Morgunblaðið - 03.02.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020
í legudeild fyrir langlegusjúk-
linga, þar vann hann við smíðar
og ég við málun. Við urðum síðan
góðir vinir þegar við vorum báðir
einhleypir og hittumst á Broad-
way, þá leigðum við saman íbúð í
Árbænum en þá var Kristján for-
stöðumaður vinnuheimilisins
Bjarkaráss. Það var alltaf gott að
leita til Kristjáns sem var boðinn
og búinn að hjálpa mér og mínum.
Ég á margar góðar minningar
úr ferðalögum okkar Kristjáns
norður á Strandir og til Höfða-
borgar í Suður-Afríku. Hann var
alltaf fremstur í flokki í leit að
ævintýrum og til í allt. Eitt sinn
var verslunarmannahelgin fram
undan og ég hringi í Kristján á
fimmtudagskvöldi og spyr hvort
hann sé til í að fara eitthvað út á
land, „bara eitthvað stutt“ segir
hann. Ég kem til hans á föstudag
um kaffileytið og við leggjum í
hann og ég segi ég honum að við
séum á leið á Strandirnar, mína
heimahaga. Hann var til í það
enda aldrei komið þangað og við
keyrðum alla leið norður í Árnes-
hrepp. Úr varð skemmtileg ferð
og við hittum fullt af skemmti-
legu fólki og ég sýndi honum það
sem mér fannst markvert í sveit-
inni minni og hann var mjög hrif-
inn af bæði staðnum og fólkinu.
Við Kristján fórum ásamt
Hreini vini okkar til Suður-Afríku.
Þrátt fyrir að ferðin væri skipu-
lögð af Ingólfi Guðbrandssyni
heitnum vorum við alltaf að gera
eitthvað annað og fljótlega var
hópur farinn að fylgja okkur í þau
ævintýri, sem Kristján oftar en
ekki átti frumkvæði að. Eitt
kvöldið fórum við á fínasta veit-
ingahúsið í Höfðaborg ásamt
fylgifiskum og þegar leið á kvöldið
áttum við staðinn, Kristján lét
kalla fram starfsfólkið og píanó-
leikarinn spilaði óskalögin okkar.
Kvöldið var án efa mun skemmti-
legra en 400 manna veislan sem
skipulögð hafði verið fyrir hópinn.
Leigubílstjórinn okkar í ferðinni
bauð okkur að heimsækja fá-
tækrahverfið sem hann bjó í sunn-
an við Höfðaborg, þar sem við fór-
um til kaupmannsins og á barinn í
litlum skúrum í hverfinu. Þar
sáum við m.a. konur að svíða svið
úti á götunum. Dóttir og tengda-
sonur Ingólfs slógust með í ferð-
ina og gátu róað Ingólf niður þeg-
ar við snerum aftur heim á hótelið.
Síðustu árin fórum við Höfða-
borgarfélagarnir oft á kaffihús
saman og ætluðum einmitt að
fara í slíka ferð laugardaginn áður
en hann dó en hittum hann þess í
stað á spítalanum. Ég kveð góðan
vin og votta fjölskyldu Kristjáns
mína innilegustu samúð.
Kristinn Sigurðsson.
✝ Hólmfríður Ás-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
11. febrúar 1932.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 18
.janúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Ásmundur
Vilhjálmsson, múr-
arameistari, fædd-
ur á Skeggjastöð-
um í Kjós 1902, d.
1987, og Guðbjörg Þorbjörns-
dóttir, Húsfreyja, fædd í
Reykjavík 1907, d. 1983. Systk-
ini Hólmfríðar eru
Sigrún, f. 1934, Svanhvít, f.
1938, Vilhjálmur, f. 1940, d.
1991, Örn, f. 1942, Þorbjörn, f.
1947 og Guðríður Guðrún, f.
1950.
Eiginmaður Hólmfríðar var
Kristinn Daníelsson, ljósameist-
ari í Þjóðleikhúsinu, f. 22. jan-
úar 1926, d. 16. nóvember 2017.
