Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
✝ Óskar VigfúsMarkússon
fæddist í Rofabæ í
Meðallandi 3. maí
1925. Hann lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Klausturhólum 5.
febrúar 2020. Ósk-
ar var sonur
hjónanna Markúsar
Bjarnasonar,
bónda í Rofabæ, f.
8. febrúar 1895 í Bakkakoti,
Leiðvallahreppi, d. 5. maí 1971,
og Guðrúnar Vigfúsdóttur hús-
freyju í Rofabæ, f. 12. maí 1895
í Heiðarseli, Prestbakkasókn, d.
2. október 1977. Óskar var
yngstur fjögurra barna þeirra.
Elstur var Bjarni, f. 22. október
1919, d. 5. nóvember 1988. Síð-
an komu Þóranna, f. 11. október
1920, d. 9. ágúst 1925, og Elín
Sigríður, f. 22. febrúar 1922, d.
20. júní 2018.
Hinn 26. ágúst 1951 eignast
hann soninn Gísla, og síðar Har-
ald, f. 5. október 1954, d. 30.
mars 2018. Óskar og Guðrún
Ólafsdóttir, f. 15. maí 1921, d. 3.
mars 1997, hófu búskap í
lágu saman 1986, en hún hafði
nokkru áður misst maka sinn.
Ása átti 5 uppkomin börn fyrir.
Óskar og Ása hófu sambúð sem
varði á meðan heilsa beggja
leyfði eða í rúm 30 ár. Frá árinu
2018 bjó Óskar á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Klaust-
urhólum.
Óskar ólst upp hjá foreldrum
sínum og systkinum í Rofabæ í
Meðallandi við almenn sveita-
störf og ungur nam hann org-
elleik í Vík í Mýrdal. Orgelleik-
ari var hann í Langholtskirkju í
Meðallandi 1945 til 1950 er
hann flutti til Reykjavíkur.
Fyrstu árin í Reykjavík stund-
aði hann ýmis störf, m.a. sjó-
mennsku og almenn verka-
mannastörf. Óskar útskrifaðist
sem húsgagnasmiður frá Iðn-
skólanum í Reykjavík 1955 og
hlaut meistararéttindi í faginu
1963. Í nokkur ár eftir að námi
lauk rak hann í félagi við annan
mann smíðaverkstæði á Grens-
ásvegi en hóf síðan störf hjá Ný-
virki þar sem framleidd voru
m.a. húsgögn hönnuð af Sveini
Kjarval. Er Nývirki hætti
rekstri hóf Óskar störf á smíða-
verkstæði Landspítalans og
starfaði þar uns hann fór á eft-
irlaun 1995.
Útför Óskars verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag, 17. febr-
úar 2020, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Reykjavík 1957.
Þau eignuðust sam-
an börnin: 1) Ólaf
Inga, f. 25. júní
1958, giftur Ernu
Björgu Baldurs-
dóttur. Börn þeirra
eru: Baldur Ingi, f.
20. maí 1977, Vala
Ósk, f. 31. október
1982, Ólafur Unn-
ar, f. 19. janúar
1989, og Óskar
Markús, f. 19. maí 1995. 2) Ás-
dísi, f. 12. júní 1964, gift Jóni
Daða Ólafssyni. Börn þeirra
eru: Tinna Ýr Jónsdóttir, f. 4.
janúar 1983, Daði Þór Jónsson,
f. 14 september 1986, og Sandra
Dís Jónsdóttir, f. 27. ágúst 1988.
Langafabörnin eru orðin 10.
Fyrir átti Guðrún dæturnar
Hildi Ingu Hilmarsdóttur, f. 4.
nóvember 1941, d. 29. júní 2010,
og Steinunni Hilmarsdóttur, f.
5. maí 1944, d. 20. júlí 2011.
Óskar og Guðrún slitu sam-
vistum 1973.
