel
Týr, f. 2005.
Foreldrar: Rósa Hansen, f. 1959,
aðstoðarmaður forstjóra hjá Olís, og Sig-
urður Ásgeir Samúelsson, f. 1962, skip-
stjóri á Sóleyju Sigurjóns. Þau eru búsett
í Kópavogi.
Ívar Örn
Hansen
Til hamingju með daginn
Reykjavík Stormur
Gulleik Hvanndal fæddist
28. apríl 2019. Hann vó
3.775 g og var 53 cm lang-
ur. Foreldrar hans eru
Þórunn Kristín Hafdal og
Arnar Ólafur Hvanndal.
Nýr borgari