Morgunblaðið - 22.01.2020, Page 16

Morgunblaðið - 22.01.2020, Page 16
»Erlendur listamaður sem bjó lengi vel hér rétt hjá vildi einungis vera hér á landi um vetur. Janúar er einn af uppáhaldsmánuðunum mínum. Ég meina það í alvöru. Hann hefur marga kosti. Dagarnir lengjast mjög greini- lega, nú þegar er að sjá mun. Þar sem ég á heima mun sólin sjást aftur um miðjan jan- úar og er það merki- legur dagur fyrir mig. Þá baka ég sólarpönnukökur eftir vestfirskum sið. Janúar kemur stund- um með þetta fallega vetrarveður: Frost, snjór og vetrarbirta. Erlendur lista- maður sem bjó lengi vel hér rétt hjá vildi einungis vera hér á landi um vetur. „Þá er sólarlag allan daginn,“ sagði hann, klæddi sig í kuldagalla og arkaði út í frost og snjó. Þegar ég kom hingað til landsins fyrir 40 árum í janúar heillaðist ég af vetrarbirtunni, þá voru þessir fal- legu vetrardagar eins og best gerist með snjó, björtum himni og norður- ljósum. Ég kynntist ekki óveðri, roki, slyddu og umhleypingum fyrr en ég var flutt hingað. En það venst og aldrei er hægt að segja að veðrið hér sé leiðigjarnt. Það er hressandi að fara út, vel klædd og fá sér ferskt loft, koma svo heim í hlýtt hús, fá sér heitan drykk og njóta þess hvað við höfum það gott. Rétt í þessu er ég að fara út í garð að gefa fuglunum. Þessi grey hafa einungis nokkra klukkutíma á dag í birtu á þessum tíma ársins til að geta nært sig og fengið næga orku til að standa vonda veðrið af sér. Munum sérlega núna í janúar að sinna þeim. Í lok þessa mánaðar mun dag- urinn verða talsvert lengri og tveir dimmustu mánuðir að baki. Og margir ætla að taka sig á og verða betri menn. Gangi öllum vel. Janúar er flottur. Janúar Eftir Úrsúlu Jünemann Úrsúla Jünemann Höfundur er kennari á eftirlaunum. Það er merkilegt hvað tíminn þýtur áfram. Á þessum vetri eru liðin 24 ár síðan „Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð“ eins og það hét í upp- hafi, var haldið í fyrsta sinn. Það var árið 1996 og ég var nýkominn heim úr framhaldsnámi frá Svíþjóð. Þá fannst mér sárlega vanta einhvern vettvang fyrir pör í vanda, til að ræða sín mál á jákvæðum nótum, áður en vandinn yrði svo stór að skilnaður væri eina lausnin fyrir þau. Upphaflega sá ég fyrir mér að halda tvö til þrjú nám- skeið. En þessi tvö urðu fljótt að tíu, síðan hundrað. Nú eru sem sagt að verða liðin 24 ár. Og námskeiðin eru orðin óteljandi. Auðvitað hafa nám- skeiðin breyst mikið á þessum árum rétt eins og samfélagið í heild sinni. Og vandamálin sem hjón, fjölskyldur og sambúðarfólk standa frammi fyrir líka. Það komu útrásarár og hrunár og atvinnuleysisár og vaxtaár. En alltaf hafa þessi námskeið samt staðið fyrir sínu. Og þátttakan hefur að sama skapi verið stöð- ug. Námskeiðin hafa verið haldin um allt land og á öllum lönd- unum á Norðurlöndum nema í Finnlandi. Og enn er hafið nýtt ár með nýjum nám- skeiðum. Ekkert lát er á aðsókninni. Á nám- skeiðunum er fjallað um allt möglegt sem getur komið upp á í sambandinu, tímaleysi og stress, börnin, fjár- málin, kynlífið, áfengismál, framhjá- hald, afbrýðisemi, rifrildi, vinnuna og fleira og fleira. En fyrst og fremst er bent á leiðir til að gera sambandið betra, auka vináttuna og kærleikann og taka á þeim vandamálum sem allt- af geta komið upp í söllum sam- böndum. Í lok námskeiðsins fá pörin síðan með sér heim 7 vikna heima- vinnu, sem byggist á hugmyndafræði námskeiðsins. Og eftir allt þetta hafa pörin andlega verkfæratösku ef svo má að orði komast, sem þau geta not- að til að halda áfram að byggja sig upp, sambandið sitt og fjölskylduna. Námskeiðið er óháð öllum trúarskoð- unum og stofnunum, er jafnt fyrir gifta sem ógifta, samkynhneigða og gagnkynhneigða. Hvort sem pör hafa verið lengi eða stutt í sambúð geta þau nýtt sér námskeiðið. Og það hentar einnig vel þeim sem vilja gera gott samband betra. Enda er leynd- ardómurinn á bak við velgengni nám- skeiðanna ef til vill sá að þau hafa alltaf verið trú hinni upphaflegu hug- mynd, að vera vettvangur fyrir öll pör til að ræða sín mál á jákvæðum nótum. Hjóna- og sambúðar- námskeið í 24 ár Eftir Þórhall Heimisson » Þau hafa alltaf verið trú hinni upphaflegu hugmynd, að vera vett- vangur fyrir öll pör til að ræða sín mál á já- kvæðum nótum. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur og ráðgjafi. thorhallur33@gmail.com 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Árið 1989 hætti ég að vera vélstjóri til sjós eftir rúm 20 ár og gerðist kennari, líka lærður í því. Það var mikið fjör á miðum eft- ir 1973 þegar skuttog- arar þyrptust til lands- ins og veiddu mikið í tonnum talið. Aldrei voru veiðar stöðvaðar þó að vinnslan hefði ekki undan; bara veiða og veiða. Svo kom að því að erfitt reyndist að fanga þann gula. Það var reynt að beina flotanum í annan fisk hluta úr árinu en ekkert gekk. Nú var ljóst að flotinn var sennilega helmingi of stór, hvað var til ráða; banna Vest- firðingum að róa, kannski Austfirð- ingum já eða Sunnlendingum, þeir gátu kannski sinnt ferðamönnum eða afgreitt á bar? Niðurstaðan að lokum var að minnka þorskveiðar um 60% eða þar um bil og skipta afl- anum niður á útgerðir miðað við þriggja ára veiðireynslu. Þetta heitir víst í dag gjafakvóti. Það var ljóst að ekki væri hægt að gera út skip fyrir svona lítinn afla og útgerðarmenn kvörtuðu sáran og sumir töluðu um ríkisstyrk sem leikur ljúft í eyrum margra. Þeim var sagt að leysa þetta sjálfir, einhverjir verða að hætta og þið ákveðið það sjálfir. Þá hófust fjörug viðskipti að kaupa fiskiskip með fiskveiðiheimildum. Heitir víst kvótabrask í dag. Dæmi er um að út- gerð með eitt skip keypti átta skip til þess að fá þær veiðiheimildir sem dugðu til reksturs fyrir eitt skip. Margt hefur tekið breytingum til góðs, meðferð aflans gjörbreyttist og nú var enginn lífshættuleg róðrakeppni um aflann en hann var fyrirfram ákveðinn með þessum hætti. Nú er þetta nafn frystihús næstum horfið og tölvustýrð fiskverksmiðja komin í staðinn. Það þarf lágmarksstærð til þess að svona hús beri fjárfesting- arnar og stöðum fækkar þar sem þau eru byggð. Þetta heitir í dag að leggja byggðir í eyði. Margir mætir menn tala og skrifa um að nú þurfi að stokka þetta kerfi okkar upp og gefa upp á nýtt. Það er erfitt og sennilega ekki löglegt að selja sama hlutinn tvisvar án þess að kaupa hann til sín fyrst. Þegar ríkið, umráðaaðili fiskimið- anna, lét útvegsmenn um það sín á milli að skipta niður veiðiheimild- unum voru skilaboðin: Þið sem stundað hafið veiðar um aldir eigið veiðiréttinn. Síðan hafa þessar heim- ildir gengið til og frá meðal fiski- manna með misjöfnum vinsældum. Það er rangt hjá þeim ágæta manni, honum Styrmi, að fyrstu milljarðamæringar Íslands hafi ver- ið kvótasölumenn. Hafa menn gleymt Ásgeirsverslun á Ísafirði sem hætti 1918 eftir langan og far- sælan feril? Stórhuga bygginga- menn og fjársýslumenn hafa fyrir löngu farið fram úr útvegsmönnum eins og arðgreiðslur sýna. Þó að landið sé ríkt að ýmsum auðlindum er talað um að tvískattleggja aðeins fiskveiðar og fiskeldi í nafni þess að þjóðin sé eigandinn. Af hverju dugar ekki venjuleg skattheimta og allir njóta góðs af? Eftir Guðmund Einarsson Guðmundur Einarsson » Það er erfitt og sennilega ekki lög- legt að selja sama hlut- inn tvisvar án þess að kaupa hann til sín fyrst. Höfundur er vélstjóri/kennari og rekur Skipsbækur ehf. gudmund@snerpa.is Hver á auðlind? Umtalsvert magn metans verður til í ís- lensku samfélagi. Um aldamótin síðustu kom upp sú hugmynd að knýja ökutæki með metani og hefir það eðlilega gefist misjafn- lega. Ég ásamt eiginkonu minni hef verið lengi tengdur umhverfis- málum í Mosfellsbæ þar sem við höf- um átt heima síðan snemma á árinu 1983. Á þessum tæpu fjórum áratug- um hefur margt gerst og höfum við fylgst gjörla með. Síðastliðið sumar ákváðum við að festa kaup á metan- bíl af gerðinni Skoda Oktavía. Satt best að segja hefur metanið komið okkur skemmtilega á óvart. Í sam- anburði við bensínbíla þá er mun hagkvæmara að aka um á metani en bensíni. Á fimm mánuðum höfum við ekið þessum bíl sem við keyptum notaðan en hann hafði verið á göt- unni í nær fjögur ár áður en við fest- um kaup á honum. Birgðatankurinn tekur rúma 20 rúmmetra og er unnt að aka bifreiðinni á fjórða hundruð kílómetra. Nýting eldsneytisins fer allt niður fyrir 5 rúmmetra fyrir hverja 100 km við hagstæðar að- stæður. Bifreiðin nýtir einnig bensín og er 50 lítra tankur í henni þannig að unnt er að aka nær allan hring- veginn sé haldið af stað með báða tanka fulla. Þegar skoðaður er rekstrarkostn- aður bílsins þá höfum við ekið ein- ungis á metani og notað tæpa 300 rúmmetra af því. Hefur það kostað okkur þessa fimm mánuði einungis rúmlega 40.000 og höf- um ekið rúmlega 5.000 km. Í samanburði við eldri bílinn okkar sem eyddi milli 7,5 og 8 lítr- um á hundrað km og jafnvel meira þá hefði sá bíll kostað okkur í elds- neyti: 50 x 7,5 x 200 mið- að við lægsta verð á bensíni nálægt 75.000 sem er um tvöfalt meiri kostnaður miðað við metanið. Nú er okkur fortalið að umtalsvert framboð er á metani í Álfsnesi og þar sé umframbirgðum bókstaflega eytt. Þar hefir verið byggð með miklum kostnaði sérstök orkustöð til að safna og hreinsa metan úr öskuhaugum höfuðborgarsvæðisins og verður að teljast miður að verulegum hluta birgðanna sé eytt sökum þess hve til- tölulega fá ökutæki eru í umferð sem nýta metan. Það eru mjög margir kostir við metanið. Það er innlend náttúrafurð sem ekki þarf að greiða fyrir. Flutn- ingur er ódýr og fremur stuttur á helsta markaðssvæðið. Metanið nýt- ist bílnum ekki síður en aðrir orku- gjafar og tiltölulega auðvelt viðfangs. Ókostirnir eru nokkrir. Af- greiðslustaðir eru fremur fáir eða einungis fimm á landinu öllu, fjórir í Reykjavík og einungis einn úti á landi, á Akureyri. Metan – vannýtt orkulind? Eftir Guðjón Jensson Guðjón Jensson » Það eru mjög margir kostir við metanið. Höfundur er eldri borgari og leið- sögumaður, búsettur í Mosfellsbæ arnartangi43@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.