Morgunblaðið - 22.01.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.01.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 ✝ Júlíus Gestssonrafvirkjameist- ari fæddist í Reykjavík 13. júlí 1928. Hann lést á Landspítalanum hinn 8. janúar 2020. Júlíus var yngst- ur barna hjónanna Gests Pálssonar sjómanns og verka- manns, f. 24. febr- úar 1877, d. 7. janúar 1963, og Sigríðar Júlíusdóttur klæðskera og húsmóður, f. 19. ágúst 1894, d. 28. mars 1976. Systkini Júl- íusar voru: Inga, f. 14. ágúst 1918, d. 30. október 2009, maki Jón G.S. Jónsson; Rósa, f. 24. júlí 1920, d. 19. janúar 2001, maki Jónas Halldórsson; Guðný, f. 9. september 1922, d. 24. febr- 1961, kvæntur Þórdísi Klöru Bridde, börn: Jóhanna, Júlíus Bjarni, Guðný Klara, Sigurjón Bjarni og Hafþór Bjarni; 5) Hrönn, f. 28. júní 1962, gift Ár- sæli Hreiðarssyni, börn: Hall- dóra, Guðbjörg Erla og Júlía Ýr; 6) Sigríður Rut, f. 3. apríl 1975, gift Hjalta Má Björnssyni, börn: Áslaug, Þórey, Halldóra og Hrönn. Júlíus ólst upp í Reykjavík og lærði þar rafvirkjun hjá Jó- hanni Rönning. Hann fékk meistararéttindi í rafvirkjun 1952. Hann fluttist árið 1958 til Grundarfjarðar, þar sem hann starfaði sem rafvirkjameistari í yfir þrjátíu ár auk þess sem hann kom að útgerð báta, rækjuvinnslu og fiskvinnslu. Þau hjónin fluttust á höfuðborg- arsvæðið 1986 og bjuggu síðast í Safamýri 50 í Reykjavík. Júlíus verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 22. janúar 2019, klukkan 13. úar 2015, maki Bjarni Gíslason; og Róbert Freeland, f. 5. maí 1924, d. 25. febrúar 2009, maki Ingveldur Einars- dóttir. Júlíus kvæntist hinn 21. maí 1963 Halldóru Guð- mundsdóttur, f. í Stykkishólmi 30. maí 1937. Fyrir átti Júlíus börnin: 1) Jón, f. 30. maí 1950, synir Bjarni og Friðrik; 2) Sigríði Sigurlaugu, f. 9. maí 1951, dætur Laila Sif og Nína og 3) Helgu, f. 5. júní 1952, eig- inmaður Arnfinnur Róbert Ein- arsson, börn Alba Solis, Hró- bjartur, Álfur Tumi og Kolbrún Soffía. Börn Júlíusar og Hall- dóru eru: 4) Bjarni, f. 3. apríl Í dag kveðjum við pabba, Júl- íus Gestsson rafvirkjameistara. Kominn á tíræðisaldur þegar hann kvaddi og enn í fullu fjöri. Ekki beint með arnarsjón en keyrði samt eins og herforingi út síðasta ár. Hann fylgdist alla tíð vel með þjóðmálum og var ekki par sáttur við stöðuna í dag. Hon- um þótti heldur halla á þá sem minna mega sín. Alltaf tók hann málstað þeirra, sennilega arfur úr föðurhúsum en faðir hans, Gestur Pálsson, var einn af stofn- endum gamla Alþýðuflokksins. Þau voru fimm systkinin, öll einstaklega vel gerð. Hugur þeirra allra stefndi til mennta en á tímum kreppunnar miklu var menntun einfaldlega forréttindi sem heimilið hafði ekki efni á. Einungis var unnt að senda eina dótturina í framhaldsnám, hana Rósu. Hún varð síðar lands- þekktur frönskukennari í Verzl- unarskóla Íslands. Drengirnir, þeir pabbi og Róbert, fóru í iðn- nám. Báðir urðu þeir afburða- menn á sínu sviði, Róbert varð málarameistari en pabbi fór í raf- magnið. Systurnar sem ekki fengu þetta tækifæri, þær Inga og Lilla, hefðu svo sannarlega getað náð langt líka. Mér finnst það hafi alltaf setið í pabba að hafa ekki átt kost á frekari menntun og alla tíð lagði hann of- uráherslu á að við systkinin gengjum menntaveginn eins langt og við vildum og gætum. Það er nokkuð sem ég hef svo sannarlega lagt áherslu á hjá mínum börnum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá tækifæri til framhalds- náms og einmitt á sviði sem pabbi þekkti vel til. Oft fórum við yfir ýmis flókin tæknimál og alveg fram á síðustu ár saltaði sá gamli mig í hagnýtri rafmagnsfræði. Ég gat heildað og diffrað raf- magnsjöfnur sem lýstu flóknum rásum, það kunni hann ekki, hann þurfti þess ekki, hafði þetta bara í puttunum. Hann pabbi var skemmtilegur maður og sá gleðina í flestum hlutum. Hér áður fyrr gengu þeir vinirnir stundum helst til hratt um gleðinnar dyr, eins og ungir menn eiga til að gera. Til er góð saga af þeim gamla, sem lýsir þessum árum og karakternum vel. Þarna var hann, ungur mað- ur að skemmta sér í Officera- klúbbnum uppi á velli en þar vann hann sem rafvirki eftir stríðið. Þegar gleðin stóð sem hæst stökk hann upp á borð og kallaði hátt yfir salinn: „All Yan- kees are Idiots.“ Það sló þögn á mannskapinn. Tveggja metra bandarískur sjóliði úr sérsveitun- um, og massaður eftir því, stóð keikur upp og hrópaði til baka yf- ir salinn: „Are you serious?“ Pabbi sá að þetta myndi aldrei fara vel og svaraði um hæl: „No, I’m Julius.“ Salurinn sprakk úr hlátri og menn féllust í faðma. Málinu var lokið og gleðin hélt áfram. Þetta var hann pabbi! Nú er komið að kveðjustund, svo ótrúlegt sem það er. Þrátt fyrir háan aldur var hann einfald- lega ódauðlegur og ítrekað búinn að sýna fram á það. Elsku pabbi, takk fyrir samfylgdina og fyrir alla hvatninguna og áskorunina í gegnum lífið. Við áttum góðar stundir saman. Ég hlakka til að hitta þig síðar meir. Ég ætla að undirbúa mig vel fyrir endur- fundinn og mun sanka að mér erfiðum spurningum um jafn- straumsmótora, ykkur Edison fannst nefnilega báðum jafn- straumurinn vanmetinn. Bjarni (Baddi). Júlíus Gestsson var pabbi minn. Hann og mamma voru trú- lofuð og áttu saman tvær dætur, Lottu systur og mig. Þeirra leiðir skildu. Ég man fyrst eftir pabba á Hverfisgötunni þar sem hann vann á rafvirkjaverkstæði í kjall- aranum á númer 50 en ég bjó með mömmu hinum megin við götuna. Ég var kannski 5 til 6 ára og mjög forvitin um þennan mann sem var pabbi minn og heimsótti eins oft og ég gat og hann tók mér vel. Sambandið við pabba var þó mjög slitrótt lengi vel og man ég bara eftir því að hafa hitt hann hjá ömmu Sigríði í einhver ár á eftir. Lotta systir ólst upp hjá ömmu og hringdi þegar von var á honum í bæinn en hann vann þá út á landi. Júlíus var þá ólofaður og fannst gott að fá sér neðan í því þegar hann kom til borgar- innar. Ég man að hann hossaði mér aðeins á hné sér og gaf síðan 50 kall sem var töluvert og þá átti maður hverfið með hjálp sjopp- unnar á Bræðraborgarstíg. Skömmu seinna kynntist hann Dóru sinni sem var honum ávallt stoð og stytta og það má segja að öll okkar samskipti síðan ég var tíu ára séu henni að þakka. Þvílík kostakona. Ég kom oft til Grund- arfjarðar þegar þau bjuggu þar. Vann við járnabindingar þegar pabbi byggði rækjuvinnsluhús og seinna í rækjuvinnslunni sem hann rak. Júlíus var alltaf opinn fyrir nýjum tækifærum og lét ekkert stöðva sig. Hann var líka vinnusamur með eindæmum. Oft sagði hann skemmtilegar sögur af mönnum og málefnum við mat- arborðið. Júlli var sjarmerandi maður sem ávallt sýndi skap sitt hvort sem hann var heillandi kát- ur eða viðskotaillur. Við þrösuð- um oft um pólitík og Dóra hló og sagði að við værum alveg eins. Ég kom stundum með vini til Grundarfjarðar og unnum við í rækjuvinnslunni hvort sem það var einn dagur eða fleiri, ekkert mál, alltaf velkomin. Seinna fór ég stundum og passaði systkini mín Badda og Hrönn þegar pabbi og Dóra skruppu í bæinn, þá var flogið með Vængjum á Rif. Systkinum mínum fannst allt vont sem ég eldaði, enda góðu vön, en átu matinn með hótunum um að það yrði aftur á borðum í næsta mál. Seinna eignuðust þau Rut litlu systur og var ég þá hjá þeim hluta úr vetri, þá orðin full- orðin. Ég heyrði hann segja í símann að hann hefði verið orð- inn leiður á að bíða eftir barna- börnum svo hann hefði bara drif- ið í þessu sjálfur fimmtugur maðurinn. Ég kveð pabba með góðum hug og endurtek kveðju hans „farðu varlega elskan“. Helga Júlíusdóttir. Það var um haustið 1991 sem ég kynntist Júlla fyrst. Þá var ég að slá mér upp með Bjarna (Badda) syni hans. Júlli var fyrst um sinn frekar þögull gagnvart mér sem var ólíkt honum því að hann var glaðvær og ræðinn og hafði oftast frá mörgu að segja. Það var eins og hann væri að taka mig út áður en sonur hans myndi nú gera einhver mistök og falla fyrir þessari stúlku. Júlli var raf- virkjameistari og eins og iðnaðar- menn á þeim tíma var hann oftast klæddur í ljósar kakíbuxur og köflótta skyrtu. En daginn sem við Bjarni giftum okkur var Júlli tilbúinn að klæðast smóking og þótti það kraftaverki næst að fá hann til þess. Mér fannst hann sýna þarna að ég væri velkomin í fjölskylduna. Þegar hann kom í heimsókn heilsaði hann mér allt- af með orðunum „sæl Dísa mín“ og þótti mér vænt um það. Júlla þótti ekkert skemmti- legra en að vera með stórfjöl- skyldu sinni og áttum við margar og skemmtilegar stundir við veið- ar og útiveru. Seinni árin þótti þeim Dóru yndislegt að geta komið til okkur vestur í Árholt sem er á Skógarstöndinni. Þar nutu þau þess að fara niður í Stykkishólm og keyra um Snæ- fellsnesið, enda Snæfellsnes og Grundarfjörður stór hluti af þeirra lífi. Júlli var sérstaklega hrifinn af litlu börnunum og þau af honum. Síðan þegar þau uxu úr grasi þótti honum skemmtilegt að segja þeim hinar og þessar sögur sem höfðu á daga hans drifið í gegnum ævina og mikið var hleg- ið. Ég vil þakka Júlla fyrir sam- verustundirnar í gegnum árin og ég veit að hann mun njóta sín á þeim stað sem hann er á í dag við sögusagnir, veiðar og annað sem honum þótti skemmtilegt. Kveðja, Þórdís Klara. Elsku afi, fyrir okkur varstu ekki aðeins yndislegur afi heldur frábær fyrirmynd. Við eigum óteljandi minningar. Allar heim- sóknirnar og allir kaffibollarnir sem þú drakkst með okkur. Endalausar skemmtilegar sögur af þeim frábæru lífsviðburðum sem þú hefur upplifað. Það var þetta með Willys- jeppa hersins, þegar þú vannst upp á velli eftir stríðið og þér fannst allir herjepparnir svo hreinir. Það var út af einhverju sérstöku bóni sem hvergi annars staðar var að finna í heiminum. Mörgum árum síðar aðstoðuðum við þig við þrífa bílinn þinn og þá hafðir þú auðvitað útvegað sama bónið frá hernum þegar þú varst aftur farinn að vinna þar og það virkaði alveg jafn vel þá og það gerði í gamla daga. Við bónuðum svo bílinn þinn reglulega með þessu undraefni. Afi var mikill húmoristi og hafði alltaf spennandi sögur að segja. Hann þurfti aldrei að krydda, bæta við eða breyta neinu, því hann hafði upplifað svo ótrúlega magnaða hluti að það var engin þörf á ýkjum. Þegar afi varð áttræður vorum við það heppin að fá að eyða af- mælinu saman með honum og ömmu og stórfjölskyldunni í London. Það er ein allra eftir- minnilegasta ferð sem við mun- um eftir. Skemmtilegast var þeg- ar við fórum á herminjasafn um seinni heimsstyrjöldina og afi há- aldraður að okkur fannst, hopp- aði um safnið eins og táningur og gat frætt okkur um hvern og einn einasta hlut. Afa fannst alltaf gott að vera í faðmi fjölskyldunnar og þegar hann varð níræður fyrir tæpum tveimur árum var haldið gott teiti í hans nafni á þeim stað sem hann unni mest en það var Snæfells- nesið. Hann