Morgunblaðið - 03.02.2020, Page 1

Morgunblaðið - 03.02.2020, Page 1
M Á N U D A G U R 3. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  28. tölublað  108. árgangur  FJÖLHÆFT TÓN- SKÁLD OG SÍFELLT AÐ SEMJA Í SÓLINNI Á VETURNA ÞREFALDUR SIGURVEGARI Í HÖLLINNI 1.500 ÍSLENDINGAR Á KANARÍ, 11 ÍÞRÓTTIR 27GAVIN BRYARS 28 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verkfall Starfsemi leikskóla verður skert ef ekki næst að semja. Stéttarfélagið Efling hefur boðað til verkfallsaðgerða á morgun sem munu hafa víðtæk áhrif á 63 leikskóla borgarinnar, hjúkrunarheimili, þjón- ustuíbúðir og sorphirðu í borginni. Matarþjónusta verður með ólíkum hætti milli leikskóla en eldhúsum hjúkrunarheimila verður lokað. Efling samþykkti undanþágu frá verkfalli fyrir um 245 stöðugildi af 450 á velferðarsviði fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og þeirra er þurfa á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Eflingarfólk starfar á 129 starfs- stöðvum hjá Reykjavíkurborg og starfa 1.000 félagsmenn á skóla- og frístundasviði. Í heildina tekur verk- fallið til 1.850 starfsmanna borg- arinnar. Sorphirða og umhirða borg- arlands, til dæmis snjóhreinsun og hálkuvarnir, fellur niður á verkfalls- dögum. Samninganefnd Eflingar fundar með Reykjavíkurborg í dag. Náist ekki að semja verður farið í fyrr- greindar verkfallsaðgerðir. »2 Mötuneyti lokuð og sorphirða frestast  Yfirvofandi verk- fall hefur mest áhrif á börn og eldri borgara Hildur Guðnadóttir tónskáld vann BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker á verðlaunaafhendingu í gærkvöldi. Hún hefur áður fengið Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni. Hún hefur einnig fengið Grammy-verðlaunin og Emmy-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Hildur er einnig tilnefnd til Óskars- verðlauna fyrir tónlistina í Joker en þau verða afhent eftir viku. AFP Hildur Guðnadóttir hlaut BAFTA-verðlaunin Vann verðlaunin fyrir tónlist sína í Joker sem stunda íþróttir og líkamsrækt, miðað við notkun frístundakorts á árinu 2019, er í flestum hverfum borg- arinnar um 60%. Þó er þátttakan áberandi lítil í Hóla- og Fellahverfi, miðbæ og Vesturbæ en töluvert um- fram meðaltal í Grafarholti. Í skýrslunni er því velt upp hvernig skipuleggja skuli íþróttir barna og unglinga í Vogabyggð og Ártúnshöfða þar sem til stendur að byggja upp 13 þúsund manna hverfi. Sagt er að til greina komi að skipta hverfinu upp á milli félaganna í nágrenninu, þ.e. Vík- ings, Þróttar/Ármanns, Fjölnis og Fylkis eða þá að skilgreina nýtt íþróttahverfi með nýju eða gömlu hverfisfélagi. Guðmundur Sv. Hermannsson Helgi Bjarnason Rekstur hverfisíþróttafélaganna í Reykjavík hefur versnað. Afkoman var neikvæð á árinu 2018 eftir já- kvæða útkomu á árunum á undan. Fór afkoma aðalstjórna og deilda úr því að skila liðlega 100 milljóna króna afgangi í heildina á árunum 2016 og 2017 í það að vera neikvæð um tæpar 20 milljónir kr. á árinu 2018. Kemur þetta fram í nýjum drögum að stöðumati varðandi stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkurborgar til ársins 2030 sem voru til umfjöllunar á fundi menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráðs í síðustu viku. Hluti af stöðumatinu er úttekt á rekstri. Meðal skýringa á versnandi stöðu félaganna er að laun og verktaka- greiðslur þeirra hafa hækkað um 51,4%, eða um 542 milljónir kr., á ár- unum 2014 til 2018, sem er töluvert umfram launavísitölu. Heildarkostn- aður við laun og verktakagreiðslur var 1,6 milljarðar á árinu 2018. KR skuldar mest Í heildina jukust skuldir nokkuð ár- ið 2018 eftir að hafa lækkað á árinu á undan. Skuldastaða félaganna er mjög mismunandi. KR skuldar mest eða um 200 milljónir og hafa skuld- irnar aukist verulega frá árunum á undan. Skuldir Fjölnis hafa einnig aukist. Skuldir handknattleiksdeilda hafa aukist verulega á þessum tíma. Hlutfall þeirra barna og unglinga Íþróttafélög úr hagnaði í taprekstur  Kostnaður við laun og verktaka- greiðslur hefur hækkað umfram verðlag Morgunblaðið/Ómar Íshokkí Um 60% barna taka þátt í íþróttum eða stunda heilsurækt. M Íþróttafélögin borga ... »14  Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mælist í grennd við Grindavík, en töluvert hefur dregið úr hrinunni, samkvæmt upplýsingum Veður- stofu Íslands. Stærstu skjálftarnir í gær mældust 3,3 að stærð. Sá fyrri klukkan 9 um morguninn og sá seinni rúmlega sjö í gærkvöldi. Báðir fundust í Grindavík. Stærsti skjálftinn í þessari hrinu varð á föstudagskvöld, 4,3 að stærð. Það er eini skjálftinn sem mælst hefur yfir 4. Alls hafa yfir 1.200 jarðskjálftar orðið á Reykjanesi frá því landris hófst vestan við Þor- björn 20. janúar sl., samkvæmt jarðskjálftavefsjá Veðurstofunnar. Landrisið heldur áfram og er nú komið í 4 sentimetra á þessu tíma- bili. Veðurstofan segir að með land- risi megi búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni. »6 Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni  Maður réðst á óbreytta borgara með hníf á Streatham-stræti í London í gær. Stakk hann tvo og hlaut annað fórnarlambið lífshættulega áverka. Breskir miðlar hafa greint frá því að maðurinn sé dæmdur hryðjuverka- maður og hafi nýlega verið sleppt úr fangelsi eftir afplánun dóms fyr- ir hryðjuverk. Var hann látinn laus eftir að hafa aðeins afplánað helm- inginn af þriggja ára dómnum sem hann fékk fyrir að dreifa hryðju- verkatengdu efni. Lögreglan í suð- urhluta London skaut manninn til bana á vettvangi árásarinnar. »13 Árásarmaðurinn var nýlega látinn laus Einn hlaut alvarlega áverka í árásinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.