Morgunblaðið - 22.01.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 22.01.2020, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 Við störf á Granda Aðstæður til útiverka hafa ekki verið góðar í umhleypingunum undanfarna daga en í gær birti til í borginni og þá var hægt að láta hendur standa fram úr ermum. Eggert Krafan um stöðugt aukin ríkisútgjöld er sterk. Þrátt fyrir gríð- arlega aukningu á síð- ustu árum vantar fjár- muni í alla málaflokka, sé tekið mið af fréttum, ákalli hagsmunaaðila og kröfum stjórnmála- manna að því er virðist úr öllum flokkum. Það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið, í almannatryggingar, í menntakerfið, í samgöngur og löggæslu. Umhverfismál eru sögð fjársvelt, við setjum ekki næga peninga í þróun- araðstoð, sveitarfélögin telja sig hlunnfarin í samskiptum við ríkið. Ætlast er til að meiri fjármunir séu settir í nýsköpun og rannsóknir, nauðsynlegt er að hækka barnabæt- ur, lengja fæðingarorlof og hækka greiðslur. Ríkið á að styðja enn bet- ur við bakið á menningarstarfsemi og auka endurgreiðslur (styrki) til kvikmyndagerðar og bókaútgáfu. Og ekki má gleyma kröfunni um að rík- issjóður sendi einkareknum fjöl- miðlum árlegan tékka svo þeir sigli ekki í strand. Þunginn að baki kröfum um stór- aukin ríkisútgjöld er mikill. Kröf- urnar eru endalausar en of fáir velta því fyrir sér hver eða hverjir eigi að standa undir öllu. Enn færri hafa áhuga á því að skoða meðferð opin- bers fjár – leita svara við því hvort við séum að bæta þjónustu og gæði með auknum útgjöldum. Engu er líkara en að hagkvæm ráðstöfun sameiginlegra fjármuna sé auka- atriði. Aukning útgjalda er sjálfstætt markmið. Dæmi um þetta er heilbrigð- iskerfið. Nær 100 milljarða aukning Samkvæmt fjár- lögum þessa árs verða framlög til rekstrar heilbrigðiskerfisins (fjárfesting ekki talin með) nær 245 millj- arðar króna. Á einum áratug hafa framlögin því hækkað um tæplega 98 milljarða að raunvirði, eða 67%. Mér er til efst að margar aðrar þjóðir hafa staðið þannig að verki. En þrátt fyrir mikla aukningu – gríðarlega aukningu – virðist víða pottur brotinn. Krafan um að útgjöld til heilbrigðismála skuli ekki vera lægri en 11% af landsframleiðslu hljómar enn á ný. Því er haldið fram að Íslendingar séu eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða þegar kemur að opinberu fjármagni til heilbrigðis- mála og engu skiptir þótt aldurs- samsetning þjóðarinnar sé hagstæð- ari. Til að setja hlutina í samhengi. Krafan um að tryggja að hlutfall heil- brigðisútgjalda nemi 11% af lands- framleiðslu jafngildir því að útgjöld ríkisins hækki um liðlega 93 milljarða króna á þessu ári. Til að standa undir því yrði að hækka tekjuskatt ein- staklinga um 45% eða hækka virð- isaukaskatt um 36%. Það er einnig hægt að nær tvöfalda trygginga- gjaldið. Auðvitað er hægt að útfæra tekjuöflun ríkisins með öðrum hætti, hækka suma skatta meira en aðra en í heild yrðu skatttekjur að hækka um 13% frá því sem ætlað er. Og þá er gengið út frá því að hækkun skatta hafi engin neikvæð áhrif á efnahags- lífið – allir vita hversu fráleit slík for- senda er. Aukin útgjöld til heilbrigðismála eru ekki markmið í sjálfu sér. Verk- efnið er alltaf að auka lífsgæði al- mennings með góðri og öflugri heil- brigðisþjónustu. Betri nýting fjármuna Flestir viðurkenna að auka verði útgjöld til heilbrigðismála eftir því sem þjóðin eldist. Við getum dregið úr aukningunni með skynsamlegri fjárfestingu í baráttunni gegn lífs- stílstengdum sjúkdómum. En við verðum um leið að horfast í augu við þá staðreynd að fjármunum er víða sóað, þeir eru illa nýttir. Ég hef hald- ið því fram að eitt stærsta verkefni okkar á sviði heilbrigðismála sé að tryggja betri nýtingu fjármuna – að skattgreiðendur – hinir sjúkra- tryggðu – fái það sem greitt er fyrir; öfluga og góða heilbrigðisþjónustu. Þar skiptir skipulagið – kerfið sjálft – mestu. Í grein hér í Morgunblaðinu síðast- liðinn föstudag rökstyður Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, ágætlega þá fullyrðingu að álag á Landspítalann sé „komið yfir þolmörk“. Hann sér hins vegar ekki aðeins vandann heldur einnig lausnir: „Möguleg lausn væri að skoða alla þjónustuþætti sjúkrahússins og greina betur það sem kalla má kjarna- og lykilstarfsemi frá annarri starfsemi sem hægt væri að fela öðr- um sem þegar eru reiðubúnir að sinna þeirri heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisyfirvöld virðast mótfallin slíkum aðgerðum og hafa með að- gerðum sínum í raun kallað fram það ófremdarástand sem nú hefur þróast.“ Reynir segir að á sama tíma og álagið á bráðaþjónustu Landspítal- ans sé komið að þolmörkum séu sjúkrahúsinu „falin viðbótarverkefni, ýmist í formi svokallaðra átaksverk- efna eða þjónustu sem verið er að færa til vegna þeirrar stefnu heil- brigðisyfirvalda að einkarekin heil- brigðisþjónusta skuli dregin saman með öllum tiltækum ráðum“. Skilaboð formanns Læknafélags- ins eru skýr. Það megi með rökum halda því fram að viðbótarfjárveit- ingar til Landspítalans vegna „átaks- og sérverkefna hafi í raun haft þau heildaráhrif að þjónustan á öðrum sviðum og sérstaklega við bráðveikt fólk hafi skerst og sé komin niður fyr- ir þau öryggismörk sem læknar telja viðunandi“. Sáttmáli brotinn Svo virðist sem það sé inngróin tregða í kerfinu að nýta kosti einka- framtaksins í heilbrigðisþjónustu, auka valmöguleika almennings og stuðla að hagkvæmri nýtingu fjár- muna og draga úr álagi á sjúkra- húsum. Þegar sýnt er að takmarkaðir fjármunir nýtast betur og þjónustan við landsmenn verður öflugri er eng- in skynsemi í því að leggja steina í götur einkarekstrar. Afleiðing blasir við, eins og formaður Læknafélagsins bendir á. Fábreytileiki í rekstrarformi innan heilbrigðiskerfisins leiðir til verri þjónustu við landsmenn – sem allir eru sjúkratryggðir – veldur auknum kostnaði og grefur undan samkeppn- ishæfni Íslands við að laða til landsins vel menntað og hæfileikaríkt starfs- fólk, eftir langt sérnám. Dregið er úr framþróun enda horft framhjá því að læknisfræðin er þekkingariðnaður. Íslensk heilbrigðisþjónusta er á leið í sjálfheldu frábreytileika og auk- inna útgjalda. Engu er líkara en að allt snúist um að auka útgjöldin og koma böndum á einkarekstur, í stað þess að leggja áherslu á þjónustu við alla sjúkratryggða. Vandi heilbrigðiskerfisins verður ekki leystur með sífellt auknum út- gjöldum (þó að við þurfum örugglega að auka útgjöldin á komandi árum og áratugum). En verst af öllu er að verða vitni að því hvernig hægt og bítandi er að myndast jarðvegur fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi og einkarekn- ar sjúkratryggingar, með því að vinna gegn samþættingu og sam- vinnu opinbers rekstrar og einka- rekstrar. Efnafólk mun nýta sér góða og örugga heilbrigðisþjónustu á veg- um einkaaðila en við hin bíðum milli vonar og ótta á ríkisreknum biðlist- um um að fá nauðsynlega þjónustu áður en það er orðið of seint. Og þá stendur ekkert eftir af þjóðarsátt- málanum um að sameiginlega tryggj- um við öllum jafnan aðgang að nauð- synlegri þjónustu óháð efnahag. Eftir Óla Björn Kárason » Íslensk heilbrigðis- þjónusta er á leið í sjálfheldu frábreytileika og aukinna útgjalda. Flest snýst um að auka útgjöldin og koma bönd- um á einkarekstur. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Í sjálfheldu fábreytileika og aukinna útgjalda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.