keyrði þangað sjálf- ur með ömmu. Þá kom öll stór- fjölskyldan saman og það var sungið og hlegið langt fram eftir nóttu. Afi var einstaklega geðgóður maður, húmoristi, skemmtilegur og fróður og erum við systkinin virkilega þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa allar þessar yndislegu stundir með honum og að eiga þessar minningar saman. Takk fyrir allt, elsku afi. Guðný Klara, Sigurjón Bjarni, Hafþór Bjarni. Júlíus Gestsson rafvirkja- meistari, félagi okkar í Kaffi- vagninum til áratuga, hefur kvatt okkur félaga eftir hugsanlega níu þúsund kaffiferðir á undanförn- um árum. Sama hvernig viðraði úti þá var Júlíus mættur manna fyrstur af okkur öllum. Sat á sama stað til æviloka þar sem gæði lífsins skipta okkur félaga hans miklu máli. Í vináttunni finnur maður sjálfan sig í hópi vina sem virka eins og hlekkur í keðjunni í kaffispjalli manna á milli á hverjum degi. Það hafa ætíð verið sterkar skoðanir á þjóðmálum í Kaffi- vagninum þegar félagar okkar tóku nokkrar snarpar rispur um þjóðmálin. Þá var mikið fjör, mik- ið gaman manna á milli, ekki neinum hlíft við flokksskoðunum. Júlli brosti að þessum hávaða í félögum sínum, honum fannst ekki neitt tilefni að vera æsa sig út af ýmsum málum. Hann var stundum glettinn, stríðinn þegar leikar stóðu sem hæst, með bros á vör enda hjartahlýr, helja- menni, skemmtilegur persónu- leiki, með sterka réttlætiskennd, félagslega sinnaður, hjálpsamur, ráðagóður í fjármálum. Vinir Júlíusar komu ekki að tómum kofanum varðandi raf- magnfræðina, þá var hann boðinn og búinn að hjálpa fólki í vanda. Þó búið væri að dæma ákveðinn hluti ónýtan af fagmönnum þá brást þúsundþjalasmiðurinn Júl- íus við og sagði viðkomandi að setja hlutinn í skottið á bílnum sínum eða hann fór heim til fólks- ins að redda málunum. Hann kom til baka stuttu síðar, þá var hann spurður hvernig hefði geng- ið. Svar sem vinir hans fengu: „Smá bilun,“ sagði Júlli, „ég fór í varahlutaverslun og fékk það sem vantaði.“ Já, það lék allt í höndunum á honum, sama hver hluturinn var. Kaffi og góðgæti, pönnukökur með rjóma á afmælisdögum fé- laganna hefur verið hefð í Kaffi- vagninum í áratugi og ekki má gleyma súkkulaðinu á nammi- dögum frá Geira flugvélstjóra, þá brosti Júlíus okkar. Það má í raun segja að Júlli vinur okkar hafi aðlagast öllu sem til féll , gerði allt sem var hollt að hans mati, þess vegna lifði hann svona lengi. Þrátt fyrir það voru félagarnir Kaffivagninn efstir á blaði. Yndislegu dætur hans sáu um keyra hann á morgnana þar til fór að draga verulega úr kröftum hans, hann hafði það á orði að þær vildu að honum liði vel og ekkert mál að keyra hann. Júlíus Gestsson gekk óstuddur alla tíð. Eftir stendur skipun á borðs- hefðir og sætaskipun í Kaffivagn- inum, ekkert Morgunblað, ekki vinir til röfla við eða taka þátt í umræðum. Það hefur verið tómlegt í Kaffivagninum að undaförnu síð- an þú tókst þér far og hélst á vit nýrra ævintýra á nýjum stað. Hugur þinn mun svífa yfir okkur öllum á meðan við sem eftir erum lifum. Eftir stendur vinátta, kær- leikur í áratugi. Við, félagar þínir í Kaffivagn- inum, þökkum þér fyrir yndisleg- ar samverustundir í tugi ára. Guð blessi og varveiti frú Halldóru Guðmundsdóttur, börn, og fjöl- skyldu. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Jóhann Páll Símonarson og félagar í Kaffivagninum. Júlíus Gestssonfarsælu ævistarfi. Með því skilaðihann mörgum góðu veganesti. Á fjölmörgum fleiri sviðum skilur hann eftir sig jákvæð spor. Guðmundi bróður hans færi ég innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls þessa góða drengs. Jón Viðar Jónmundsson. Fyrstu kynni mín af Magnúsi Óskarssyni voru þegar ég byrjaði að vinna á Hvanneyri haustið 1963. Þar voru meðal annarra tveir Guðmundar, skólastjóri og ráðsmaður, sem höfðu verið þar lengur en flestir mundu en Magnús fannst maður að hefði alltaf verið þar. Veturinn eftir var hann svo kennarinn. Í þann tíma hófust kennslustundir með því að nem- andinn mundaði blýant eða penna til að skrifa niður eftir lærifeðrunum. Áburðarfræðin var í samningu og talsverðan hluta hennar skrifuðum við upp eftir honum. Í efnafræðinni lagði hann á sig margvíslegar tilraunir til að fá okkur til að skilja fram- andi efni. Í vinnufræðinni lærð- um við að lyfta mjólkurbrúsum án þess að eyðileggja bakið. Og eftirminnilegt hvernig hægt var að mæla þreytu með títuprjónum og reglustiku. Ekkert spilaði hann af fingrum fram heldur var allt nákvæmlega undirbúið. Ég varð svo þeirrar gæfu að- njótandi að stíga mín fyrstu spor sem tilraunamaður með Magn- úsi. Þar var nákvæmnin í fyrir- rúmi, bæði við skipulag tilrauna og alla framkvæmd. Og alltaf er mér minnisstætt heilræði (eða sannindi) um verkstjórn við rannsóknir; aldrei að skamma vinnumanninn því þá þorir hann ekki að segja frá mistökum. „Æ, æ, ég hefði átt að segja þér betur til“ vað það lengsta sem hann gekk í að vanda um við menn. Magnúsi voru umhverfismál mjög hugleikin. Honum, eins og svo mörgum öðrum, varð bók Rachel Carson „Raddir vorsins þagna“ eins konar hugljómun um samhengi hlutanna í náttúru heimsins. En hann sá líka vel að án þess að nýta tiltæka þekkingu um áburðarnotkun og varnarefni við plöntuframleiðslu lendir mannkynið uppi á skeri. En allt með gætni og vakandi auga á hliðarverkunum. Bók Rómarklúbbsins „Endi- mörk vaxtar“ var honum einnig hugleikin; að allt eyðist sem af er tekið. Og kannski skiptir ekki máli hvort nýtanlegar birgðir fos- fórs endast í 30, 50 eða 500 ár, heldur hversu langt við hugsum. Gróðurhúsaáhrifin vöfðust heldur ekki fyrir honum. Magnús gantaðist raunar með að Hvann- eyrarkinnin verði með tímanum úrvals land fyrir ávaxtarækt. Eftir langt lífsstarf með fóð- urjurtir söðlaði Magnús um og beindi áhuga sínum að matjurta- rækt svo að reiturinn innan elstu skjólbeltanna varð, með ötulli umsjón Rögnu Hróbjartsdóttur, einhver glæsilegasti matjurta- garður landsins. Það er svo í fullu samræmi við skaphöfn Magnúsar að hann var framsóknarmaður. Engar öfgar í neina hátt heldur sanngirni. Og ég held að hann hafi alltaf átt auðvelt að setja sig inn í hugs- unarhátt manna með aðrar skoð- anir. En hann varaði við að trúa þeim sem hafa mikið rétt fyrir sér, „þeir eru hættulegir“, sagði hann. Njáll á Berþórshvoli lét aka skarna á tún svo betur sprytti. Í mörgu mætti líkja Magnúsi við þennan forvera sinn í áburðar- fræðinni. Mér kemur þó frekar í hug bróðir Njáls, Holta-Þórir. Í brúðkaupi Gunnars og Hallgerð- ar á Hlíðarenda er nákvæmlega lýst hvernig raðað var til borðs eftir mannvirðingum. Holta-Þóri hefði borið að sitja ofarlega, en hann kaus að sitja ystur „því þá þótti hverjum gott þar sem sat“. Þannig var Magnús Óskars- son. Ríkharð Brynjólfsson. Ástkær pabbi okkar, sonur, bróðir og vinur, FRANCIS STEINAR BAKER lést á Landspítalanum 13. janúar. Útförin fer fram í Maríukirkju fimmtudaginn 23. janúar klukkan 15. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð. Thomas S. Baker Adam B. Baker Daniel S. Baker Teresa Rós Baker Rögnvaldur Örn Baker Anný Guðsteinsdóttir Joan Baker Denice Baker Diane Grabill Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.