Morgunblaðið - 03.02.2020, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020
Oddi á Rang-árvöllum ereinn mik-
ilvægasti staður
landsins þegar
kemur að menningu
þess og sögu. Sú staðreynd að
Sæmundur fróði Sigfússon sat
staðinn, vígðist þar til prests og
reisti kirkju væri Íslendingum
nægt tilefni til að sýna staðnum
áhuga. En í Odda var einnig
sonarsonur hans, Jón Loftsson,
sem á sinni tíð var einn mesti, ef
ekki mesti, höfðingi landsins. Þá
var Oddi mikið mennta- og
menningarsetur og raunar höfð-
ingjasetur sem jafnaðist á við
slík í fjölmennari ríkjum handan
hafsins. Þetta er þó ekki allt því
að í Odda var einnig lagður
grunnur að menntun Snorra
Sturlusonar sem Jón tók í fóstur
eins og þá tíðkaðist í virðingar-
skyni eða til að tryggja friðinn,
eins og í þessu tilviki.
Veganesti Snorra Sturluson-
ar frá Odda nýttist honum vel
bæði heima og erlendis enda
varð hann um hríð helsti höfð-
ingi landsins og byggði sjálfur
upp menningarsetur í Reykholti
í Borgarfirði. Á síðustu áratug-
um hefur verið haldið vel á end-
urreisn þess menningarseturs,
sagan verið rannsökuð og varð-
veitt með lifandi og áhugaverð-
um hætti svo landsmenn allir,
og raunar í seinni tíð erlendir
ferðamenn í vaxandi mæli, geta
kynnt sér merka sögu staðarins.
Í Morgunblaðinu um helgina
var sagt frá því að nú væri í und-
irbúningi að ráðast í þverfag-
lega rannsókn á
Odda á Rangár-
völlum sem rit-
menningarstað. Á
vegum Oddafélags-
ins sé unnið að end-
urreisn höfuðbólsins Odda og
rannsóknirnar séu grundvöllur
þess.
Fram kemur í fréttinni að
ekki hafi fengist fjárveitingar úr
fornminjasjóði til að rannsaka
hella á Odda sem tengdir hafa
verið nafni Sæmundar fróða og
taldir eru elstu manngerðu hell-
ar hér á landi. Þar hafa þegar
fundist merkar minjar og sjálf-
sagt er að halda rannsóknum
áfram.
Íslendingar þurfa að sýna
sögu staða á borð við Odda á
Rangárvöllum virðingu með því
að stunda þar nauðsynlegar
rannsóknir og gera almenningi
kleift að kynna sér söguna. Saga
Íslands er stórmerkileg, ekki
síst sú sem snýr að ritmenningu
en þar var Oddi ótvírætt í
fremsta flokki á miðöldum, eins
og formaður Oddafélagsins,
Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri
Rangárþings ytra, bendir á í
fréttapistli á vef félagsins. Hann
bindur vonir við að með átaks-
verkefni ríkisstjórnarinnar um
ritmenningu miðalda, sem sett
hafi verið á laggirnar í fyrra, fá-
ist það fjármagn sem þurfi til að
stunda rannsóknir á Odda sem
séu á algjörum byrjunarreit.
Óhætt er að taka undir að tíma-
bært er að rannsóknir og upp-
bygging á þessu merka menn-
ingarsetri fái aukið vægi.
Merkileg saga sem
verðskuldar rann-
sóknir og kynningu}
Oddi á Rangárvöllum
Afríka virðistsjálfsagt fjar-
læg og hún er það
að ýmsu leyti, jafn-
vel þó að heimurinn
fari minnkandi í
vissum skilningi. Þessi fjarlægð
á einkum við um löndin sunnan-
vert við Sahara sem nefnd hafa
verið Sahel. Í mörgum þessara
landa hefur um árabil geisað
stríð við ýmiskonar vígahópa,
ekki síst íslamska, og í seinni tíð
hefur íslömskum hryðjuverka-
hópum vaxið ásmegin í þessum
stríðsátökum. Skýringin á því er
meðal annars liðsauki sem þeim
hefur borist frá Sýrlandi og Írak
þar sem þeir hafa farið halloka.
Baráttan við þessa hópa í
löndunum sunnanvert við Sa-
hara er gríðarlega þýðingarmikil
fyrir öryggi Evrópu, en eins og
gjarnan hafa ríki Evrópusam-
bandsins almennt dregið lapp-
irnar þegar kemur að því að
stilla til friðar á svæðinu. Frakk-
ar, sem hafa skorið sig úr í þess-
um efnum og reynt sitt til að
stuðla að friði, greindu frá því
um helgina að þeir ætluðu að
fjölga í her sínum á svæðinu um
600 manns en þar eru nú 4.500
franskir hermenn. Þetta er ekki
mikill fjöldi á þessu
gríðarlega stóra
landsvæði.
Bandaríkjamenn
hafa heldur fleiri
hermenn á svæðinu,
aðallega þó í austurhluta þess en
hafa einnig stutt vel við baráttu
Frakka í vesturhlutanum. Óvíst
er um framhaldið í þessum efn-
um hjá Bandaríkjamönnum.
Forsetinn hefur talið Evrópu-
ríkin eiga að taka aukinn þátt í
stað Bandaríkjanna en þing-
menn hafa lagt áherslu á að
Bandaríkin haldi stöðu sinni.
Mikilvægt er að Vesturlönd öll
standi saman um að halda
hryðjuverkahópunum niðri og
reyna að vinna bug á þeim en
eðlilegt væri að ríki Evrópu
tækju meiri þátt í þessari bar-
áttu. Þau verða fyrir mestum bú-
sifjum vegna fólks sem flýr
ástandið heima fyrir og mögu-
lega einnig vegna hryðjuverka-
manna sem geta átt greiða leið
til Evrópu frá Afríku.
Þau geta ekki ætlast til að
Bandaríkin ein tryggi friðinn um
allan heim og sitji jafnvel á sama
tíma reglulega undir skömmum
Evrópuríkja sem sjálf leggja lít-
ið af mörkum.
Hryðjuverkaógnin í
Afríku sunnan
Sahara fer vaxandi}
Barátta sem virðist fjarlæg
BAKSVIÐ
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Laun og verktakagreiðsluríþróttafélaga í Reykjavíkhækkuðu um 51,4% eðaum 541,7 milljónir króna á
tímabilinu 2014 til 2018, og námu
samtals um 1,6 milljörðum króna ár-
ið 2018. Kostnaður aðalstjórna félag-
anna vegna launa skrifstofa og
mannvirkja hækkaði um 29,6% á
tímabilinu og var rúmar 570 millj-
ónir árið 2018. Á sama tímabili
hækkaði launavísitala um 35,8%.
Þetta kemur fram í drögum að
stöðumati varðandi stefnumótun í
íþróttamálum Reykjavíkur til ársins
2030, sem voru til umfjöllunar á
fundi menningar- íþrótta- og tóm-
stundaráðs borgarinnar í síðustu
viku. En ákveðið var fyrir réttu ári á
fundi borgarstjórnar, að setja af
stað vinnu um stefnumótun í þessum
málum. Markmið vinnunnar var
einkum, að jafna aðstöðu til þátttöku
í íþróttum með áherslu á að jafna að-
stöðumun, m.a. með tilliti til kyns og
efnahagslegrar stöðu barna og ung-
linga og eldri borgara, mikilvægi
hreyfingar fyrir alla aldurshópa og
um öflugt íþróttastarf um alla borg.
Hverfafélög í Reykjavík eru 9
talsins: Fjölnir, ÍR, Ármann, KR,
Fylkir, Fram, Valur, Víkingur og
Þróttur. Að auki eru 66 sérgreina-
félög starfandi í borginni.
Í stöðumatinu kemur fram að
heildarrekstrarniðurstaða að-
alstjórna hverfafélaganna sé að
versna, hafi verið neikvæð 2018 en
hafði árin á undan verið jákvæð.
