Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Sitt sýnist hverjum um þau áhrif
sem sjálfvirknivæðing og gervi-
greind munu hafa á vinnumark-
aðinn. Sumir telja að við fáum bara
meira af því sama,
og tæknin muni að-
allega gera fólk enn
afkastameira í störf-
um sínum. Aðrir
telja að tæknin muni
smám saman bola
hér um bil öllum út
af vinnumark-
aðinum. Daniel Sus-
skind tilheyrir
seinni hópnum og
hefur skrifað bók
um hvað má til
bragðs taka þegar
vélar og forrit hafa
gert okkur öll at-
vinnulaus. Bókin
heitir A World Without Work:
Technology, Automation, and How
We Should Respond.
Susskind, sem kennir hagfræði
við Oxfordháskóla, heldur því fram
að áhrif gervigreindar verði svo mik-
il að það verði ekki hægt að bregðast
við með því t.d. að búa til fleiri verk-
fræðinga og forritara – tölvurnar
munu jú forrita sig sjálfar. Í stuttu
máli telur Susskind að þurfi annars
vegar að virkja hið opinbera til að
útdeila með jafnari hætti öllum þeim
verðmætum sem gervigreind og
sjálfvirkni skapa og
hins vegar að virkja
menntakerfið þann-
ig að fólk finni ein-
hvern tilgang í til-
verunni þótt enginn
þurfi lengur að
vinna.
Þannig vill Suss-
kind meina að svo-
kölluð borgaralaun
séu ekki nóg ein og
sér, því dæmin
sanna að það er ekki
nóg að einfaldlega
gefa fólki peninga.
Mannskepnan þarf
meira en bara fæði
og húsnæði; hún þarf líka að geta
fundið sér einhvern tilgang í lífinu. Í
dag finna margir þennan tilgang í
störfum sínum, og von á að stórir
hópar fólks verði mjög vansælir þeg-
ar gervigreindin tekur yfir, jafnvel
þótt þeir hafi nóg að bíta og brenna.
ai@mbl.is
Hvað á að gera þegar
enginn þarf að vinna?
Áramót gefa okkur öllum færi á að líta um farinnveg en ekki síður horfa björtum augum á fram-tíðina. Margir strengja áramótaheit og líklega
snúast ansi mörg um það að lifa heilbrigðara og betra
lífi. Áramótum fylgir einnig, oftar en ekki, aragrúi laga-
breytinga að loknu haustþingi. Ekki var undantekning
á því þessi áramótin. Meðal þeirra laga sem tóku gildi
um áramótin eru t.d. ný umferðarlög, ný lög um endur-
skoðun og endurskoðendur og auðvitað margt fleira. Sú
lagabreyting sem hafði hvað mest áhrif á höfund þessa
pistils var setning laga nr. 137/2019 um Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun. Lögin settu á stofn samnefnda
stofnun. Samhliða var Mannvirkj-
astofnun lögð niður og sameinuð
þeim hluta Íbúðalánasjóðs er lýt-
ur að rekstri Húsnæðisstofnunar.
Markmið sameiningar þessara
stofnana eru mörg og háleit sam-
kvæmt greinargerð er fylgdi
frumvarpi til laganna. Má þar
m.a. nefna að sameiningunni er
ætlað að „efla stjórnsýslu, stefnu-
mótun og framkvæmd húsnæðis-
og mannvirkjamála hér á landi“
og stuðla að „auknu húsnæðisör-
yggi landsmanna og stöðugleika á
húsnæðismarkaði“. Þá segir í 2.
gr. laganna sjálfra að stofnuninni
sé ætlað að stuðla að því að „jafnvægi ríki á húsnæð-
ismarkaði“ og að tryggja almenningi aðgengi að öruggu
og vistvænu húsnæði. Á grundvelli laga um mannvirki
nr. 160/2010 er það eitt af hlutverkum stofnunarinnar
að „vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með
því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerð-
ar“. Hið fjölþætta hlutverk nýrrar stofnunar gerir það
að verkum að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ber
ábyrgð á framkvæmd ýmissa annarra laga er varða
húsnæðis- og mannvirkjamál sbr. 3. gr. laga nr. 137/
2019. Má þar m.a. nefna lög um mannvirki, lög um hús-
næðismál, lög um húsnæðisbætur, lög um almennar
íbúðir, lög um brunavarnir, lög um byggingarvörur o.fl.
Þá eru auðvitað ótaldar þær reglugerðir sem settar eru
á grundvelli þeirra laga sem varða starfssvið stofnunar-
innar.
Í 15. gr. hinna nýsettu laga um Húsnæðis- og mann-
virkjastofnun er að finna áhugavert lagaákvæði um
starfrækslu annars vegar rafræns húsnæðisgrunns og
hins vegar rafrænnar byggingagáttar. Þó að um sé að
ræða nýmæli í lögum þá hafa forverar stofnunarinnar
unnið að báðum þessum verkefnum. Húsnæðisgrunn-
inum er ætlað að tryggja betri yfirsýn um stöðu hús-
næðismála á Íslandi og gerir þannig stjórnvöldum bet-
ur kleift að bregðast við og tryggja betur jafnvægi á
húsnæðismarkaði, m.a. þannig að minnka megi þær
miklu sveiflur sem hafa einkennt
þann markað hér á landi. Hvað
byggingargáttina varðar þá var
Mannvirkjastofnun gert að starf-
rækja „rafrænt gagnasafn fyrir
upplýsingar um mannvirki og
mannvirkjagerð um land allt“,
sbr. 5. tölulið 5. gr. og 61. gr.
laga um mannvirki og hefur í því
skyni unnið að byggingargátt-
inni. Nýmælin eru hins vegar
þau að með 15. gr. laga um Hús-
næðis- og mannvirkjastofnun er
sveitarfélögum gert skylt að nota
hina rafrænu byggingargátt við
stjórnsýslu mannvirkjamála og
útgáfu byggingarleyfa. Þessi lagaskylda á að tryggja
samræmt verklag hjá byggingarfulltrúum og bygging-
arstjórum. Felur slíkt í sér augljóst hagræði fyrir borg-
arana og eykur fyrirsjáanleika í afgreiðslu mála milli
embætta. Þá eflir byggingargáttin til muna rafræna
stjórnsýslu á sviði mannvirkjamála með tilheyrandi
tímasparnaði fyrir alla haghafa og ekki síst borgarana.
Ofangreint ber það með sér að verkefni nýrrar stofn-
unar eru afar fjölbreytt. Þó að mörg þeirra séu ekki ný
af nálinni þá eru flest til þess fallin að hafa áhrif á
landsmenn alla og skiptir því landsmenn miklu máli að
nýrri stofnun vegni vel í störfum sínum, ekki síst við að
efla stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mann-
virkjamála.
Lög um Húsnæðis-
og mannvirkjastofnun
LÖGFRÆÐI
Hafsteinn Viðar Hafsteinsson,
lögfræðingur hjá Húsnæðis-
og mannvirkjastofnun
”
Húsnæðisgrunninum er
ætlað að tryggja betri
yfirsýn um stöðu hús-
næðismála á Íslandi og
gerir þannig stjórnvöld-
um betur kleift að
bregðast við og tryggja
betur jafnvægi á hús-
næðismarkaði …