Morgunblaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020
Breiðablik og HK mættust á
laugardag í góðgerðarleik til minn-
ingar um Bjarka Má Sigvaldason,
fyrrverandi leikmann HK, sem lést
í fyrra langt fyrir aldur fram eftir
baráttu við krabbamein. Bjarka-
leikurinn svokallaði var reyndar
liður í undirbúningsmóti Fótbolta.-
net sem fram fer um þessar
mundir. Leikurinn var fjörugur frá
fyrstu mínútu. Þrjú rauð spjöld litu
dagsins ljós og lokatölur 6:1 fyrir
Breiðablik.
„Þetta var alvöruleikur og alveg
ljóst að bæði liðin vildu vinna,“
segir Gunnleifur Gunnleifsson,
markvörður Breiðabliks, og bætir
við að mögulega hefði leikurinn
spilast öðruvísi ef aðeins hefði verið
um æfingaleik að ræða en ekki
keppnisleik í undirbúningsmótinu.
Frítt var á leikinn en tekið við
frjálsum framlögum til styrktar
Ljónshjarta, stuðningssamtökum
ungs fólks sem misst hefur maka.
Gunnleifur er ánægður með hvern-
ig tókst til. Hann þekkir vel til
beggja liða, en HK er uppeldisfélag
hans. Þótt rígur sé á milli félaganna
á yfirborðinu segir Gunnleifur að
hann sé að mestu bundinn við völl-
inn. „Það er gott að sjá félögin
vinna saman að ákveðnu góð-
gerðarmáli og ég held að þetta sé
nokkuð sem félögin í landinu gætu
gert meira af,“ segir Gunnleifur.
Undanfarin ár hafi samstarf
Kópavogsliðanna farið vaxandi, og
nefnir hann sem dæmi Kópavogs-
blótið sem liðin hafa haldið sameig-
inlega síðustu tvö ár.
agunnar@mbl.is
Hörkuleikur í minningu Bjarka
Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson
Barátta Ágætis mæting var á góðgerðarleikinn í Kórnum í Kópavogi.
Breiðablik vann HK 6:1 í leik til styrktar Ljónshjarta
Mat á virði landeigna úr jörðinni
Vatnsenda, sem Kópavogsbær hefur
eignast í gegnum eignarnámssátt,
var kynnt bæjarráði Kópavogsbæjar
á fimmtudag í síðustu viku. Nær
matið til landeigna sem bærinn eign-
aðist á árunum 1992, 1998, 2000 og
2007.
„Guðjón Ármannsson [lögmaður
Kópavogsbæjar] var að kynna fyrir
okkur matið á jörðinni, þær niður-
stöður sem snúa að okkur og fara yf-
ir hvað sé fram undan,“ segir Karen
Elísabet Halldórsdóttir, varafor-
maður bæjarráðs, um fundinn. Hún
segir flækjustigið í Vatnsendamál-
inu umtalsvert.
Erfingjar jarðarinnar hafa deilt
um hvort heimilt hafi verið að gera
eignarnámssátt við Þorstein Hjalte-
sted, ábúenda á Vatnsenda, vegna
skilyrða sem fylgdu jörðinni þegar
hann erfði hana. Jafnframt var Þor-
steinn ekki sáttur við þær greiðslur
sem Kópavogsbær innti af hendi og
lagði hann fram kröfu um frekari
eignarnámsbætur árið 2018, en þær
námu 5,6 milljörðum króna. Desem-
ber það ár lést Þorsteinn og er það
nú dánarbú hans sem gerir um-
rædda kröfu til bæjarins.
Karen kveðst ekki geta upplýst
hvert matið er en tekur fram að
málsaðilar hafi frest til þess að fara
fram á yfirmat til 30. janúar.
gso@mbl.is
Mat á land-
eignum
Vatnsenda
kynnt
Morgunblaðið/Hjörtur
Mat Ekki liggur fyrir hvert fram-
haldið verður í Vatnsendamálinu.
Vatnsendamálið
enn flókið úrlausnar
Björgunarsveitir af höfuðborgar-
svæðinu komu á laugardagskvöld
konu til bjargar sem lent hafði í
sjálfheldu á Vífilsfelli norðan Blá-
fjalla.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsbjörg var konan ágætlega
búin, en hún hringdi eftir aðstoð
um klukkan sex seinnipart laugar-
dags eftir að hafa fest sig ofarlega í
fjallinu. Greiðlega gekk að hafa
uppi á konunni og koma henni nið-
ur af fjallinu þrátt fyrir krefjandi
aðstæður, kulda, snjókomu og þó
nokkurn vind.
Björguðu konu
af Vífilsfelli