Morgunblaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 27
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Rautt spjald Eitt af stóru atvikunum í leik Íslands og Danmerkur í Malmö á laugardaginn. Niklas Landin, markvörður Dana, brýtur á Ólafi Guðmundssyni
í hraðaupphlaupi. Ólafur náði samt að skora en Landin, sem er einn af bestu markvörðum heims, fékk rauða spjaldið fyrir brotið.
EM 2020
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ísland vann Noreg í fyrsta leik á
EM í janúar 2016 í Póllandi en tapaði
síðan fyrir Hvíta-Rússlandi og Kró-
atíu og var úr leik.
Ísland vann Svíþjóð í fyrsta leik á
EM í janúar 2018 í Króatíu en tapaði
síðan fyrir Króatíu og Serbíu og var
úr leik.
Ísland vann Danmörku í fyrsta
leik á EM í janúar 2020 í Malmö en
mætir Rússlandi í dag og Ungverja-
landi á miðvikudaginn.
Er íslenska landsliðið í handknatt-
leik tilbúið til að fylgja eftir þessum
magnaða sigri á Dönum á laugardag-
inn, 31:30, og tryggja sér annað
tveggja efstu sætanna í riðlinum og
sæti í milliriðli Evrópukeppninnar?
Er íslenska landsliðið tilbúið til að
hrista af sér draug tveggja síðustu
móta og stíga næsta skref? Við fáum
að sjá vísbendingu um það í Malmö í
dag en viðureign Íslands og Rúss-
lands hefst þar klukkan 17.15 að ís-
lenskum tíma.
Leikurinn við Rússa í dag er úr-
slitaleikur númer tvö en sigur í hon-
um myndi væntanlega ekki tryggja
Íslandi sæti í milliriðli. Nema Ung-
verjar komi á óvart, fylgi eftir sigr-
inum á Rússum, 26:25, og taki stig af
Dönum í seinni leik dagsins í Malmö.
„Hver leikur á sitt líf,“ sagði ein-
hver í kringum þennan Danaleik og
það eru orð að sönnu. Í dag mætir ís-
lenska liðið allt öðruvísi andstæð-
ingum en á laugardaginn, og er ekki
lengur „litla liðið“. Eftir sigurinn á
Dönum er litið á Ísland sem sigur-
stranglegri aðilann í dag. Rússarnir
eru með bakið upp við vegginn fræga
og vita að allt annað en sigur þýðir að
þeir séu á heimleið eftir riðlakeppn-
ina. Þeirra möguleikar standa og
falla með leiknum í dag.
Fyrir Danaleikinn skrifaði ég í
Bakverði að þrennt þyrfti að ganga
upp til að Ísland ætti möguleika á að
komast áfram á EM: Varnarleikur-
inn yrði að vera með allra besta móti,
markvarslan yrði að vera mjög góð
og stöðug og svo yrði Aron Pálmars-
son að eiga sitt besta stórmót og
draga félagana með sér.
Danir réðu ekkert við Aron
Óhætt er að segja að þetta hafi
gengið eftir á laugardaginn. Aron
átti stórleik, skoraði 10 mörk, átti
fjölda stoðsendinga og Danir réðu
einfaldlega ekkert við hann. Vörn
Guðmundar Guðmundssonar gegn
sínum gömlu lærisveinum gekk frá-
bærlega. Hann hafði undirbúið sína
menn af kostgæfni og þeir fylgdu
áætluninni og útfærðu hana af stakri
snilld. Markvarslan var betri hjá Ís-
lendingum en Dönum, varin skot
voru ekki tiltakanlega mörg, enda
leikurinn þess eðlis að mikið var um
dauðafæri, en Björgvin Páll Gúst-
avsson og hinn ungi Viktor Gísli
Hallgrímsson vörðu á réttu augna-
blikunum. Markvarsla Björgvins
með fæti í höfuðhæð á lokakaflanum
var einn af vendipunktum leiksins.