Það var síðan mikið lán er
leiðir Óskars og Kristrúnar Ás-
bjargar Ingólfsdóttur, Ásu, f. 8.
október 1932, d. 8. janúar 2017,
Óskar tengdafaðir minn hefur
nú kvatt þessa jarðvist 94 ára að
aldri. Síðustu mánuði hafði heilsu
hans hrakað jafnt og þétt þannig
að öllum var ljóst hvert stefndi.
Ég kynntist Óskari árið 1974
þegar við Óli byrjuðum að vera
saman, 15 ára að aldri. Löngu
síðar sagði Óskar okkur að hon-
um hefði nú þótt við heldur ung
en bætti við að það hefði nú bara
ræst þokkalega úr þessu hjá okk-
ur. Eftir svo langa samfylgd er
margs að minnast en ofarlega í
huga mér er ferð sem við Óli fór-
um með Óskari og Guðrúnu aust-
ur í Vík í Mýrdal þar sem föð-
urbróðir hans bjó. Tilefnið var
fimmtugsafmæli Óskars. Í þess-
ari ferð, sem var mín fyrsta á
þetta landsvæði, naut ég þekk-
ingar hans á umhverfinu öllu og
fór hann með okkur mjög víða,
sýndi okkur marga staði og sagði
okkur sögur enda þekkti hann
vel til eftir að hafa dvalið í Vík
um tíma við orgelnám.
Eftir skilnað Óskars og Guð-
rúnar hélt hann heimili fyrir sig
og Dísu dóttur sína. Óskar hafði
aldrei tekið mikinn þátt í heim-
ilisstörfum og kunni lítið fyrir sér
í þeim. Hann þurfti því að til-
einka sér þá þekkingu sem til
þurfti til að halda heimili fyrir
þau tvö og gerði það af miklum
myndarbrag. Reyndar svo mikl-
um að hvergi hef ég fengið betri
hefðbundinn íslenskan sunnu-
dagsmat en hjá Óskari. Tengda-
faðir minn las mjög mikið alla tíð
og var vel heima í ritverkum okk-
ar helstu rithöfunda. Þá var hann
mikill áhugamaður um ljósmynd-
un og stundaði það áhugamál af
krafti lengi vel.
Mikil gæfa var fyrir Óskar að
kynnast og hefja búskap með
Ásu árið 1986. Þau nutu lífsins
saman, ferðuðust mikið og voru
sérstaklega dugleg að fara í úti-
legur sem stóðu jafnvel í þrjár
vikur í senn. Það er ekki einfalt
mál þegar svo fullorðið fólk tekur
saman sem á sínar stóru fjöl-
skyldur fyrir en aldrei bar
skugga á samskipti barna Ásu og
okkar. Þau Ása héldu heimili í
Hvassaleitinu allt þar til heilsu
Ásu hafði hrakað svo að hún
þurfti að flytja á hjúkrunarheim-
ilið Skjól árið 2014. Þá flutti Ósk-
ar í þjónustuíbúð á Dalbraut þar
sem hann naut ljúfmannlegrar
og góðar þjónustu og leið vel.
Þann skugga bar þó á að á þess-
um tíma missti Óskar nánast
sjónina og heyrn hrakaði mikið
svo hann gat ekki sinnt sínu
helsta áhugamáli sem var lestur.
Þegar heilsan tók að versna
meira og ljóst var að hann þyrfti
að flytja á hjúkrunarheimili kom
ekki annað til greina í hans huga
en að flytja austur á æskuslóð-
irnar. Þegar börn hans bentu
honum á að það yrði líklega langt
á milli heimsókna ef hann léti
verða af þessu þá svaraði hann
því til að það skipti ekki öllu máli
því það væru nú til símar. Á
Klausturhólum bjó Óskar í tæp 2
ár og naut mjög góðrar umönn-
unar og þjónustu. Þar leið honum
mjög vel og viljum við fjölskyld-
an koma á framfæri bestu þökk-
um til starfsfólks Klausturhóla
fyrir nærgætnislega umönnun og
gott viðmót.
Óskar var hvíldinni feginn eft-
ir langt og gott líf og er ég viss
um að hann hafi nú hitt Ásu sína
aftur eins og hann þráði.
Erna Björg Baldursdóttir.