Einkum hafi afkoma körfubolta- og
fótboltadeilda félaganna versnað
undanfarin ár, ef Valur er undanskil-
inn í fótbolta en félagið fékk árið
2018 styrk frá Knattspyrnu-
sambandi Evrópu sem nam 172
milljónum króna. Sé sá styrkur und-
anskilinn væri niðurstaða knatt-
spyrnudeilda hverfafélaganna í heild
neikvæð um 14,8 milljónir króna árið
2018.
Framlag borgarinnar til rekstrar
hefur á þessu árabili hefur hækkað
um rúmlega 20%. sem þýðir að fé-
lögin þurfa í meira mæli að treysta á
sjálfsaflafé. Alls námu styrkir
Reykjavíkurborgar til íþróttafélag-
anna rúmum 2,6 milljörðum króna á
síðasta ári.
Ný mannvirki
Áætlað fasteignamat íþrótta-
mannvirkja í Reykjavík er nú um 51
milljarður króna. Tæplega helm-
ingur þessara mannvirkja er stór
íþróttahús. Rekstrarkostnaður þess-
ara mannvirkja, án launa, hefur auk-
ist talsvert umfram verðlag á ár-
unum 2014-2018, eða um 50% og
segir í skýrslunni að sá rekstur sé að
verða æ meiri baggi á félögunum.
Flest íþróttafélögin telja íþrótta-
aðstöðuna ekki nógu góða og því
hafa komið margar hugmyndir um
nýja aðstöðu eða mannvirki fyrir
íþróttafélögin í Reykjavík.
Í skjalinu er birtur listi yfir hug-
myndir íþróttafélaga og íþrótta-
sambanda um ný íþróttamannvirki
og kemur m.a. fram að viðræður séu
í gangi milli ríkis, borgar og KSÍ um
uppbyggingu á Laugardalsvelli sem
þjóðarleikvangs í knattspyrnu og
fyrir viðburði. Þá hafi Frjálsíþrótta-
samband Íslands óskað eftir við-
ræðum við borg og ríki um uppbygg-
ingu á frjálsíþróttavelli sem yrði
þjóðarleikvangur fyrir íþróttina. Þá
hafa Handknattleikssamband Ís-
lands og Körfuknattleikssamband
Íslands óskað eftir umræðum við
borg og ríki um uppbyggingu í
íþróttahúsi sem yrði þjóðarleik-
vangur með æfingaaðstöðu fyrir
körfuknattleik og handknattleik og
fyrir landsleiki og gæti nýst fyrir
fleiri íþróttir og ýmsa viðburði. Loks
hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur
lagt fram hugmyndir um fjölnota
Íþróttamannvirki í Laugardal.
Sem flestir hreyfi sig
Í drögum að lokaskjali um stefnu í
íþróttamálum Reykjavíkur til 2030,
sem einnig voru kynnt á fundi menn-
ingar-, íþrótta- og tómstundaráðs, er
m.a. sett fram sú framtíðarsýn að
eftir áratug stundi nær allir Reyk-
víkingar reglulega íþróttir, líkams-
rækt eða aðra hreyfingu og að 70%
borgarbúa að lágmarki stundi rösk-
lega hreyfingu eða meira að minnsta
kosti þrisvar í viku.
Vísað er til þess að niðurstöður úr
þjónustukönnun Reykjavíkur árið
2019 hafi gefið til kynna að 64% íbúa
stundaði rösklega hreyfingu í að
minnsta kosti 30 mínútur þrisvar
sinnum í viku eða oftar.
Rekstrarniðurstaða íþróttafélaganna í Reykjavík 2014-2018
Heildarrekstrarniðurstaða
íþróttafélaga, m.kr.
