Morgunblaðið - 03.02.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020
Smiðshöfða 9 , 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Ljósaskilti
fyrir þitt fyrirtæki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnisölu í plexigleri og álprófílum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Á mörgum að heiman sem hingað
koma heyri ég að fólki finnst
nauðsynlegt að komast í sól á vet-
urna,“ segir Svanhildur Davíðs-
dóttir fararstjóri ferðaskrifstof-
unnar Vita á Gran Canaria á
Kanaríeyjum. „Hér er þægilegt að
dveljast og núna þann 1. febrúar
er hér 27 stiga hiti og hæg gola. Í
þannig veðráttu eru stuttbuxur,
bolur og sandalar klæðnaður
dagsins.“
Um 1.500 Íslendingar dveljast
um þessar mundir á Gran Canaria,
en stóru ferðaskrifstofurnar á Ís-
landi eru með Kanarí á sinni
ferðaáætlun og aukinheldur sem
nokkur hópur Íslendinga hefur
fasta búsetu á svæðinu. Svanhild-
ur og Karl Rafnsson komu til
starfa fyrir Vita á Kanarí árið
2012 og hafa verið á hverjum vetri
síðan. Þau fóru utan í september
síðastliðnum, en talsvert er af Ís-
lendingum á Kanarí á haustdög-
um. Þeim svo fjölgar verulega eft-
ir áramótin og vertíðin stendur út
apríl. Þá er flogið vikulega til
Kanarí á sumrin. Allar stóru
ferðaskrifstofurnar á Íslandi eru
með Kanarí á sinni ferðaáætlun og
aukinheldur hefur nokkur hópur
Íslendinga fasta búsetu á þessari
fjarlægu strönd.
Í fimm stunda fjarlægð
„Á hverjum tíma eru um 300
farþegar frá Vita hér á svæðinu,
fólk sem hér er bæði á hótelum og
í íbúðagistingu. Margir ganga hér
að sínu ár eftir ár; fara á sama
hótelið, eru með sama vinafólkinu
og svo framvegis. Vilja öryggi og
láta sér líða vel. Yfirleitt er hér
mjög þægilegt fólk og meðalald-
urinn yfir vetrartímann er um 70
ár,“ útskýrir Karl sem segir starf
þeirra Svanhildar vera mjög fjöl-
breytt. Þeirra sé að skila af sér og
sækja hópa sem koma á föstudög-
um en milli Íslands og hinna sól-
ríku Spánareyja í Atlantshafinu er
rúmlega fimm klukkustunda flug.
Og svo er að koma fólkinu á hótel
og sjá því fyrir dægradvöl; en í
boði eru gönguferðir, minigolf, fé-
lagsvist og spilabingó, kvöld-
skemmtanir sem og ferðir af ýmsu
tagi svo eitthvað sé nefnt. Þá nýt-
ur morgunleikfimi vinsælda. Svo
er hægt að fara út að borða, en
viðmiðunarverð fyrir máltíð á
veitingahúsi er 15-20 evrur.
Flöskubjór í búð kostar 30 cent!
Harmonikan er
þanin og spilað á gítarinn
Um fimm milljónir ferða-
manna koma til Kanaríeyja á
hverju ári. Þjóðverjar, Bretar,
Skandinavar og Holllendingar eru
þar fjölmennir og Íslendingar líka
sé hin fræga höfðatala höfð sem
viðmið. Þá sækir fólk frá megin-
landi Spánar mikið til eyjanna
góðu og er talið að sá hópur sé um
tvær milljónir talsins árlega.
„Lífið hér á Kanarí er eins og
í hverju öðrum samfélagi; hér get-
ur allt gerst. Oftast er gaman en
stundum bregður út af með veik-
indum eða öðru. Sumir þurfa að
komast til læknis og þá reddum
við því eins og öðrum vanda-
málum. En oftast eru veikindi
ekki alvarlegri en svo að þau
ganga fljótt yfir í mildu loftslag-
inu hér,“ segir Svanhildur.
Karl á að baki langan feril
sem hótelstjóri og segir það starf
um margt líkt því sem hann sinnir
nú á Kanarí. „Störf í ferðaþjón-
ustu ganga út á samskipti við fólk
og hér á Kanarí kynnist maður
mörgum. Fólkið kemur víða af
landinu en svona í fljótu bragði
finnast mér t.d. Suðurnesjamenn,
Selfyssingar, Hornfirðingar,
Djúpavogsbúar og Eyjafólk vera
hér áberandi. Og auðvitað eru
sungin Eyjalög og fleira á kvöld-
skemmtunum, þar sem harm-
onikan er þanin og spilað á gít-
arinn,“ segir Karl og nefnir
Íslendingafélagið sem nýlega var
stofnað á Kanaríeyjum. Formaður
þess er Jóhanna Júlíusdóttir úr
Vestmannaeyjum.
„Ætlunin með starfinu er að
gefa landanum enn betra tækifæri
til að hittast og fræðast um eitt og
annað á hér á eyjunum þar sem til
staðar er orðið íslenskt samfélag.
Satt að segja er þetta mjög
heillandi veröld hér þar sem er
gaman að vera og starfa.“
Um 1.500 Íslendingar dveljast að staðaldri á Kanaríeyjum nú í skammdeginu
Ljósmynd/Aðsend
Kanarífólk Karl Rafnsson og Svanhildur Friðriksdóttir sælleg á hinu sólríku Spánareyjum í Atlantshafinu.
Sólin er nauðsynleg á veturna
Karl Rafnsson er fæddur
1954. Hótelstjóri víða um land
frá árinu 1975 og hefur sinnt
fararstjórn á Kanaríeyjum á
veturna frá 2012.
Svanhildur Davíðsdóttir er
fædd 1952. Sinnti fararstjórn
víða um lönd á vegum Sam-
vinnuferða Landsýnar frá 1987-
1998. Eftir það fyrir Úrval Útsýn
og nú VITA. Einnig starfandi
með Karli við hótelstjórn á Ís-
landi.
Hver eru þau?
Tæplega tvær milljónir erlendra
ferðamanna komu til landsins með
flugi um Keflavíkurflugvöll árið
2019 eða um 14,2% færri en árið
2018. Hlutfallslega var fækkunin
mest í maí (-23,6%) og september
(-20,7%). Þetta kemur fram á vef-
síðu Ferðamálastofu í nýrri sam-
antekt. Þar kemur fram að 71%
ferðamanna var af tíu þjóðernum
og þar af voru Bandaríkjamenn,
Bretar, Kínverjar, Þjóðverjar og
Frakkar fjölmennastir. Þá fækkaði
Bandaríkjamönnum mest milli ára
2018-2019 eða um þriðjung og var
fækkunin næst mest á Kanada-
mönnum (-20%) og Bretum (-12%).
Níu af hverjum tíu ferðamönn-
um voru í fríi á Íslandi sem eru
álíka margir og árið 2018.
Dvalartími erlendra ferðamanna
var um 6,6 nætur árið 2019, álíka
og árið 2018. Lengst dvöldu ferða-
menn hér í ágúst, að meðaltali í 8,4
nætur og í júlí en þá dvöldu þeir að
meðaltali í átta nætur. Styst
stöldruðu ferðamenn við í janúar
þegar þeir dvöldu að meðaltali í 4,5
nætur.
Af tíu fjölmennustu þjóðern-
unum dvöldu Þjóðverjar, Frakkar,
Spánverjar og Ítalir lengst eða
meira en átta nætur. rosa@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Túristar Ferðamönnum fækkar.
Enskumæl-
andi ferða-
fólki fækkar
14,2% færri heim-
sóttu Ísland 2019
208 nemendur voru brautskráðir frá
Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega
athöfn á laugardag sem haldin var í
Eldborgarsalnum í Hörpu. 153 nem-
endur voru brautskráðir úr grunn-
námi, 54 úr meistaranámi og einn úr
doktorsnámi. 71 nemandi útskrifaðist
samtals af samfélagssviði, 31 úr grunn-
námi og 40 úr meistaranámi. Af tækni-
sviði útskrifuðust samtals 137 nem-
endur, 122 úr grunnnámi, 14 úr
meistaranámi og einn úr doktorsnámi.
Viðskiptaráð Íslands veitti verðlaun
fyrir framúrskarandi námsárangur en
þau hlutu Elín Lára Reynisdóttir, BSc
í íþróttafræði, Valgarður Ragnheiðar
Ívarsson, BSc í tölvunarfræði, Jónína
Sigrún Birgisdóttir, BSc í sálfræði,
Þorri Geir Rúnarsson, BSc í við-
skiptafræði, Björgvin Grétarsson, BSc
í byggingartæknifræði, Hannes Rann-
versson, BSc í rekstrarverkfræði, og
Sonja L. Estrajher Eyglóardóttir, BA
í lögfræði. rosa@mbl.is
208 brautskráðust
frá HR á laugardag
Einn brautskráðist úr doktorsnámi
Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík
Útskrift 208 nemendur Háskólans í Reykjavík fögnuðu brautskráningu
sinni á laugardag. 153 brautskráðust úr grunnnámi og 54 úr meistaranámi.