Í þá gömlu daga fór lítill Bald-
ur í Mávahlíðina til afa og Dísu
frænku. Þegar Dísa flutti var
Baldur sorgmæddur yfir því að
afi yrði einn.
Hann heimsótti afa í vinnuna á
trésmíðaverkstæði Landspítal-
ans og fannst það ansi merkileg-
ur vinnustaður, fullt af verkfær-
um og mikið að gera.
Það var svolítið skrítið að
eignast nýja ömmu allt í einu, en
það var svo yndislegt að fá svona
yndislega konu inn í líf okkar og
sjá afa svona glaðan og ánægðan.
Þegar þau fluttu saman í
Hvassaleitið var eins og maður
hefði alltaf þekkt Ásu, slík var
hlýjan og umhyggjan.
Ólafur Unnar naut þeirra for-
réttinda að njóta tíma með þeim
þegar skólafrí voru og foreldrar
okkar voru á kafi í vinnu. Hann
var líklega sá eini sem fékk að
fara í ísbíltúra og var dekraður
meira en góðu hófi gegndi. Litli
prinsinn eins og Óskar Markús
var kallaður af ömmu, vildi einn-
ig fá bita af þeirri köku eftir allar
sögurnar frá stóra bróður. Litli
heimtaði ís en afi sagðist ekki
eiga neinn ís. „Getur þú ekki
bara farið út og keypt ís?“ sagði
sá litli, þá kom löng þögn en þar á
eftir mikill hlátur frá afa sem
fannst sá litli ansi frekur.
Baldur, afi og amma ræddu
pólitík og oft drógust þessar um-
ræður á langinn og urðu aðeins
lengri en einn kaffibolli.
Ef það var eitthvað sem hægt
var að spjalla lengi um, þá var
það pólitík og bókmenntir.
Afi las mikið, alveg þangað til
sjónin sveik hann, ef það var eitt-
hvað sem honum þótti skemmti-
legt var það að lesa og fræðast
enda virkilega fróður maður og
skemmtilegt að eiga samræður
við hvort sem það voru málefni
líðandi stundar eða bara sækja í
þekkingar- og reynslubrunn eins
og afar og ömmur eiga að vera.
Þegar Vala Ósk og hennar
fjölskylda bjuggu á Kirkjubæjar-
klaustri, fengu þau heimsókn frá
afa og ömmu þar sem afi fór um
æskuhagana og sagði frá sinni
æsku á Rofabæ sem var torfbær.
Þó Vala hafi verið fullorðin
fannst henni ansi merkilegt að afi
hennar hefði búið í torfbæ og hef-
ur hún farið nokkrum sinnum að
skoða það sem eftir er af honum.
Hún fékk það hlutverk að koma
afa sínum á kjörstað og sjá til
þess að hann kysi rétt, en þar
sem hann sá ekki hvað var á kjör-
seðlinum þurfti hún að aðstoða
hann við hans lögbundna rétt
sem er að gefa sitt atkvæði í al-
þingiskosningum. Allt um kring
var forvitið fólk sem vildi endi-
lega vita hvert atkvæðið fór. Það
fyndna var að Vala var sjálf farin
að tapa sjón en sá þó hvað hún
ætti að kjósa og bara hún og afi
vita hvort þau kusu rétt.
Þegar litið er til baka, þá eru
hlutir sem eru hluti af afa: hangi-
kjöt, kartöflur í uppstúf og
bjúgu.
En okkar dýrmætasta minn-
ing er fjölskylduferðin á Klaust-
ur síðastliðið sumar. Stórfjöl-
skyldan brunaði austur til þess
að hitta afa okkar og þó að sam-
veran hafi verið styttri en ferða-
lagið var hún örugglega það dýr-
mætasta af öllu. Börn, barnabörn
og barnabarnabörn komu og
hittu Óskar og nutu dásamlegrar
stundar með honum.
Eitt af barnabarnabörnunum
vildi meina að hann hlyti að vita
allt. Annað sagði nýlega að við
mættum aldrei gleyma honum.
