Morgunblaðið - 22.01.2020, Qupperneq 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020
✝ Ólöf Marín Ein-arsdóttir fædd-
ist 14. janúar 1944.
Hún lést á heimili
sínu, hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni, 9. janúar 2020.
Foreldrar Ólafar
voru Rannveig Háv-
arðína Hjálm-
arsdóttir
afgreiðslukona, f. 9.
janúar 1907, d. 12.
október 1980, og Einar Vagn
Bæringsson pípulagningameist-
ari, f. 10. júní 1916, d. 11. janúar
1995. Bræður Ólafar voru Ævar
Jónsson, f. 14. febrúar 1932, d. 9.
febrúar 2009, og Pétur Ólafsson,
f. 25. nóvember 1935, d. 3. mars
1966. Dætur Ólafar eru: 1) Rann-
veig Þöll Þórsdóttir, f. 15. desem-
ber 1964, eiginmaður hennar er
Ólafur Þ. Sveinbjörnsson, f. 14.
október 1961, börn þeirra eru
Anton Logi Ólafsson, f. 17. jan-
úar 1991, og Ylfa Þöll Ólafs-
dóttir, f. 24. ágúst 1993, dóttir
hennar er Sonja Björt Ylfu
Hjálmarsdóttir, f. 9. apríl 2014.
Fyrir á Ólafur Jón Leopold
Ólafsson, f. 23. október 1980. 2)
Solveig Björk Sveinbjörnsdóttir,
f. 29. september 1967, dóttir
hennar Helena Aðalsteinsdóttir,
f. 12. september 1990. 3) Helga
Ólöf sinnti ýmsum störfum,
lengst af skrifstofustörfum og
rekstri fyrirtækja, m.a. hjá Sam-
bandinu, heildsölum og við ferða-
þjónustu. Hún starfaði í ITC Mál-
freyjunum og naut sín þar í
félagsstörfum og ræðumennsku.
Hún kom að stofnun Félags ein-
stæðra foreldra. Ólöf var með-
limur í 12 spora samtökum í
mörg ár og hjálpaði þar sjálfri
sér og öðrum konum að öðlast
betra líf.
Ólöf var víðlesin, fróð og
minnug. Hún var kona orðsins og
hafði unun af bókmenntum hvort
sem voru rússneskar bók-
menntir, Shakespeare, ljóðlist
eða nýjasti krimminn. Hún var
listræn og prjónað, saumaði og
málaði á silki á meðan heilsan
leyfði. Hún hafði yndi af tungu-
málum og ferðalögum og ferðað-
ist eftir að heilsa brást í hug-
anum með aðstoð bóka og
landakorta sem hún hafði alltaf
við höndina. Hún hafði sérstakt
dálæti á Grikklandi og grískri
goðafræði og ferðaðist ein til
Grikklands í tvígang. Hún var á
undan sinni samtíð í heilsu- og
sjálfsrækt; stundaði jóga og
lærði heilsunudd. Áföll og í kjöl-
farið langvarandi veikindi sem í
dag myndu teljast afleiðingar
áfalla höfðu mikil áhrif á hennar
lífshlaup og lífsgæði en hún gafst
aldrei upp á að reyna að bæta líf
sitt og þeirra sem næst henni
stóðu.
Útför Ólafar verður frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 22.
janúar 2020, klukkan 13.
Kristín Friðjóns-
dóttir, f. 30. ágúst
1972, eiginmaður
hennar er Michael
Klein, f. 18. ágúst
1965, sonur hennar
er Gabríel Noor
Helguson Mumtaz,
f. 5. nóvember 2007.
Ólöf giftist árið
1972 Friðjóni Hall-
grímssyni og gekk
hann Rannveigu og
Solveigu í föðurstað. Þau skildu.
Ólöf fæddist í Bolungarvík og
bjó þar til 8 ára aldurs, fyrstu 2
árin með móður sinni en síðar hjá
frænku sinni Sigurrósu Guð-
bjartsdóttur og Steini Inga Jó-
hannessyni manni hennar og
þeirra fjölskyldu. Hún flutti með
Rósu og Steina til Reykjavíkur 8
ára gömul og flutti aftur til móð-
ur sinnar 9 ára gömul og bjó í
Reykjavík mestan hluta ævi sinn-
ar. Ólöf gekk í barnaskóla Bol-
ungarvíkur, síðar í Miðbæj-
arskólann, og lauk landsprófi
með framúrskarandi vitnisburði.
Hún stundaði nám í Mennta-
skólanum í Reykjavík í einn vet-
ur en varð þrátt fyrir góðar gáf-
ur og námshæfileika að hætta
námi vegna veikinda og fé-
lagslegra erfiðleika. Síðar stund-
aði hún nám í Öldungadeild MH.
Elskulega mamma mín, þú
hefur nú kvatt um sinn. Síðast-
liðin vika hefur verið einkenni-
leg. Að halda áfram daglegu lífi
án þess að eiga með þér notaleg-
ar samverustundir á Sóltúni og
kippa með bláberjafötu og stund-
um harðfiski, sem þú hvoru
tveggja elskaðir og við nutum
saman. Banka á hurðina hjá þér,
mæta breiðu brosi þínu og heyra
þig segja „ert þetta þú gullið
mitt?“. Það skipti ekki máli hvort
þú áttir svefnlausa nótt af kvöl-
um eða varst að glíma við slíkt þá
stundina, alltaf tókstu svo fallega
á móti mér með blíðu brosi. Ég
fann það svo einlæglega hvað þú
elskaðir skilyrðislaust. Hvað þú
varst ævinlega þakklát fyrir inn-
litin og kvaddir svo með kossi og
ljúfri kveðju, „bless gullið mitt,
elska þig“.
Margar minningar munu ylja
um ókomna tíð. Ekki var lífið
alltaf dans á rósum og sumar
minningar sárar og erfiðar sem
við fórum ekki í felur með en sl.
fjögur ár gátum við notið sam-
verustunda og styrkt enn frekar
böndin þar sem þú bjóst loks við
öryggi, umkringd alúð og hlýju
starfsmanna Sóltúns sem þér
þótti svo vænt um. Við gátum
setið tímunum saman að ræða
það sem okkur var hjartans mál.
Húmor þinn var einstakur sem
enginn leikur eftir. Þú bjóst yfir
óþrjótandi fróðleik og visku. Svo
fróð að unun var að leita til þín og
hefja umræðu eða velta vöngum
um hvaðeina. Við systur höfðum
ekki undan að bera í þig bækur
frá Borgarbókasafninu þar sem
þú gleyptir í þig fróðleik og
spennubækur. Það er varla til sú
bók sem þú hafðir ekki lesið. Allt
fyrir utan vísindaskáldskap sem
þú hafðir ekki nokkurn áhuga á.
Rússnesku bókmenntirnar og
Shakespeare kunnirðu aftur á
móti utan að. Þú þekktir vel til
sögu og menningar ólíkra þjóða
og hafðir greinilega fylgst vel
með frá unga aldri, þar sem
framvinda í sögulegu samhengi
var þér svo vel kunnug.
Ég mun sakna samveru okkar
og að heyra ekki rödd þína á
næsta afmælisdegi mínum þar
sem þú óskaðir mér ævinlega til
hamingju með daginn hvert ár,
sama hvar ég var stödd á hnett-
inum. Ævinlega gafstu þér tíma
til að segja mér frá fæðingu
minni og fyrstu dögum okkar
saman á Lynghaganum svo unun
var að hlusta á. Þú varst svo
sterk en á sama tíma líka við-
kvæmt blóm en ég veit að hvert
sem þú ferð munt þú miðla og
breiða út kærleika með góðri
skvettu af frábærum húmor sem
enginn sem ég þekki hefur getað
leikið eftir. Elska þig óendan-
lega. Guð geymi þig og verndi.
Sollan þín,
Solveig.
Elsku mamma mín hefur
kvatt okkur.
