Morgunblaðið - 03.02.2020, Page 22

Morgunblaðið - 03.02.2020, Page 22
Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Bíll með öllum mögu- legum aukabúnaði Skráður 10/2012, ný tímareim (skipt í 152 þ.km. Framhjóladrif, 1,6 TDI, ekinn 153 þ.km. beinskiptur, dökkbrúnn, leðurklæddur, rafmagn í sætum, minni í sætum, stafrænt mælaborð, dráttarbeisli, skynjarar allan hringinn, álfelgur, navigation, skjár með bluetooth og öllu mögulegu, tölvustýrð miðstöð bæði fram í og aftur í, Xenon ljós sem elta í beygjum, kastarar, langbogar, sumar og vetrardekk. Uppl. í síma 615 8080 TILBOÐ 1.250 þús. staðgreitt SKODA Superb Station Raðauglýsingar Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. innan lóða Laxabrautar 21, 23 og 25, Ölfusi Landeldi ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats- skýrslu um 5.000 tonna fiskeldi Landeldis ehf. innan lóða Laxabrautar 21, 23 og 25, vestan Þorlákshafnar, Ölfusi. Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 3. febrúar til 17. mars 2020 á eftirtöldum stöðum: Bæjarskrifstofu Ölfuss, Bæjarbókasafni Ölfuss, Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulags- stofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. mars 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Kynningarfundur: Vakin er athygli á að Landeldi ehf. stendur fyrir kynningarfundi á frummatsskýrslu fimmtudaginn 1. febrúar 2020 kl. 18:00 í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn, allir velkomnir. Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfisalur- inn er opinn kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. Kraftur í KR kl. 10.30, rútan fer frá Vesturgötu kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og Aflagranda kl. 10.20. Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13. Kaffi kl.14.30- 15.20. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin handavinnuhópur kl. 12-16. Leikfimi með Hönnu og Maríu kl. 9. Morgunsagan kl. 11. Göngubretti, æfingarhjól m/leiðb. kl. 12.30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Opið fyrir innipútt. Hádegis- matur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535 2700. Boðinn Boccia kl. 10.30. Gönguhópur kl. 10.30. Bingó (FEBK) kl.13. Myndlist kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 14.30 Spjallhópur Boðans kl. 15. Bústaðakirkja Félagsstarfið verður á sínum stað á miðvikudaginn frá kl. 13-16. Spil, handavinna og kaffið góða frá Sigurbjörgu. Kristín Ólafsdóttir frá Hjálparstarfi Kirkjunnar kemur í heimsókn og segir frá starfi þess en nú í ár er Hjálparstarfið 50 ára. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Bústaðakirkju. Dalbraut 18-20 Myndlist í vinnustofu. Brids í borðsal. Dalbraut 27 Fylgt í sundleikfimi frá Dalbraut 27 kl. 8.30.Óli og Embla verða í setustofu á 1. hæð. Píla í parketsal. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Ganga kl. 10. Byrjendanámskeið í Línudansi kl. 10. Æðstaráðfundur kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarnámskeið kl. 12.30. Foreldrastund kl. 13. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhorn kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleikf. Sjál kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30. Kvennaleikf Ásg. kl. 11. Zumba salur, Ísafold kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Qigong kl. 9-10. Leikfimi Maríu kl. 10.30- 11.15 Leikfimi Helgu Ben kl. 11.15-11.45. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 Boccia, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta, kl. 16.30 kóræfing, kl. 19 Skapandi skrif. Gullsmára Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30 og 17. Bridge og handa- vinna kl. 13. Félagsvist kl. 20. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-14. Jóga kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12.30-14. Prjónaklúbbur kl. 14-16. Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika frá kl. 8-12. Myndmennt kl. 9. Gaflarakórinn kl. 11. Félagsvist kl. 13. Ganga frá Haukahúsi kl. 10. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Jóga með Carynu kl. 9. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Samverustund kl. 10.30. Jóga með Ragnheiði kl. 11.10 og 12.05. Tálgun – opinn hópur kl. 13-16. Frjáls spilamennska kl. 13. Liðleiki í stólum kl. 13.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt Yoga með Ingibjörgu kl. 9, ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll, skartgripagerð kl. 13 í Borgum, félagsvist í Borgum kl. 13 og tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag í umsjón Gylfa og kóræfing Korpusystkina í umsjón Kristínar kl. 16 í dag í Borgum. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík ZUMBA Gold framhald kl. 10.30 umsjón Tanya. Félagsstarf eldri borgara Eins og þegar eldur deyr í hlóðum yfirgefins tjaldstaðar um haust vindur slökkvir hinsta gneista í glóðum sópar af hellu silfurgráa ösku sáldrar henni yfir vatn og fjörð svo vil ég duft mitt berist burt með þeynum um beitilönd og þýfðan heiðamó falli sem skuggi á fjallavatnsins spegil finni sér skjól í hlýrri mosató heimkomið barn við barm þér, móðir jörð. (Rose-Marie Huuva) Það er við hæfi að byrja kveðjuorðin til þín, elsku Nonni okkar, með þessu fallega ljóði. Það er gott að vita að þú ert núna laus undan þjáningum þínum og frjáls og við yljum okkur öll saman við góðu minn- ingarnar. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá yngri kynslóð- inni, enda duglegur að gefa henni tíma og stutt í glensið. Á svona stundu minnir það okkur líka á það hvað tíminn er miklu dýrmætari en allar veraldlegar gjafir. Síðastliðin ár hringdi Yngvi í þig hvert sumar og bauð þér á golfmót Breiðholts Groups, sem þeir æskufélagarnir úr Breið- holtinu hafa haldið til fjölda ára. Það var alveg sama hvað stóð til hjá þér, alltaf varstu klár og sagðir þú að tilhlökk- unin eftir þessum degi væri alltaf jafn mikil. Golfið sjálft og að geta eitthvað á mótinu var algjört aukaatriði, skemmtunin og félagsskapurinn var það sem skipti mestu máli. Í fyrra þegar halda átti mót varstu nýbúinn í lyfjameðferð og frekar slappur. Það kom samt ekki til greina að missa af mótinu. Þú sagðir að þú myndir alltaf mæta, þú gæt- ir bara dregið golfkerruna fyrir einhvern, helst Guðna þjón sem var í miklu uppáhaldi, enda aldrei lognmolla í kringum hann. Var gaman að sjá hvað þú naust þín þrátt fyrir stóra verk- efnið sem þú varst að kljást við. Það sem var lagt á þig síð- ustu ár var miklu meira heldur en flestir fá að kynnast á allri sinni lífsleið. Við eigum bágt með að trúa því að við fáum aldrei að sjá brosið þitt aftur og heyra hlátur þinn. Þú ætlaðir svo sannarlega ekki að gefast upp enda barðist þú til síðasta dags. Von okkar allra var sterk, við vildum svo mikið að þú fengir meiri tíma með okkur og þínum uppáhalds. Á þessum erfiðu tímum verð- um við sem eftir sitjum að læra að lifa með sorginni og halda áfram. Þjappa okkur betur saman og passa upp á fallegu fjölskylduna þína. Við munum öll sakna þín en við trúum því að Dísa amma taki á móti þér með sposka brosið sitt. Elsku Unnur Björk, Brynja Rán, Jóhann, Hjörtur Breki, Anna Kristín og Kolbrún Klara, missir ykkar er mikill, megi hlýjar minningar um einstakan mann styrkja ykkur í sorginni. Yngvi Rafn, Íva Sigrún, Herdís Hanna, Nökkvi Rafn og Ebba Kristín. Ég kynntist Nonna þegar hann var upp á sitt besta, hann var búinn að koma sér vel fyrir Jón Þorkell Gunnarsson ✝ Jón ÞorkellGunnarsson fæddist 23. júlí 1979. Hann lést 21. janúar 2020. Útför Nonna fór fram 31. janúar 2020. með Unni sinni í Rauðavaðinu og al- gjörlega henni og börnunum innan handar ásamt því að vera nýbúinn að frétta að hann ætti von á sínu eigin kríli næsta sumar. Nonni var ekki lengi að taka mér opnum örmum og bjóða mig velkom- inn í fjölskylduna og gat hann alltaf séð það jákvæða í fari annarra. Hann gat alltaf fundið leið til að tengjast jafnvel ólík- asta fólki og engin furða að hann var jafn dáður af jafn mörgum og raun ber vitni. Næstu mánuði og ár var mjög hjartnæmt að sjá hvernig hann fékk fjölskylduna til að snúast í kringum sig, rétt eins og hann snérist um hana og var föðurhlutverkið klárlega hans köllun. Þegar við Brynja fluttum að heiman, honum til mikillar gleði, enda orðin ansi mikil þröng á þingi í Rauðavaðinu, þá var hann alltaf tiltækur til að hjálpa okkur koma undir okkur fótunum og virtist honum allt alveg fyrirhafnarlaust og það sama var upp á teningnum þeg- ar Hjörtur flaug úr hreiðrinu. Þegar við elstu krakkarnir vorum farin að standa á eigin fótum tók við nýr kafli hjá þeim Nonna og Unni þegar þau fluttu á Selfoss og var Nonni alltaf mjög stoltur af því heimili sem þeim tókst að byggja sér upp þar. Nonni vildi ekkert meira en að eignast stóra fjöl- skyldu og lifa notalegu lífi um- kringdur þeim sem hann elsk- aði mest og var sú vegferð langt á leið komin. Það sást langar leiðir hversu vel þeim leið á nýja heimilinu og hversu vel samfélagið þar tók á móti þeim. Þegar erfiðleikarnir byrjuðu að hrjá Nonna þá lét hann ekk- ert stöðva sig í að vinna að sín- um markmiðum, og sama hversu mikil þyngsli lífið lagði á hann þá hélt hann alltaf áfram. Ekkert ætlaði að stöðva hann í að gera sitt besta fyrir sig og sína og hélt hann í það hugarfar alveg fram til síðustu stunda. Með Nonna kveður hjarta- hlýr, staðfastur og barngóður maður. Hans verður sárt sakn- að. Kæri Nonni, takk fyrir mig og góða ferð. Jóhann Franks. Það er svo gott þegar á vegi manns verða persónulegir gull- molar. Það auðgar lífið og sam- félagið í kringum mann. Slíkur skínandi gullmoli birtist á leið minni haustið 2015 þegar hann Nonni fór að vinna með okkur í Norðlingaskóla. Að sjá hann með krökkunum sem þurftu svo einmitt á honum og mannkostum hans að halda var beinlínis mannbætandi. Góður, rólegur, kankvís en þó ákveðinn, frábær blanda fyrir börn og ungmenni sem eftir einhverjum skilgreiningum falla ekki inn í það sem kallað er normal. Og hann hafði ástríðu fyrir vinnunni sinni, vildi læra, leitaði ráða og prófaði sig áfram. Það gladdi okkur í skólanum mikið þegar hann ákvað að prófa þroskaþjálfanám, þar fannst okkur hann svo sannarlega vera á réttri hillu, þó að heilsan leyfði ekki að hann kláraði það. Hann féll einstaklega vel inn í hópinn okkar í Norðlingaholt- inu og við vildum helst eiga hann með húð og hári og gönt- uðumst með að hann hefði svik- ið okkur þegar hann fór frá okkur vorið 2018. En auðvitað blómstraði Nonni okkar líka á nýjum slóðum í nýju starfi og við samglöddumst honum af öllu hjarta. Það var sama hvort var í leik eða starfi, alls staðar nutu mannkostir Nonna sín vel, hlýj- an, brosið og gleðin umvöfðu okkur öll. Það kom sérstakur glampi í augu Nonna þegar hann talaði um Unni sína og börnin sín, þau voru hans gimsteinar. Það er óskiljanlegt að mann- vinur og góðmenni eins og hann Nonni þurfi að kveðja fjöl- skyldu og vini svona snemma. Eina leiðin til að sjá einhverja glætu í þeim verueika er að hugsa sér að hans bíði sérstök verkefni, kannski börn og ung- menni sem þurfa þann stuðning og virðingu sem hann var sér- fræðingur í að veita. Unni og börnunum sendi ég innilegar samúðarkveðjur, orð mega sín lítils, en minningar um einstakan öðling lifa um ei- lífð. Takk fyrir einstaka sam- vinnu, Nonni minn, hún er geymd en ekki gleymd. Jónína Rós Guðmundsdóttir (Nína). En hvað lífið getur stundum verið ósanngjarnt. Í dag kveðj- um við starfsmann sem þrátt fyrir stuttan starfsaldur hjá Sveitarfélaginu Árborg náði að heilla alla í kringum sig með einstakri jákvæðni og hjálp- semi. Jón Þorkell eða Nonni eins og við þekktum hann flest sótti um starf forstöðumanns íþróttahúss Sunnulækjarskóla hjá sveitarfélaginu vorið 2018. Það rifjast upp þegar maður hugsar til Nonna að í starf- sviðtalinu var eitthvað sem fékk mig til að treysta honum strax. Ég velti því fyrir mér eftir við- talið hvort þetta væri of gott til að vera satt en umsagnirnar staðfestu svo sannarlega allt sem kom fram hjá Nonna. Fyr- ir yfirmann eru það ótrúleg for- réttindi að hafa góða einstak- linga í vinnu sem maður treystir 100% fyrir verkefnun- um og veit að þau eru leyst af góðri skynsemi. Nonni hakaði í öll þessi box og ávann sér virð- ingu samstarfsmanna, nem- enda, foreldra, kennara og þjálfara með sinni einstöku þjónustulund og hæfileika til að miðla málum á jákvæðan hátt. Fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar vil ég þakka Nonna fyrir samstarfið og hans fram- lag til samfélagsins. Votta Unni Björk, börnum þeirra og fjöl- skyldu innilega samúð á þessum erfiðu tímum með von um að þið finnið styrk hvert í öðru til að halda áfram en andi Nonna mun lifa áfram með okkur öll- um. Bragi Bjarnason. Nonni var einstakur maður. Ljúfur, góður og hlýr maður. Ég hitti hann í fyrsta skipti fyr- ir 10 árum en þá var hann nýi kærasti Unnar vinkonu. Hann var fljótur að sýna okkur Ró- berti að hann var kominn til að vera og milli okkar fjögurra tókst einstök vinátta. Við Unn- ur eignuðumst yngstu börnin okkar með árs millibili og m.a.s. fékk Nonni Svönu í afmælisgjöf sem tengdi þau sterkum bönd- um enda þótti henni endalaust vænt um hann. Nonni var „allra“. Allir löð- uðust að honum. Við brölluðum margt saman vinirnir, fórum í bústað, matarboð, utanlands- ferðir, grillveislur og margt fleira. Ferðin til Svíþjóðar stendur upp úr í minningunni en Nonni skipulagði hana sjálfur. Hann pantaði flugið og bókaði „hót- elið“. Þegar við komum út var hafist handa við að finna hótelið en það reyndist ekki vera hótel heldur hostel. Þegar við komum á hostelið var kort sem vísaði okkur á herbergin. Okkar var í kjallaranum. Við opnum dyrnar að herberginu en þá komum við inn í rými þar sem búið var að stúka af fjögur herbergi með glerveggjum en opin að ofan. Þetta leit út eins og hellir, en þrátt fyrir þetta skemmtum við okkur konunglega eins og við gerðum alltaf. Nonni, þú stóðst við þitt, varst trúr og endalaust góður við Unni mína. Þín verður sárt saknað af okkur Róberti. Elsku Unnur, Brynja, Hjörtur, Anna Kristín og Kolbrún, missirinn er mikill. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð en ég veit að hann mun fylgjast með okkur glettinn á svip með tyggjó í munninum. Róbert Imsland, Þórey Garðarsdóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Elsku Nonni okkar, með þunga sorg í hjarta sitjum við vinkonurnar og rifjum upp þær fjölmörgu minningar sem við æskuvinirnir höfum skapað saman í gegnum árin. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hláturinn þinn og hversu einlægur og smitandi hann var. Það var alltaf stutt í brosið og að sama skapi alveg örstutt í stríðnispúkann. Manstu öll þessi óteljandi skipti sem farið var á rúntinn þar sem þú áttir það svo oft til að grípa fast í hnéð á þeim sem sat við hliðina á þér þangað til sú manneskja öskraði. Þetta fannst þér svo sjúklega fyndið og eins þegar þú barðir oft í rúðuna þegar við vorum að bakka og við héldum að við hefðum bakkað á. Það virkaði í hvert skipti því okkur brá alltaf jafnmikið. Þá var mikið hlegið. Við vorum óþreytandi þegar kom að því að hittast og spila og áttum við heldur betur mörg dásamleg spilakvöldin. Þá var yfirleitt spilaður kani og ein- hvers staðar eru ennþá til heilu stílabækurnar stútfullar af stigagjöfum skrifuðum á fram- og baksíður og í spássíurnar líka. Spilakvöldin enduðu reyndar misvel þar sem sumir áttu svolítið erfitt með að tapa. Þá fékk spilastokkurinn stund- um að finna fyrir því í hita leiksins. Við minnumst líka allra góðu stundanna þar sem við komum saman hvort sem var í Hóla- garði, í frímó, á körfuboltavell- inum, í útilegunum eða í alls kyns partíum, gleði og veislu- haldi í þá daga og svo má enda- laust lengi telja. Þú varst góður vinur og fal- leg manneskja og alltaf til stað- ar fyrir okkur vini þína. Þú varst mikill fjölskyldumaður og talaðir oft um að þú vildir eign- ast stóra fjölskyldu. Einhvern veginn vissir þú alveg hvaða eiginleikum hin eina sanna ætti að búa yfir. Draumar þínir rættust svo sannarlega þegar Unnur og börnin komu inn í líf þitt. Elsku Unnur, Kolbrún Klara, Anna Kristín, Hjörtur, Brynja, Selma, Gunni, systkini og fjöl- skyldur, hugur okkar er hjá ykkur á þessum sorgartímum. Með orðunum hans Bubba kveðjum við góðan vin. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þínar æskuvinkonur, Svana, Sandra, Sara og Sandra Kristína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.