Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020FRÉTTIR
Notalegt í skammdeginu
Opið
virka
daga
frá 9-
18
lau fr
á 10-1
6
Gamaldags
14“‘ lampi,
verð 19.980
Fjósalukt, svört, grá
eða rauð, verð 3.980
Glóðarnet og
aðrir varahlutir
fyrir Aladdin
lampa fyrir-
liggjandi
Comet
11“‘ lampi,
verð 8.900
Glerkúplar
verð frá 7.570
Lampaglös
í úrvali,
verð frá 2.980
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Kveikir
í úrvali,
verð frá
1.260
Vefverslun brynja.is
Óhætt er að segja að starfsferill
Alfreðs hjá Sambíóunum hafi verið
áhugaverður. Hann hóf störf í bíó-
bransanum ungur maður í Kefla-
vík og síðan þá hefur lífið snúist
um fátt annað. Hann segir bíó-
rekstur bæði stöðugan og
skemmtilegan, og kvikmyndahúsin
hafi lifað af þótt endalokum þeirra
hafi oft verið spáð, s.s. með tilkomu
VHS-myndbanda og DVD-diska,
og nú síðast að streymið á að gera
út af við bíóið. Alltaf takist kvik-
myndahúsunum samt að aðlagast
harðnandi samkeppni: „Fólk vill
alltaf komast út, sýna sig og sjá
aðra, og upplifa góða mynd með
heitt popp og ískalt pepsí í hönd,“
segir hann.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Áskoranirnar eru að halda
áfram að fá fólk í bíó og bjóða upp
á góða þjónustu og bestu upplif-
unina. Í fyrra breyttum við lúxus-
salnum hjá okkur og settum stóla
sem eru með hita og nuddi inn-
byggðu. Það hefur verið mjög vin-
sælt og er þetta einn fremsti lúxus-
salur í heimi. Mikil samkeppni er
um tímann hjá fólki og erum við að
bjóða upp á fleiri sýningartíma en
áður var.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
eða ráðstefnan sem þú sóttir?
Cinemacon í Las Vegas er ár-
lega með bransasýningu og kynnir
nýjustu myndirnar og tækin fyrir
kvikmyndahús, það var mjög
áhugavert síðast.
Hver myndi leika þig í kvikmynd
um líf þitt og afrek?
Christian Bale; frábær leikari
sem myndi líklega skila góðri túlk-
un á mér á hvíta tjaldið.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Fylgist vel með því sem er að
gerast í bransanum bæði á neti og
annars staðar, horfi t.d. mikið á
bíómyndir.
Hugsarðu vel um líkamann?
Já, ég rækta líkamann með hjól-
reiðum og hollu og góðu mataræði.
Þetta er orðið fjölskyldusport því
Guðný dóttir mín er byrjuð að
hjóla með mér og stefnum við á að
fá eiginkonu mína Magneu í þetta
sport líka – ég skora hér með á
hana.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Ég myndi vilja vera geimfari. Ef
Elon Musk les þetta viðtal þá veit
hann hér með af mér fyrir fyrir-
hugaðan tunglleiðangur. Ég held
að þetta væri mjög skemmtilegt og
spennandi starf.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Ísland er mjög lítið land og mikil
samkeppni. Landið hefur þá kosti
að það er auðvelt að ná til fólks en
ókostirnir eru fámennið. Það eru
hinsvegar ný sóknartækifæri í
fjölda útlendinga sem hafa verið að
flytja hingað og höfum við til dæm-
is verið að sýna fjölskyldumyndir
með pólsku tali.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Lifi hollu og reglusömu lífi; 11.
júní á þessu ári hef ég ekki drukkið
áfengi í 20 ár, og ég fer út að hjóla
og ganga til að endurhlaða batt-
eríin.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráður í einn dag?
Ég myndi breyta lögum um virð-
isaukaskatt. Aðgöngumiði í bíó ber
24,5% vsk á meðan áskriftarveitur
eru í 11%, sem er klár mismunun.
