Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2020 50 ára Ragnar er Hafnfirðingur og er rafvirkjameistari að mennt frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Hann rekur fyrirtækið Losta og vinnur einnig fyrir Óðin OS ehf. í Noregi. Maki: Rúna Sigríður Örlygsdóttir, f. 1971, leikskólakennari á Víðivöllum. Börn: Bjarki Freyr, f. 1995. Alma Brá, f. 1998, og Harpa Líf, f. 2001. Foreldrar: Svanlaugur Sveinsson, f. 1947, byggingatæknifræðingur, og Freyja Guðlaugsdóttir, f. 1947, fyrrver- andi stuðningsfulltrúi í Víðistaðaskóla. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Ragnar Sveinn Svanlaugsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Samstarfsfólk styður þig í dag og þess vegna gætir þú átt dásamlegan vinnudag. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. 20. apríl - 20. maí  Naut Dagurinn hentar vel til að ræða fjármálin. Láttu ekki hugfallast þótt ein- hver mótvindur sé, það lægir fljótt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sköpunargáfa þín er í sögulegu hámarki í dag. Huggaðu þig við það að með hækkandi sól færðu að ferðast meira. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Leiðist þér í vinnunni? Ekki bíða eftir að þú fáir tilboð um eitthvað nýtt, stundum þarf maður bara að skapa sjálfur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú kannt að fá merkilegar upplýs- ingar sem gætu á endanum haft breyt- ingar í för með sér. Kapp er best með forsjá. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er rétti tíminn til að hringja í gamla vini. Einhver færir þér svör á silfurbakka og þú gætir ekki verið ánægðari. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu þér í léttu rúmi liggja þótt þú getir ekki keypt það sem hugurinn girnist. Koma tímar, koma ráð. Einhver stígur í vænginn við þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst þú standa uppi með fangið fullt af verkefnum. Þú dáist að vissri manneskju og það er gagn- kvæmt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sinntu þínum nánustu sér- staklega, því þú hefur satt að segja látið þá sitja á hakanum. Snúðu þér að þeim sem þú getur treyst og fáðu ráð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst aðrir sækja um of í þig. Notaðu tækifærið og lærðu að vera umburðarlyndari. Enginn verður óbarinn biskup. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það sem þú ákveður að gera í dag munt þú leysa mjög vel úr hendi. Hlustaðu á ábendingar um það hvernig þú getur hagrætt í vinnunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur vindinn í bakið á þessu ári. Einhver fylgist með þér úr fjarlægð. Grafðu stríðsöxina, þér líður betur á eftir. þeirra 2017 og gegnir þeirri stöðu ennþá. „Þar höfum við Afríku líka í okkar umsjá og því segi ég stundum í góðra vina hópi að ég sé forseti yfir bæði Evrópu og Afríku. Sem slíkur hef ég farið í nokkrar heimsóknir til aðild- arlanda, meðal annars til Bosníu sem hafði mikil áhrif á okkur hjónin. Einnig fórum við síðasta haust til Simbabve til að vinna þar verkefni, með styrk frá utanríkisráðuneytinu, fyrir stómaþega en stómaþegar í Afr- íku búa almennt við allt annað og verra atlæti af hálfu heilbrigðiskerf- isins í heimalandi sínu en við getum ímyndað okkur. Þar fyrir utan er það mjög fræðandi, og líka sjokkerandi, að kynnast aðstæðum í Afríku, sér- staklega ef menn komast út fyrir stóru borgirnar. Ég stefni á aðra ferð til Afríku í haust og nú til Sambíu og vona að aðstæður þar séu betri. En kosinn í stjórn Evrópusamtaka stómaþega (European Ostomy Asso- ciation eða EOA; sjá ostomyeu- rope.org). Hann var fyrst gjaldkeri samtakanna en var kosinn forseti J ón Þorkelsson er fæddur 3. febrúar 1960 í Reykjavík og bjó þar fyrstu árin. Fjöl- skyldan flutti 1963 til Ólafsvíkur og bjó þar til jóla 1968. „Það var mikið frjálsræði að búa þar og hægt að fara víða um næsta nágrenni. Ég týndist þar í berjamó eftir að ég hafði tínt ber af stórum kletti sem huldufólk býr í. Ég datt í gjótu og fannst ekki fyrr en eft- ir einn eða tvo klukkutíma. Mömmu var náttúrlega farið að líða mjög illa yfir þessu en eftir þetta hef ég ekki afneitað huldufólki, álfum, dvergum eða tröllum.