Sigurvegarinn Guðmundur
Guðmundur er hinn stóri sigur-
vegari laugardagsins. Hann stýrði
Íslandi til sigurs á Danmörku, liðinu
sem hann gerði að ólympíumeistara
en fékk ekki tækifæri til að fara með
lengra. Ríkjandi heims- og ólympíu-
meistarar voru lagðir á magnaðan
hátt í Malmö, í leik sem lengi verður í
minnum hafður. En, eins og Guð-
mundur sagði á fréttamannafundi í
gær, þá verður sigurinn til lítils ef
honum verður ekki fylgt eftir.
En staða íslenska liðsins er væn-
leg. Ekki síst vegna þess að ef allt fer
að óskum gæti sú staða komið upp að
Ísland fari í milliriðilinn með tvö stig
en Danir fari þangað án stiga. Það
yrði verulega athyglisverð nið-
urstaða. Þá væri Ísland komið í kjör-
stöðu til að gera atlögu að sæti í
undankeppni Ólympíuleikanna.
Skoðum hvað einstakir leikmenn
gerðu í Danaleiknum:
Aron Pálmarsson skoraði 10
mörk, lagði upp níu og fiskaði eitt
vítakast.
Alexander Petersson skoraði
fimm mörk, lagði upp eitt og fiskaði
eitt vítakast. Hann skoraði sitt 700.
landsliðsmark.
Kári Kristjánsson skoraði fjög-
ur mörk og fiskaði tvö vítaköst.
Guðjón Valur Sigurðsson skor-
aði fjögur mörk.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði
tvö mörk, bæði úr vítaköstum.
Bjarki Már Elísson skoraði tvö
mörk, bæði úr vítaköstum.
Elvar Örn Jónsson skoraði eitt
mark og fiskaði eitt vítakast.
Janus Daði Smárason skoraði
eitt mark og átti eina stoðsendingu.
Ólafur Guðmundsson skoraði
eitt mark.
Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt
mark.
Viggó Kristjánsson skoraði
ekki. Sigvaldi Guðjónsson, Arnar
Freyr Arnarsson og Haukur
Þrastarson komu ekki við sögu.
Björgvin Páll Gústavsson varði
sex skot (25%) og Viktor Gísli Hall-
grímsson tvö skot (14,3%).
Eru þeir tilbúnir?
Nákvæmlega eins byrjun og á EM 2016 og 2018 Fylgir íslenska liðið eftir
mögnuðum sigri á heims- og ólympíumeisturum Dana? Rússaleikurinn í dag
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020
Eitt
ogannað
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Rússar, andstæðingar Íslendinga á
Evrópumóti karla í Malmö í dag,
byggja á gömlum merg í handbolt-
anum. Þeir tóku við af ógnar-
sterku liði Sovétríkjanna á sínum
tíma og viðhéldu arfleifð þeirra
fram yfir aldamótin með því að
halda sér í fremstu röð í heiminum
en hafa undanfarinn áratug ekki
blandað sér í toppbaráttuna á stór-
mótunum í íþróttunni.
Frá 2006 hafa Rússar ekki kom-
ist ofar en í 9. sætið á EM og botn-
inum var náð þegar rússneska lið-
ið komst ekki í lokakeppni EM í
Króatíu árið 2018. Áður hafði
rússneska liðið ekki komist á Ól-
ympíuleikana 2012 eða 2016, og
heldur ekki í lokakeppni HM árið
2011.
Lykilmennirnir brugðust
Rússar urðu að sætta sig við
ósigur gegn Ungverjum, 25:26, í
fyrstu umferðinni á laugardaginn.
Eduard Koksharov, þjálfari liðsins
og stórstjarna á árum áður, sagð-
ist eftir leikinn vera mjög óhress
með frammistöðu lykilmanna
sinna og með markvörsluna, sem
var nánast engin. Hinir óreyndu
Dmitri Santalov og Sergei Kosoro-
tov, sem báðir leika með Medvedi í
Rússlandi, hefðu hinsvegar staðið
sig vonum framar. Þeir eru báðir
rétthentar skyttur. Santalov, sem
var markahæstur Rússanna með
fimm mörk, er 23 ára og Kosoro-
tov, sem skoraði fjögur mörk, er
aðeins tvítugur.
Koksharov er sjálfur þjálfari
norðurmakedónska stórveldisins
Vardar Skopje og fimm leikmenn
Rússa spila með Vardar. Þar á
meðal þrír af reyndustu mönnum
liðsins, Pavel Atman (32 ára), Ser-
gei Gorbok (37 ára) og Timur Dib-
irov (36 ára). Línumaðurinn Gleb
Kalarash, sem er engin smásmíði,
2,05 m á hæð, leikur líka með Var-
dar Skopje, sem og hinn 31 árs
gamli hornamaður Daniil Shishka-
rev.
Enginn leikmanna Rússa leikur í
vesturhluta Evrópu en einn af
þeim reyndusti, leikstjórnandinn
Dmitri Zhitnikov, er samherji Stef-
áns Rafns Sigurmannssonar hjá
Pick Szeged í Ungverjalandi. Aðr-
ir leika með félagsliðum í Rúss-
landi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi.
Rússar eru að spyrna sér frá botninum
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Höllin Ak.: Þór Ak. – KR ..................... 19.15
Í KVÖLD!
Dominos-deild kvenna
Snæfell – Keflavík........................ (frl.) 75:84
1. deild karla
Snæfell – Höttur................................... 68:93
Spánn
Zaragoza – Tenerife ......................... 99:111
Tryggvi Snær Hlinason skoraði sjö stig
fyrir Zaragoza, tók eitt frákast og átti eina
stoðsendingu á 17 mínútum.
Þýskaland
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Bamberg – Alba Berlín....................... 66:82
Martin Hermannsson skoraði átta stig
og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Alba Berl-
ín en hann lék í 18 mínútur.
Bretland
Essex Rebels – Leicester Riders ....... 65:96
Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 13 stig
fyrir Leicester, tók fimm fráköst og átti
fjórar stoðsendingar á 13 mínútum.
KÖRFUBOLTI
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir,
landsliðskona í handknattleik, var í að-
alhlutverki hjá Bourg-De-Péage í gær
þegar liðið vann mikilvægan útisigur á
Merignac, 23:21, í frönsku 1. deildinni.
Hún skoraði sex mörk í leiknum.
Bourg-De-Péage er í hörðum slag um
að komast í átta liða úrslitin um
franska meistaratitilinn en liðið er í ní-
unda sæti eftir fjórtán umferðir af 22,
tveimur stigum á eftir Nice og Dijon
sem eru í sjöunda og áttunda sæti.
Martin Hermannsson er kominn í
þýsku bikarúrslitin í körfuknattleik
með Alba Berlín annað árið í röð eftir
öruggan útisigur á Bamberg í gær,
82:66. Martin var hvíldur allan síðari
hálfleikinn en hann hafði þá skorað
átta stig og átt þrjár stoðsendingar í
fyrri hálfleiknum. Alba tapaði fyrir
Bamberg í úrslitaleik keppninnar í
fyrra.
Framherjinn reyndi Luis Suárez
leikur ekki með spænska knatt-
spyrnuliðinu Barcelona næstu mán-
uðina en hann gekkst í gær undir upp-
skurð á hné. Hann hefur skorað 14
mörk í spænsku 1. deildinni í vetur og
lagt upp flest mörk allra, sjö talsins.
Kristín Erna Sigurlásdóttir knatt-
spyrnukona frá Vestmannaeyjum er
gengin til liðs við KR og hefur samið
við félagið til tveggja ára. Kristín er 28
ára gömul og hefur skorað 44 mörk í
122 leikjum í efstu deild, þar af 42
mörk í 104 leikjum fyrir ÍBV, en hún lék
einnig eitt
tímabil
með Fylki.
KR hefur
styrkt
sig vel í
vetur en
Lára Krist-
ín Pedersen
og Þórdís
Hrönn Sigfús-
dóttir, sem báð-
ar léku með Þór/
KA á síðasta
tímabili, eru
einnig komnar í
Vesturbæinn.