Það eru margar tilfinningar
sem bærast með mér við þessi
kaflaskil í lífinu. Mamma sem var
hluti af lífi mínu frá degi eitt, sem
kenndi mér svo mikið og hafði
svo djúpstæð áhrif á hver ég er
sem manneskja. Fyrirmyndin
mín sem tókst á við miklar áskor-
anir strax sem barn, en lifði lífinu
eins og hægt var og tók lífinu af
æðruleysi sem maður áttar sig
ekki á hversu mikið var, fyrr en
maður fer yfir lífshlaup hennar.
Mamma sem missti aldrei
sjónar á gildum sínum, að setja
sig í spor, að vera góður og að
vera í stöðugri þróun. Mamma
sem hafði mikinn húmor fyrir
sjálfri sér og gladdist yfir því
einfalda í tilverunni. Mamma
sem sá ekki sólina fyrir fólkinu
sínu. Mamma sem var listræn,
með frábæran húmor, mjög
fylgin sér og ákveðin ef henni
hugnaðist ekki eitthvað. Mamma
sem elskaði að segja sögur,
borða góðan mat og syngja.
Mamma sem vann okkur alltaf í
Trivial og vissi allt í heiminum
fannst manni. Mamma sem hafði
óbilandi trú á að þekking skipti
máli til þess að heimurinn yrði
betri, og kynnti sér aðra menn-
ingu og trúarbrögð af miklum
áhuga.
Mamma sem studdi mig í að
feta mína eigin leið og trúa á
sjálfa mig. Mamma sem skildi að
ævintýraþráin kallaði þegar ég
flutti í aðra heimsálfu sem ung-
lingur, eða þegar ég flutti frá Ís-
landi fyrir 15 árum til að mennta
mig. Mamma sem var stolt yfir
hversu dugleg ég var, gladdist
þegar ég náði árangri og fann til
með mér þegar ég var varð fyrir
vonbrigðum.
Margir segja að foreldrar eigi
ekki börnin sín, að hlutverk
þeirra sé að kenna afkvæmum
sínum að fljúga til þess að geta
sleppt af þeim tökunum í lífinu.
Það átti við um mömmu. Hún
elskaði ekkert heitar en að vera
með fólkinu sínu. Samt sem áður
vildi hún ekki hefta okkur. Hún
vildi að við fengjum það besta út
úr lífinu á okkar forsendum. Hún
saknaði okkar en gladdist yfir líf-
um okkar og ævintýrum.
Elsku mamma mín. Takk fyrir
að leyfa mér að fljúga, fyrir að
sýna mér hvað skilyrðislaus ást
er. Takk fyrir sögurnar, dýrmæt
ferðalög og samverustundir.
Takk fyrir tónlistina, fyrir að
kynna mér Abba og fyrir að fara
með mig í fyrsta skipti í óperuna.
Takk fyrir bíltúrana um miðbæ-
inn, gamla hverfið okkar í Aust-
urbænum og allar sögurnar.
Takk fyrir mömmumatinn. Takk
fyrir að trúa á mig. Takk fyrir
minningarnar og fyrir gildin.
Takk fyrir ástina og hlýjuna.
Góð vinkona okkar sá þig fyrir
sér þegar hún frétti að þú hefðir
kvatt, dansandi á fallegu engi í
fallegum kjól, örugglega fjólu-
bláum, lausa við sársauka þessa
heims. Ég hlakka til að faðma þig
og dansa með þér þegar við hitt-
umst næst. Það var ómetanlegt
að geta verið með þér síðustu
vikurnar, þar sem það eina sem
skipti máli var að vera saman í
kærleika og hlýju. Þú sagðir við
mig áður en þú fórst að ég væri
svo góð. Það varst þú líka og þú
hafðir áhrif á alla sem hittu þig í
lífinu. Þú ert ógleymanleg. Hvíl í
friði. Elska þig.
Eins og vinir okkar í Queen
myndu orða það og sem var í þín-
um anda; „The show must go
on.“
„Ég og þú Alfreð – ég og þú
Emil.“ Þín minnsta –
Helga Kristín.
