Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.2020, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2020FRÉTTIR Eitt mesta úrval landsins af bor- og snittvörum RÁÐGJAFARSTARFSEMI Hugbúnaðarfyrirtækið Reon ehf. hefur keypt allt hlutafé í ráðgjafar- fyrirtækinu Vínberi (Vínviður ehf.) sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Fyrirtækin verða ekki sameinuð en nafni Vínbers verður breytt í Koikoi. Hörður Ellert Ólafs- son, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hins keypta félags en hann er með nám í frumkvöðlafræði og fyrirtækjaþróun að baki frá Dan- mörku og Reykjavík, með áherslu á starfræna sölu og markaðssetningu. Elvar Örn Þormar, framkvæmda- stjóri Reon, segir kaupin lið í stefnu fyrirtækisins að styrkja þekking- argrunn sinn og að með því fái það aðgang að sérfræðingum sem eru fremstir á sínu sviði í sífellt vaxandi netsölu. „Breytt eignarhald og sam- starf á milli Koikoi og Reon gerir okkur kleift að þjónusta við- skiptavini okkar betur, útfæra sér- lausnir sem áður voru einungis í boði fyrir stórfyrirtæki og á sama tíma mæta þörf sem við höfum orðið vör við á markaðnum,“ segir Elvar enn- fremur. Hjá Reon starfa 14 manns. Ekki kemur fram á heimasíðu Koikoi hversu margir starfsmenn eru á vegum þess. Reon kaupir allt hlutafé í Vínberi Elvar Örn Þormar er forstjóri Reon og stofnandi fyrirtækisins. Að sögn Sigmars Guðbjörnssonar, framkvæmdastjóra og eins eigenda Star-Odda, er stefnt að sölu mælis- ins á alþjóðamarkaði og nýtist tækn- in meðal annars í olíu- og gasiðnaði. Hagsmunaaðilar úr þeim geira leit- uðu til fyrirtækisins ári eftir versta olíuleka sögunnar við olíuborpallinn Deepwater Horizon við Mexíkóflóa en á meðal þess sem olli sprengingu sem kostaði 11 manns lífið var galli í steypu í borholu. Notkun mælisins hefði hugsanlega getað afstýrt slys- inu að sögn Sigmars. „Það lak gas meðfram steypunni upp á yfirborðið sem olli spreng- ingu. Þeir aðilar sem leituðu til okk- ar gátu ekki leyst vandamálið sjálfir og leituðu því meðal annars til ann- arra þjónustuveitenda sem gætu komið með eitthvað nýtt í þennan bransa. En það var ánægjulegt að þeir skyldu hafa leitað til okkar. Það segir okkur að við erum að gera vel og erum sýnileg á alþjóðamarkaði í okkar geira,“ segir Sigmar. „Ef áreiðanleiki steypunnar hefði verið mældur í borholunni við Mexíkóflóa hefði mögulega verið hægt að afstýra þessu slysi. Þegar þeir smíðuðu holuna hefði verið hægt að sjá að ekki var allt með felldu.“ Getur sparað 300 milljónir á ári Að hans sögn bendir allt til þess að olíu- og gaslekar muni koma fyrir áfram nema ný tækni sem mælir áreiðanleika steypu verði þróuð. Sama þörf er til staðar við boranir eftir heitu vatni. Sé litið til borholna hér á landi gæti sparnaður veitufyrirtækja við uppsetningu þeirra og nýtingu mælisins numið 300 milljónum króna á ári en búnaðurinn nemur svokallaða einagrun á milli svæða sem skilar sér í lengri líftíma heita- vatnsborhola. Dregur það bæði úr kostnaði og stuðlar að aukinni hag- kvæmni endurnýjanlegrar orku. Boraðar eru um átta stórar borhol- ur á Íslandi á ári. Kostnaðurinn við eina slíka er um 300 milljónir króna. Að því gefnu að mælirinn lengi líftíma borholna um 15% gæti sparnaður því numið um einni bor- holu á ári. Á alþjóðamarkaði er sparnaðurinn mældur í milljörðum króna að sögn Sigmars, hvort sem litið er til jarðvaramaveitna eða ol- íu- og gasveitna. „Það er hægt að skoða sparnað á endingunni. Holan endist lengur ef þú tryggir gæði steypunnar en ef við horfum á slysið þarna í Mexíkó- flóa og á bæði mengunina og mannslífin sem það kostaði þá er ekki hægt að mæla það í pen- ingum,“ segir Sigmar. Við gerð nýrra borholna er hin- um nýja mæli komið fyrir í steyp- unni. Þegar holan er klár er járn- stykki sökkt ofan í sem „talar“ við mælinn og sækir gögnin. „Allan tímann fylgjast mælarnir með hitanum og þrýstingnum. Áreiðanleiki steypunnar og ein- angrun eru þættir sem skipta mjög miklu máli. Í heitavatnsborholum ryðga rör frekar ef kalt vatn kemst í snertingu við heita borholuna sem eykur tæringu á rörunum og styttir líftíma borholunnar,“ segir Sigmar. Star-Oddi nýtur góðs af staðsetn- ingu sinni hér á Íslandi með sinn mikla hita í jörðu. Íslenskar orku- rannsóknir (ÍSOR) aðstoða við próf- anir á búnaðinum en vöruþróun fyrirtækisins hefur einnig verið styrkt af Tækniþróunarsjóði. „Við erum komin með tvo mæla sem eru nú þegar komnir í rann- sóknarbíla hjá ÍSOR sem þeir munu sökkva niður við fyrsta tæki- færi. Svo gera þeir þær mælingar sem þeir þurfa til þess að votta bor- holur. Þessi mælir er hannaður fyr- ir hátt hitastig og mikinn þrýsting,“ segir Sigmar. Veltan mun aukast Star-Oddi framleiðir fjölmargar tegundir af mælum sem notaðir eru í rannsóknum, hvort sem það eru atferlisrannsóknir á dýrum eða um- hverfisrannsóknir. „Stærstu fyrir- tæki og stofnanir heims á sviði dýra- og umhverfisrannsókna eru viðskiptavinir okkar,“ segir Sigmar en fyrirtækið var stofnað árið 1985 og nálgast 300 milljóna króna veltu á ári. Sigmar býst við því að veltan muni aukast með tilkomu hins nýja mælis á markað og gera áætlanir Star-Odda ráð fyrir um hálfri millj- ón evra í tekjur, tæplega 70 millj- ónum króna, á fyrsta heila sölu- árinu. Raunar nemur hlutfall vara sem ekki eru eldri en 3 ára ávallt um 25% af sölutekjum fyrir- tækisins. „Við erum frumkvöðlar og komum reglulega með nýjar vörur á markað sem styrkja tekjuflæði okkar allverulega. Við leggjum líka heilmikið upp úr vöruþróun og stórt hlutfall okkar tekna fer þangað.“ Leitað til Star-Odda eftir olíuslys Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Hátæknifyrirtækið Star- Oddi reiknar með því að vera komið með nýja vöru, mælitæki sem mælir gæði steypu í borholum, á markað á þessu ári. Morgunblaðið/RAX Sigmar Guðbjörnsson heldur hér á mælitækinu sem komið er fyrir í steypunni og járnstykkinu sem sökkt er ofan í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.