Takk, elsku afi okkar, takk
fyrir allt.
Baldur Ingi, Vala Ósk,
Ólafur Unnar og
Óskar Markús.
Genginn er mikill sómamaður.
Óskar notaði gjarnan þá lýsingu
á fólki sem gegnheilt var. Sú lýs-
ing passar einmitt best við hann
sjálfan. Óskar var góður og gegn-
heill maður. Heiðarlegur, dug-
legur, æðrulaus og þrjóskur. Allt
það sem prýðir góðan Íslending.
Eins og margur af hans kynslóð
hafði Óskar upplifað tímana
tvenna. Flutti hann til Reykja-
víkur bláfátækur úr Meðalland-
inu um tvítugt. Þar þurfti hann
að halda sjálfum sér uppi og
koma sér í gegnum húsgagna-
smíði í Iðnskólanum. Óskar var
smiður góður. Það eitt hefði
nægt til að ég kvæntist dóttur
hans. Þó bættist það við að Óskar
skilaði dóttur sinni út í lífið sem
jafnvel meiri sómamanneskju
heldur en hann var.
Óskar hafði sérstaklega gam-
an af lestri bóka. Mér er til efs að
til séu margir jafn vel lesnir og
hann var. Átti hann alla ævi mik-
ið og gott bókasafn. Gaf hann það
frá sér þangað sem það kom sér
best.
Óskar bjó yndislegt heimili
með Ásu sinni. Þar sveif yfir ró
og friður. Þangað var ég gjarnan
boðinn í mat þegar þeim hafði
áskotnast eitthvert sérstakt góð-
gæti. Eins og alkunna er þá hef-
ur enginn lifað fyrr en sá hefur
gætt sér á; fýl, selkjöti, sviða-
löppum og öðru líku góðgæti.
Hlýleiki heimilisins laðaði að sér
margan gestinn. Einnig áttu vin-
ir og vandamenn vísa gistingu ef
komið var í heimsókn utan af
landi. Ekki vantaði þá góðgerð-
irnar eins og tæpt er á hér að of-
an. Það var einstaklega gaman
hve mikið Óskar og Ása nutu
þess að ferðast saman. Bæði í út-
löndum og sérstaklega hérna
heima. Voru öll sumur tekin í
ferðalög innanlands. Ekkert hélt
Óskari frá því að ferðast um
landið. Ef til dæmis einhver velt-
ir fyrir sér hvernig sé hægt að
koma sjö manns og ketti í gamlan
blöðru-Skoda og ná heilu og
höldnu inn í Landmannalaugar,
þá hafði Óskar svar við því á
reiðum höndum. Hvort tveggja
verður að teljast minniháttar
kraftaverk. Á ferðalögum sínum
voru hann og Ása alltaf með
tjaldið með sér og víluðu ekki
fyrir sér að tjalda ef ekki var
annað í boði. Enda opnaði það
þeim staði utan alfaraleiðar.
Varð þetta „er hægt hugarfar“ til
þess að Óskar þekkti Ísland eins
og lófana á sér, og fáir betur. Ein
saga sýnir best áræði og ákveðni
Óskars. Þegar hann var að verða
75 ára ákvað hann að koma í
heimsókn til okkar fjölskyldunn-
ar. Þá bjuggum við í Kaliforníu.
Ekkert beint flug var þá. Varð
Óskar því að fljúga fyrst til Balti-
more, gista þar eina nótt, koma
sér aftur út á flugvöll og inn í vél,
og þaðan til San Francisco. Þetta
lagði hann í án þess að hafa áður
komið til Bandaríkjanna og með
takmarkaða kunnáttu í ensku.
Óskar lét ekkert stöðva sig. Það
var einstaklega vel við hæfi að
Óskari tókst að fá inni á Klaust-
urhólum síðasta æviárið. Þar
komst hann til baka á æskuslóð-
irnar hjartkæru og var innan um
skyldmenni og vini úr sinni sveit.
Óskar vantaði aðeins tvo mánuði
í að verða 95 ára. Með því tókst
honum að afsanna rækilega
„spakmælið“: Það lifir lengst sem
lýðum er leiðast.
