Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 25
búsett í Grafarvogi í Reykjavík.
Foreldrar Áslaugar voru hjónin
Þorleifur Sigurðsson, f. 28.10. 1897,
d. 16.1. 1986, trésmiður á Siglufirði,
og Soffía Davíðsdóttir, f. 7.12. 1904,
d. 9.5. 1981, húsmóðir.
Börn Benedikts og Áslaugar eru
1) Ásta Sigríður, f. 6.3. 1968, ráð-
gjafi og húsmóðir í Hafnarfirði.
Maki: Bolli Eyþórsson, tæknilegur
söluráðgjafi. Börn þeirra eru Vign-
ir Þór Bollason, f. 12.12. 1990, kíró-
praktor; Benedikt Arnar Bollason,
f. 28.7. 1993, vélfræðingur og iðn-
rekandi; og Svandís Bolladóttir, f.
23.7. 1997, nemi; 2) Sigurður Gunn-
ar, f. 15.6. 1971, vélfræðingur í
Reykjavík og stjórnarmaður í VM.
Maki: Linda Björk Björnsdóttir
bankastarfsmaður. Dóttir þeirra er
Þórdís Ása Sigurðardóttir, f. 24.12.
2001, nemi, og dætur Lindu eru
Adda Steina Haraldsdóttir, f. 27.10.
1987, háskólanemi, og Aldís Erla
Jónsdóttir, f. 19.11. 1992, hár-
greiðslukona.
Bræður Benedikts eru Guðni
Georg Sigurðsson, f. 18.2. 1941,
tölvuforritari, eðlisfræðingur og
stærðfræðingur á Seltjarnarnesi og
Ingibergur Sigurðsson, f. 17.5.
1947, bakari og vörubifreiðarstjóri í
Reykjavík.
Foreldrar Benedikts voru hjónin
Sigurður Benediktsson, f. 22.9.
1908, d. 4.11. 1976, kolaútkeyrslu-
maður og vörubifreiðarstjóri, og
Sigurásta Guðnadóttir, f. 12.9.
1915, d. 1.2. 2007 húsmóðir. Þau
giftu sig 15.12. 1940. Þau fæddust í
Vesturbænum, hann í Framfara-
félagshúsinu, Vesturgötu 53, og
hún á Nýlendugötu 19. Þau bjuggu
saman alla tíð á Reynimel 56 sem
er í eigu Ingibergs, bróður Bene-
dikts, í dag.
Benedikt Gunnar
Sigurðsson
Guðrún Jónsdóttir
húsmóðir í Eiríksbæ í Rvík, dóttir Jóns
Ólafssonar prests á Kjalarnesi
Eiríkur Helgi Eiríksson
stýrimaður í Eiríksbæ á
Brekkustíg 15b í Rvík
Jóna Ása Eiríksdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Sigurásta Guðnadóttir
húsmóðir í Reykjavík
Guðni Einarsson
kolakaupmaður í Reykjavík
Guðrún Björnsdóttir
húsmóðir í vinnumennsku
í Árnessýslu
Einar Jónsson
var í vinnumennsku víða í Árnessýslu
Magnfríður
Benediktsdóttir
húsmóðir í Rvík
Guðrún Guðmundsdóttir
kaupkona í Reykjavík
Eiríkur Guðnason tollvörður í Reykjavík
Ólafur Guðnason heildsali í Reykjavík
Hólmfríður Jónsdóttir
húsmóðir á Morastöðum
Þórarinn Ingjaldsson
bóndi á Morastöðum í Kjós
Guðrún Þórarinsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Benedikt Pétursson
sjómaður og verkamaður í Reykjavík
Margrét Benjamínsdóttir
húsmóðir í Miðdal
Pétur Árnason
bóndi í Miðdal í Kjós og verkamaður
Úr frændgarði Benedikts Gunnars Sigurðssonar
Sigurður Benediktsson
vörubifreiðarstjóri í Reykjavík
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞÚ HRINGIR KANNSKI EF ÞÚ TREYSTIR
ÞÉR EKKI Í VINNUNA Á MORGUN.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að kyssa hann þegar
hann sefur.
ODDI ER MJÖG
GÁFAÐUR
HEILINN Í HONUM
ER Í FÍNU FORMI
AF ÞVÍ AÐ HANN ER
ALVEG ÓNOTAÐUR
ÉG HELD AÐ ÉG HAFI VERIÐ
MEÐ STÆLA VIÐ RANGAN MANN
Á KRÁNNI Í GÆR …
JÁ,!
ÓÞARFI
AÐ HAFA
ÁHYGGJUR!
JÆJA, ÞÚ
KOMST HEIM
OG Í DAG ER
NÝR
DAGUR!
„ÉG VILDI ÓSKA ÞESS AÐ ÉG HEFÐI
JAFNMIKIÐ SJÁLFSTRAUST OG ÞÚ. MÉR
FYNDIST ÉG NAKIN Í ÞESSARI DRAGT.”
Ámánudag skrifaði SigurlínHermannsdóttir í Leirinn: „Í
fréttum af yngri syni Kalla eilífð-
arprins eru þau hjónakorn sífellt að
„opna sig“. Beta gamla þarf að
grípa til nýrra vopna“:
Í fjölmiðlum fólk er að opna sig
og fjölbreytilegt er það opnustig
Harry um Megxit
og Boris um Brexit
en drottningin velur að vopna sig.
Og Sigurlín bætir við innan
sviga: „Þegar Harry afsalar sér
prinstitlinum, verður það þá ekki
Prexit?“
Þetta stóðst Ólafur Stefánsson
ekki og spurði: „Mega fleiri bulla
svolítið?“:
Beta er best við að trixa,
í Buckingham kokteila mixa.
En Meghan og Harry
eru mestan part arrí
því út- er þeim búið að –lyksa.
Enn er ort um ferskeytluna. Ing-
ólfur Ómar:
Löngum hefur ljóðasmíð
lífgað sál og muna.
Enda hef ég alla tíð
elskað ferskeytluna.
Pétur Stefánsson týndi póstinum
frá Ing. Ómari, lét þessa í púkkið:
Iðka ég glaður óðarsmíð
alveg hreint frá grunni.
Enda hef ég ár og síð
unnað ferskeytlunni.
Sigurlín Hermannsdóttir:
Ferskeytluna flestir dá,
fólk er smíðar stöku.
Marga hef ég marið þá
milli svefns og vöku.
Og að lokum Sigmundur Bene-
diktsson með þessari kveðju: „Heil
öll í ferskeytlustuði“:
Ferskeytlan jafnt forn og ný
flétta kærra hátta,
hún er fersk og fáguð í
fjölda bragarhátta.
Á afmælisdegi Ragnars Inga at-
hugaði Philip Vogler í Rímorðabók
Eiríks Rögnvaldssonar hvaða
möguleikar fyndust til „innríms og
skothendinga“ við ing. Þeir eru
margir og kalla á hringhendu:
Mun Ragnar Ingi rétt ef kjörinn
rata á þing sem besta sál,
öllum kringum kenna svörin,
kyrja slyngur bundið mál.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Breska pressan
og enn um ferskeytlur