Elsku mamma er farin eftir
langvinn og erfið veikindi. Hún
átti torsótta lífsgöngu og voru
æskuárin oft erfið. Hún var að-
skilin frá móður sinni um tíma en
bjó þó hjá góðu fólki, Rósu
frænku og Steina, frá 2ja til 9 ára
aldurs þegar hún fór á ný til
ömmu. Hjá ömmu voru miklir
erfiðleikar; áföll, veikindi og sorg
sem settu mark sitt á hana og bjó
mamma við uppeldisskilyrði sem
okkur fyndust óviðunandi í dag.
Mamma upplifði höfnun og ást-
leysi en hafði samt næga ást að
gefa okkur systrum og sínu fólki
síðar meir. Á síðari árum fyrir-
gaf mamma ömmu og skildi að
hún gat ekki gert betur. Amma
hafði sjálf orðið fyrir áföllum og
foreldrar hennar þar á undan en
um slíkt var ekki talað þá. Í dag
vitum við að áföll og slæmur að-
búnaður barna hefur afgerandi
áhrif á líf þeirra og heilsufar ef
engin hjálp fæst og það var því
miður þannig í tilfelli mömmu.
Þannig geta erfiðleikar farið á
milli kynslóða – eins og langa-
langafi sem var svo þunglyndur
að þegar langalangamma þurfti
að bregða búi fylgdi hann með í
kaupunum þar sem hann komst
ekki úr rúmi. Það er komið að
okkur afkomendum mömmu að
rjúfa þögnina um geðræn veik-
indi og áföll og brjóta upp alda-
gamalt mynstur og það höfum
við blessunarlega gert.
Mamma var víðsýn, listræn og
greind kona en fékk ekki að fullu
notið þeirra hæfileika. Hún var
sílesandi og hafði ég ekki undan
að sækja bækur fyrir hana á
bókasafnið. Hún átti mikið af
bókum og voru þær lesnar í tætl-
ur en ekki hafðar upp á punt. Oft
hef ég hugsað um hvernig líf
hennar hefði orðið ef geðræn og
síðar líkamleg veikindi hefðu
ekki komið til. Ég sé hana fara í
háskóla og brillera, læra tungu-
mál eða sögu og grúska og kenna
öðrum, ferðast til framandi landa
og borða góðan mat, flytja til
Grikklands í ellinni og njóta sín í
sólinni. Þótt mamma hafi verið
þunglynd fannst mér hún aldrei
óhamingjusöm, það var alltaf
þessi lífsþorsti og áhugi og aldrei
gefist upp.
Samband okkar mömmu var
stundum flókið verandi elsta
dóttir og hún veik frá því ég man
eftir mér. Ungri fannst mér ég
bera ábyrgð á líðan hennar og
mamma talaði stundum sjálf um
að ég væri meira eins og mamma
hennar en hún mín, þegar ég
skammaðist í henni og reyndi að
stýra og stjórna í meðvirkni
minni. Við töluðum oft um þetta í
seinni tíð en þegar hún dó var
ekki óuppgert á milli okkar, bara
kærleikur, vinátta og virðing.
Það mótar mann að eiga veikt
foreldri en það þarf ekki að gera
mann að fórnarlambi. Ég hef
notið góðs af þessari reynslu og
valdi mér hjúkrun sem ævistarf
örugglega vegna þessa og er æv-
inlega þakklát fyrir það. Hvað
myndi ég þá vilja læra af lífi
mömmu? Ég myndi vilja vera
kærleiksrík og fróðleiksfús eins
og hún. Myndi vilja vera for-
dómalaus og víðsýn og dugleg að
lesa og læra. Það sem ég myndi
gera öðruvísi væri að tala um það
þegar mér líður illa og leyfa fólki
mínu að hjálpa mér, sinna mér
betur og skapa mér þannig ham-
ingjuríkt líf einn dag í einu.
Síðustu fjögur árin bjó
mamma á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni þar sem frábærlega var
um hana hugsað og starfsfólkið
sýndi henni einstakan skilning
og kærleika sem við fjölskylda
hennar getum aldrei nógsamlega
þakkað. Hvíl í friði, elsku
mamma, og takk fyrir allt.
