Morgunblaðið - 22.01.2020, Síða 19

Morgunblaðið - 22.01.2020, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 ✝ Haukur HlíðarÞorgilsson fæddist á Kambi í Deildardal 27. des- ember 1942. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 15. janúar 2020. For- eldrar hans voru Þorgils Pálsson, f. 25.10. 1901, d. 7.9. 1984, og Gunnlaug Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 21.12. 1905, d. 13.2. 1983, frá Eyrarlandi. Systkini Hauks eru, hálfbróðir sam- mæðra, Sigurður Helgi Geir Sig- urlaugsson, f. 23.4. 1933, d. 5.7. 1992, kvæntur Karlottu Sigríði Guðfinnsdóttur, f. 7.5.1941, d. 1961 fór hann á vertíð í Grinda- vík og Innri-Njarðvík samhliða byggingarvinnu í Skagafirði til 1970. Lá svo leiðin suður í Hafn- arfjörð og starfaði hann í álver- inu í Straumsvík og síðar hjá Teiti Guðmundssyni bónda á Mó- um á Kjalarnesi til 1972. Árið 1973 hóf hann störf hjá Geir G. Gunnlaugssyni bónda í Lundi í Kópavogi og hjá syni hans Geir G. Geirssyni bónda á Vallá á Kjalarnesi til ársins 1980. Á ár- unum 1981-1983 starfaði hann á Eskifirði við smíðar og sem hús- vörður á hóteli sem og eitt ár við smíðar hjá Guðmundi bróðir sín- um á Akureyri. Leið hans lá svo aftur suður á Kjalarnesið þar sem hann starfaði hjá Stjörnu- eggjum og síðar Stjörnugrís óslitið í nær fjóra áratugi til dán- ardags. Útför Hauks fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 22. janúar 2020, og hefst athöfnin klukkan 15. 26.10. 2016, Guð- björg Ragnheiður, gift Jökli Arngeiri Guðmundssyni, Páll Óli, kvæntur Sól- rúnu Hervöru Heinesen Jóns- dóttur, Hreinn Dal- mann, f. 21.3. 1944, d. 3.1. 2011, eftirlif- andi eiginkona hans Brynhildur Dröfn Bjarkardóttir, Anna Ólafía, sambýlismaður hennar er Jónas Hallgrímsson, tvíbura- bróðir Önnu Ólafíu lést skömmu eftir fæðingu, Guðmundur Þor- gilsson, Guðfinna Ásta. Haukur ólst upp á Eyrarlandi í Deildardal í Skagafirði. Árið Þó ég hafi ekki umgengist Hauk, móðurbróður minn, mikið í gegnum tíðina man ég vel eftir honum sem skemmtilegum, hressum og orðheppnum frænda. Það var alltaf gaman að hitta hann þó það liðu stundum mörg ár á milli. Það var ekki fyrr en í veikindum hans, sem byrj- uðu fyrir hálfu ári, sem ég varði meiri tíma með honum og kynnt- ist honum betur. Haukur var hraustur dugnaðarforkur, ákveðinn, hreinskilinn og kunni einstaklega vel til verka. Ég hefði viljað kynnast Hauki betur fyrr. Ég fann það strax að allt sem snéri að börnum fannst hon- um mikilvægt. Hann fylgdist með klukkunni þegar ég sat hjá honum og benti mér á þegar ég þyrfti að leggja af stað að sækja son minn. Drengurinn átti ekki að bíða. Þetta þótti mér vænt um. Haukur vissi upp á hár hvert væri best að leita og hvað maður ætti að gera varðandi praktísk atriði í daglegu lífi. Ég veit að Haukur var líka einstaklega hjálpsamur og gerði alltaf allt með glöðu geði fyrir fólkið sitt og alla sem honum þótti vænt um. Ég vildi að ég hefði getað gert meira fyrir hann þennan tíma sem við höfðum. Oft óskaði ég þess að ég hefði þekkt hann betur fyrir veikindin svo ég gæti rifjað eitthvað skemmtilegt upp með honum. Stundum bað hann mig um að tala bara. Þá sagði ég honum örlitlar sögur frá því þeg- ar ég var lítil stelpa í sveitinni hjá ömmu og afa, foreldrum hans. Ég sagði honum frá afmæl- iskortinu sem amma sendi mér einu sinni og las fyrir hann ljóðið sem á kortinu stóð. Þetta þótti honum vænt um að heyra svo ég las ljóðið stundum fyrir hann. Nú mun það ekki bara minna mig á ömmu heldur líka á þig, elsku Haukur. Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma, sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. En bráðum fer sumar að sunnan og syngur þér öll þau ljóð, sem ég hefði kosið að kveða þér einn um kvöldin sólbjört og hljóð. Það varpar á veg þinn rósum og vakir við rúmið þitt, og leggur hóglátt að hjarta þínu hvítasta blómið sitt. Ég veit ég öfunda vorið, sem vekur þig sérhvern dag, sem syngur þér kvæði og kveður þig með kossi hvert sólarlag. Þó get ég ei annað en glaðzt við hvern geisla, er á veg þinn skín, og óskað, að söngur, ástir og rósir, sé alla tíð saga þín. (Tómas Guðmundsson) Hvíl í friði, kæri frændi. Anna Sigríður Jökuls Ragnheiðardóttir. Elsku Haukur okkar. Það endaði dapurlega síðasta ár þar sem þú gast ekki tekið þátt í áramótaveislu né jólunum með okkur hér á Vallá sem við höfum haldið saman í næstum 40 ár, vegna þinna erfiðu veik- inda og enn síður byrjar árið 2020 vel því nú um miðjan jan- úar ertu búinn að kveðja okkur, farinn til himnaríkis eins og þú sagðir oftast um þá sem kvöddu. Okkur er minnisstætt er Siggi bróðir þinn kom árið 1973 með litla bróður sinn Hauk og bauð hann til vinnu, þú virtist dálítið feiminn við fyrstu kynni, lést Sigga segja frá hæfileikum þínum, kostum og ókostum. Þetta var létt og glaðlegt spjall að hætti Sigga. Við réðum þig á staðnum í brekkunni að hálfsmíðuðu húsinu okkar. Allt stóðst sem stóri bróðir Siggi sagði um þig, bráðlaginn hvort sem laga þyrfti hárþurrku eða traktor, snillingur á öll tæki og tól, smíðar og lagar, allt leikur í höndum hans. Geðgóður og skemmtilegur. Ókostir: finnst gott að fá sér í tána og reykir Camel. Við vorum ekki svikin af þessum loforðum og vonum við að þú hafir heldur ekki verið svikinn af okkur. Þú varst fljótt einn af fjöl- skyldunni, þ.e.a.s. tekinn í fóst- ur eins og þú sagðir oft þegar þú komst í mat til okkar. „Hvað fær fósturbarnið að borða í kvöld?“ Feimnin var bara fyrsta daginn, þú reyttir af þér brand- arana á öðrum degi, varst orð- heppinn með afbrigðum, gast tekið þátt í umræðum og hafðir skoðanir á öllu og öllum, nátt- úrulega greindur og víðlesinn, þó að prófskírteini væru engin. Lífsins skóli og eðlisgreind þín þurftu hvorki plagg né stimpil. Þú hafðir þetta allt sem var þín Guðsgjöf sem ekki er öllum gef- in. Í rúm 40 ár varstu við hlið okkar sem góður starfskraftur og fjölskylduvinur, elskaðir börnin okkar og þau þig. Síðan komu barnabörnin og öll löðuð- ust þau að þér, barngóður varstu með afbrigðum, gleymd- ir aldrei barninu í sjálfum þér. Þú hættir að reykja Camel í uppeldinu hjá okkur en hélst alltaf tánni örlítið rakri, sér- staklega um helgar, en aldrei voru alvarleg vandræði með þig þótt þú mýktist öðru hvoru. Þú varst svo skemmtilegur og fynd- inn að maður umbar það, fórst aldrei yfir strikið eins og maður segir, það var eins og þú værir með innbyggða mælistiku hvað það varðar. Elsku Haukur okkar, það var sárt fyrir okkur öll að horfa upp á þig síðastliðið rúmt hálft ár liggjandi á spítala og fjara smátt og smátt út, geta ekki lengur tjáð þig með orðum, ekki lengur brandarar, hlátur eða gleði. Þetta var ekki í þínum anda, við munum ekki eftir að þér hafi orðið misdægurt í öll þessi ár, alltaf á ferðinni hress og hraust- ur. Við þökkum þér samfylgdina í öll þessi ár og óskum þér góðrar ferðar til himnaríkis. Hjördís, Gunnar og fjölskylda Vallá. Elsku kæri vinur minn. Þegar við Geir minn hófum okkar sambúð á Vallá má segja að þú hafir fylgt með í þessum ráðahag okkar. Það var einstak- lega gott og fallegt vinasamband á milli ykkar. Þú varst allt í senn