Morgunblaðið - 22.01.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020
Í blaði Morgunblaðsins um bílaog vinnuvélar, sem kom út í
gær, var rætt við Sigurð Kr.
Björnsson, markaðsstjóra bílainn-
flytjandans Ísband. Hann benti á
að gjaldaumhverfi
bílamarkaðarins
bitnaði hvað harð-
ast á þeim sem
þyrftu á stórum
bílum að halda til
að takast á við
þunga færð og erf-
iða vegi. Þá væru
gjöldin það há að þau hægðu á
endurnýjun íslenska bílaflotans
svo að hann væri með þeim elstu
í Evrópu, ef ekki sá elsti.
Sigurður sagði: „Mig grunar aðef stjórnvöld myndu lækka
gjöldin myndi það örva söluna
svo að tekjur ríkissjóðs ykjust.
Því myndi þó fylgja sá ávinn-
ingur fyrir neytendur að komast í
sparneytnari og öruggari bíla.“
Sigurður sagði miklar framfar-ir hafa orðið í hönnun véla
svo að bílar í dag færu mun betur
með eldsneytið en eldri bílar.
„Mestar eru þó framfarirnar í
þróun öryggisbúnaðar sem t.d.
vaktar aksturinn og grípur inn í
þegar stefnir í árekstur. Væri
forvitnilegt að reikna út þjóð-
hagsleg áhrif þess ef yngri og
fullkomnari bílafloti drægi úr
slysum á fólki.“
Skattar á bíla eru óhóflegir hérá landi og full ástæða til að
lækka þá þegar af þeirri ástæðu.
En það ætti líka að gera til að
flýta endurnýjun vegna minni
eldsneytisneyslu og aukins örygg-
is.
Þá eru rök í málinu ef slíkbreyting yrði til að skila rík-
issjóði auknum tekjum. Það er að
minnsta kosti athugunar virði.
Sigurður Kr.
Björnsson
Skattar á bíla
þurfa að lækka
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til
við bæjarstjórn að óskað verði eftir
við samgönguyfirvöld að komið
verði upp upplýstum og upphituðum
þyrlupalli á Ísafjarðarflugvelli og
aðstöðu fyrir þyrlu á vellinum til að
mögulegt sé að þyrla verði staðsett
á svæðinu til að stytta viðbragðs-
tíma. Einnig óskar bæjarráð eftir
því að skoðaður verði möguleiki á
því að þyrla sé staðsett á svæðinu
þegar spáð er aftakaveðri eins og
var í síðustu viku. Þetta kemur fram
í fundargerð bæjarráðsins frá fundi
sem haldinn var í gærmorgun, þar
sem fyrst á dagskrá voru umræður
um snjóflóð í Önundarfirði og Súg-
andafirði og viðbrögð við náttúru-
hamförum.
Að auki við ofannefndar tillögur
lagði bæjarráðið til við bæjarstjórn
að óskað yrði eftir, við stjórn Of-
anflóðasjóðs, að gert yrði nýtt
hættumat fyrir Flateyri og gerð út-
tekt á möguleikum á endurbótum á
varnargörðum ofan Flateyrar.
Einnig að skipuð yrði hættumats-
nefnd fyrir öll hættumöt í Ísafjarð-
arbæ og þau endurskoðuð.
Mikilvægi hafnarinnar
Jafnframt leggur bæjarráð til að
óskað verði eftir því að Ofanflóða-
sjóður taki þátt í að verja hafn-
armannvirki á Flateyri fyrir snjó-
flóðum í ljósi mikilvægis
mannvirkisins, bæði vegna öryggis-
hlutverks hafnarinnar og að varn-
armannvirkin beina snjóflóðum inn
á svæðið og auki þar með áhættu
þar.
Þá leggur bæjarráð til að óskað
verði eftir því við Vegagerðina að
endurskoða sjóvarnir á Suðureyri.
Vilja þyrlupall á Ísafjarðarflugvöll
Í kjölfar snjóflóðs vill bæjarráð að gert verði nýtt hættumat fyrir Flateyri
Alls bárust Fiskistofu umsóknir
um leyfi til að veiða alls 188 land-
seli og 60 útseli. Umsækjendur
voru 20, en jafnframt hafa Fiski-
stofu borist nokkrar fyrirspurnir
um veiðarnar. Umsóknir verða
sendar til Hafrannsóknstofnunar
til umsagnar.
Samkvæmt reglugerð eru sel-
veiðar bannaðar, en Fiskistofa
getur veitt leyfi til takmarkaðra
veiða á sel til eigin nytja innan
netlaga þar sem veiðar hafa verið
eða verða stundaðar sem búsílag.
Leyfi vegna takmarkaðra selveiða
til eigin nota verða gefin út fyrir
1. mars í samræmi við setta reglu-
gerð. Ekki liggur fyrir hvert um-
fang veittra leyfa verður og mun
það m.a. taka mið af umsögn Haf-
rannsóknastofnunar, samkvæmt
upplýsingum Fiskistofu.
Stofn landsels er talinn í sögu-
legu lágmarki við Ísland og á vá-
lista íslenskra spendýra á vef
Náttúrufræðistofnunar Íslands er
landselur metinn „í bráðri hættu“.
Útselsstofninn er hins vegar met-
inn „í nokkurri hættu“ á listanum.
aij@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Fylgist með Landselur hefur átt í vök að verjast við Ísland.
Vilja veiða 248 seli
20 sóttu um leyfi til Fiskistofu