Morgunblaðið - 22.01.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.01.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Pier leðursófi Fáanlegur 3 lengdum Verð frá 259.000 kr. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Demókratar á Bandaríkjaþingi lýstu í gær yfir megnri óánægju sinni með tillögur Mitch McConnells, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, um málsmeðferðina í ákærumálinu til embættismissis á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta, en fyrsti dagur réttarhaldanna fór fram í gær. Sökuðu demókratar McConnell og repúblikana um að ætla að „hylma yfir“ með forsetanum, þar sem ekki væri gert ráð fyrir að sönnunargögn úr rannsókn fulltrúadeildarinnar yrðu leyfð í réttarhöldum öldunga- deildarinnar. Þá fengi málið mun minni tíma í meðförum deildarinnar en ákærumálið á hendur Bill Clinton árið 1998, auk þess sem ekki verður tekin ákvörðun um hvort kalla eigi vitni fyrir deildina í málinu fyrr en báðir aðilar hafa flutt munnlegan málflutning í því. Adam Schiff, sem leiðir saksókn demókrata, sakaði McConnell um að starfa náið með Hvíta húsinu til þess að koma í veg fyrir að réttarhöldin yrðu sanngjörn. Hvatti hann þing- menn repúblikana í deildinni til að hafna tillögum McConnells. Þurfa að fá fjóra með sér í lið Vonir demókrata standa til þess að þeim takist að fá fjóra þingmenn repúblikana til þess að snúast á sveif með sér, þegar kemur að því að ákveða hvort vitni verði kölluð fyrir deildina. Demókratar vilja kalla til fjögur vitni, sem þeir segja að geti sagt frá því frá fyrstu hendi, hver ásetningur Trumps var, þegar hann frestaði því að veita Úkraínu hernaðaraðstoð. Fátt bendir hins vegar til annars en að meirihluti repúblikana muni halda í málinu, sem aftur þýðir að réttarhöldunum gæti verið lokið með sýknu Trumps innan tveggja vikna. Ósáttir við tillögur McConnells  Demókratar saka repúblikana um að reyna að „hylma yfir“ með Trump AFP Réttarhöld Adam Schiff, sem leiðir saksókn demókrata, ávarpar fjölmiðla. Donald Trump Bandaríkjaforseti og umhverfissinninn Greta Thunberg voru áberandi á fyrsta degi við- skiptaráðstefnunnar í Davos í Sviss, en bæði ávörpuðu ráðstefnuna. Thunberg sagði í sínu ávarpi að í raun hefði ekkert verið gert til þess að bregðast við loftslagsbreytingum og að barátta sín hefði ekki enn skil- að árangri, þó hún hefði náð eyrum valdhafa. „Húsið okkar er enn að brenna,“ sagði Thunberg og vísaði þar í ávarp sitt í fyrra. Trump notaði hins vegar ræðu sína til þess að vara við dóms- dagsspámönnum, sem hefðu reynst hafa rangt fyrir sér trekk í trekk, hvort sem um væri að ræða offjölg- un, hungur eða að olían myndi klár- ast. Sagði Trump jafnframt að Bandaríkin hefðu aldrei staðið bet- ur. „Bandaríski draumurinn er snú- inn aftur, stærri, betri og sterkari en nokkru sinni fyrr.“ AFP Trump og Thunberg í forgrunni Asíuríki juku í gær viðbúnað sinn í von um að takast mætti að hefta út- breiðslu kórónaveirunnar nýju sem valdið hefur faraldri í Kína og dreift sér til nærliggjandi ríkja. Heil- brigðisyfirvöld í Kína sögðu í gær að sex hefðu látist af völdum sjúkdóms- ins, og að 291 maður hefði sýkst af völdum veirunnar. Þá staðfestu yf- irvöld á Taívan fyrsta tilfellið á eyj- unni í gær, en það var kona sem var að koma frá Wuhan-borg, þar sem sjúkdómurinn á upptök sín. Eftirlit með farþegum hefur verið aukið á flugvöllum í nokkrum ríkjum Asíu og í Bandaríkjunum í þeirri von að hægt sé að greina þá sem smitast hafa og koma í veg fyrir að þeir breiði sjúkdóminn út. Eftirlit hafði áður verið aukið í Taílandi og í Hong Kong, en þar höfðu tilfelli fundist. Ástralía, Bangladess, Nepal og Singapúr eru einnig á meðal þeirra ríkja sem ætla að fylgjast betur með farþegum sem koma frá Wuhan. Auka viðbúnað á flugvöllum  Sex látnir af völdum sjúkdómsins AFP Eftirlit Farþegi gengur í gegnum tæki á Narita-flugvellinum í Japan sem mælir líkamshita. Fleiri ríki hafa tekið upp eftirlit vegna sjúkdómsins. Juan Guaido, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Venesúela, heim- sótti Downing- stræti 10 í Lund- únum í gær og fundaði þar með Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, og Dom- inic Raab utanríkisráðherra. Bret- land hefur ásamt 50 öðrum ríkjum, Íslandi þar á meðal, viðurkennt Guaido sem tímabundinn forseta Venesúela, þar sem Nicolas Mad- uro, sem nú situr í embættinu, var ekki kjörinn til þess með lögmætum hætti. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu sagði að Bretar hefðu enn trú á því að Guaido væri rétti mað- ur til að leiða Venesúela úr núver- andi stjórnlagakreppu. VENESÚELA Juan Guaido á fundi með Boris Johnson Juan Guaido Hillary Clinton, fyrrverandi ut- anríkisráðherra og forsetafrú Bandaríkjanna, segir að enginn kunni vel við Bernie Sanders, mótframbjóð- anda hennar í flokksvali Demó- krataflokksins árið 2016, og að eng- inn vilji vinna með honum. Ummæl- in falla í heimildarmynd um Clinton, sem sýnd verður í vor á streymisveitunni Hulu. Í viðtali um heimildarmyndina í tímaritinu Hollywood Reporter neitaði Clinton einnig að staðfesta hvort hún myndi styðja framboð Sanders verði hann útnefndur sem frambjóðandi flokksins. „Enginn kann vel við hann, enginn vill vinna með honum og hann kom engu í verk,“ segir Clinton meðal annars. Þá segir hún áhyggjuefni hversu oft framboð hans tengdist árásum á aðra frambjóðendur demókrata, sér í lagi ef þeir eru kvenkyns. BANDARÍKIN Segir engan vilja vinna með Sanders Hillary Clinton

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.