Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020
MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.isÁgúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vetrarsól er umboðsaðili
40 ár
á Íslandi
Sláttuvélar
Snjóblásarar
Sláttutraktorar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Páll Jónsson GK 7, nýtt línuskip Vís-
is hf., kom til landsins í gær og tók
fjölmenni á móti skipinu þegar það
renndi að bryggju í Grindavík í eft-
irmiðdaginn. Leiðin frá Gdansk í
Póllandi til Grindavíkur er 1.500
mílur og tók siglingin sex og hálfan
sólarhring. Allt gekk vel, þrátt fyrir
leiðindaveður og brælu. „Skipið
reyndist vel og lofar strax góðu,“
segir Gísli Jónsson skipstjóri.
Hinn nýi Páll Jónsson er 45 metra
langur, 10,5 metra breiður og fyrsta
nýsmíðin, af þessari stærð, sem Vísir
hf. fær í rúmlega 50 ára sögu. Þetta
er þriggja þilfara skip og er sér-
staklega útbúið til línuveiða. Allur
vinnslubúnaður er þegar kominn um
borð í skipið og aðeins fínstillingar
og frágangur eftir. Væntir skipstjór-
inn þess að hægt verði að hefja veið-
ar eftir örfáar vikur.
Þegar nýja skipið kemur inn fer
gamli Páll Jónsson GK úr notkun, en
þar hefur Gísli staðið í brúnni í tæp-
an aldarfjórðung. Á þeim tíma á
bátnum hefur Gísli fiskað alls 60
þúsund tonn. „Ég byrjaði til sjós árið
1966 og hef verið skipstjóri frá 1973.
Hef samt aldrei fyrr en nú verið á
glænýju skipi og segi því að þetta sé
toppurinn á ferlinum,“ sagði Gísli
Jónsson.
Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson
Glæsiskip Fánum prýddur Páll Jónsson GK siglir inn til Grindavíkur. Sigling frá Póllandi tók rúma sex sólarhringa.
Nýr Páll lofar góðu eftir
heimsiglingu í brælunni
Nýi Vísisbáturinn kom til Grindavíkur í gær
Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson
Vísismenn Pétur Hafsteinn Pálsson
útgerðarmaður og Gísli skipstjóri.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Tillaga okkar um að falla frá þessum
áformum og gagnrýni margra aðila
hefur nú orðið til þess að flótti er
hlaupinn í meirihlutann sem nú ætlar
að „skoða málið“. Þjónustuskerðing
leikskólanna var ekki boðuð af nokkr-
um flokki í borgarstjórnarkosningun-
um og er andstaðan mikil við illa
ígrundaða tillögu meirihlutans í borg-
arstjórn.“ Þetta sagði Eyþór Laxdal
Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins
í borgarstjórn, eftir að tillögu borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að
fallið yrði frá skerðingu á þjónustu-
tíma leikskóla Reykjavíkur var vísað
frá á borgarstjórnarfundi í gærkvöld.
Eins og víða hefur komið fram
samþykkti meirihluti skóla- og frí-
stundaráðs Reykjavíkur fyrr í mán-
uðinum að breyta starfstíma leik-
skóla borgarinnar þannig að
almennur starfstími verði frá kl. 7.30
til 16.30, og styttist þannig um hálf-
tíma.
Hver skóli skipulegði tímann
Í ofannefndri tillögu Sjálfstæðis-
flokksins var lagt til að frá þessu yrði
fallið og að hverjum leikskóla yrði fal-
ið að skipuleggja lengd skóladagsins,
„með þarfir þeirra foreldra í huga
sem eru ekki með sveigjanlegan
vinnutíma, sem og hagsmuni barna
og starfsfólks“.
Ekki liggur þó fyrir hvenær tillag-
an um styttingu þess tíma sem leik-
skólar eru opnir fer fyrir borgarráð
en í gærkvöld sagði Þórdís Lóa Þór-
hallsdóttir, formaður borgarráðs, á
fésbókarsíðu að fram færi ítarlegt
jafnréttismat á tillögunni.
Aðstæður og afstaða könnuð
„Sem hluti af þessu mati verði tal-
að við alla foreldra sem eru með dval-
arsamning eftir kl. 16.30 og aðstæður
þeirra og afstaða til tillagnanna kann-
aðar. Greina á sérstaklega þann hóp
foreldra sem hugsanlega ættu erfitt
með að mæta þessari breytingu og
skoða möguleika á mótvægisaðgerð-
um til að koma til móts við þá. Óskað
verður eftir umsögnum hagsmuna-
samtaka foreldra, líkt og Félags for-
eldra leikskólabarna og Heimilis og
skóla, og hagsmunasamtaka starfs-
manna leikskóla. Að loknu jafnréttis-
mati mun ákvörðunin koma til
ákvörðunar borgarráðs,“ skrifaði
hún.
„Andstaðan mikil við
illa ígrundaða tillögu“
Ákvörðun um styttingu verður tekin eftir jafnréttismat
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgarstjórnarfundur Hart var tekist á um leikskólamálið í gær.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Á meðal krafna félaga Eflingar, í
kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg,
er að desemberuppbót verði tæpar
400 þúsund krónur. Þetta staðfesti
Sólveig Anna
Jónsdóttir, for-
maður Eflingar, í
samtali við
Morgunblaðið í
gærkvöld, en at-
kvæðagreiðsla hjá
félagsmönnum
um vinnustöðvun
starfsmanna
Reykjavíkurborg-
ar hófst í gær. Sól-
veig Anna mætti
sjálf á Eflingarbílnum svokallaða á
sinn gamla vinnustað, leikskólann
Nóaborg, þar sem byrjað var að safna
utankjörfundaratkvæðum.
Vill ekki grafa undan umboðinu
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær tilkynnti Sólveig Anna Degi B.
Eggertssyni borgarstjóra í opnu bréfi
að samninganefnd Eflingar myndi
ekki eiga frekari fundi eða viðræður
við samninganefnd Reykjavíkurborg-
ar að undanskildum fundum sem
Ríkissáttasemjari kynni að krefjast.
Krafðist hún þess að viðræður við
borgina færu þaðan í frá fram fyrir
opnum tjöldum og að aðkoma Dags að
kjaraviðræðunum yrði bein.
Síðdegis í gær barst opið svarbréf
frá Degi þar sem hann sagði samn-
inganefnd Reykjavíkurborgar ein-
dregið hafa hafnað því að trúnaður
hefði verið brotinn af hennar hálfu.
Forsendur nýrra kjarasamninga
væru þær sömu og lagðar voru til
grundvallar við gerð Lífskjarasamn-
ingsins, líkt og í öllum þeim kjara-
samningum sem lokið hefði verið að
undanförnu. Þá skrifaði Dagur:
„Sjálfur er ég tilbúinn að gera það
sem í mínu valdi er til að flýta því að
samningar náist en um leið vil ég ekki
gera neitt sem grefur undan umboði
samninganefndarinnar til að klára
kjarasamninga. Það þjónar ekki til-
gangi að færa samningaviðræðurnar
úr hefðbundnu og lögformlegu ferli
eins og lagt er til í bréfi þínu.“
Ef af verður verður fyrsta vinnu-
stöðvun félagsmanna Eflingar sem
starfa hjá borginni þriðjudaginn 4.
febrúar, þar sem lögð verður niður
vinna milli 12.30 og 23.59. Þar á eftir á
fimmtudaginn 6. febrúar frá 00.01 til
23.59. Því næst 11. febrúar frá 12.30
til 23.59. Svo 12. febrúar frá 00.01 til
23.59. Þar á eftir 13. febrúar frá 00.01
til 23.59 og loks 17. febrúar frá 00.01
og ótímabundið eftir það.
Vinnustöðvun
í kortunum
Dagur B.
Eggertsson
Morgunblaðið/Eggert
Barátta „Borgin er í okkar höndum“
er slagorðið á Eflingarbílnum.
Morgunblaðið/Eggert
Verkfall Sólveig Anna, t.v., heimsótti í gær Niuvis Sago Suceta, t.h., og aðra
starfsmenn á leikskólanum Nóaborg, þar sem Sólveig starfaði.
Söfnun atkvæða byrjaði í gær