Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020FRÉTTIR Alhliða Ræstingar Öflugt gæðaeftirlit og góð þjónusta Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Hafðu samband og við gerum fyrir þig þarfagreiningu og tilboð í þjónustu án allra skuldbindinga. Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ARION -3,24% 83,5 HAGA +3,94% 47,5 S&P 500 NASDAQ -0,25% 9.069,381 -0,57% 3.239,13 -0,38% 7.575,14 FTSE 100 NIKKEI 225 8.7.‘19 8.7.‘197.1.‘20 1.600 80 1.826,1 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 68,16 -1,10% 23.575,72 64,11 40 2.000 7.1.‘20 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 1.808,85 FJÖLMIÐLAR Fjórir hluthafar eru nú að eignar- haldsfélaginu Torgi ehf. sem á Fréttablaðið. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum á heimasíðu fjölmiðlanefndar. Félagið Varðberg ehf., sem er í eigu Helga Magnús- sonar fjárfestis, keypti allt hlutafé Torgs á nýliðnu ári, fyrst helmings- hlut í byrjun júnímánaðar og hinn helminginn um miðjan októbermán- uð. Samhliða síðari viðskiptunum var tilkynnt að Fréttablaðið og sjón- varpsstöðin Hringbraut myndu renna saman. Hinir nýju hluthafar eru félagið Saffron sem er í eigu Sigurðar Arn- grímssonar, fjárfestis og viðskipta- félaga Helga Magnússonar. Það fé- lag fer með 10% hlut í Torgi ehf. Þá er Jón Þórisson, annar tveggja rit- stjóra Fréttablaðsins með 5% hlut í félaginu og Guðmundur Örn Jó- hannsson með 3% hlut. Þegar tilkynnt var um sameiningu Fréttablaðsins og Hringbrautar í október var einnig greint frá því að Sigurður Arngrímsson og Guð- mundur Örn, sem stóðu að síðar- nefnda félaginu, myndu eignast hlut í Torgi í kjölfar viðskiptanna. Þar var einnig tilkynnt að Jón Þórisson kæmi inn í eigendahópinn. Þá lá hins vegar ekki fyrir hver hlutaskiptingin yrði milli þessara aðila. Davíð Stefánsson, sem ráðinn var ritstjóri Fréttablaðsins, örfáum dög- um áður en tilkynnt var um kaup Helga Magnússonar á helmingshlut í Torgi, er ekki í eigendahópi fyrir- tækisins. Um miðjan desember var tilkynnt um að Torg hefði keypt til- teknar eignir af Frjálsi fjölmiðlun ehf., útgáfufélagi DV, ásamt gagna- safni fyrirtækisins. Kaupin eru nú til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. ses@mbl.is Fleiri eigendur koma að Fréttablaðinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Blaðið skipti um eigendur á nýliðnu ári og nú hafa fleiri bæst í hópinn. Áhugasamur erlendur aðili skoðaði alvarlega kaup á greiðslumiðlunar- fyrirtækinu Valitor, að hluta eða öllu leyti, fyrir áramót. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans.Þær upplýsingar fengust ekki staðfestar hjá eiganda fyrirtækisins, Arion banka, sem tjáir sig ekki um sölu- ferlið. Aðilar á fjármálamarkaði, sem ViðskiptaMogginn ræddi við í gær, telja að uppsagnir 60 starfsmanna sem Valitor greip til nú í upphafi ársins, og Morgunblaðið sagði frá, gætu tengst því að slíkar viðræður hefðu runnið út í sandinn. Telja sum- ir að mögulega muni bankinn nú hætta öllum þreifingum um sölu fyrirtækisins, að minnsta kosti tíma- bundið. Eftir uppsagnirnar hjá Val- itor eru starfsmenn þess um 330, en til samanburðar starfa um 190 hjá Borgun, helsta keppinaut fyrir- tækisins hér á landi. Eins og Morgunblaðið sagði frá á sínum tíma var Valitor sett í sölu- ferli á fyrsta fjórðungi síðasta árs, og hóf markaðssetningu félagsins til fjárfesta í kjölfarið. Citi er ráðgjafi Arion í söluferlinu. Hitt stóra íslenska greiðslumiðl- unarfyrirtækið, Borgun, hefur einn- ig verið í söluferli síðan í janúar 2019, en Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, sem á meirihlutann í því, tjáir sig ekki um söluferlið. Hún segir þó í samtali við ViðskiptaMoggann að einhverjir hafi kynnt sér fyrirtækið. Áþekk íslensk starfsemi Íslensk starfsemi Valitors og Borgunar er mjög áþekk, en það sem skilur fyrirtækin einkum að er erlenda starfsemin. Erlend starf- semi Valitors er þannig mun um- fangsmeiri en Borgunar. Þá hafa fyrirtækin reynt fyrir sér á ólíkum mörkuðum. Útrás Valitors, sem hófst upp- haflega árið 2014, hefur einkum beinst að Bretlandi og Skandinavíu, meðal annars með kaupum á fyrir- tækjunum Altapay í Danmörku og Chip & Pin og IPS í Bretlandi. Eins og ViðskiptaMogginn hefur áður fjallað um eru þessi þrjú fyrirtæki í svipaðri starfsemi og Valitor er í hér á landi og eru bresku fyrirtækin með þúsundir kaupmanna í viðskiptum í Bretlandi. Altapay nálgast hins- vegar stærri smásölufyrirtæki í Evrópu, fyrirtæki sem eru með starfsemi í fleiri en einu landi. Vaxtarbroddur Borgunar er til samanburðar einkum í Mið- og Aust- ur-Evrópu, en félagið er með skrif- stofur í Búdapest í Ungverjalandi og Prag í Tékklandi, og vinna 60 starfs- menn hjá dótturfélaginu B Pay- ments í þessum löndum. Hefur ár- legur vöxtur þess félags numið um 20%. Samkvæmt upplýsingum Við- skiptaMoggans er talsverður munur á því að reka greiðsluþjónustu í Bretlandi og Skandinavíu annars vegar og í Mið- og Austur-Evrópu hins vegar. Bretland og Skandinavía þykja þroskaðir markaðir þar sem mörg fyrirtæki keppa. Þar af leið- andi er verð lægra og stærð mark- aðarins hefur náð ákveðinni mettun. Í Mið- og Austur-Evrópu eru hins- vegar fáir aðilar á markaðnum, og er fyrirtækið B Payments til að mynda einn af stóru aðilunum á mark- aðnum. Borgun keypti fyrirtækið fyrir nokkrum árum. Borgun er þó ekki eingöngu í útrás í Mið- og Aust- ur-Evrópu heldur á það í nokkrum viðskiptum í Bretlandi einnig, en umsvifin eru þó mun minni en hjá Valitor. Borgun er ekki með skrif- stofu í landinu, en vinnur þess í stað mikið í gegnum millliði, sem safna saman viðskiptavinum og selja áfram til fyrirtækja eins og Borg- unar. Þungur rekstur Rekstur Valitors og Borgunar hefur verið þungur síðustu misseri, eins og lesa má út úr ársreikningum félaganna. Eins og einn viðmælandi ViðskiptaMoggans orðaði það þá segir það sína sögu að tekist hafi að selja hvorugt fyrirtækjanna eftir heils árs söluferli. Valitor tapaði tæpum tveimur milljörðum króna árið 2018, og eins og fram kemur í árshlutareikningi Arion banka var 2,9 milljarða króna tap hjá Valitor á fyrstu níu mán- uðum ársins 2019. Borgun var til samanburðar rekin með rúmlega eins milljarðs króna tapi á árinu 2018. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að sá taprekstur hafi haldið áfram á árinu 2019. Skoðaði kaup fyrir áramót Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Erlendur kaupandi skoðaði vandlega að kaupa greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor fyrir áramót. Margir vilja tengja nýlegar hóp- uppsagnir hjá fyrirtækinu við að sala hafi brugðist. Borgun sér um færsluhirðingu fyrir Íslandsbanka en Valitor veitir Arion banka og Landsbankanum sömu þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.