Þau gengu í hjónaband 20. maí
Magnús, f. 23. maí 1959, maki
Dagný Egilsdóttir, f. 18. febr-
úar 1959. 7) Sigurður, f. 30. jan-
úar 1961, maki Siriwan Krist-
insson, f. 28. október 1963. 8)
Áslaug, f. 11. september 1962,
maki Oddur Daníelsson, f. 6.
október 1959.
Ömmubörn Hólmfríðar er 22
og langömmubörn 42.
Hólmfríður og Kristinn hófu
búskap á Sogavegi 90 þar sem
þau bjuggu lengst af. Síðar
fluttu þau í Sólheima 27 þaðan
sem leið þeirra lá á Hrafnistu í
Reykjavík.
Hólmfríður lærði kjólasaum
hjá Kristínu H. Eyfells sem átti
og rak kjólaverslunina Fix. Hún
starfaði við saumaskap í seinni
tíð eftir að hafa sinnt heim-
ilisstörfum sem fylgdu því að
koma 8 börnum á legg. Hólm-
fríður starfaði á saumastofu
Hagkaups, Max og hjá Sjó-
klæðagerðinni 66°N. Hólm-
fríður var virkur félagi í Odd-
fellowreglunni til margra ára
og jafnframt var hún meðlimur
í kvenfélaginu Hringnum.
Útför Hólmfríðar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 3. febr-
úar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 15.
1950. Foreldrar
Kristins voru Daní-
el Kristinsson, bú-
fræðingur og bók-
ari, f. 1888, d. 1950,
og Áslaug Guð-
mundsdóttir,
handavinnukennari
og húsmóðir, f.
1890, d. 1969.
Börn Hólmfríðar
og Kristins eru: 1)
Daníel, f. 3. sept-
ember 1950, d. 26. nóvember
2017, maki Vigdís Greipsdóttir,
f. 5. október 1954. 2) Ásmund-
ur, f. 5. desember 1951, maki
Sigrún Guðjónsdóttir, f. 17. júlí
1953. 3) Kristinn, f. 30.nóv-
ember 1953, maki Ásdís Þór-
arinsdóttir, f. 17. desember
1953. 4) Hólmfríður Guðbjörg,
f. 11. maí 1955, maki Gunnar
Karl Gunnlaugsson, f. 24. sept-
ember 1955. 5) Knútur, f. 2. jan-
úar 1958, maki Þuríður Páls-
dóttir, f. 24. október 1960. 6)
Nú hefur elskuleg tengda-
móðir mín kvatt þennan heim
eftir langvarandi veikindi.
Hennar heimili síðustu 6 árin
var hjúkrunarheimilið Hrafn-
ista í Reykjavík. Þar bjó hún
ásamt honum Kristni tengda-
föður mínum en hann kvaddi
okkur 16. nóvember 2017.
Fía og Kiddi bjuggu sitt í
hvoru herberginu á Hrafnistu
en eyddu öllum þeim stundum
saman yfir daginn sem þau
gátu, sem var mjög fallegt að
sjá.
Fía var alla tíð stórglæsileg
og róleg kona sem skipti aldrei
skapi og minnist ég hennar með
þakklæti.
Ef einhvern tímann einhver
staður hefði átt skilið að hljóta
Michelin-stjörnu fyrir pönnu-
kökubakstur, þá væri það eld-
húsið á Sogavegi 90. Því þar
stjórnaði Fía og var hún einn sá
mesti snillingur í pönnuköku-
bakstri sem fundist hefur.
Sogavegur 90 er mjög mið-
svæðis og kom það sér oft vel,
sérstaklega þegar vantaði pöss-
un fyrir stelpurnar okkar. Það
voru ófá skiptin sem ég og
Bubba vorum bæði að vinna um
helgar og stelpurnar fengu að
vera hjá ömmu og afa á meðan.
