Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020SJÓNARHÓLL
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Eigum úrval af
EGGERT
Um áramót leiðir maður gjarnan hugann aðstóru spurningunum; hver er maður, hvert villmaður fara, hvað hefur áunnist … og hvað er
það sem skiptir máli í lífinu? „En bíddu nú við“ kann
lesandi að hugsa, „hafa slíkar pælingar eitthvert er-
indi á síður ViðskiptaMoggans?“ Svarið er já, að mínu
mati. Við erum öll í margvíslegum hlutverkum sem
einstaklingar; feður, mæður, synir, dætur … og
starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Af-
staða hvers og eins til stóru spurninganna endur-
speglar því hegðun í öllum hlutverkum. Í því ljósi á
hugleiðing um stóru málefni tilvistarinnar erindi við
okkur öll.
Af mörgu er að taka þegar horft er til framtíðar og
þess sem við þurfum að huga að. Loftslagsváin er
stærsta viðfangsefnið, en stríð og átök, flóttafólk og
innflytjendur, gervigreind og
atvinnuþróun, sjálfbærni og
matvæli, arður og auðlindir,
eru allt aðkallandi umhugs-
unarefni.
En ekki er ætlun mín í
þessum pistli að ræða ofan-
greind málefni heldur vekja
athygli á tveimur atriðum,
sem hafa oft komið upp í huga mér sem það sem í
raun skiptir okkur máli. Atriði sem eru á margan hátt
lykilforsendur hamingjuríks lífs; barnalán og góð
heilsa.
Barnanna er framtíðin og þeirra er að erfa landið.
Hvort sem við erum foreldrar eða ekki, getum við
örugglega tekið undir að fátt sé ánægjulegra í þessum
heimi en fæðing barns. Foreldrar og ástvinir fagna
nýjum einstaklingi sem á framtíðina fyrir sér og við
tekur umhyggja og uppeldi til að skila barninu sem
góðum einstaklingi út í þjóðfélagið, þar sem hann
tekst á við lífið á sínum eigin forsendum, en með holl-
ráð og ást aðstandenda sem veganesti. Að sjá börn
vaxa og dafna og verða að hamingjusömum ein-
staklingum, er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.
En það fer ekki alltaf á þann veg. Þær miklu breyt-
ingar sem átt hafa sér stað síðustu áratugina, hafa
jafnframt aukið hættur fyrir börn og ungmenni, þar
sem sérstaklega eiturlyf hafa glapið. Þeir foreldrar
sem hafa upplifað að sjá á eftir barni sínu á þessa
braut þekkja þann sársauka sem slíkt veldur. Við slík-
ar aðstæður skipta öll önnur svokölluð „lífsins gæði“
nákvæmlega engu máli. Það breytir litlu að eiga tvo
bíla, stórt hús og vera með næstu ferð pantaða til út-
landa. Þá skiptir það eitt máli að heimta barn sitt úr
helju. Allt annað er aukaatriði.
Til að koma barni til manns þarf ást og umhyggju
aðstandenda og stuðning þjóðfélagsins. Kærleikur í
foreldragarði er frumskilyrðið, því aðeins með skiln-
ingi, fræðslu, vernd, aðhaldi og ástúð, skapast réttur
jarðvegur fyrir sjálfstæðan einstakling að þroskast í
ábyrgan þjóðfélagsþegn, sem hefur mannkærleika að
leiðarljósi. Í hraða nútímans, þar sem margt er um að
vera í hinu svokallaða lífsgæðakapphlaupi, er því sér-
stök þörf á að við beinum athygli og ást að börnum
okkar, nýtum vel þær stundir sem fjölskyldan er sam-
an og reynum alltaf að halda nálægð og trúnaði.
Það er einnig nauðsynlegt að
fyrirtæki og stofnanir marki fjöl-
skyldustefnu gagnvart starfsfólki
sínu, þar sem kveðið er á um á
hvern hátt hæg sé að tvinna sem
best saman hagsmuni fyrirtækisins
og starfsfólks í hlutverki sínu sem
makar, foreldrar og starfsfólk.
Fátt er mikilvægara en góð
heilsa. Þegar sjúkdómur herjar á einstaklinga setur
það ástvini og fjölskyldur í uppnám. Allt annað víkur.
Allt annað er aukaatriði og öll orka beinist að þeim
sem sjúkur er. Oft eru þessar aðstæður mjög erfiðar
að takast á við og veldur veraldlegum erfiðleikum sem
bæði snerta fjármál og vinnu. Heimili flosna upp,
hjónabönd bresta og rót kemst á börn. Á þessum
stundum reynir á samfélagið, meðbræður og systur
þess sjúka, og þann aðbúnað og umönnun sem sá sem
þjáður er hefur aðgang að. Ekki síst þurfum við að
hugsa vel um þá kynslóð sem skilað hefur sínu dags-
verki og gert okkur fær um að takast á við og njóta
lífsins. Við þurfum að sýna þakklæti í verki með því
að gera öldruðum kleift að njóta ævikvöldsins við ör-
yggi og ást sinna nánustu.
Hamingjan og það sem raunverulega skiptir máli er
ekki veraldleg gæði. Það sem skiptir í raun máli er að
hafa heilsu til að horfa á börn sín vaxa úr grasi og
verða að nýtum þjóðfélagsþegnum sem leggja sitt af
mörkum til að auðga mannlíf og glæða það auknum
kærlega og hlýju.
STJÓRNUN
Þórður Sverrisson,
ráðgjafi hjá Capacent
Það sem skiptir í raun máli
”
Að sjá börn vaxa og
dafna og verða að ham-
ingjusömum einstak-
lingum er eitthvað sem
skiptir okkur miklu máli.
FORRITIÐ
Flest viljum við helst af öllu snið-
ganga fyrirtæki sem stunda ógeð-
fellda viðskiptahætti. Verst að það
getur kallað á töluverða rannsókn-
arvinnu að leita af sér allan grun um
hverjir t.d. stunda tilraunir á dýrum
eða fara illa með starfsfólk sitt í fjar-
lægum heimshlutum.
Vafraviðbótin Tribe (www.joint-
ribe.com) kemur með áhugaverða
lausn, a.m.k. fyrir þá sem eru dug-
legir að panta vörur á Amazon.
Tribe einfaldlega lætur notandann
vita ef varan sem hann hyggst panta
kemur frá harðbrjósta framleið-
anda. Um leið mælir Tribe með sam-
bærilegum vörum sem hægt er að
kaupa í staðinn, með góðri samvisku.
Með þessu vill fólkið á bak við
Tribe virkja betur áhrifamátt neyt-
enda. Auk þess að beina viðskiptum
almennings til fyrirtækja sem fara
vel með dýr, fólk og náttúru þá lætur
Tribe óvönduðu framleiðendurna
vita að þeir misstu af dýrmætum
viðskiptum, í þeirri von að þeir bæti
ráð sitt.
Tribe er enn að taka á sig mynd
og enn sem komið er skimar forritið
eingöngu eftir vörum framleiðenda
sem stunda tilraunir á dýrum.
Smám saman verður virkni forrits-
ins aukin og hægt að nota það á fleiri
vefverslunum en Amazon. ai@mbl.is
Verslað með tandur-
hreina samvisku