húmoristi, stríðinn, góðhjartaður, barngóð- ur og traustur vinur. Við tengdumst mjög fljótt sterkum vinaböndum. Þú aðstoð- aðir mig endalaust í breytingum og tilfæringum, sama hvaða hug- dettur ég fékk. Alltaf varstu boð- inn og búinn að finna lausnir á verkefnunum, að vísu fussaðir þú og sveiaðir stundum en mættir svo 2 dögum seinna með lausn- ina. Töframaðurinn minn. Við áttum margar fleiri góðar stundir en í framkvæmdum sam- an sl. 23 ár, þú ferðaðist mikið með okkur og börnum okkar. Fyrsta ferðin sem við fórum í saman var til Portúgal og jr. þá rétt um 2 ára. Þú labbaðir með honum á hvern leikfangabílinn sem hann sá og leyfðir honum að keyra, þvílík þolinmæði, gleði og umhyggja sem þú sýndir honum strax frá fyrsta degi, og það sama með Andreu okkar þegar hún kom í heiminn. Strax sá maður að þú varst þeirra allra besti vinur, vildir allt fyrir þau gera. Utanlands- ferðir okkar urðu reglulegar saman í áraraðir. Steikur voru í uppáhaldi og til lítils að bjóða upp á annað svo sem spagettí sem þú kallaðir hvíta orma. Á veitingastöðum var alltaf áætlað af þjónum að þú værir „afinn“ og ég man hvað það gladdi þig þegar þau sögðu að þú værir afi þeirra, þessar endalausu útskýringar á okkar tengslum voru fyrir þeim óþarf- ar. Börnin okkar hafa alltaf litið á þig sem afa sinn, þú kenndir þeim svo margt og gafst þér alltaf tíma fyrir þau hvenær og hvar sem er. Prakkarastrikin voru mörg og kímnigáfan þín lifir áfram í börnunum okkar. Þó svo að þessi sjúkdómur síðastliðna 7 mánuði hafi verið ólæknandi þá var ég alltaf að bíða og vonast eftir að læknarn- ir segðu að þetta myndi allt verða gott aftur og við gætum farið heim og þú beðið um kaffi með smá mjólk. Hvern hefði grunað að sunnudagurinn 27. júlí yrði síð- asti dagurinn sem komst til okkar í mat í Þrastarhöfðann eða Þrashöfðann eins og þú kallaðir það stundum í gríni. Al- gengasta spurning á okkar heimili: Hvað er í matinn? Kem- ur Hauksi? Er búið að hringja í Hauk? Við áttum okkar síðustu jól og áramót saman hér í Þrast- arhöfðanum og þykir okkur óendanlega vænt um að þú lagð- ir það ferðalag á þig að komast til okkar. Við vissum það að það var ekki auðvelt fyrir þig í þessu ásigkomulagi, en til okkar skyldir þú fara, sama hvað. Andrea og Geir jr. gáfu þér loforð sem ég veit að þau efna og gera þig stoltan. Elsku hjartans Haukur, ég mun hugsa til þín alla daga og mun minnast þessa tíma, ynd- islegar minningar um dýrmæt- an vin, þú munt alltaf skipa stóran sess í hjarta okkar allra. Nú ferðu heim á þínar æsku- slóðir í Skagafirði, það þýðir bara að ég mun þeytast þangað til þín reglulega og heyra í þér og fá ráð. Hvíl í friði, elsku bestu vinur minn, og takk fyrir allt og fyrir að vera ávallt til staðar í blíðu og stríðu. Þín vinkona að eilífu, Guðrún Ólafía. Elsku besti vinur minn, mér finnst þetta ótímabær hinsta kveðja, þú varst ávallt heilsu- hraustur og ég var farinn að hlakka til þess njóta samveru- stunda með þér í ellinni. Það var sárt að fylgja þér síðustu vik- urnar og mánuðina og ólýsan- lega erfitt að geta ekki lagt þér lið í lokaorrustunni við þennan óhræsis sjúkdóm eins og þú hefðir kallað hann. Ég hef verið í kringum 5 ára þegar þú komst nær á hverju kvöldi í mat til foreldra minna og þá var teflt, spilað eða spjall- að við okkur systkinin, oft gam- ansögur og grín. Með okkur Hauki myndaðist ævilöng órjúf- anleg vinátta í leik og starfi. Samband þitt við fjölskyldu mína, eiginkonu og börn var einstakt og okkur afar dýrmætt. Þú spilaðir stórt hlutverk í framkvæmdagleði