Morgunblaðið - 22.01.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 22.01.2020, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 ✝ Magnús Ósk-arsson fæddist á Saurum í Mýra- sýslu 9. júlí 1927. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 28. des- ember 2019. Foreldrar: Ósk- ar Eggertsson, f. 1897, d. 1978, bóndi í Einholtum og síðar bústjóri í Kópavogi, og kona hans Guð- rún Einarsdóttir, f. 1899, d. 1989. Magnús var elstur fjögurra bræðra, næstur honum í aldri var Einar, f. 1930, d. 2017. Tví- burarnir Jóhann Stefán og Guðmundur Eggert fæddust árið 1935, Jóhann lést 1946. Eftirlifandi er Guðmundur sem dvelur nú á Sunnuhlíð. Magnús ólst upp á Mýrunum fyrstu æviárin en upp úr 1930 flutti fjölskyldan í Kópavog raunastjóri skólans um árabil. Auk þess yfirkennari Bænda- deildar 1972-1982. Hann sat í ýmsum nefndum um landbún- aðarmál og náttúruvernd auk þess að eiga sæti í hreppsnefnd Andakílshrepps í mörg ár og sinna fleiri trúnaðarstörfum. Eftir Magnús liggur mikið af kennslu- og fræðsluefni um áburðarnotkun, jarðrækt og ekki síst garðrækt, og fólst ævistarfið í margvíslegum til- raunum á þeim vettvangi. Magnús lét af störfum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri árið 1996. Hann annaðist þó stundakennslu við Garðyrkjuskólann í nokkur ár og var ráðgjafi hjá Áburðar- verksmiðjunni meðan hún starfaði. Eftir að starfi á Hvanneyri lauk fluttist Magnús í Kópavog og bjó þar ásamt bræðrum sín- um í Bræðratungu. Síðastliðið vor fluttu hann og Guðmundur í Sunnuhlíð. Útförin verður frá Kópa- vogskirkju í dag, 22. janúar 2020, og hefst klukkan 13. þar sem faðir hans gerðist bústjóri á Kópavogsbýlinu. Magnús varð búfræðingur frá Hvanneyri 1950 og búfræðikandídat þaðan 1953. Hélt til Danmerkur að loknu námi á Hvanneyri og starfaði við til- raunastöðina í Askov ásamt því að nema við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Síðar var hann við nám og störf á sviði jarðræktar og tilraunafræða í Hollandi og Noregi. Honum buðust ýmis tækifæri til náms og atvinnu á sínu sviði en hann kaus að vinna í íslenskum land- búnaði. Hann starfaði við Bænda- skólann á Hvanneyri frá árinu 1955. Kenndi við Bændadeild og Búvísindadeild og var til- Vinur minn Magnús Óskars- son hefur lokið lífsgöngunni. Lík- aminn þreyttur, hugurinn í Græna landinu. Þó með hugann við ævistarfið og Hvanneyri. Síð- ustu skiptin sem við litum til hans kom bros á andlitið og sama setn- ingin: „Nei, ert þetta þú? Hvað er að frétta af Hvanneyri? Margir nemendur núna, eru þeir góðir?“ Magnúsi kynntist ég fyrst haustið 1974, hann kennari, ég nemandi. Kenndi meðal annars efnafræði, man enn skýringarnar á samloðunarkröftum vatnsmó- likúlsins. Ógleymanlegt alveg! Síðar: Áburðarfræði, fróðleikur um grænmeti og jarðrækt og fleira sem hann kom að, situr í langtímaminninu. Eftir að ég settist að á Hvann- eyri áttum við oft stutt spjall og hann, eins og honum einum var lagið, „kurteisin uppmáluð“ svo engu skeikaði. Síðar samstarfs- kennarar búfræðinema og smám saman varð til vinátta út fyrir það. Ræddum allt milli himins og jarðar og ég renni í grun að margt af því sem rætt var hafi hann ekki rætt á öðrum vett- vangi. Spurningin um hvernig það væri að ganga með barn er eitt dæmið. Síðar var honum mjög hugleikið að stelpan sú fengi allar barnasprautur sem nútíminn býður. Barnasjúkdómar höfðu höggvið nærri hans fjölskyldu á árum áður. Já Magnús var kurteis með af- brigðum. Þegar ég bað hann að gerast guðfaðir dótturinnar var svarið: „Þakka þér kærlega fyr- ir“ og auðvitað stóð hann sína plikt. Held þau hafi varla hist án þess hann færi í fræðaragírinn. Sonur minn naut einnig góðs af fræðaranum svo sem þegar hið mikla safn National Geographic flutti milli þeirra, þeim yngri til mikillar ánægju. Magnús lét af störfum á Hvanneyri rétt fyrir aldamótin. Það eins og annað gert af mikilli samviskusemi. Ævistarfinu kom- ið í annarra hendur af vandvirkni. Í minn hlut kom áburðarfræðin og ræktunartengdar greinar. Ég fékk allt hans mikla safn gagna og formlega uppáskrifað að ég ætti allan rétt á hans ritverkum eins og þurfa þætti. Það bréf geymi ég og þykir vænt um. Síð- an þá höfum við gefið eitt og ann- að út, byggt á þessu samstarfi. Magnús var líka húmoristi, lífskúnstner og stórmerkileg per- sóna. Hann hafði víða farið um heiminn. Haldið um það dagbæk- ur og safnað miklu af myndefni. Hann sagði skemmtilega frá og var margfróður um ótrúlegustu hluti. Hann átti til að koma verulega á óvart, svo sem þegar hann bauð til „erfidrykkju inniskónna“ og þegar lagst var á stofugólfið á Kvennaloftinu til að hlusta á tón- list. Bendifingur á lofti og setn- ingin „það er betra að hlusta með öllum líkamanum“. Eftir að hann lét af störfum var gaman að kíkja til hans í Kópavoginn og taka spjall. Við komum okkur upp nokkuð reglu- legum símtölum og ef ég klikkaði þá hringdi hann. Svo var spurt frétta af staðnum og skólalífinu og e.t.v. tekin smá rispa um eitt og annað sem betur mætti fara. Endaði svo oft með góðlátlegri athugasemd um að svona mætt- um við ekki tala og hlegið örlítið. Ég vona að vinur minn MaÓ hafi farið eins sáttur með lífs- starfið og hann mátti vera. Guð- mundi bróður hans sendum við samúðarkveðjur. Við erum ríkari sem kynnt- umst Magnúsi Óskarssyni og átt- um hann að vini. Edda Þorvaldsdóttir og fjölskylda, Hvanneyri Við vorum sjö sem lukum prófi frá Framhaldsdeildinni á Hvann- eyri vorið 1968, hópur sem gjarn- an hefur verið nefndur Öndveg- isdeild. Þetta var fyrsti hópurinn til að ljúka þriggja ára fram- haldsnámi á Hvanneyri eftir bú- fræðipróf. Öll höfum við unnið samfellt við landbúnað síðan, með einum eða öðrum hætti. Flest eru nú hætt formlegum störfum, orð- in eldri borgarar og höfum skilað um hálfrar aldar starfsævi til samfélagsins hvert með sínu lagi. Við kveðjum nú hinsta sinni Magnús Óskarsson, kennara og tilraunastjóra á Hvanneyri, sem kenndi okkur öllum í fjögur til fimm ár. Sum okkar áttu mun lengri samleið með honum, fyrst og fremst á Hvanneyri við marg- háttuð verkefni og störf. En sennilega hefur hann fylgt okkur öllum meira og minna þótt hálf öld sé síðan leiðir skildi við próf- borðið. Magnús var einhleypur alla tíð, reglusamur og nákvæmur í verkum sínum, þótti alvarlegur, jafnvel hátíðlegur í daglegu fasi, en við nánari kynni var grunnt á spaugsemi og kímni sem ein- kenndist af græskulausum húm- or. Magnús var góður og áhuga- vekjandi fræðari sem hvatti óspart til að láta heilafrumurnar glíma við torleystar gátur fræð- anna og jafnvel fáránlegar spurn- ingar. Hann var hinn menntandi og leitandi leiðbeinandi og vinur sem vildi opna hug bæði nem- enda og samborgara sinna fyrir nýjungum og margbreytileika heimsins. Við Öndvegisdeildungar minn- umst oft menningarkvölda á loft- inu góða í íbúð hans þar sem hann kynnti fyrir okkur klassíska tón- list, bókmenntir og myndlist. Stundum gefin innsýn í menn- ingu lands eða álfu með viðeig- andi veitingum að auki. Okkur finnst að sú hugsýn og forvitni um náttúru og menningu sem hann hvatti nemendur sína til að beita hafi fylgt og muni fylgja okkur alla tíð. Það er djúp þökk í huga þegar við kveðjum þennan öldung sem nú kveður þessa vist sem við þekkjum. F.h. Öndvegisdeildar, Jóhannes Torfason. Magnúsar Óskarssonar munu margir minnast sem afbragðs- kennara á sviði landbúnaðar og búvísinda en við kennsluna nýtti hann m.a. niðurstöður jarðrækt- artilrauna sem hann vann lengi að. Mér reyndist hann hollráður og traustur samstarfsmaður á Hvanneyri. Fyrst bar fundum okkar saman þegar ég kom í stutta heimsókn að Hvanneyri 1966. Þá var ég á ferð með Gunn- ari Ólafssyni fóðurfræðingi til að kynnast rannsóknum hans á plöntuvali sauðfjár í Stálpastaða- skógi í Skorradal. Gunnar átti er- indi við Magnús og þá notaði ég tækifærið til að spyrja hann um Aberystwyth í Wales en ég nam búvísindi, allt til doktorsprófs, í landbúnaðardeild háskólans þar í bæ frá haustinu 1966 til sumars- ins 1972. „Það er gott að vera í Wales“, sagði Magnús, og það reyndust orð að sönnu. Hann hafði dvalist þar í nokkra mánuði árið 1961 og kynnt sér jarðrækt- arrannsóknir í Welsh Plant Breeding Station skammt frá Aberystwyth. Í starfsleit vorið 1972 bar fundum okkar Magnúsar aftur saman og gaf hann mér góð ráð sem fyrr. En honum kynntist ég betur þá um haustið þegar ég var orðinn yfirkennari Framhalds- deildar. Þá hófst mikil og góð samvinna okkar Magnúsar sem yfirkennara Bændadeildar, sem alltaf var með ágætum þau fimm ár sem ég og fjölskylda mín bjuggum á Hvanneyri. Það var veruleg gróska í skólastarfinu þar á þessum árum, kennslubæk- ur voru samdar hver á eftir ann- arri og háskólanámið var í mark- vissri mótun undir stjórn Magnúsar B. Jónssonar skóla- stjóra. Á meðal fyrstu verka minna í september 1972 var að gera stundaskrár sem við yfir- kennararnir sáum um. Þá fund- uðum við með Magnúsi skóla- stjóra gjarnan á mánudagsmorgnum og vorum við allir í byggingarnefnd skól- ans. Þótt Magnús skólastjóri þekkti staðinn betur en ég, enda fyrrverandi nemandi, kom sér oft vel fyrir okkur nýliðana hve vel Magnús miðlaði miklu af reynslu sinni sem kennari þar allt frá 1955. Þótt oft væri alvara og erf- iðleikar á ferðum var gjarnan slegið á létta strengi og hlegið dátt enda samkomulagið gott í þessu tríói. En það var ekki aðeins í mál- efnum skólans sem leiðir okkar Magnúsar lágu saman. Ég kunni m.a. að meta vel hve einlægur fé- lagshyggjumaður hann var og bauð Magnús mér gjarnan að koma með sér á framboðsfundi, t.d. í Félagsheimilinu Brún í Bæj- arsveit. Umhverfismál voru ekki fyrirferðarmikil í þjóðmálaum- ræðunni fyrir 40-50 árum en Magnús var fyrr en flestir kom- inn á fulla ferð í þeim efnum. Oft vitnaði hann í skýrslu Rómar- klúbbsins