“ Fjölskyldan flutti aftur til Reykjavíkur og síðan til Hafnar- fjarðar 1973. Jón kláraði landspróf frá Flens- borgarskóla vorið 1976 með hæstu einkunn það árið. Hann varð síðan stúdent frá Flensborgarskóla vorið 1979 og viðskiptafræðingur frá Há- skóla Íslands í janúar 1985. Jón vann á endurskoðunarstofu í Hafnarfirði meðfram námi en flutti á Hellu 1985 og bjó þar í um tvö ár. „Ég vann þar hjá Kaupfélaginu Þór, sem var eitt síðasta sjálfstæðiskaup- félagið. Ég var aðstoðarkaupfélags- stjóri og fetaði þar með í fótspor föð- ur míns sem var kaupfélagsstjóri í Ólafsvík. Ég kynntist mörgu góðu fólki á Hellu en þar skildum við, ég og fyrri eiginkona mín. Ég flutti aftur á Stór-Hafnarfjarðarsvæðið og vann ýmis störf um stund en sneri svo aft- ur á endurskoðunarstofuna í Hafnar- firði og vann þar til 2015 þegar stofan og við starfsfólkið þar vorum seld til KPMG. Ég kynntist seinni eiginkonu minni haustið1987 í biðröðinni fyrir utan Þjóðleikhúskjallarann og tel það eina mína bestu ákvörðun að hafa ætlað á ball þar þetta kvöld. Reyndar vorum við bæði að koma úr brúð- kaupi, sitt úr hvoru að vísu.“ Á námsárunum veiktist Jón af rist- ilbólgum sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. Hann fór í sína fyrstu skurðagerð haustið 1995 og hefur verið stómaþegi síðan. Hann gerðist meðlimur Stómasamtakanna árið 2000, var kosinn í stjórn þeirra 2003 og varð síðan formaður samtakanna í maí 2007 og er það enn. Sem formað- ur Stómasamtakanna var Jón síðan ég mæli með því að menn geri sér ferð til Afríku og kynni sér aðstæður þar og beri síðan saman við það sem við búum við hérna heima.“ Jón hefur undanfarin tæp sjö ár verið í stjórn Krabbameinsfélags Ís- lands og auk þess unnið töluvert að innri málefnum félagsins og sömu- leiðis hefur hann síðan 2006 unnið töluvert innan Öryrkjabandalagsins, síðustu árin sem formaður kjör- nefndar. „Eftir að ég flutti til Hafnarfjarðar 1973 fór ég fljótlega að æfa fótbolta með Haukum og æfði fram til 1982 en lagði þá skóna á hilluna frægu en hef verið Haukamaður síðan þá og verð til æviloka. Tvö af börnunum mínum spila í dag körfubolta með Haukum og það er ein helsta iðja okkar hjónanna um þessar mundir að fylgj- ast með þeim í boltanum og síðan elsta barninu í myndlistinni. Ég hef Jón Þorkelsson viðskiptafræðingur – 60 ára Fjölskyldan Jón, Steinunn og börn á tónleikum með Elton John í Kaupmannahöfn í fyrra. Forseti yfir Evrópu og Afríku Í Simbabve Jón vann þar að verk- efni fyrir stómaþega í fyrrahaust. 30 ára Rúnar ólst upp í Hafnarfirði og á Hvolsvelli en er í dag búsettur í Vesturbæ Reykjavíkur. Rúnar stundar nám í fé- lagsráðgjöf við Há- skóla Íslands. Sam- hliða námi starfar hann í Árlandi, skammtímavistun fyrir börn með fötlun. Maki: Alda Magnúsdóttir Jacobsen, f. 1992, náms- og starfsráðgjafi á Vinnu- málastofnun. Foreldrar: Auður Friðgerður Halldórs- dóttir, f. 1957, grunnskólakennari í Hvols- skóla og Jens Sigurðsson, f. 1955, gítar- kennari í Tónlistarskóla Rangæinga. Þau eru búsett á Hvolsvelli. Rúnar Smári Jensson Til hamingju með daginn Reykjanesbær Logi Hildiberg Davíðsson fæddist 17. mars 2019 kl. 19.41 í Reykjavík. Hann vó 3.825 g og var 52,5 cm að lengd. Foreldrar hans eru Soffía Klemenzdóttir og Davíð Hildi- berg Aðalsteinsson. Nýr borgari Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Einfalt og nett hjartastuðtæki fyrir stofnanir og fyrirtæki. Tækið greinir sjálfkrafa mögulega rafvirkni í hjartanu og sé þess þörf gefur það rafstuð. Tækið talar til notandans og gefur fyrirmæli á íslensku* *Einnig fáanlegt með ensku tali. LIFEPAK CR PLUS HJARTASTUÐTÆKI TILBOÐSVERÐ LIFEPAK CR PLUS 159.900 KR M/VSK VEGGFESTING 19.000 KR M/VSK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.