Eitt skiptið sem ég kom með
Hildi mína snemma morguns á
Sogaveginn og skildi hana eftir
á útitröppunum, eins og ég
hafði gert svo oft áður, nema
hvað í þetta skiptið klikkaði það
aðeins því ég gleymdi einu mik-
ilvægu atriði sem var að láta
vita að ég kæmi með hana
þennan morgun. Þetta fór þó
allt vel að lokum og kom ekki
fyrir aftur, ég slapp meira að
segja við að vera „tekinn á
teppið“.
Fía átti það til að nota orð
eins og „nú jæja“ á skemmti-
legan hátt og gat þýtt svo
skemmtilega margt.
Eitt skipti fékk ég að heyra
„nú jæja“ og náði strax að þar
var hún í raun að segja: „Nú,
hann sótti þá stelpuna.“
Fíu verður sárt saknað, en
ég veit að Kiddi og Dassi eru
búnir að taka vel á móti henni.
Takk fyrir mig, Fía.
Tengdasonurinn,
Gunnar Karl Gunnlaugsson.
Elsku amma Fía.
Það er mjög skrítið og sárt
að hugsa til þess að nú sért þú
farin en okkur hlýnar í hjart-
anu við að hugsa til þess að nú
séuð þið afi Kiddi aftur saman.
Samband ykkar afa var alveg
einstakt og fram á síðasta dag
sáum við hvað þið afi voruð
skotin hvort í öðru.
Þú gafst okkur systrum eitt
hjúskaparráð og það var að við
skyldum aldrei færa mönnunum
okkar kaffi því ef við myndum
byrja á því gætum við aldrei
hætt því.
Þegar við systurnar byrjuð-
um að rifja upp allar minning-
arnar um þig sáum við að við
hefðum efni í nánast heila bók.
Það sem kom þó fyrst upp í
huga okkar var Sogavegurinn
en þaðan eigum við yndislegar
minningar um þig og afa.
Við sjáum þig svo myndrænt
í eldhúsinu með vatn í bollanum
þínum sem á stendur Amma, að
horfa á ömmu Fíu-fjallið (Esj-
una) eða berfætta úti að vinna í
garðinum; já eða standandi á
haus úti á túninu.
Hjá ykkur afa fengum við að
gera svo margt sem ekki mátti
heima og með því skemmtileg-
asta var að fara í búðaleik með
gullið en þá fengum við lánaðar
töskurnar þínar og allt gullið í
skartgripaskríninu og settum
upp verslun.
Saumavélin þín var líka alveg
sérstök en hún kom upp úr
stóru borði sem var með fullt af
skúffum með allskonar dóti til
að leika með. Þar voru tölur,
tvinnar, títuprjónar, nálar og
ekki má gleymda dúdúinu, en
það kallaðir þú stóru tvinna-
keflin og sem þú settir upp að
munninum og sagðir „dúdú“
eins og þú værir með lúður.
Þú varst alltaf svo flott og fín
til fara en sérstaklega fannst
okkur þú flott þegar þú varst á
leið á Oddfellow-fundi og komin
í glæsilega dragt eða kjól og í
fína pelsinn sem afi gaf þér og
með flottu töskuna með gull-
keðjunni. Ekki má gleyma
hárinu, varalitnum og slæðunni
en þú varst alltaf með lagningu
í hárinu, varalit og svo auðvitað
slæðu yfir höfðinu svo lagningin
skemmdist ekki. Það er ekki í
öllum fjölskyldum að orðatil-
tækið „ég er amma Fía“ sé not-
að yfir það að vera með slæðu á
höfðinu.
Heimilið þitt var líka alltaf
svo hreint og fínt og við efumst
um að það séu margir í dag sem
fægja málminn á útidyrahurð-
inni eins og þú gerðir.
Þú varst líka algjör sauma-
snillingur og saumaðir meðal
annars á okkur árshátíðarkjól,
skautbúning, fegurðardrottn-
ingarkjól og þú gast meira að
segja lagað nælonsokkabuxur.
Það var heldur ekki erfitt að
fá þig til að prófa nýja hluti og
eru það ekki mörg ár síðan við
fengum þig til að prófa hoppu-
kastala í afmæli hjá okkur. Þú
varst meira en til í það enda
hafðir þú aldrei prófað það áð-
ur.
Í lokin langar okkur að enda
á vísunni sem þú sagðir svo oft:
Amma Fía gekk á fjall,
hafði með sér grautardall,
þá kom afi Kiddi og át það allt,
þá var ömmu Fíu kalt.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Þínar ömmustelpur,
Hildur, Áslaug og Ragna.
Hólmfríður
Ásmundsdóttir-
✝ Ari Rögnvalds-son fæddist í
Litlu-Brekku á
Höfðaströnd 20.
nóvember 1932.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Lög-
mannshlíð á Akur-
eyri 20. janúar
2020.
Ari var yngstur
12 barna hjónanna
Guðnýjar Guðna-
dóttur, f. 1891, d. 1981, og Rögn-
valdar Sigurðssonar, f. 1888, d.
1935. Systkini Ara voru í ald-
ursröð: Þóranna, Sigurður, Matt-
hías, Rósa, Páll, Jón, Sigrún,
Steinunn eldri, Steinunn Ásdís,
sem ein lifir systkini sín, Kristján
og þá Ari.
Ari giftist hinn 26. desember
1954 eftirlifandi eiginkonu sinni
Sigríði Halldóru Hermannsdótt-
ur, fv. afgreiðslukonu og hús-
móður, f. á Akureyri 1930. Börn
Ara og Sigríðar eru: Anna
Guðný, f. 1956, starfsmaður Ice-
landair í Reykjavík, gift Ásgeiri
og Trausta er Elmar Ás. Yngst er
Sigríður Matthildur, f. 1963,
starfsmaður Landsbankans í
Reykjavík, gift Sindra Má Heim-
issyni, píanóstillara og tónlistar-
manni. Þeirra börn eru Sindri
Rafn, giftur Elínu Jónsdóttur og
eiga þau tvö börn, Dagur og Val-
borg Sunna.
Ari ólst upp á Siglufirði og fór
snemma til sjós. Hann hélt til
náms á Akureyri þar sem hann
lærði til vélstjóra. Ari var lengst
af sjómaður og vélstjóri á tog-
urum Útgerðarfélags Akureyr-
inga. Hann var á síldarskipum
hjá Hreiðari Valtýssyni útgerð-
armanni og fleiri skipum. Árið
1976 tekur Ari við starfi dælu-
stjóra hjá Hitaveitu Akureyrar
og vann þar til 70 ára aldurs. Ari
og Sigga bjuggu fyrstu árin í
Fjólugötu 13 og Byggðavegi 84
en byggðu sér síðan hús í Skála-
gerði 2, sem var heimili þeirra
fram til ársins 2018 þegar heils-
an fór að bila og þau fluttust í
Lögmannshlíð. Ari var söng-
maður góður og elskaði að taka
lagið með börnum og barnabörn-
um. Útför Ara verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag, 3. febr-
úar 2020, kl. 13.30.
H. Steingrímssyni
tónlistarmanni,
dætur þeirra eru
Auður Karitas,
maki Ari Magn-
ússon, og eiga þau
tvö börn, og Arna
Sigríður. Hermann
Ingi, fram-
kvæmdastjóri og
tónlistarmaður á
Akureyri, f. 1957, í
sambúð með Maríu
Ólafsdóttur en hans synir eru Ari
Freyr (móðir Kristín Helgadótt-
ir), maki Guðrún Arna Jóhanns-
dóttir og eiga þau tvo drengi, og
Jón Atli (móðir Þórhildur Jóns-
dóttir), maki Vera Stefánsdóttir
og eiga þau einn dreng. Ingi-
björg, f. 1960, starfsmaður Sam-
herja á Akureyri, gift Trausta
Guðmundssyni kerfisfræðingi.