Jón Daði Ólafsson.
Óskar Vigfús
Markússon
✝ Þuríður HuldaSveinsdóttir
fæddist í Borg-
arnesi 25. ágúst
1930. Hún lést í
Brákarhlíð Borg-
arnesi 5. febrúar
2020. Foreldrar
hennar voru
Sveinn Skarphéð-
insson, f. 1. ágúst
1883, d. 28. sept-
ember 1955, og
Sigríður Kristjánsdóttir, f. 14.
október 1896, d. 12. mars
1976. Systkini hennar voru
Guðrún, f. 1920, d. 2004, Ása,
f. 1923, d. 2012, Guðmundur,
f. 1926, d. 1984, Þórey, f.
1932, og Ágúst, f. 1935, d.
1936.
Hulda giftist 3. mars 1951
eftirlifandi eiginmanni sínum
Helga Ormssyni, f. 15. ágúst
1929, hans foreldrar voru
Ormur Ormsson, f. 4. mars
1891, d. 26. desember 1965, og
Helga Kristmundsdóttir, f. 19.
desember 1897, d. 3. maí 1977.
Börn Huldu og Helga eru 1.
Hilmar, f. 1951, hans börn
eru: Edda og Hlynur, 2. Krist-
ján, f. 1952, hans synir eru:
Steinþór og Sæþór. Sambýlis-
kona Kristjáns er Hrefna Þor-
björg Traustadóttir. 3. Sigríð-
ur Sveina, f. 1955, dætur
hennar eru: Karen Hulda og
Kristín Eva. Eiginmaður Sig-
ríðar er Stefán Aðalsteinsson.
4. Helgi Örn, f. 1960, hans
börn eru: Hrafn-
hildur Sunna,
Ágúst Örn og Ósk-
ar Páll. Sambýlis-
kona Helga er
Kerstin Bruggem-
ann. 5. Þuríður, f.
1961, gift Sigurði
Kristóferssyni,
þeirra synir eru:
Davíð, Kristófer
Helgi og Andri
Örn. Barnabarna-
börnin eru 11.
Hulda ólst upp í Borgarnesi
þar sem hún lauk grunnskóla-
prófi og síðar gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskólanum á Ísa-
firði. Hún vann þegar heim
kom við verslunarstörf í nokk-
ur ár þar til hún stofnaði
heimili. Seinna fór hún svo
aftur á vinnumarkað og vann
nokkur ár í Mjólkursamlaginu
í Borgarnesi. Þau fluttu 1972
að Gufuskálum á Snæfellsnesi
þar sem hún vann meðal ann-
ars í fiskverkun. Árið 1978
fluttu þau svo til Reykjavíkur
og seinna í Kópavog. Hulda
vann árum saman á sauma-
stofunni Bót og síðan við
bólstrun hjá TM húsgögnum
en þegar þeir hættu störfum
breytti hún um starfsvettvang
og vann síðustu árin á Eir
Hjúkrunarheimili.
Útför Þuríðar Huldu fer
fram frá Borgarneskirkju í
dag, 17. febrúar 2020, klukkan
14.
Mamma mín – mildin þín …
Elsku mamma lést í Brákar-
hlíð 5. febrúar sl. Hún var
lengst af heilsuhraust og sjálf-
bjarga enda bjuggu þau heima
fram á síðasta vor er þau fluttu
í Brákarhlíð. Þá voru þau kom-
in hringinn, úr herberginu
þeirra blasir við húsið sem þau
byggðu að Kjartansgötu 13 og
fluttu í 1960, með krakkana 4
og enn eitt bættist við þar, litla
barnið Þurý sem þó reyndist
stærst þegar á reyndi síðustu
daga.