Rannveig Þöll Þórsdóttir.
Ólöf Marín Einarsdóttir vin-
kona mín úr Miðbæjarskólanum
er látin eftir langvarandi veik-
indi. Við sátum saman og vorum
óaðskiljanlegar. Eftir fullnaðar-
prófið skildu okkar leiðir og við
hvorki sáumst né vissum neitt
hvor af annarri fyrr en við hitt-
umst á Miðbæjarskólamóti ára-
tugum síðar. Þá var Ólöf farin að
heilsu, en þarna var hún með
sama blíða svipinn og glampann í
augunum , sem ég þekkti svo vel.
Ég heimsótti hana í Sóltún
snemma síðastliðið sumar. Ég
gat þakkað henni fyrir vináttu og
samveru, en við höfðum haft
mikla þörf fyrir hvor aðra og á
milli okkar ríkti gagnkvæmur
skilningur á okkar barnaskólaár-
um.
Fyrir mér er Ólöf ljósið sem
skein inn í skólagöngu mína í
Miðbæjarskólanum. Hún er
mesta og besta tengingin, sem
mér auðnaðist að öðlast á þess-
um árum. Við töluðum og töluð-
um endalaust og höfðum svo
margt að segja hvor annarri.
Ólöf var þessi ljúfa brosmilda,
hægláta og djúpvitra, strax sem
barn. Elsku vinkona ég kveð þið
með þakklæti. Hvíl í friði og kær-
leika. Ástvinum hennar sendi ég
mína dýpstu samúð.
Rut Rebekka
Sigurjónsdóttir.
Þá er hún Ólöf Marín tengda-
mamma mín farin til sumar-
landsins.
Ólöf Marín var yndisleg og
auðmjúk kona og ég varð þess
aðnjótandi að vera lengst af eini
tengdasonur hennar og þar af
leiðandi uppáhaldstengdasonur
hennar í mörg ár. Ég kynntist
Ólöfu á afmælisdegi Ransýjar
konu minnar þremur vikum eftir
að ég hitti Ransý fyrir rúmum 30
árum. Mér féll strax vel við
Ólöfu. Hún var líka kona sem var
auðvelt að líka vel við. Kom alltaf
vel fram, af kurteisi og yfirveg-
un. Ólöf skilur eftir sig þrjár
yndislegar dætur og hefur mér
alltaf fundist þær spegla mömmu
sína. Ólöf var viðstödd fæðingu
Antons, fyrsta barns okkar Ran-
sýjar saman, og hafði það aukin
áhrif á upplifun okkar af fæðing-
unni að hún skyldi vera með.
Þegar haldin voru afmæli þá
bakaði Ólöf á meðan heilsan
leyfði sína jarðarberjatertu og
enginn hefur komist með tærnar
sem hún hafði hælana í bakstri á
þessari töfratertu. Ólöf var harð-
ur Liverpool-aðdáandi og ég
harður Manchester United-
aðdáandi. Það kom örsjaldan fyr-
ir að við kýttum um fóltboltann
og í gegnum tíðina kenndi hún
mér ósjálfrátt að bera virðingu
fyrir hinu liðinu. Það var ekki
slæmt að eiga tengdamömmu
sem hafði áhuga á fótbolta og
handbolta. Henni var margt til
lista lagt og stendur til að halda
sýningu á silkimálverkum henn-
ar í framtíðinni. Ég kveð Ólöfu
með þökkum með bæninni sem
við 12 spora fólk þekkjum vel:
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi
eins og hann er, eins og Jesús gerði
en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt
á réttan veg ef ég gef mig undir vilja
þinn
svo að ég megi vera hæfilega
hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér
þegar að eilífðinni kemur.
Amen.
(Reinhold Niebuhr)
Ólafur Þ. Sveinbjörnsson.
Æskuvinkona okkar, Ólöf
Marín Einarsdóttir, er nú látin.
Ólöf var ein úr gömlum vin-
kvennahópi, sem á uppruna sinn
í hópi stúlkna, sem bjuggu á Urð-
arstígnum, eða nágrenni hans í
Reykjavík á fimmta og sjötta
áratugnum.
Á Urðarstígnum var nábýli
mikið. Það er ekki óalgengt að
börn við slíkar aðstæður myndi
með sér náin og ómetanleg vina-
tengsl sem geti enst alla ævi. Við
sem eftir erum í vinkvennahópn-
um syrgjum nú Ólöfu og rennum
yfir æviferil hennar í huganum.
Ævi Ólafar var ekki auðveld.
Móðir hennar, Rannveig Háv-
arðina Hjálmarsdóttir, ættuð frá
Bolungarvík, var einstæð móðir
þriggja barna. Miklir erfiðleikar
höfðu mætt þessari fjölskyldu
áður en við vinkonurnar kynnt-
umst henni, svo sem makamissir
Rannveigar, lömunarveiki Pét-
urs, bróður Ólafar og tímabundið
fóstur barnanna til nákominna.
Móðir Ólafar vann alla tíð langan
vinnudag utan heimilis. Ólöf
þurfti því bæði að sjá um sig sjálf
í uppvextinum og taka ung
ábyrgð á heimilisstörfum. Hvort-
tveggja rækti hún af samvisku-
semi því hún var bæði greint og
hlýðið barn. Við vinkonurnar
vorum hver annarri stuðningur í
sorg og gleði á uppvaxtarárunum
og miðluðum hver annarri lífsins
þekkingu. Minningarnar eru
margar. Í einni þeirra sitjum við
saman í hóp í holtinu við Freyju-
göturóluvöllinn og tínum krónu-
blöðin af baldursbránni og innum
hana svara við mikilvægum
spurningum lífsins. Þegar við
sem eftir erum lítum til baka, um
farinn veg, sjáum við að í lífi
Ólafar skiptust á skin og skúrir
líkt og í lífi flestra okkar. Í
vöggugjöf hafði Ólöf fengið góð-
ar gáfur og fékk hún t.d. 10 í
stærðfræði á landsprófi. Hún hóf
nám í Menntaskólanum í
Reykjavík en varð frá að hverfa
vegna veikinda og skorts á fé-
lagslegum stuðningi. Andleg
veikindi tóku sinn toll af lífi
hennar og störfum eftir það af og
til. Hún var einstæð móðir með
tvær dætur, þær Rannveigu og
Solveigu, þegar hún kynntist
Friðjóni Hallgrímssyni, giftist
honum og eignaðist með honum
dótturina Helgu Kristínu.
Friðjón gekk dætrum Ólafar í
föður stað og hélt sambandinu
við dæturnar þótt þau Ólöf
skildu síðar. Ólöf las mikið um
ævina og hafði hún einstaklega
gott minni og ályktunargáfu. Í
seinni tíð bjó hún á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni og fór vel um
hana þar. Þar gladdist hún yfir
velgengni dætra sinna, sem allar
höfðu fengið góða menntun og
vinnu í samræmi við hana. Þá
naut Ólöf einnig samskiptanna
við barnabörnin fjögur og var
jafnframt orðin langamma.
Fyrir utan að spyrja um börn
og barnabörn þegar við hittumst
í seinni tíð ræddum við vinkon-
urnar gjarnan gang lífsins og
þær óhemjubreytingar sem við
hefðum upplifað á ævinni. Síð-
asta umræðuefni okkar var
spurningin um hvað hefði orðið
af baldursbránni góðu. Nú er
Ólöf okkur horfin.
Við varðveitum minninguna
um hana, stúlknahópinn, holtið,
baldursbrána og lífsgáturnar all-
ar í huga okkar. Um leið og við
þökkum Ólöfu samfylgdina send-
um við þeim Rannveigu, Solveigu
og Helgu Kristínu og vanda-
mönnum þeirra samúðarkveðjur.
Marta Bergman,
Kolbrún Eiríksdóttir,
Elín Sigurðardóttir.
Ólöf Marín
Einarsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017