Guðrúnar á heimilinu og sem traustur vinur okkar og „skáafi“ barnanna eins og við sögðum stundum. Börn okkar eiga þér svo margt að þakka og það fór ekkert á milli mála að þér var mjög svo um- hugað um þeirra vellíðan og vel- gengni. Þú varst sannkallaður þús- undþjalasmiður frá skaparans hendi, ekkert verkefni of lítið eða of stórt, þú leystir það með glæsibrag. Þú varst manna fjöl- hæfastur í vinnu, harðduglegur, bóngóður og hjálpsamur. Þú varst einnig mikil félagsvera, einstaklega barngóður, mikill húmoristi, orðheppinn og hafði gaman af því að djóka eins og þú sagðir stundum. Ferðalög bæði innanlands sem utan voru þér hugleikin og margar góðar minningar koma upp í hugann úr þeim fjölmörgu ferðum sem við fórum með þér fjölskyldan. Þér varð tíðrætt um að fara í heimsókn til Ástralíu til vina þinn sem þar búa en því miður varð ekki úr. Elsku Haukur minn, þú stóðst vaktina með mér í öll þessi ár, í uppbyggingu fyrir- tækisins, allt í öllu í viðhaldi og viðgerðum og sem besti vinur minn, Guðrúnar, Geirs yngri og Andreu. Ég er ævinlega þakk- látur fyrir allar samverustund- irnar, hjálpina, vinskapinn og það veganesti í brjóstum okkar sem þú skilur eftir sem minn- ingar, þekking og lífsgleði. Mér finnst viðeigandi að fá að láni ljóð frá Geir G. Gunnlaugs- syni afa mínum sem þú hafðir miklar mætur á eins og ég. Ljóð þetta lýsir best hvernig líðan okkar er í Þrastarhöfðanum. Það heltekur sál mína harmafregn í hjartanu sorgin brennur. Og tilfinninganna táraregn um titrandi kinnar rennur. Þær spurningar vakna í harm- þrungnum hug er hryggur ég stari út í bláinn. Hvort vinur minn hafi aðeins farið í flug, sé fluttur en ekki dáinn. Ég kveð þig elsku kæri vinur minn, hvíl í friði. Geir Gunnar Geirsson. Haukur Hlíðar Þorgilsson Elskuleg systir, mágkona og frænka, INGIBJÖRG RAKEL BRAGADÓTTIR Austurbrún 2, Reykjavík, andaðist eftir stutt veikindi á Sjúkrahúsinu í Álaborg í Danmörku laugardaginn 28. desember. Útför hennar fór fram frá kapellu Sjúkrahússins í Álaborg föstudaginn 3. janúar. Minningarathöfn um Ingibjörgu Rakel fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 24. janúar klukkan 13 og í framhaldi af því verður duftker hennar lagt í mold í Sóllandi. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Ester Sunrid og Lars Rokkjær Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSGERÐUR ARNARDÓTTIR Kirkjubraut 30, Höfn í Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn sunnudaginn 19. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 25. janúar klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gjafa- og minningasjóð Skjólgarðs. Gunnar Ásgeirsson Arnþór Gunnarsson Erla Hulda Halldórsdóttir Ásgeir Gunnarsson Eygló Illugadóttir Elín Arna Gunnarsdóttir Kristinn Pétursson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR kennari, Litlakrika 17, Mosfellsbæ, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild LSH Kópavogi 16. janúar. Útför fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. janúar klukkan 13. Ólafur Þór Kjartansson Edda Ólafsdóttir Rúnar Helgason Þóra Ólafsdóttir Vignir Óðinsson Óli Valur Ólafsson og ömmubörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN PÁLSSON rafvirki frá Siglufirði, Selvogsbraut 5a, Þorlákshöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju laugardaginn 25. janúar klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Anna Sæbý Lúthersdóttir Þórunn Jónsdóttir Gísli Eiríksson Hermann Sæbý Jónsson Anna Kristín Jensdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.