Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 9VIÐTAL Tómas J. Gestsson segist varkár maður af eðlisfari en engu að síður í miklum áhætturekstri. hjá fyrirtækinu. Hann bendir þá á að efnahags- samdrátturinn sé líklegur til þess að það dragi úr ferðalögum Íslendinga. „Þess vegna erum við, og höfum við alltaf verið, varkár og viljum geta haldið úti öllum þeim ferðum sem við setj- um í sölu og það hefur tekist hingað til. Okkur líst vel á árið, við erum búin að selja yfir 20% meira inn á árið 2020 en á sama tíma fyrir árið 2019. Salan hjá okkur hefur orðið betri, kannski vegna þess að fólk hefur treyst því betur að við séum á góðri leið. Það var ákveðin óvissa í gangi fyrir ári. Þannig að þetta lítur vel út og við telj- um að við séum með nokkuð gott skipulag fyrir þetta ár.“ Farþegaspá Isavia fyrir árið 2020, sem birt var 23. desember síðastliðinn, gerir ráð fyrir því að íslenskum ferðamönnum sem ferðast um Keflavíkurflugvöll fækki um á bilinu 7 til 8 pró- sent frá því sem var árið 2019. Tómas kveðst ekki hafa sérstakar áhyggjur af þeirri þróun, enda hafi þetta ekki komið á óvart og var við skipulagningu ársins gert ráð fyrir því að eftir- spurn eftir ferðum myndi verða minni á íslenska markaðnum. Framboð minnkandi Ný flugfélög og áhrif þeirra á markaðinn eru þó ekki ný af nálinni og rifjar Tómas upp þá tíma er Iceland Express kom á markaðinn og svo síðar WOW. Þá hafi framboð einnig aukist verulega með komu margra erlendra flugfélaga frá árinu 2013. „Við erum í samkeppni við Ice- landair og öll þessi flugfélög sem fljúga til Ís- lands, þeim hefur fjölgað mjög hratt á undan- förnum árum og með tilkomu allra þessara flugfélaga fóru þau að fljúga þær leiðir sem við vorum búin að byggja upp – til dæmis til Tene- rife og Alicante. Flugfélögin eru ekki síðri sam- keppnisaðili en aðrar ferðaskrifstofur – þannig að það er aukin samkeppni. Hingað til höfum við staðist þá samkeppni, bæði með borgarferðum að vori og hausti og alls konar ferðum sem við höfum verið að bjóða. Við reynum að vera ekki inni á þeim leiðum sem áætlunarflugfélögin eru á og boðið meira vöru- úrval fyrir landann, eins og til dæmis Lissabon, Madeira, Sikiley, Sardiníu, Dubrovnik og Split. Áfangastaðir sem eru ekki í sölu hjá þessum áætlunarflugfélögum,“ útskýrir Tómas sem jafnframt bendir á að Heimsferðir hafa einnig verið að nýta sér aukið áætlunarflug til að mynda flug Norwegian til Spánar nú í febrúar og mars. Framboð flugfélaganna hefur hins vegar tek- ið að dragast saman og hefur skipulag Heims- ferða tekið mið af því en við það skapast tæki- færi fyrir ferðaskrifstofuna, að sögn fram- kvæmdastjórans. „Sem betur fer fyrir okkur fer að draga úr framboði hjá flugfélögunum og við teljum vera svigrúm fyrir okkur að auka aðeins í. En við erum alltaf á varðbergi og þurfum að vera eins og harmonikka, að hafa sveigjanleika til þess að minnka þegar þörf þykir. Þess vegna höfum við alltaf rekið fyrirtækið með aðhalds- semi og sveigjanleika að vopni. Við vitum aldrei hvernig sumarveðrið verður og verðum að hafa sveigjanleika sem við náum með því að vera ekki með of mikið framboð, heldur hæfilegt framboð en það er ekkert auðvelt að meta það hverju sinni.“ Þá hafa aðstæður einnig breytt forsendum framboðsins. „Ég held að þetta óraunhæfa verð sem hefur verið í gangi að undanförnum fjórum til fimm árum heyri sögunni til, þó að alltaf séu einhver tilboð hér og þar. Þá eru menn kannski orðnir raunhæfari og varkárari í verðlagningu. Ég hygg að við eigum góða möguleika á að halda þessari starfsemi áfram.“ Hins vegar sé enn óljóst hver hugsanleg áhrif geta orðið af fyrir- hugðu flugfélögunum WOW 2 eða Play. Á móti komi að kosturinn við ferðaskrifstofur fram yfir félög sem sinna áætlunarflugi sé að einfaldara sé að aðlagast breyttum markaðsaðstæðum, að mati Tómasar. Sækja á erlenda markaði „Við höfum verið að fylgjast grannt með framboðshliðinni og hefur það verið að dragast saman, en við teljum vera þörf fyrir þessa teg- und af flugi þar sem Íslendingar hafa áhuga á að ferðast til nýrra staða. Við erum alltaf að líta eftir nýjum áfangastöðum, en erum einnig að bjóða ferðir á hefðbundna staði eins og Tenerife og Alicante. Okkar stærsti markaður er Ísland og hann er ekkert risastór, þetta eru 360 þúsund manns og það er ekkert flugfélag sem getur byggst eingöngu á íslenska markaðnum. Ég hugsa að um 90% af farþegum Icelandair séu út- lendingar. […] Þess vegna höfum við líka verið að bæta í gagnvart erlenda markaðnum með flugfélaginu Neos,“ segir Tómas. „Ég hugsa það séu um átta til tíu þúsund sæti í það heila, eða 16 til 20 þúsund leggir, sem gert er ráð fyrir að selja á erlendum mörkuðum. Stærsti hlutinn er í vor og haust í borgarferð- unum, þá eru um 1.500 sæti í sölu á móti okkur í ferðum til Prag, Búdapest, Ljubljana, Brat- islava, Róm og Zagreb í vor. Þeir fylla heila vél á móti okkur. Á sumrin erum við að selja til Alic- ante og Malaga, þó að það sé ekki stór hluti. Samtals er þetta töluverður fjöldi,“ útskýrir hann. Heimsferðir hafa gengið frá samningi við ítalska flugfélagið Neos sem mun sinna flugi til allra áfangastaða ferðaskrifstofunnar í sumar og samtals 80% af öllum ferðum Heimsferða á árinu. Nær samningurinn til 34 þúsund sæta, eða 68 þúsund leggja. Tómas segir kostinn við Neos vera að félagið sé reiðubúið til þess að hafa flugvél til staðar á Íslandi til þess að sinna markaðnum hér fjóra daga vikunnar. „Til þess að halda flugvél hér á Íslandi þarf ákveðinn fjölda flugferða til þess að standa undir því. Það er ekki sjálfgefið að finna flugfélag sem veitir flugvél fjóra daga í viku yfir hásumar. Þetta er púsluspil fyrir þá líka.“ Internetið ekki endilega betri kostur Á netinu er nú hægt að nýta bókunarsíður til þess að leita uppi flug og gistingu um allan heim. Er blaðamaður spyr hvort dagar ferðaskrifstof- anna munu vera taldir vegna tækninýjunganna segir Tómas svo ekki vera. „Við erum búin að eyða töluverðum fjárhæðum í hönnun á öflugu bókunarkerfi og við erum að fara að tengjast flugfélögum til þess að hægt verði að bóka pakka, flug og gistingu. Þá getur fólk valið ákveðna daga og þá birtast alls konar pakkar sem hægt er að velja úr og mun þetta stækka hjá okkur á næstu misserum. Þannig að við er- um aðeins að draga úr leigufluginu, verðum bara með fjóra daga en vorum með alla daga vikunnar með Primera Air. Markmiðið er að auka okkar þátt með áætlunarfluginu til þess að geta boðið meiri tíðni og fleiri áfangastaði.“ Hann segir Heimsferðir með þessari þróun vera að „færast aðeins meira inn í nútímann“ enda sé vitað að kauphegðun neytenda hafi breyst. Þá sé það ekki endilega þannig að hægt sé að fá lægsta verðið á bókunarsíðum á netinu, að sögn Tómasar. „Netið getur borgað sig í low- season en við erum að bjóða mjög samkeppnis- hæft og hagstætt verð allan ársins hring til allra áfangastaða. Það hefur gert það að verkum að við höfum lifað þessi 27 ár með spennandi áfangastöðum á hagstæðum kjörum. Svo er það líka þannig að íslenska þjóðin er að eldast og fólk vill vera í hóp. Vera saman og upplifa fé- lagsskap. Til dæmis er það vel þekkt á Gran Canaria að fólk hefur félagsskap hvað af öðru.“ Rétta úr kútnum „Aðhaldssemi í rekstri. Til þess að geta boðið gott verð verður að hafa aðhaldssaman rekstur og svo er það bara mikil vinna að vera stöðugt að leita nýrra áfangastaða. Vera á tánum – finna út hvert Íslendingar kunna að vilja fara og fylgjast með þróuninni. Það þarf alltaf að gæta að sér svo að kostnaðurinn verði ekki of hár enda er verð mjög bundið kostnaði í greininni. Sam- keppnin er svo mikil að það er lítið hægt að leggja á vöruna og verður maður að geta boðið lágt verð. Álagningin í ferðabransanum er mjög lág, ég held að það séu fáar atvinnugreinar sem hafa jafn lága álagningu. En með útsjónarsemi kemst maður í gegnum það,“ svarar Tómas spurður hver sé lykillinn að rekstri ferðaskrif- stofu. Hann kveðst bjartsýnn fyrir hönd fyrir- tækisins og segir það nú vera að rétta úr kútn- um eftir fall Primera Air. „Við endurskipulögð- um fjárhag okkar núna á haustdögum, þannig að við erum nokkuð vel sett fjárhagslega og sal- an hefur verið góð að undanförnu. Við erum að vinna okkur út úr þeim vanda sem skapaðist á haustdögum 2018, þetta tekur allt sinn tíma.“ Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.