frá 1972, lánaði mér hana og tókst að hafa mikil áhrif á mig. Tuttugu árum síðar þegar ég var að byggja upp leiðbein- ingaþjónustu hjá Bændasamtök- um Íslands í þágu lífræns land- búnaðar veitti Magnús mér kærkominn stuðning sem aftur sýndi hve víðsýnn og framsýnn hann var. Þá mat ég ætíð mikils hve samskiptin við hann voru þægileg og gefandi; allt hægt að ræða og öllu hægt að treysta. Mörgum þessum góðu minn- ingum deilir Svanfríður eigin- kona mín með mér. Við minn- umst Magnúsar með virðingu og þökk og aðstandendum hans sendum við samúðarkveðjur. Ólafur R. Dýrmundsson Í dag er til moldar borinn og kvaddur hinstu kveðju Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri á Hvanneyri. Langri ævi, miklu og farsælu ævistarfi lokið, og hljóðlega ævi- sólin hnigin til viðar. Hvanneyri var hans staður. Þar hlaut hans sína fag- og fræðimenntun og Bændaskólanum helgaði hann starfskrafta sína alla starfsæv- ina. Við hittum hann fyrst sem ungan kennara á Hvanneyri, þegar við komum þar til náms á sínum tíma, þá nýlega kominn til starfa eftir framhaldsnám og störf erlendis. Á námsárum okk- ar kynntumst við kennaranum og kennslu hans. Fastmótuðum vinnubrögðum, rökfastri fram- setningu og ástríðu hans fyrir því að miðla og fræða. Já hann var virtur og dáður kennari og með sínu hógværa fasi og látlausa við- móti ávann hann sér virðingu og traust. Þegar námi okkar lauk skildi leiðir og næstu árin urðu samskiptin strjálari og þá helst á ráðstefnum og fundum. Magnús kom til starfa á Hvanneyri árið 1955 sem til- raunastjóri og tók þá þegar að efla og styrkja tilraunastarfsemi skólans, sem varð brátt að öflugu og umfangsmiklu verkefni í starf- semi skólans. Þar réð miklu elja og færni tilraunastjórans. Á sviði rannsókna og tilraunastarfs naut hann ekki síður virðingar sam- ferðamanna. Nákvæmni í vinnu- brögðum og skilvirkni voru hans aðalsmerki. Hann og samstarfs- fólk hans lögðu fram rannsókn- arniðurstöður sem mörkuðu tímamót í ræktunarsögu okkar. Þá var hann frumkvöðull og órag- ur við að prófa nýjar og áður óþekktar tegundir, einkanlega á sviði matjurta. Hann samdi og kennslubækur og ritaði fjölda greina um jarðrækt og matjurta- rækt auk erinda og fyrirlestra á ráðstefnum landbúnaðarins. Síðar komum við til starfa á Hvanneyri og þá sem stjórnend- ur og nú var Magnús samstarfs- maður og ráðgjafi, sem hinn reyndi starfsmaður skólans og sem yfirkennari bændadeildar bar hann hitann og þungann af þróun námsins og framvindu. Hann þekkti út í hörgul æðaslátt skóla og staðar og skynjaði því vel hvernig vindar blésu og lagði sig í líma við að finna lausnir þeg- ar vanda bar að höndum. Án efa hefur honum stundum fundist okkur mislagðar hendur en aldrei skyggði það á samstarf okkar. Magnús var fagurkeri og lagði ríka áherslu á að prýða og fegra og leiddi mörg verkefni á vegum skólans, þ. á m. fegrunarátakið í tilefni af hundrað ára afmæli Bændaskólans og naut þess að sjá afrakstur þeirra umbóta. Hann var ekki maður sviðsljóss- ins, hélt sig fremur til hlés, hvatti og efldi samverkafólkið til dáða í sönnum liðsanda. Auk starfa sinna við kennslu og rannsóknir var Magnús virkur á sviði félagsmála bæði fyrir sam- félag sitt og á fagsviði sínu. Hann sat í hreppsnefnd Andakíls- hrepps um sextán ára skeið, auk fjölda nefnda um félagsleg og fagleg málefni. Á skilnaðarstund kveðja hann Hvanneyringar nær og fjær og minnast hans með þökk og virð- ingu sem eins af máttarstólpum í starfssögu Bændaskólans á Hvanneyri og frumherja í ís- lenskri tilrauna- og ræktunar- sögu. Guðmundi bróður hans sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Magnús B. Jónsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Sveinn Hallgrímsson, Gerður Guðnadóttir. Fáir hafa lifað jafn skipulegu lífi og öðlingurinn Magnús Ósk- arsson. Tilviljun réð fáu um skref hans, flest voru þau ákveðin og undirbúin af fyrirhyggju enda varð ævi hans afburða farsæl. Magnús helgaði Hvanneyrar- skóla alla starfsævi sína. Þar lauk hann fagnámi sínu og þangað sneri hann til starfa að fram- haldsnámi erlendis loknu. Þeim störfum má skipta í þrennt og mundi hver hluti duga til sem ævistarf meðalmanns og efni í væna bók: kennarinn, fræðimað- urinn og svo allt hitt. Kennslugreinar Magnúsar voru efnafræði og ýmsar greinar jarðræktar. Hann var ákaflega áhugasamur og hugkvæmur kennari og ófáar sögur lifa um brellur hans og kennsluhætti. Margir búfræðingar hafa það til dæmis enn á hreinu hvernig vatnssameind lítur út eftir að Magnús lét þá sem nemendur leika hana. Námsefnið var mat- reitt skipulega og fram borið við hæfi þeirra er neyta skyldu en hæfið skynjaði Magnús flestum betur. Magnús var um árabil til- raunastjóri skólans og stóð þá fyrir umfangsmikilli og fjöl- breyttri rannsóknastarfsemi. Hann gerði sér sérstakt far um að fylgjast vel með á sínu fagsv- iði, leitaði endurmenntunar og sótti fjölþjóða ráðstefnur. Rann- sóknaverkefnin snerust einkum um brýn úrlausnarefni í jarð- rækt. Með félaga sínum, Þor- steini Þorsteinssyni lífefnafræð- ingi, tókst honum til dæmis með tilraunum og mælingum á nær- ingu jarðvegs og heyja í bland við erlenda nýþekkingu og með fag- legri heildarsýn í samvinnu við glögga nágrannabændur að finna ráð til úrbóta. Líka varpaði hann ljósi á mikilvægi fosfórs í nær- ingu túna. Snemma setti að Magnúsi ugg um að ekki væri allt með felldu hvað snerti meðferð auðlinda og matvælaframleiðslu heimsins. Tímamótabók Rachel Carson, Si- lent Spring (1962), varð honum umhugsunar- og samræðuefni. Í glaumi daganna vöktu orð Magn- úsar lengi vel litla athygli, urðu jafnvel tilefni spaugs og flimt- inga. Nú vitum við að Magnús varð með þeim fyrstu hérlendis til að vekja athygli á umhverfis- málum, einkum hvað landbúnað snerti. Kemur þá að öllu hinu. Eitt er að hafa völd. Annað að hafa áhrif. Magnús hefði ekki þurft annað en setja nafn sitt undir viðeigandi bréf til þess að verða skólastjóri á Hvanneyri er sú staða losnaði ár- ið 1972. Það hvarflaði þó varla að honum. Hógværðin varð nefni- lega stundum að galla í fari hans. Yfirmenn Hvanneyrarskóla á starfstíma Magnúsar áttu honum hins vegar afar mikið að þakka. Hann var löngum samviska stofnunarinnar, afskaplega næm- ur á anda starfsumhverfisins og ráðhollur. Svei mér ef hann var ekki forvitri líkt og Njáll. Ráð hans dugðu enda betur en flestra annarra. Því urðu til þeir tímar í starfi Hvanneyrarskóla, ekki síst í andbyr, að Magnús var límið; bjálkinn sem bar. Sjálfur naut ég leiðsagnar