Ég myndi útrýma allri mismunun í
virðisaukaskattsþrepum.
SVIPMYND Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna
Mismunun að áskriftarveiturnar
borgi lægri virðisaukaskatt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
STÖRF: Hjá Sambíóunum frá stofnun árið 1982.
ÁHUGAMÁL: Hjólreiðar, kvikmyndir og fólk.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Magneu Snorradóttur og eigum
við dótturina Guðnýju Ásberg Alfreðsdóttur.
HIN HLIÐIN
Á BAÐHERBERGIÐ
Þegar stigið er inn í sturtuna kemst
fátt annað að enda fyllir niðurinn í
vatnsbununni allt baðherbergið.
Sumum þykir gaman að hlusta á tón-
list í sturt-
unni, en það
þarf þá að
spila hana mjög
hátt ef eitt-
hvað á að
heyrast
yfir vatns-
niðinn, og erfitt
að greina orðaskil í hlaðvarpi eða
dægurmálaþætti á útvarpsstöð.
Nú hefur bandaríski blönd-
unartækjaframleiðandinn Kohler
kynnt til sögunnar lausn á þessum
vanda, með smá hjálp frá Harman
Kardon.
Kohler Moxie sturtuhausinn er
með innbyggðan snjallhátalara og
búið að fínstilla hljóminn þannig að
hann njóti sín vel í sturtukliðnum. Þá
er hátalarinn búinn Alexa-þjónustu-
forritinu og getur því tekið við radd-
skipunum.
Hátalaranum er stungið í miðjan
hringlaga sturtuhausinn og er haldið
þar föstum af segulstálum. Er lítill
vandi að losa sturtuhausinn og tengja
við hleðslutæki en ein hleðsla á að
duga í fimm klukkustunda notkun.
Græjan var frumsýnd á CES 2020
raftækjasýningunni sem stendur
núna yfir í Las Vegas og kemur há-
talara-sturtan á markað von bráðar.
ai@mbl.is
Hljómurinn er lagaður að sturtunni.
Kroppurinn
þveginn og
andanum lyft
Á SKRIFBORÐIÐ
Áður hefur verið fjallað um það á
síðum þessa blaðs hvað voldugir
tölvuskjáir geta bæði verið gagnleg
vinnutæki og um leið afgerandi
stöðutákn. Fólk sem er með margt
á sinni könnu þarf jú stóran vinnu-
flöt og því fleiri, stærri og fullkomn-
ari sem skjáirnir eru, því meira lík-
ist vinnustöðin rammgerðu virki.
Nú hefur Samsung svipt hulunni
af tölvuskjá sem er svo stór og
sveigður að ef honum er stillt upp á
fallegu skrifborði er næsta víst að
áhrifin á vinnufélagana verði þau
sömu og áhrifin sem páfuglinn hef-
ur á keppinauta sína þegar hann
breiðir úr mikilfenglegum stélfjöðr-
unum.
Skjárinn er með 1000R sveigju,
þ.e. eins og hann væri skorinn úr
hring með 1.000 mm radíus. Þetta
þýðir að þegar setið er fyrir framan
skjáinn fyllir hann út í allt sjón-
sviðið og notandinn nánast hverfur
inn í myndina. Skjárinn er 49
tommur að stærð, með háskerpu
QLED-myndgæðum.
Á þetta tæki einkum að höfða til
þeirra sem spila tölvuleiki af kappi
en ekkert sem bannar að nota Sam-
sung Odyssey G9-tölvuskjáinn sem
vinnuskjá. ai@mbl.is
Oddyssey G9 virðist næstum því breiða út faðminn á móti notandanum.
Samsung aldrei
verið sveigðari
Alfreð segir mikla samkeppni
um frítíma fólks og kvik-
myndahúsin m.a. brugðist
við með fleiri sýningartímum.