Sonur Ingibjargar er Sigurður
Ari Blöndal (faðir Sigurður Blön-
dal), maki Íris Egilsdóttir og eiga
þau þrjú börn en sonur Sigurðar
með Ásu Magnúsdóttur er Alex
Daði Blöndal. Sonur Ingibjargar
Ég var 14 ára þegar Ari kom
inn í fjölskyldu okkar og giftist
Siggu Dóru systur minni. Ari og
Sigga Dóra keyptu neðri hæðina í
fjölskylduhúsinu í Fjólugötu 13
eftir andlát afa okkar og stofnuðu
þar sitt heimili en foreldrar okk-
ar áttu efri hæðina. Brátt stækk-
aði fjölskylda Ara og Siggu Dóru
og börnin urðu fjögur. Við Ari
urðum strax góðir vinir og áttum
eftir að bralla ýmislegt. Við
keyptum okkur bíl saman, sem
var jafnframt fyrsti bíllinn minn.
Þetta var Ford Junior árgerð
1946. Grænsanseraður og glæsi-
kerra að okkar áliti. Ari var alltaf
á sjónum svo það kom í minn hlut
að slíta út úr bílnum, sem við
gerðum sannarlega. Þegar ég var
kominn með konu og barn og við
bjuggum á efri hæðinni í Fjólu-
götunni með móður minni var
farið að þrengjast um fjölskyld-
urnar, þá ákváðum við að ráðast í
að byggja saman nýtt fjölskyldu-
hús að Byggðavegi 84. Þá var Ari
á sjónum og mikið fjarverandi en
réð smið með meistararéttindi til
að reisa með mér húsið með
dyggri aðstoð og stuðningi frá
„frænda“ þ.e. Stefáni Halldórs-
syni múrarameistara móðurbróð-
ur okkar Siggu Dóru. Það var
gott að eiga gamla „Júnnann“
meðan á húsbyggingunni í Bv. 84
stóð. Ég verð alla tíð þakklátur
fyrir traustið sem Ari sýndi mér
„stráklingnum“ við byggingu á
húsinu í Bv. 84. Húsið reis á einu
sumri og þau fluttu með hópinn
sinn á efri hæðina, við Auður á
neðri hæðina og mamma okkar
Siggu Dóru í 2ja herbergja íbúð í
kjallaranum. Þarna fór vel um
okkur öll í mörg ár. En þar kom
að húsnæðið sprakk utan af
Siggu Dóru og Ara og börnum
svo þau reistu sér nýtt hús sem
rúmaði þau öll.
Við hjónin og börnin okkar
þökkum Ara samfylgdina í gegn-
um áratugina. Alltaf var hann
glaður og hlýr við börnin okkar
og þegar hann kom úr siglingum
færði hann þeim alltaf eitthvað
spennandi og gott í munninn, t.d.
Smarties sem var aldeilis vin-
sælt. Ari var glaðvær og bros-
mildur og aldrei varð okkur
sundurorða. Hann hafði gaman af
söng og var félagi í Karlakórnum
Geysi um tíma. Hann var góður
dansari og elskaði að dansa. Allt-
af hefur verið gott og gaman að
koma í Skálagerðið og samgleðj-
ast með þeim öllum og miklir
kærleikar eru á milli frændsystk-
inanna þ.e. barnanna okkar
systkina. Nú eru breyttir tímar
fram undan, gefst ekki lengur
tækifæri til að líta við í Skála-
gerðinu til að ræða heimsins
gagn og nauðsynjar; ruglið í póli-
tíkinni eða um daginn og veginn.
Elsku Ari. Þökkum þér vinátt-
una og samveruna í gegnum ára-
tugina. Góða ferð í Sumarlandið!
Sendum Siggu Dóru, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ingólfur og Auður.