Rekstrarniðurstaða deilda, m.kr. Rekstrarkostnaður mannvirkja
án launa, m.kr. Knattspyrna Handbolti Körfubolti
120
100
80
40
20
0
-20
120
100
80
60
40
20
0
-20
300
250
200
150
100
50
0
2014 2015 2016 2017 2018 2014 2015 2016 2017 2018 2014 2015 2016 2017 2018
47
75
110
103
-20
50% hækkun 2014-2018
Heimild: ÍBR
UEFA-styrkur knatt spyrnu-
deildar Vals meðtalinn
Íþróttafélög borga
stöðugt hærri laun
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
I
nga Sæland fer oft mikinn í ræðustól Al-
þingis, fjölmiðlum og greinaskrifum
enda liggur henni oft mikið á hjarta.
Hjarta Ingu er örugglega stórt enda vill
hún taka utan um allt og alla. Inga á það
hins vegar til að ýja að hlutum og dylgja. 25. jan-
úar sl. ritaði Inga pistil hér í Moggann og kaus
að tengja stutta viðkomu mína í sjávarútvegs-
ráðuneytinu við afrit af samkomulagi sem ís-
lensk og pólsk stjórnvöld stefndu á að gera og
kom fyrir í tölvupóstum í sk. Samherjaskjölum.
Ýjar hún að því að Samherji hafi haft einhvern
aðgang að ráðuneytinu. Nú er það þannig að
samkomulagið er milli tveggja aðila, Íslands og
Póllands. Fjölmargir koma að slíkri vinnu, emb-
ættismenn beggja landa, ræðismenn og sendi-
ráðsfólk, starfsfólk ráðherra, ráðherra o.fl.
Eftir fyrirgrennslan hér heima sem ég fór í er
þessi skjöl komu fram er ljóst að ekki fóru nein gögn úr ís-
lenska sjávarútvegsráðuneytinu til eins tiltekins fyrirtækis.
Af skrifum Ingu verður heldur ekki séð að þetta sé endan-
legt plagg sem ritað var undir.
Stjórnvöld á hverjum tíma reyna að gera samninga við
önnur ríki um hagsmuni þjóðarinnar. Stjórnmálamenn
mæta á viðburði o.fl. til að sýna hópum eða fyrirtækjum
stuðning en ekki man ég eftir því að nokkurn tíma hafi eitt
fyrirtæki notið sérstakrar fyrirgreiðslu, a.m.k. ekki hjá mér.
Dylgjur Ingu eru vitanlega pólitískar enda flokkur hennar í
vanda en miðað við hvernig hún sjálf vill að stjórnmálin séu
þá kemur þetta á óvart. Það má dylgja um margt t.d. að
Inga nyti sérkjara í sinni risastóru öryrkjaíbúð
sem rúmað gæti stóra fjölskyldu eða að fjár-
munir sem hún lagði hald á eftir söfnun í Há-
skólabíói hefðu ekki skilað sér á réttan stað? Í
málatilbúnaði Ingu 25. janúar kom ekkert nýtt
fram.
Samningar sem gerðir eru við önnur ríki taka
mið af heildarhagsmunum Íslands sem er annað
en Inga ýjar að í sínum pistli. Sem betur fer þá
fara þeir samningar oftast saman við hagsmuni
fyrirtækja og einstaklinga en alltaf er horft á
hagsmuni heildarinnar. Það á líka að vera þann-
ig þegar samið er að leitað sé álits hagaðila því
það er til lítils að semja ef það skilar engu. Við
Inga vitum það bæði að í störfum okkar hittum
við eða fáum óskir um að hitta fólk frá margs
konar samtökum og fyrirtækum, hópa fólks og
einstaklinga sem hafa skoðanir, hugmyndir eða
óskir fram að færa. Það er eðli stjórnmálanna, en okkar að
vega og meta hvort við getum, viljum og teljum við hæfi að
hlusta og e.t.v. aðstoða. Ég myndi gjarnan vilja hitta fleiri
frá fyrirtækjum og einstaklinga með frábærar hugmyndir
en ég hef þegar gert. Við eigum í góðu sambandi við Pól-
verja og án efa getum við eflt það enn frekar. Hér á landi
búa þúsundir Pólverja og margir Íslendingar stunda við-
skipti í Póllandi. Þannig á það að vera sem víðast.
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Inga og dylgjurnar
Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis
og varaformaður Miðflokksins.
gunnarbragi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen