Morgunblaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020
England
Everton – Brighton ................................. 1:0
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
með Everton.
Chelsea – Burnley ................................... 3:0
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Crystal Palace – Arsenal ......................... 1:1
Leicester – Southampton ........................ 1:2
Manchester United – Norwich................ 4:0
Wolves – Newcastle ................................. 1:1
Tottenham – Liverpool ............................ 0:1
Bournemouth – Watford ......................... 0:3
Aston Villa – Manchester City................ 1:6
Staðan:
Liverpool 21 20 1 0 50:14 61
Manch.City 22 15 2 5 62:25 47
Leicester 22 14 3 5 47:21 45
Chelsea 22 12 3 7 39:29 39
Manch.Utd 22 9 7 6 36:25 34
Sheffield Utd 22 8 8 6 24:21 32
Wolves 22 7 10 5 31:28 31
Tottenham 22 8 6 8 36:31 30
Crystal Palace 22 7 8 7 20:24 29
Arsenal 22 6 10 6 29:31 28
Everton 22 8 4 10 25:32 28
Southampton 22 8 4 10 27:39 28
Newcastle 22 7 5 10 21:34 26
Brighton 22 6 6 10 25:30 24
Burnley 22 7 3 12 24:37 24
West Ham 21 6 4 11 25:33 22
Watford 22 5 7 10 20:34 22
Aston Villa 22 6 3 13 28:43 21
Bournemouth 22 5 5 12 20:35 20
Norwich 22 3 5 14 22:45 14
Grikkland
Larissa – Aris ........................................... 0:0
Ögmundur Kristinsson varði mark Lar-
issa, sem er í áttunda sæti deildarinnar.
PAOK – AEK Aþena ............................... 1:0
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK, sem er í öðru sæti.
Belgía
Westerlo – Lommel ................................. 2:1
Kolbeinn Þórðarson lék fyrstu 83 mín-
úturnar með Lommel í B-deildinni.
Union St. Gilloise – OH Leuven ............. 2:3
Aron Sigurðarson lék allan leikinn með
Union St. Gilloise í B-deildinni.
Ítalía
Fano – Padova.......................................... 2:1
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með
Padova, sem er í 5. sæti C-riðils C-deildar.
Kýpur
Apollon Limassol – Pyrgos .................... 6:0
Jasmín Erla Ingadóttir lék í 87 mínútur
með Apollon í toppslag deildarinnar.
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
EM karla 2020
A-RIÐILL, Graz:
Króatía – Hvíta-Rússland.................... 31:23
Svartfjallaland – Serbía ....................... 22:21
Staðan:
Króatía 2 2 0 0 58:44 4
Hvíta-Rússland 2 1 0 1 58:61 2
Svartfjallaland 2 1 0 1 43:48 2
Serbía 2 0 0 2 51:57 0
B-RIÐILL, Vín:
Austurríki – Úkraína ........................... 34:30
Tékkland – Norður-Makedónía .......... 27:25
Staðan:
Austurríki 2 2 0 0 66:59 4
Tékkland 2 1 0 1 56:57 2
Makedónía 2 1 0 1 51:52 2
Úkraína 2 0 0 2 55:60 0
C-RIÐILL, Þrándheimi:
Lettland – Holland .............................. 24:32
Erlingur Richardsson þjálfar Holland.
Spánn – Þýskaland............................... 33:26
Staðan:
Spánn 2 2 0 0 66:48 4
Þýskaland 2 1 0 1 60:56 2
Holland 2 1 0 1 55:58 2
Lettland 2 0 0 2 46:65 0
D-RIÐILL, Þrándheimi:
Portúgal – Bosnía ................................. 27:24
Frakkland – Noregur........................... 26:28
Staðan:
Noregur 2 2 0 0 60:52 4
Portúgal 2 2 0 0 55:49 4
Frakkland 2 0 0 2 51:56 0
Bosnía 2 0 0 2 50:59 0
E-RIÐILL, Malmö:
Ungverjaland – Rússland.................... 26:25
Danmörk – Ísland................................. 30:31
Staðan:
Ísland 1 1 0 0 31:30 2
Ungverjaland 1 1 0 0 26:25 2
Danmörk 1 0 0 1 30:31 0
Rússland 1 0 0 1 25:26 0
F-RIÐILL, Gautaborg:
Svíþjóð – Slóvenía ............................... 19:21
Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð.
Sviss – Pólland...................................... 31:24
Staðan:
Slóvenía 2 2 0 0 47:42 4
Svíþjóð 2 1 0 1 53:42 2
Sviss 2 1 0 1 52:58 2
Pólland 2 0 0 2 47:57 0
Frakkland
Metz – Toulon ...................................... 31:18
Mariam Eradze skoraði eitt mark fyrir
Toulon.
Merignac – Bourg-de-Péage.............. 21:23
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor-
aði 6 mörk fyrir Bourg-de-Péage.
ENGLAND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sergio Agüero varð í gær marka-
hæsti erlendi leikmaðurinn í sögu
ensku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu þegar hann skoraði þrennu í
yfirburðasigri Manchester City á
Aston Villa, 6:1, á útivelli.
Argentínumaðurinn leikur sitt ní-
unda tímabil með City og hefur nú
skorað 177 mörk fyrir liðið í deild-
inni. Fyrir leikinn í gær var franski
framherjinn Thierry Henry marka-
hæsti útlendingurinn í deildinni en
hann skoraði 175 mörk fyrir Arsen-
al á árunum 1999 til 2007.
Yfirburðir City á Villa Park voru
ótrúlegir og ljóst er að Pep Guar-
diola og hans menn ætla sér að
fylgja Liverpool eftir eins lengi og
hægt er. Fjórtán stig skilja liðin að
og Liverpool á auk þess leik til
góða, þannig að hæpið er að segja
að þau séu í slag um enska meist-
aratitilinn. Hann virðist vera frátek-
inn fyrir Jürgen Klopp og læri-
sveina hans en fátt virðist geta
komið í veg fyrir að City vinni
keppnina um silfurverðlaunin. Með
þessu áframhaldi verður Manchest-
er City fyrsta liðið sem skorar 100
mörk í efstu deild á Englandi án
þess að verða enskur meistari í leið-
inni. Liðið hefur þegar gert 62 mörk
í 22 leikjum.
Met Liverpool í sigurleikjum
Robert Firmino tryggði Liver-
pool góðan útisigur á Tottenham,
1:0, á laugardaginn. Þar með hefur
Liverpool unnið 20 leik af 21 og setti
nýtt met yfir fjölda sigurleikja eftir
21 umferð í fimm sterkustu deildum
Evrópu.
Þegar Leicester vann Southamp-
ton 9:0 á útivelli í október var útlitið
ekki bjart hjá Ralph Hasenhüttl og
hans mönnum á suðurströndinni.
Einhver félög hefðu rekið knatt-
spyrnustjórann eftir slíka útreið en
Dýrlingarnir héldu tryggð við Aust-
urríkismanninn og Southampton
hefur hægt og bítandi klifið stiga-
töfluna. Eftir sæta hefnd og óvænt-
an útisigur á Leicester, 2:1, eru
Hasenhüttl og hans menn komnir í
tólfta sætið og nær því að vinna sér
sæti í Evrópudeildinni en að falla úr
deildinni. Danny Ings hefur farið á
kostum með Southampton en hann
skoraði sigurmarkið og er kominn í
annað sætið á markalista deildar-
innar með 14 mörk.
Marcus Rashford skoraði tví-
vegis fyrir Manchester United sem
vann botnlið Norwich auðveldlega,
4:0.
Jorginho, Tammy Abraham og
Callum Hudson Odoi tryggðu
Chelsea öruggan sigur á Burnley,
3:0. Jóhann Berg Guðmundsson er
ekki orðinn leikfær á ný hjá Burn-
ley.
Þótt enskir fjölmiðlar fullyrði
að Gylfi Þór Sigurðsson sé á förum
frá Everton lék hann allan tímann á
laugardaginn þegar liðið lagði
Brighton að velli, 1:0, með marki frá
Richarlison. Gylfi fékk ágæta dóma
fyrir frammistöðu sína og þótti spila
betur en í síðustu leikjum.
Watford er óstöðvandi eftir að
Nigel Pearson tók við liðinu og er
komið úr fallsæti í fyrsta sinn í vet-
ur eftir sannfærandi 3:0-útisigur á
Bournemouth – sem hinsvegar er
dottið niður í næstneðsta sætið.
Markaveisla hjá
City og Agüero
Orðinn markahæstur erlendra
AFP
Þrenna Sergio Agüero fagnar öðru marki sínu af þremur fyrir Manchester
City í stórsigrinum á Aston Villa í gær. Hann setti met með markinu.
Útlit er fyrir að Viðar Örn Kjart-
ansson, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, gangi til liðs við félag í
Tyrklandi á næstunni. Rússneska fé-
lagið Rostov kallaði hann til baka úr
láni hjá Rubin Kazan á laugardaginn
og Viðar sagði í viðtali við mbl.is að
hann gerði fastlega ráð fyrir að vera
seldur frá liðinu í janúarmánuði.
Nokkur áhugaverð tilboð hefðu bor-
ist frá Tyrklandi og hann reiknaði
með að fara þangað. Þá var Viðar
um helgina kallaður inn í landsliðs-
hópinn fyrir vináttuleikina gegn
Kanada og El Salvador í vikunni.
Viðar Örn reiknar
með Tyrklandi
Morgunblaðið/Eggert
Flutningar Viðar Örn Kjartansson
er á förum frá Rússlandi.
Keflavík vann 84:75-sigur á Snæ-
felli í framlengdum leik á útivelli í
Dominos-deild kvenna í körfubolta
í gær. Staðan eftir venjulegan leik-
tíma var 72:72.
Daniela Wallen skoraði 24 stig
fyrir Keflavík og Anna Ingunn
Svansdóttir kom af bekknum og
skoraði 18 stig. Amarah Coleman
skoraði 20 stig fyrir Snæfell og
Veera Pirttinen gerði 19.
Keflavík er með 22 stig, eins og
KR, og eru liðin í öðru og þriðja
sæti. Snæfell er í sjötta sæti með
átta stig. johanningi@mbl.is
Framlengt í
Stykkishólmi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stigahæst Daniela Wallen skoraði
24 stig fyrir Keflavík í gær.
Ragnar Sigurðsson, landsliðsmið-
vörður í knattspyrnu, er kominn
aftur til danska félagsins FC Köb-
enhavn. Þar var hann kynntur til
leiks í gær, en Ragnar hefur samið
við félagið um að leika með því
næstu sex mánuðina, eða til loka
yfirstandandi tímabils. Ragnar var
leystur undan samningi hjá Rostov í
Rússlandi fyrir jólin.
Ragnar lék áður með FCK á ár-
unum 2011 til 2013 en var seldur til
Krasnodar í Rússlandi í ársbyrjun
2014. Ragnar lék 69 úrvalsdeildar-
leiki með FCK og vann með liðinu
bæði danska meistaratitilinn og
bikarinn.
Ragnar fer beint í toppbaráttu
því FCK og Midtjylland heyja ein-
vígi um meistaratitilinn þar sem
Midtjylland er með fjögurra stiga
forystu eftir 20 umferðir af 37.
Keppni í Danmörku eftir vetrar-
fríið hefst 14. febrúar en þá á FCK
útileik gegn Esbjerg. Áður en að
því kemur leikur liðið æfingaleiki
við Halmstad, Astana og Norr-
köping. vs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Danmörk Ragnar Sigurðsson kannast vel við sig í Kaupmannahöfn.
Ragnar snýr aftur á
gamalkunnar slóðir
Sexfaldir heimsmeistarar og þre-
faldir Evrópumeistarar Frakka
eru á heimleið frá Þrándheimi í
Noregi og mæta ekki til leiks í
milliriðli Evrópukeppni karla í
handknattleik í Malmö eins og al-
farið var reiknað með.
Frakkar eru úr leik eftir annan
ósigur sinn í jafnmörgum leikjum í
D-riðli EM. Þeir töpuðu mjög
óvænt fyrir Portúgölum í fyrsta
leik og í gær lögðu Norðmenn þá
að velli, 28:26, í æsispennandi leik
í Þrándheimi. Norðmenn komu þar
með fram hefndum fyrir tapið
gegn Frökkum í úrslitaleik HM ár-
ið 2017.
Sander Sagosen átti stórleik fyr-
ir Norðmenn og skoraði 10 mörk
og þá var markvörðurinn Torbjörn
Bergerud í stóru hlutverki í síðari
hálfleiknum.
Ísland myndi mæta
Noregi og Portúgal
Þar með er ljóst að komist ís-
lenska liðið í milliriðilinn í Malmö
verða bæði Norðmenn og Portú-
galar meðal andstæðinga.
Slóvenar, með sænska þjálf-
arann Ljubomir Vranjes við stjórn-
völinn, lögðu Svía, undir stjórn
Kristjáns Andréssonar, óvænt í F-
riðlinum í Gautaborg, 21:19, í gær.
Vranjes er einmitt fæddur í Gauta-
borg og var því sannarlega á
heimavelli.
Allar líkur eru á að Slóvenía og
Svíþjóð fari áfram úr F-riðlinum
og haldi til Malmö í vikunni, og
yrðu þar með hinir tveir andstæð-
ingar íslenska liðsins – nái það
öðru tveggja efstu sæta E-riðilsins.
vs@mbl.is
Franska stórveldið á
heimleið frá Noregi
AFP
Tíu Sander Sagosen var í aðal-
hlutverki hjá Norðmönnum.