Morgunblaðið - 03.02.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.02.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bakkabæirnir tengjast aftur sínu forna höfuðbóli, Odda á Rangár- völlum, þegar brú á Þverá verður tekin í notkun. Oddabrú er tilbúin en unnið er að því að veita ánni aftur undir brúna og tengja hana við að- liggjandi vegakerfi. Stutt er í að brú- in verði tekin í notkun. „Frá gamalli tíð voru vatnsföllin hluti af vegakerf- inu. Menn fóru um á hestum og riðu yfir árnar. Bakkabæirnir til- heyrðu Odda- hverfi, eins og nöfn sumra þeirra gefa til kynna, eins og Fróðholt sem tengt er nafni Sæmundar fróða,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra. Þjóðleiðin um Suðurland og í kaup- stað á Eyrarbakka lá um Oddastað. Það er talið hafa átt þátt í frægð stað- arins og völdum Oddaverja og hefur Helgi Þorláksson, fyrrverandi pró- fessor í sagnfræði við Háskóla Ís- lands, bent á það í riti sínu „Gamlar götur og goðavald“. Bakkabæir sem nú eru um tíu tals- ins en voru fyrr á tíð mun fleiri með hjáleigum og kotum, voru frá fornu fari, að líkindum frá dögum Sæmund- ar fróða, í eigu Oddakirkju, eða þar til á síðustu öld að ríkið fór að selja kirkjujarðir. Þeir áttu því kirkjusókn í Odda og tilheyrðu Rangárvalla- hreppi hinum forna sem rann inn í Rangárþing ytra þótt þessi mikli far- artálmi væri á milli. Hugsanleg skýring á tengslum bæjanna við Rangárvelli en ekki Landeyjar er að Þverá hafi runnið sunnan við Bakkabæi en breytt um farveg. Það eru þó ósönnuð munn- mæli. Öryggið aðalástæðan Lengi hefur verið barist fyrir því að tengja Bakkabæina og þar með Vestur-Landeyjar við Rangárvelli. Ágúst segir að aðalástæðan sé öryggi íbúanna, að þeir hafi fleiri möguleika ef jökulflóð fara yfir í kjölfar elds- umbrota. Almannavarnir hafa hvatt til þess að ráðist verði í þessa veg- tengingu. Fleira kemur til. Sókn Oddapresta var víðfeðm og erfið yfirferðar. Þjóð- skáldið Matthías Jochumsson sem var prestur í Odda seint á nítjándu öld sagði þegar hann orti um sóknina: Brauðið erfitt er / áin kölluð þver … Ágúst bendir á að framkvæmdin hafi margar góðar hliðarverkanir. Betri tenging verði innan sveitar. Þess má geta að leið íbúa á Bakka- bæjum til Hellu styttist mikið því nú þurfa þeir ekki að fara krókinn upp á Suðurlandsveg og í gegnum Hvols- völl til að komast til stjórnsýslu- miðstöðvar sveitarfélagsins, Hellu. Ágúst bendir á að þarna sé komin aukaleið um Suðurland, ef Suður- landsvegur teppist af einhverjum ástæðum. „Þetta mun ábyggilega hafa áhrif til að gera ferðalög fjöl- breyttari,“ segir Ágúst og bendir á vaxandi straum ferðafólks og mik- ilvægi ferðaþjónustu fyrir héraðið. Þá komist forna höfuðbólið Oddi í þjóðleið á ný. Sveitarfélagið tekur þátt „Við höfum tekið þessa fram- kvæmd af hugmyndastigi yfir á fram- kvæmdastig,“ segir Ágúst spurður um ástæðu þess að ráðist er nú í framkvæmd sem barist hefur verið fyrir í langan tíma. Í fyrstu var hug- myndin að koma á bráðabirgðateng- ingu, í öryggisskyni, og nota til þess bráðabirgðabrú sem var að ljúka hlutverki sínu á Múlakvísl. Það reyndist ekki skynsamlegt en málið þróaðist áfram. Sveitarfélagið lýsti vilja til að koma að verkinu með rík- inu og að lokum var ráðist í fram- kvæmdir. Fyrsta fjárveiting fékkst á árinu 2016. Reknir voru niður um 10 metra langir straurar sem sökklar og brú- arstöplar voru steyptir ofan á. Á síð- asta ári voru síðan stálbitar lagðir of- an á stöplana og brúargólf lagt úr timbri. Á vegum sveitarfélagsins er verið að leggja vegi að brúnni en vegurinn á milli Bakkavegar og Odda verður ekki nema tveir kílómetrar. Brúin sjálf er 93 metra löng. Sveitarfélagið leggur um 50 milljónir í verkið og rík- ið um 120 milljónir. Ágúst segir að verkið hafi verið unnið í skorpum og ýtrustu hagkvæmi verið gætt. Ágúst er ánægður með verkið. „Þetta er óskaplega falleg leið. Hekla er hvergi fallegri en frá brúnni,“ seg- ir Ágúst Sigurðsson. Oddi kemst í þjóðbraut á ný  Oddabrú á Þverá er að verða tilbúin  Unnið að lagningu vegar  Íbúar Bakkabæja tengjast beint inn í sveitarfélag sitt  Rangárþing ytra greiðir hluta kostnaðar á móti Vegagerðinni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Oddabrú Brúin á Þverá er hin myndarlegasta. 93 metrar að lengd og vegurinn að Odda tveir kílómetrar. Unnið er að því að veita ánni undir brúna. Vegagerð Nýja brúin styttir leiðina frá Bakkabæjum að Odda um 25 km og leiðina til Hellu um 11,5 kílómetra. Ágúst Sigurðsson Meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól lentu í árekstri við leigubíl á leið sinni á ball í Njarðvík í fyrrakvöld. Hljómsveitin greindi frá slysinu á Facebook-síðu sinni. Sævar Helgason, gítarleikari í hljómsveitinni, rotaðist við árekst- urinn og var sendur á Landspítala til athugunar. Kom í ljós rifbeins- brot og „nokkrir fleiri fylgikvillar“. Fóru hinir liðsmennirnir „nokk- uð lemstraðir“ upp í annan bíl sam- kvæmt tilkynningunni og óku til Njarðvíkur þar sem ballið var hald- ið þrátt fyrir slysið. Fóru meðlim- irnir í skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfarið og fengu að sögn „æðislega meðhöndlun og sprautur“. rosa@mbl.is Lentu í bílslysi á leiðinni á ball Morgunblaðið/Þorkell Hljómsveit Á móti sól er vinsæl á sviði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.