Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Leonard lokað nú í janúar … Skattabreytingar á árinu 2020 Vissu ekki af uppsögnunum fyrr … Vincent Tan keypti húsnæði … Fyrst með bílatryggingar Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Responsible Foods ehf. hefur gert einkaréttarsamning við kanadíska tæknifyrirtækið EnWave í tengslum við framleiðslu nýrrar kynslóðar naslvara úr íslenskum hráefnum. Er framleiðslan hugsuð bæði fyrir inn- lendan og erlendan markað. Samningurinn felur einnig í sér að RF fjárfestir í framleiðslutæki úr smiðju EnWave sem byggir á bylt- ingarkenndri þurrktækni. Með henni er unnt að þurrka matvæli hraðar og við lægra hitastig en áður hefur verið mögulegt. Segir dr. Holly T. Krist- insson, stofnandi RF, að þessi fram- leiðsluaðferð tryggi framúrskarandi bragðgæði, áferð og virkni. RS var stofnað í fyrra af Holly og fékk fyrir- tækið styrk frá Tækniþróunarsjóði til þess að hrinda fyrirtækinu úr vör. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að nú sé unnið að því að fá meira fjár- magn að fyrirtækinu og að sú vinna sé á lokametrunum. Í viðtali sem Holly veitti Morg- unblaðinu á liðnu ári kom fram að hún hefði heillast af heilnæmi ís- lenskra afurða og að hún sæi mikil tækifæri í framleiðslu naslvara, m.a. úr mjólkurvörum og fiski. Af því tilefni sagði hún einnig að ís- lenskt hráefni væri mjög náttúrulegt. „Hollt nasl er oftar en ekki óspenn- andi og bragðlítið, eða jafnvel stund- um alls ekki hollt þótt fólki sé talin trú um það.“ Segir hún að framleiðsla RF verði hins vegar þannig úr garði gerð að það muni höfða til fjöldans og fanga um leið það „frábæra sem Ís- land hefur upp á að bjóða“. Vonir standa til þess að samningurinn við EnWave leiði til þess að fyrstu vörur fyrirtækisins komi fyrir sjónir al- mennings hér á landi á vori komanda. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Styttist í vörur á markaðinn Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslenska nýsköpunarfyrir- tækið Responsible Foods hefur valið kanadískt tækni- fyrirtæki til samstarfs um framleiðslu á vörum sínum. Holly T. Kristinsson er með doktorspróf í næringarfræði. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Árið 2010 dróst hagkerfið samanum 3,4%. Það var annað sam- dráttarárið í röð. Árið 2009 var 6,8% samdráttur eftir efnahags- áfallið. Á þessum árum vitnaði einn við- mælenda blaðsins reglulega til Vil- hjálms Egilssonar hagfræðings. Mantran var að ná þyrfti upp 4,5% hagvexti til að ná niður atvinnu- leysinu. Með því yrðu til ný störf til að mæta fjölgun vinnuaflsins og ný störf til að eyða atvinnuleysinu. Þetta er rifjað upp í tilefni afbreyttri stöðu á vinnumarkaði. Greinendur sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við undanfarið spá 1% hagvexti í ár. Arion banki er svart- sýnni og spáir 0,6% hagvexti á árinu. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu síðastliðinn laugardag mun það að óbreyttu ekki duga til að mæta náttúrulegri fjölgun vinnu- aflsins. Það gæti aftur þýtt að fjöldi atvinnulausra nálgaðist níu þúsund. Fréttir um raðir hjá Fjölskyldu- hjálp Íslands gætu þá orðið tíðari. Fram undan er tími mikilla breyt- inga á vinnumarkaði. Með aukinni sjálfvirkni fækkar vissum störfum en önnur kunna að skapast á móti. Störfin sem eru í hættu eru gjarnan störf fyrir ófaglærða sem margir hafa takmarkaða varasjóði. Ríkisstjórnin hefur í valdi sínu aðgrípa til aðgerða sem geta örvað atvinnulífið og þar með mild- að höggið vegna þessara breytinga og niðursveiflunnar. Sitji hún auð- um höndum gæti það orðið henni dýrkeypt. Snúa þarf vörn í sóknOrmurinn sem liggur á gullinugetur glaðst um þessar mund- ir. Heimsmarkaðsverð á hinum dýra málmi hefur ekki risið hærra í sjö ár og er sveiflan nú einkum rakin til heitinga milli mesta herveldis sög- unnar og klerkastjórnarinnar í Íran. Fjárfestar hopa í það sem þeir telja haldfast og naglfast þegar titring- urinn gerist óþægilega mikill. Á sama tíma hækkar olían, endaóheppileg staðreynd að stærsta pólitíska púðurtunna heims- ins skuli einmitt staðsett í námunda við drýgstu olíulindir jarðar. Fái erkiklerkurinn í Teheran galnari hugmynd en alla jafna, leiðir það án undantekninga til þess að dýrara verður að dæla bensíni á bíla um veröld víða. Það er eflaust á dögum sem þess-um sem forsvarsmenn Seðla- bankans naga sig í handabökin yfir því að gullforðinn sé ekki meiri en raun ber vitni. Hann var í nóv- ember, samkvæmt nýjustu opinberu tölum, metinn á 11,2 milljarða en hefur hækkað nokkuð frá þeim tíma. Það er hverfandi stærð í hinumrisavaxna varaforða sem telur á níunda hundrað milljarða króna. Eflaust dálítið táknræn og fær fólk til að sjá fyrir sér gullstangir í kjall- aranum á Kalkofnsvegi. Stað- reyndin er þó sú að langstærstur hluti þessara verðmæta er í geymslu fjarri Íslands ströndum. En það eru fleiri fletir og óvænt-ari á aukinni spennu við Persa- flóann. Allar þær róstur draga at- hyglina að þeim hlutum heimsins þar sem friður ríkir og öryggi er ekki ógnað af sífelldum hermd- arverkum og átökum. Ísland til- heyrir sem betur fer þeim hluta heimsins. Sjónarmið um öryggi og fyrirsjáanleika höfða mjög til ferða- manna – enda fleira sem taka verð- ur með í reikninginn en bara veðrið, þegar áfangastaðir eru ákvarðaðir fyrir næsta frí. Og það er mergurinn málsins.Ísland er ekki aðeins spenn- andi áfangastaður vegna hinnar fögru náttúru heldur einnig þeirrar staðreyndar að hér er friðvænlegt. Sú staða gerir sömuleiðis allan at- vinnurekstur og áætlanagerð auð- veldari en þar sem óvæntar vend- ingar í pólitík og alþjóðasam- skiptum geta snúið öllu á hvolf í einni svipan. Þessi staða er öfunds- verð og alveg óhætt að nefna nú þegar við siglum inn í nýtt, og von- andi friðsamlegt ár. Stríð og friður Össur hefur tekið 50 milljónir evra að láni hjá NIB til að fjár- magna rannsóknar- og þróunaráætlun. Össur fær 50 milljónir evra 1 2 3 4 5 Ertu að leita að STARFSFÓLKI? 75 til 90 þúsund manns, 18 ára og eldri, lesa blöð Morgunblaðsins með atvinnuauglýsingum í hverri viku* Þrjár birtingar á verði einnar Birt í atvinnublaði Morgunblaðsins í aldreifingu á fimmtudögum Birt í atvinnublaðiMorgunblaðsins á laugardegi. Birt ámbl.is Sölufulltrúi Richard Richardsson, atvinna@mbl.is, 569 1391

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.