Mamma ólst upp hjá foreldr-
um og systkinum í Borgarnesi,
gekk í barnaskóla þar en var
svo send til Gunnu elstu systur
á Ísafjörð í tvo vetur til að
klára gagnfræðapróf. Við tók
svo nokkurra ára vinna í versl-
un en rúmlega tvítug hófu þau
pabbi búskap í viðbyggingu við
hús foreldra hennar. Þarna
bjuggu þau á meðan byggt var
og börnunum fjölgaði á meðan,
hún hugsaði um börn og bú á
meðan hann vann 10 tíma á
dag og byggði á kvöldin. Það
voru fáir frídagar þá en í minn-
ingunni eru þó sunnudagsbílt-
úrar um Borgarfjörð og Snæ-
fellsnes að ógleymdum berja-
ferðum á haustin. Mamma
elskaði að tína ber enda komst
hún í feitt þegar fjölskyldan
flutti að Gufuskálum 1972 í
nánd við rómuð berjalönd und-
ir Jökli, þarna bjuggu þau í 6
góð ár en fluttu svo suður þar
sem þau bjuggu lengst af í
Kópavogi.
Mamma var þessi hlýja,
góða kona sem í rólegheitum
sinnti sínu, ef hægt er að tala
um hundrað prósent húsmóður
þá var það mamma, hún var
listræn og vandvirk, saumaði,
prjónaði, bakaði, eldaði og
huggaði. Þegar við vorum börn
vann hún húsverkin á daginn
en á kvöldin tók hún fram
handavinnu þegar krakkarnir
voru sofnaðir , það varð hennar
tími fyrir tómstundir þar sem
hún saumaði út og prjónaði
þegar friður gafst til. Hún var
frábær kokkur og langt fram
eftir aldri var hún að prófa nýj-
ar og spennandi uppskriftir.
Líka í handavinnu, við nutum
þess öll og síðustu árin voru
það útprjónaðir sokkar og vett-
lingar sem öll börn í fjölskyld-
unni fengu frá ömmu. Um ára-
bil var hún í hópi kvenna sem
prjónaði fyrir Rauða krossinn
fatnað sem sendur var til fá-
tækra barna erlendis.
Þessi kynslóð foreldra okkar
byrjaði gjarnan með ekkert en
vann að því að bæta hag sinn
og okkar sem á eftir komu, þau
lögðu grunn að þeim þægindum
og lífskjörum sem við búum við
í dag.
Þegar við krakkarnir fórum
að tínast að heiman fóru pabbi
og mamma að ferðast meira,
fyrst með yngra settið Helga
og Þurý en svo seinna í hópi
með vinum og ættingjum. Þau
fóru hringveginn um leið og
hann opnaðist og þvers og
kruss um hálendið með allt sitt
í bílnum, hvergi betra að vakna
en í tjaldi fannst mömmu, hún
elskaði íslenska náttúru, sum-
arið, birtuna og gróðurinn.
Seinna ferðuðust þau svo víða
um Norðurlönd og Evrópu.
Ég hef verið svo lánsöm að
búa nálægt þeim lengst af og
sunnudagarnir voru oft heim-
sóknardagar í hádegis- eða síð-
degiskaffi með dæturnar, alltaf
svo gott að koma í pönnukökur
og heimabakað til ömmu og afa,
þar var alltaf stuðning og um-
hyggju að fá. Þau bjuggu síð-
ustu 7 ár í Boðaþingi, með yf-
irbyggðar svalir og gátu notið
birtu og blóma frá vori til
hausts.
Það má segja að mamma hafi
lifað í núvitund síðustu árin,
hún naut lífsins frá degi til
dags, fagnaði fólkinu sínu, litlu
börnunum og naut kaffiboð-
anna í Brákarhlíð. Hún naut
tónlistar til hinsta dags og við
náðum að ræða saman síðustu
vikurnar.
Ég þakka fyrir þeirra góða
líf saman í 70 ár.
Ég þakka fyrir hversu ynd-
islega pabbi leiddi hana síðasta
árið, hann var hennar öryggi og
skjól.
Ég þakka fyrir dásamlega
starfsfólkið í Brákarhlíð, þar
sem aldraðir njóta virðingar og
manngæsku.
Ég þakka mömmu fyrir allt.
Sigríður S. Helgadóttir.
Þuríður Hulda
Sveinsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar