Morgunblaðið - 22.01.2020, Page 4

Morgunblaðið - 22.01.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 áfanga verða þar verslanir, veitinga- hús, íbúðir og fleira. Stærsta bygg- ingin í seinni áfanga verður nýtt hót- el við miðbæjargarðinn. Velja réttu fyrirtækin „Við finnum mikinn áhuga fólks í margvíslegum rekstri á því að vera með starfsemi í nýja miðbænum. Alls verða leigutakar í húsum þrett- án á bilinu 20 til 25 og við höfum lagt mikla áherslu á velja þarna inn rétta starfsemi. Höfum því fengið erlent ráðgjafarfyrirtæki sem hefur mikla reynslu af sambærilegum verk- efnum til þess að stilla þessu upp með okkur. Ég tel útkomuna góða og það skiptir líka máli í svona þró- unarverkefni að velja inn réttu fyrir- tækin og fá þannig fjölbreytni sem þarf í hverjum heildstæðum miðbæ,“ segir Leó Árnason. viðbótar. Til að mynda eru komnir sökklar að húsi sem er endurgerð fyrsta Mjólkurbús Flóamanna á Sel- fossi sem var reist um 1930 en rifið árið 1954. Það verður stærsta húsið í 1. áfanganum. Í húsinu verða versl- anir, veitingar og sýning um skyr og framleiðslu þess. Þar kemur Mjólk- ursamsalan að verki. „Í sumar verða framkvæmdir við byggingu allra húsanna 13 hafnar, enda ætlum við að taka þau fyrstu í notkun að ári,“ segir Leó Árnason. JÁ-verk er aðalverktaki við bygg- ingarframkvæmdir og Borgarverk ehf. annast jarðvinnu. „Við reynum eins og mögulega er hægt að fá iðn- aðarmenn héðan af svæðinu í vinnu,“ segir Leó. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við annan áfanga miðbæjarverkefnisins á Selfossi hefjist svo á næsta ári. Líkt og í fyrri Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fyrstu drættir eru nú komnir í nýj- an miðbæ sem verið er að byggja á Selfossi. Reist hafa verið tvö hús af þrettán í fyrsta áfanga verkefnisins og eru þau andspænis Ölfusárbrú þegar ekið er inn í bæinn. „Verk- efnið er komið á góðan skrið og það er gaman að sjá hlutina gerast,“ segir Leó Árna- son hjá Sigtúni – þróunarfélagi sem stendur að þessari uppbygg- ingu. Annað húsið sem nú hefur ver- ið reist er tvær hæðir með risi og um 90 fermetrar að grunnfleti. Fyrirmynd þess er Sigtún, versl- unarhús Kaupfélags Árnesinga sem stóð á því sem næst sama stað en var rifið árið 1945. Í nýja Sigtúni verður veitingastaður og tvær íbúð- ir. Hin byggingin sem hefur verið reist og er nú fokheld er þriggja hæð hús með Hótel Gullfoss á Ak- ureyri sem fyrirmynd. Húsið nyrðra stóð við Hafnarstræti á Akureyri en brann til grunna í eldsvoða árið 1945. Þessi nýbygging er um 120 fermetrar að grunnfleti; á jarðhæð verður bakarí og verslun en íbúðir á efri hæðum; tvær á hvorri. Bæði þessi hús verða við götu sem hefur fengið það skemmtilega heiti: Brú- arstræti. Allt í gang í sumar Til viðbótar við húsin tvö eru nú hafnar framkvæmdir við fimm til Tvö hús í nýjum mið- bæ eru nú fokheld  Framkvæmdir á Selfossi  13 hús  Skyr í mjólkurbúinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfoss Horft úr suðri að húsunum í miðbænum. Húsið til vinstri er byggt með Hótel Gullfoss á Akureyri sem fyrirmynd og til hægri Sigtún á Selfossi. Leó Árnason Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég tel, þegar kemur að rafmagns- framleiðslu og loftslagsmarkmiðum, að við eigum að einbeita okkur að orkuskiptum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, þegar hann er spurður að því hvort ákvæði draga að lögum um hálendisþjóðgarð um að takmarka möguleika á nýjum virkjunum þar samrýmist mark- miðum í loftslagsmálum. Margar umsagnir bárust um frumvarpið. Í sameiginlegri umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðar- ins um frumvarpsdrögin er minnt á að samkvæmt samningum sem Ís- land hafi gert sé losun frá tilteknum iðnaði talin fram gagnvart alþjóða- samningum um loftslagsmál með Noregi og ríkjum Evrópusambands- ins. Það þýði að losun fyrirtækja er samevrópsk og tilheyrir öllum ríkj- unum sameiginlega en ekki Íslandi sérstaklega. Fyrirtæki sem starfa hér á landi og nýta endurnýjanlega orku dragi því úr notkun kola, olíu og jarðgass sem knýja myndi þessa starfsemi annars staðar í Evrópu. Guðmundur Ingi sagði að orku- skipti gerðust á einhverjum tíma og miðað við þær áætlanir sem lagðar hefðu verið fram um virkjanir og að viðbættri nýrri tækni svo sem vind- orku og ef til vill sjávarorku hefðu Íslendingar tækifæri til að bregðast við án þess að fara út í stórfellda orkunýtingu á hálendinu. Eftir að fjalla um orkukosti Í umsögn sinni við frumvarps- drögin minnir Orkustofnun á að ekki hafi verið lokið við yfirferð virkjana- kosta, bæði innan og utan miðhálend- isins. Þannig liggi óafgreidd drög að 3. áfanga rammaáætlunar auk þess sem virkjunarkostir hafi verið til- nefndir án þess að hafa fengið lög- bundna umfjöllun í sama áfanga. „Stofnunin telur því að tvinna þurfi þá vinnu sem er framundan vegna stofnunar þjóðgarðsins við þá vinnu sem eftir er við rammaáætlun 3 en samkvæmt núverandi orðanna hljóð- an frumvarpsins er komið í veg fyrir að þeir kostir sem standa út af í vinnu rammaáætlunar komi til skoð- unar.“ Tæplega 100 umsagnir bárust Frestur til að gera athugasemdir við drög að frumvörpum um há- lendisþjóðgarð og þjóðgarða- stofnun rann út í fyrrinótt. 66 um- sagnir bárust um hálendisþjóðgarðinn og 32 um þjóðgarðastofnun, alls tæplega eitt hundrað umsagnir. Umhverf- isráðherra hefur lýst því yfir að hann stefni að því að leggja tilbúið frumvarp fram á vorþingi. Minnkar losun fyrirtækja í Evrópu  Umhverfisráð- herra segir að næg tækifæri séu til orku- öflunar utan hálendis Morgunblaðið/Sigurður Bogi Við Dettifoss Jökulsárgljúfur eru hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og verða því innan hálendisþjóðgarðs sem ríkisvaldið stefnir að að stofna á árinu. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Komdu með skóna þína í yfirhalningu Við erum hér til að aðstoða þig! --

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.