Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020VIÐTAL
var ekki gríðarlegur fjöldi, en það var þónokkur
fjöldi farþega sem voru búnir að bóka yfir vet-
urinn.“
Smartwings voru fengnir til þess að sinna
flugi fyrir Heimsferðir fram á vetur, en það fé-
lag vildi einungis gera sumarsamning ef fyrir-
tækið myndi nýta flugvélina alla daga vikunnar.
„Okkur leist ekki allt of vel á það og fundum að
lokum Neos sem hafði ekki flogið til Íslands.
Það þurfti að stokka upp allan veturinn og við
fengum Smartwings til þess að fljúga til Gran
Canaria í janúar og fram á vor á síðasta ári. Við
notuðum þá eitthvað til Tenerife, en notuðum
líka Icelandair sérstaklega í febrúar og fram að
páskum þangað til að Neos kom. Þetta var mikið
púsluspil og gerði það að verkum að við þurftum
að breyta flugdögum. Þetta leiddi til aukins
álags á starfsfólk til að gera nauðsynlegar
breytingar. Alltaf þegar er verið að hefja sam-
starf við nýtt flugfélag þarf að aðlaga allskonar
tæknimál sem eru milli flugvéla og ferðaskrif-
stofa. Þetta var heilmikið mál og veturinn var
nokkuð strembinn, en sem betur fer byrjaði
sumarið mjög vel.“
Þá skapaði hin mikla óvissa einnig erfiðar að-
stæður gagnvart birgjum, að sögn Tómasar.
„Maður var kannski ekki að byrja á byrjunar-
reit, en maður þarf að leysa vandamálin og
sannfæra alla birgja og alla um að það sé
óbreyttur rekstur og að allt sé á réttri leið. Það
voru allir skilningsríkir enda ferðaskrifstofan
búin að vera starfandi í 26 ár. Við erum búin að
vera í samskiptum við alla þessa aðila í tugi ára.“
Bölvuð blíða
Þrátt fyrir góða sölu í byrjun sumarsins í
fyrra getur veðurblíða gert ferðaskrifstofum líf-
ið leitt. „Við lentum í því að vísu, eins og aðrar
ferðaskrifstofur, að það var mjög sólríkt sumar
sérstaklega á Suðvesturlandi,“ segir Tómas sem
útskýrir að veðurfar hafi veruleg áhrif á neyslu-
hegðun Íslendinga hvað utanlandsferðir varðar.
„Þetta gerist raunverulega þannig að það þarf
yfirleitt að vera rigning í nokkrar vikur þangað
til að menn segja: Ok, nú er ég búinn að fá nóg
og fer bara í sólina. Eins og gerðist sumrin tvö á
undan (2018 og 2017). Þá fylltist allt og fram á
haust. En núna voru til dæmis maí, júní og júlí
vel seldir, svo var eins og stoppaði í ágúst. Þá
var eins og fólk hefði fengið gott veður í nokkra
mánuði og þá var ágúst mjög erfiður í sölu og
framan af september en fór svo að breytast með
haustlægðunum. Október var einn besti mánuð-
ur okkar frá upphafi. Nóvember og desember
voru ágætir. Í janúar þessa árs erum við með lít-
ið óselt, það er ein og ein dagsetning. Veturinn
Heimsferðir hafa staðið af sér helstu erfiðleik-
ana, þökk sé þrautseigju og lyfti starfsfólkið
grettistaki þegar bregðast þurfti við erfiðum að-
stæðum, segir Tómas, sem á tuttugu ára starfs-
afmæli í næstu viku, og kveðst hann hafa séð
ýmsar áskoranir í gegnum tíðina. „Það eru
gengisfellingar, eldgos og gjaldþrot hér og þar.
Það er margt sem getur komið upp á, en sem
betur fer hafa nú flestar af okkar flugferðum
gengið snurðulaust fyrir sig. Það er kannski í
1% tilfella sem eitthvað kemur upp á og það er
allt saman leyst.“
Meðal stærstu áskorana Heimsferða hefur
líklega verið fall systurfélagsins Primera Air
hinn 1. október 2018. Gjaldþrotið leiddi til þess
að kröfur upp á 770 milljónir króna á hendur
Primera Air og Primera Travel Group töpuðust
og var afkoma Heimsferða árið 2018 neikvæð
um 767,9 milljónir króna. „Þetta var mikill skell-
ur,“ segir Tómas og útskýrir að það hafi verið
sökum þess að ferðaskrifstofan hafði verið búin
að greiða fyrir mikið af flugi fyrirfram til Pri-
mera Air, en beiðni barst frá flugfélaginu sum-
arið 2018 um að ferðaskrifstofan myndi greiða
meira fyrirfram heldur en venja er. Á þessum
tíma var Primera Air að glíma við alvarlegan
lausafjárskort.
Andri Már Ingólfsson, stofnandi Primera Air,
stofnaði í kjölfar falls flugfélagsins Travel Co
sem keypti ferðaskrifstofur Primera Travel
Group og yfirtók skuldir við Arion banka.
„Andri lagði til fjármuni til þess að bjarga ferða-
skrifstofunum í samstarfi við bankann og þann-
ig vannst þetta fram á sumar þangað til Arion
banki tók ferðaskrifstofurnar yfir í júní síðast-
liðnum. Þetta þurfti því að allar ferðaskrifstof-
urnar töpuðu töluverðu á falli Primera Air,“ út-
skýrir Tómas.
Mikil endurskipulagning
Framkvæmdastjórinn segir Primera Air hafa
lent í miklum erfiðleikum vorið 2018. Ein flugvél
félagsins var ekki nothæf vegna tæringar og
seinkun varð á afhendingu nýrra Airbus 321-
flugvéla, sem nota átti í flug frá Bretlandi og
Frakklandi til Bandaríkjanna. Primera Air
þurfti því að leigja dýrar flugvélar fyrir þetta
flug. „Við þurftum að skipuleggja okkur upp á
nýtt og finna nýtt flugfélag. Við vorum fyrst
með Smartwings, þeir flugu fyrir okkur í októ-
ber og nóvember. Flogið var samkvæmt sama
skipulagi og við vorum með hjá Primera air,
þannig að engar breytingar urðu í þeim mán-
uðum. Það var ekki fyrr en í janúar og febrúar
sem urðu breytingar. Við vorum komin með vet-
urinn í sölu þegar þetta gerðist í október, en það
hefur farið mjög vel af stað og er vel bókaður.
Þannig að við erum að vinna okkur út úr þessum
skakkaföllum sem við lentum í fyrir rúmu ári.“
Ófyrirsjáanleiki og sviptivindar í flugrekstri
voru þó ekki horfnir þar sem flugfélagið Adria
Airways, sem tók til starfa 1961 og hefur sinnt
flugi fyrir Heimsferðir, var lýst gjaldþrota 30.
september í fyrra og kom ítalska lággjaldaflug-
félagið Neos aftur til sögu þegar það var fengið
til þess að leysa Adria Airways af hólmi í haust.
„Þessi flugbransi er náttúrlega síbreytilegur.
Það þarf stöðugt að takast á við áskoranir
hverju sinni,“ segir Tómas sem jafnframt bendir
á hversu mikilvægt það hafi verið fyrir ferða-
skrifstofuna að búa yfir reyndum mannauði.
„Starfsfólkið hefur unnið þrekvirki við að koma
hlutunum í rétt horf og sem betur fer erum við
með mikla reynslu innanhúss, menn hafa ýmsa
fjöruna sopið. Það er alltaf erfitt að vinna undir
óvissu en við erum nú miklu öruggari en fyrir
ári. En við höfum áhyggjur af gengi krónunnar.
Við vonum að gengið haldist stöðugt, það er
mjög erfitt að eiga við miklar veikingar sem hef-
ur áhrif á kostnaðinn. Við megum ekki selja
nema í íslenskum krónum á íslenska mark-
aðnum þó að við seljum í evrum til erlendra far-
þega.“
Í ljósi þess hve óstöðugur flugmarkaðurinn
hefur verið og hversu háður markaðurinn er
breytum eins og veðri og gengi kemst blaða-
maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvers konar
manngerð þurfi til þess að vera í eins í ófyrir-
sjáanlegum rekstri. „Ég er nú varkár maður að
eðlisfari, en í miklum áhætturekstri. Þannig að
ég veit ekki hvaða manngerð það er,“ segir
Tómas og hlær. „Þess vegna hef ég alltaf reynt
að halda mér við jörðina. Allur rekstur er
áhættusamur, en sérstaklega þegar við erum í
svona stórum flugsamningum. Við er um að
velta fjórum milljörðum á ári og erum að kaupa
flug fyrir tvo milljarða, hver flugferð kostar
fleiri milljónir. Þetta er svolítil áhætta,“ bætir
hann við.
Ekki áhyggjur af farþegaspá
„Árið allavega byrjar vel og við vonum að það
verði áfram, það lítur bara vel út,“ svarar Tómas
er hann er spurður hvernig hann sjái 2020 verða
Telur að
óraunhæft
verð heyri
sögunni til
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Miklir umhleypingar hafa verið í ferðabransanum undanfarin misseri og
hefur það haft töluverð áhrif á fyrirtækin, ekki síst ferðaskrifstofuna Heims-
ferðir. Hefur fyrirtækið meðal annars glímt við óvissu í kjölfar gjaldþrots
systurfélags sem sá um flestar flugferðir ferðaskrifstofunnar. En fleiri verða
að sigla en þeir sem sumarveðrið hafa og hefur tekist að „rétta úr kútnum,“
að sögn Tómasar J. Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða.
”
Samkeppnin er svo mikil
að það er lítið hægt að
leggja á vöruna og verður
maður að geta boðið lágt
verð. […] En með útsjón-
arsemi kemst maður í
gegnum það