Suðurbrekkan á Akureyri
undir lok sjöunda áratugarins. Í
nýbyggðu hverfinu var líf og fjör,
ungar fjölskyldur með krakka-
skara bjuggu í hverju húsi. Líf
okkar krakkanna í Byggðavegin-
um virtist endalaus leikur,
skemmtileg uppátæki og ævin-
týri. Í kjallaranum bjó amma
Anna og á efri hæðinni bjuggu
Lagga frænka og Ari með krakk-
ana sína fjóra, Önnu Guðnýju,
Hemma, Ingu og Möttu. Þetta
var fríður flokkur í Byggðavegi
84, ein stór fjölskylda. Ari var á
sjó og þegar hann kom heim úr
siglingum fengum við systkinin
glaðning alveg eins og frænd-
systkinin á efri hæðinni. Ari kom
færandi hendi, það var ekki bara
framandi rafmagnsbíll eða
töfrandi dúkka sem kom upp úr
töskunum, okkur fannst Ari hafa
allan heiminn í farteskinu þegar
hann kom frá útlöndum.
Árin liðu, Ari kom í land, börn-
in fullorðnuðust og fjölskyldan á
efri hæðinni flutti. Í Skálagerði 2
var alltaf tekið á móti okkur með
opnum faðmi, hlýju og umhyggju.
Það var mikið skrafað, spurt
fregna og rætt um það sem var
efst á baugi. Ari kom sér vel fyrir
í eldhúskróknum og sagðar voru
sögur af mönnum og málefnum.
Eftir því sem árin liðu barst talið
meira að fréttum af barnabörn-
um og barnabarnabörnum.
Nú hefur Ari lagt upp í sína
hinstu sjóferð. Siglfirðingurinn
glæsilegi stendur í stafni og siglir
fleyi sínu um fagurblá víðerni.
Við hlýjum okkur við góðar minn-
ingar og erum þakklát fyrir að
hafa átt langa samleið með Ara.
Hugur okkar er hjá Löggu
frænku sem kveður nú lífsföru-
naut sinn.
Við vottum Löggu, frænd-
systkinum okkar og afkomendum
dýpstu samúð.
Elín Björg, Hermann Örn og
fjölskyldur.
Ari Rögnvaldsson
Okkar ástkæri sonur, bróðir, barnabarn,
systursonur og vinur,
SIGURÐUR DARRI BJÖRNSSON,
Erluási 31, Hafnarfirði,
lést af slysförum 29. janúar sl. Útförin fer
fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 7.
febrúar og hefst athöfnin kl. 13.00. Blóm og
kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Björgunarsveit
Hafnarfjarðar.
Björn Arnar Magnússon Rannveig Sigurðardóttir
Salvör Svanhvít Björnsdóttir Hinrika Salka Björnsdóttir
Sigurður Þórðarson
Gróa Guðbjörnsdóttir
Sigríður Sigurðardóttir fjölskyldur og vinir
undanfarna daga og um leið kall-
að fram óteljandi minningar um
yndislega konu.
Það var aldrei neitt mál hjá
þeim hjónum að skjótast lands-
horna á milli og höfðu þau gaman
af að ferðast. Ein áramótin feng-
um við símtal rétt áður en við vor-
um að setjast að borðum á gaml-
árskvöld, hvort við værum ekki
heima, þau voru að koma upp úr
„göngunum“ og væru að koma í
heimsókn. Það var því ekki annað
að gera en skella fleiri diskum á
borðið og taka á móti ferðalöng-
unum. Upp frá þessu dvöldu þau
ætíð hjá okkur um áramótin og
gerðu líf okkar ríkara fyrir vikið.
Þegar við svo mörgum árum
seinna þurftum að fá aðstoð við
barnapössun á meðan við biðum
eftir dagmömmuplássi, þá var lít-
ið mál að flytja til okkar í nokkrar
vikur og redda málunum.
Það var ekki fyrirferð á Gúu en
hún var sterkur bakhjarl fyrir
fjölskyldu sína á hógværan og
látlausan hátt. Heilsuleysi síð-
ustu árin tók toll af henni og var
hún eflaust löngu orðin tilbúin
fyrir þetta síðasta ferðalag sitt.
Ég minnist hennar með hlýju og
söknuði og þakka í leiðinni okkar
kynni í gegnum árin og alla vel-
vild við mig og mína. Góða ferð í
sumarlandið, Gúa mín.
Agla Sigríður Björnsdóttir.