Morgunblaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 3. J A N Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  10. tölublað  108. árgangur  MÓTFALLNIR SKYLDUGRI SAMEININGU GENGUST VIÐ ÁBYRGÐ MARMARABÖRN FRUMSÝNA Á STÓRA SVIÐINU MÓTMÆLI Í ÍRAN 13 NÝTT LEIKVERK 28SKAGASTRÖND 6 Línubáturinn Kristinn HU sést hér koma til hafnar í Ólafsvík í gærmorgun. Drifu smábáta- sjómenn sig á hafið um helgina þegar færi gafst, en veðurspá gærdagsins gerði ráð fyrir versnandi veðri um kvöldið. Stóðst sú spá að flestu leyti, þar sem færi versnaði til mikilla muna og myndaðist meðal annars um þriggja kílómetra löng röð bifreiða á veginum til flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar. Aflýsti Icelandair öllu flugi sínu í gærkvöldi og þurftu margir far- þegar sem lentir voru í Keflavík að bíða veðrið af sér um borð í vélunum. » 4 Sóttu sjó meðan færi gafst Morgunblaðið/Alfons Finnsson  Í kjölfar rútuslyssins sem varð ná- lægt Blönduósi á föstudag vakti for- maður byggðaráðs Blönduósbæjar athygli á því að flugvöllurinn í sveitarfélaginu væri sá eini við þjóð- veg eitt á milli Reykjavíkur og Akur- eyrar og gagnrýndi Isavia fyrir að vanrækja hann. Nefndi hann meðal annars að aðflugshallaljós hefðu ekki verið stillt og ekki hefði verið gert við flugturn í kjölfar skemmda sem urðu í óveðrinu í desember. Isavia kveðst hafa skilning á gagnrýninni en segir ákvarðanir um viðhald liggja hjá ráðuneytinu. Ráðuneytið segist hins vegar ekki geta haft skoðun á „einstökum þátt- um á stökum flugvöllum“ þar sem það sé Isavia að forgangsraða þeim fjármunum sem þeim eru veittir. »4 Flugvöllurinn á Blönduósi án hirðis Flug Þyrlan flaug með þrjá eftir slysið og nýtti Blönduósflugvöll til lendingar. Baldur Arnarson Sigurður Bogi Sævarsson Verktakar hafa á undanförnum mánuðum lækkað verð á nýjum íbúðum í miðborg Reykjavíkur. Þá meðal annars á Brynjureit og Höfðatorgi. Kaupsamningar sem Morgunblað- ið hefur undir höndum vitna um að verð nýrra íbúða hafi jafnvel verið lækkað um sex milljónir frá aug- lýstri verðskrá. Skal tekið fram að í þeim tilfellum keyptu kaupendur íbúðir fyrir hundruð milljóna. Nálgast 600 þúsund krónur Má því ætla að fermetraverð hafi lækkað úr nærri 700 þúsund krónum í um 600 þúsund krónur. Íbúðirnar eru litlar og flestar án bílastæða. Jafnframt hafa verktakar boðið kaupendum að gera tilboð í nýjar íbúðir á Hlíðarenda. Slíkt er ekki al- gengt svo snemma í söluferlinu. Þá eru vísbendingar um verðlækkanir á reitum utan miðborgarinnar. Þrátt fyrir vaxtalækkanir Þessi þróun hefur orðið þrátt fyrir vaxtalækkanir Seðlabankans. Þá hefur það ekki dugað til að halda uppi verðinu að framboð á næstu misserum hefur verið takmarkað með því að seinka nýjum verkefnum. Aukið atvinnuleysi kann að vera orsakavaldur í þessu samhengi. Jafnframt hefur markaður með skammtímaleigu til ferðamanna gef- ið mikið eftir, sem aftur skerðir tekjumöguleika. Óskar Bergsson, fasteignasali hjá Eignaborg, segir kaupendamarkað að skapast á fasteignamarkaði. Slá af verði nýrra íbúða í miðborginni  Niðursveiflan birtist í verðlækkunum á nýjum íbúðum MKaupendamarkaður … »4 Morgunblaðið/Eggert Lækkun Miðbæjarálagið í Reykja- vík hefur lækkað undanfarið.  Íslenska karlalandsliðið leikur í dag gegn Rússum á Evrópumeist- aramótinu í handbolta, er nú fer fram í Svíþjóð. Þetta er annar leik- ur liðsins á mótinu, en það vann frækinn sigur á Dönum í mögn- uðum leik á laugardaginn, 31:30. Ljóst er þó að sá sigur mun ekki skila neinu nema liðið haldi upp- teknum hætti í dag gegn Rússum, en landslið þeirra hefur verið að spyrna sér frá botninum eftir mög- ur ár að undanförnu. Þá hafa strák- arnir okkar byrjað vel á síðustu tveimur EM-mótum en ekki náð að láta kné fylgja kviði. »27 Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson EM í handbolta Strákarnir okkar unnu frækinn sigur á Dönum á laugardaginn. Verða að fylgja eftir sigrinum á Dönum Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Leitað hefur verið til borgaraþjón- ustu utanríkisráðuneytisins vegna andláts Íslendings í Torrevieja á Spáni. Sveinn H. Guðmarsson, upp- lýsingafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, stað- festi þetta í sam- tali við Morgun- blaðið og mbl.is í gærkvöldi. Greint var frá því á vefsíðu Fréttablaðsins í gær að Íslend- ingur á fertugs- aldri væri grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar á Spáni á þriðja tímanum í fyrrinótt á stað- artíma. Þar segir að hinn látni sé ís- lenskur karlmaður á sjötugsaldri og að verknaðurinn hafi verið framinn á heimili hans og móður árásarmanns- ins. Maðurinn er sagður í haldi lög- reglunnar í Torrevieja á suðaustur- hluta Spánar þar sem fólkið er búsett. Torrevieja og svæðið þar í kring er í um 40 mínútna fjarlægð frá borginni Alicante á Spáni og hefur verið eftirsóttur staður meðal Ís- lendinga um nokkurt skeið, en tölu- verður fjöldi Íslendinga hefur fest kaup á fasteignum á svæðinu. Íslend- ingur lést á Spáni  Íslendingur liggur undir grun fyrir morð Torrevieja á Spáni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.