Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020SJÁVARÚTVEGUR HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í AF 200 MÍLUM Á MBL.IS Fiskmarkaður Snæfellsbæjar gekk nýverið frá samningi um kaup á ísverksmiðjunni í Ólafsvík af HG Geisla sem var rekinn af Hjörleifi Guðmundssyni. Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Snæ- fellsbæjar, segir nauðsynlegt að ísverksmiðja sé rekin í sveitarfé- laginu. Sú hætta hafi verið til staðar að vélarnar yrðu keyptar úr bæj- arfélaginu og húsnæðið fengi annan tilgang. Fiskmarkaður Snæfellsbæjar hafi haft svigrúm til fjárfestinga og var því tekin ákvörðun um að festa kaup á verksmiðjunni til þess að tryggja áfram rekstur í heimabyggð og ekki síst sjá til þess að viðskiptavinir þeirra fái ís eftir þörfum. Framleiðslugeta ísverksmiðjunnar er um 50 tonn á sólarhring en hægt er að auka framleiðsluna í 75 tonn. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Fiskmarkaður Snæfellsbæjar keypti ísverksmiðjuna í Ólafsvík. Vill halda ísverk- smiðju í heimabyggð „Þetta er sýning sem er orðin á stærð við sjávarútvegssýninguna í Brussel, þetta er meðal stærstu sjávarútvegssýninga í heimi,“ segir Berglind Steindórsdóttir, verk- efnastjóri á sviði útflutnings og fjár- festinga hjá Íslandsstofu, um sjáv- arútvegssýninguna China Fisheries & Seafood Expo í Kína. En Íslands- stofa skipuleggur tvo þjóðarbása á sýningunni. Annar þeirra er fyrir fyrirtæki í framleiðslu á sjávar- útvegstækni og tengdri starfsemi og hinn fyrir framleiðendur sjávar- furða. Mikil breyting „Þessi sýning í Kína hefur farið stækkandi undanfarin ár,“ segir Berglind og vísar til þess að um 35 þúsund gestir sækja hana og eru sýnendur um 1.600 frá 53 löndum. „Ég held að hún sé að verða mjög mikilvæg. Það er auðvitað gríðar- legur fjöldi erlendra aðila sem sækja sýninguna og hún er mjög alþjóðleg. Það er margt fólk sem kemur víða að úr heiminum.“ Þá segir hún sýninguna hafa breyst mikið frá því að Íslendingar byrjuðu að sækja hana. „Við erum búin að vera á þessari sýningu frá upphafi og er hún 25 ára. Maður hef- ur séð miklar breytingar frá því að við vorum fyrst að fara á sýninguna. Þá var bara ein lítil vog frá Marel og engin sérstök höll fyrir tæknina en eru núna orðnar tvær.“ Þá hafi stækkun sýningarinnar átt sér stað sérstaklega vegna þeirrar miklu tækniþróunar sem hefur orðið í sjáv- arútvegi, að mati Berglindar. „Það er auðvitað verið að vélvæða svo margt sem mannshöndin gerði áð- ur.“ Þrátt fyrir að Íslendingar hafi sótt kínversku sjávarútvegssýninguna í áraraðir hefur áhugi íslenskra fyrir- tækja ekki verið mjög mikill. „En áhugi þó. Þetta hafa verið um átta fyrirtæki með okkur. Það er einnig töluvert af Íslendingum sem heim- sækja sýninguna sem gestir og skoða hana. Ég myndi segja að tæki- færin séu þarna alveg gríðarleg á sviði tækniþróunar [enda] hefur greinin breyst mikið og þeir eru að vélvæða sjávarútveginn sinn,“ út- skýrir verkefnastjórinn. Opnað hefur verið á vef Íslands- stofu fyrir skráningu á sýninguna sem haldin verður í Hongdao- sýningarhöllinni í borginni Qingdao 28. til 30. október og hvetur Berg- lind fólk til þess að kynna sér hana. Tækifæri til útflutnings á íslensku hugviti til Kína Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Sjávarútvegssýningunni í Qingdao hefur vaxið ás- megin og mun Íslandsstofa vera með tvo bása fyrir ís- lensk fyrirtæki. Ljósmynd/China Seafood Expo Gríðarlegur fjöldi sækir sjávarútvegssýninguna í Qingdao í Kína. Talið eru að mörg tækifæri kunni að leynast í Kína. Rekstur Hafnarfjarðarhafnar hef- ur gengið vel undanfarin ár og gert er ráð fyrir um 230 milljóna rekstrarafkomu á þessu ári þrátt fyrir hækkun afskrifta fasta- fjármuna frá árinu 2019. Fram- undan eru framkvæmdir af ýms- um toga, s.s. undirbúningur fyrir öflugri raftengingu skipa á Suð- urbakka og endurbætur á Norð- urgarði, auk þess sem búið verður í haginn fyrir töluverðar breyt- ingar á hafnarsvæðinu á komandi árum. Lúðvík Geirsson er hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar og segir hann höfnina vel í stakk búna til að ráðast í frekari uppbyggingu enda næstum búið að greiða upp að fullu skuldir sem stofnað var til þegar hafnarsvæðið var stækkað fyrir um tveimur áratugum. Lúð- vík hefur verið viðloðandi starf- semi hafnarinnar allt frá miðjum 9. áratugnum sem fulltrúi í hafn- arstjórn, sem bæjarstjóri og hafn- arstjóri og hefur átt stóran þátt í þeim breytingum sem orðið hafa á hafnarsvæðinu undanfarna þrjá áratugi. Munaði þar mest um stækkum hafnarinnar rétt eftir aldamót með miklum landfyll- ingum sem bættu um 24 hekturum við hafnarsvæðið. Nú hefur öllu þessu viðbótar- rými verið ráðstafað og athafna- svæði fyrirtækjanna við Hafnar- fjarðarhöfn orðið tvöfalt stærra en það var. Fjölmörg öflug fyrirtæki eru þar með aðstöðu, s.s. Atlants- olía, Köfunarþjónustan, Trefjar, Ísfell, Hlaðabær Colas auk flotkvía VOOV. Þá mun Hafrann- sóknastofnun á næstunni flytja alla starfsemi sína til Hafnarfjarð- arhafnar og verður þar með skrif- stofur sínar og rannsóknarstofur, og tvö hafrannsóknaskip við nýjan hafnarbakka sem er verið að ljúka við framan við nýju höfuðstöðv- arnar. Farþegaskipin setja svip á bæjarlífið Lúðvík segir sérstöðu Hafnar- fjarðarhafnar m.a. felast í því að þar er góð þjónusta í boði fyrir út- hafstogara. „Hingað sækja mikið grænlenskir og rússneskir tog- arar, norskir og jafnvel spænskir, en einnig er aðstaða góð fyrir flutninga á lausavöru á borð við möl, sand, olíu, salt, asfalt og brotajárn,“ útskýrir hann en auk hafnarsvæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar heyrir höfnin við ál- verið í Straumsvík einnig undir Hafnarfjarðarhöfn. Meðalstór farþegaskip sækja í Hafnarfjarðarhöfn og eru þau ágætis tekjulind fyrir höfnina auk þess að vera áberandi fremst á hafnarsvæðinu. „Þetta eru skip sem eru kannski með upp undir 500 farþega og setur skemmti- legan svip á bæjarlífið þegar þau liggja við bryggju mjög innarlega í höfninni. Eigum við von á um 30 Tímabært að Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hafnarfjarðarhöfn mun opnast betur að miðbænum og verða í senn atvinnu-, menningar- og útivistarsvæði, samkvæmt nýju skipulagi. Hafnarmál þurfa að vera hluti af umræðunni um framtíð samgöngumála á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.