og liðveislu Magnúsar öll samstarfs- ár okkar á Hvanneyri og við fjöl- skyldan vináttu hans, hvort tveggja markað af einstökum heilindum og trausti. Til fárra var betra að leita ráða og með fáum var betra að hlæja að góðri sögu. Nú blessum við minningu hans og þökkum af alhug fræðandi, hvetjandi og skemmtandi hand- leiðslu og samfylgd. Bjarni Guðmundsson. Strax við fyrstu kynni geislaði frá Magnúsi mikið traust. Þannig var ómetanlegt að njóta hans við að kynnast nýju umhverfi á Hvanneyri. Það voru mín fyrstu kynni af Magnúsi. Fyrir þessa nær fimm áratugi vil ég þakka með örfáum orðum. Ævistarf Magnúsar var bund- ið skólanum á Hvanneyri. Að loknu lokaprófi frá framhalds- deildinni leitaði hann frekari þekkingar í Danmörku. Þar kynntist hann jákvæðustu þátt- um danskrar bændamenningar. Ljóst að það hafði mjög mótandi áhrif á viðhorf hans til landbún- aðarins. Síðan kom hann til kennslu á Hvanneyri og var fræðastarf þar hans starfsvett- vangur síðan. Bæði sem kennari og tilraunastjóri í jarðrækt. Áherslur breyttust í tímans rás. Í byrjun var fagsviðið túnrækt með mesta áherslu á áburða- fræði. Á síðari hluta ferilsins færðust áherslur meira yfir á matjurtarækt. Hann mun hafa verið manna mestur sérfræðing- ur í kartöflurækt hér á landi. Strax var ljóst að Magnús var hornsteinn skólans á Hvanneyri. Allir báru ótakmarkað traust til hans. Hann hafði ákaflega gott yfirlit um starfsemi skólans. Skoðanir hans á hlutverki skól- ans voru skýrar. Orð fór af Magnúsi sem afbragðs kennara. Hugsjón hans var að efla og styrkja stöðu dreifðra byggða. Magnúsi var ljóst mikilvægi þess að senda nemendur vel nestaða af faglegri þekkingu. Hann leit um leið ekki síður á það sem mik- ilvægt hlutverk skólans að efla nemendur sem einstaklinga til að verða virkir og dugmiklir í fé- lagslegu starfi hinna dreifðu byggða. Honum var flestum öðr- um betur ljóst hve miklu skipti að efla félagslegan styrk dreifbýlis- ins. Magnús sjálfur var eins og áð- ur er nefnt einstaklingur sem naut trausts flestra sem honum kynntust. Fas hans og framkoma öll var þannig að hún skapaði slíkt viðhorf til hans strax við fyrstu kynni. Þegar maður kynntist honum nánar mætti manni einstaklingur sem hafði trausta þekkingu sem hann beitti af mikilli yfirvegun. Magnús var einstakur reglumaður í störfum og athöfnum. Auk landbúnaðar hafði hann mikinn áhuga á t.d. þjóðfélags- málum og bókmenntum. Um- hverfismál voru honum strax á árum eftir 1970 stórt áhugasvið. Á þeim árum var hann í farar- broddi við stofnun náttúrvernd- arsamtaka Vesturlands. Hann var oft fyrstur til að skynja stórar breytingar. Þegar starfinu á Hvanneyri lauk settist hann að í Kópavogi sem voru hans bernskuslóðir. Samt taldi hann sig ætíð Mýra- mann þar sem ættir hans voru. Hann fylgdist af sama brennandi áhuga sem áður með þróun land- búnaðarins þó að hann væri ekki lengur í hringiðunni. Átti ég þar oft góðar stundir þar sem mál voru krufin og þá helst þróun landbúnaðarins. Margt í þróun var Magnúsi ekki alveg að skapi og þá sérstaklega hinn hratt hnignandi félagslegi styrkur hinna dreifðu byggða á hinni nýju öld. Með Magnúsi er kvaddur ein- staklingur sem skilaði ákaflega Magnús Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.