Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2020
Vestmannaeyjar Brim barði á Stórhöfða, syðsta odda Heimaeyjar í gær, eins og tilkomumikið var að sjá úr lofti. Bjart var yfir og hitastig náði um fjórum gráðum. Vorið er ekki langt undan.
Sigurður Bogi
Í Moggablogginu
sínu sunnudaginn 9.
febrúar sl. ber Styrmir
Gunnarsson vinur minn
og fyrrverandi ritstjóri
Morgunblaðsins lof á
Katrínu Jakobsdóttur
forsætisráðherra fyrir
að boða auknar hömlur
á jarðakaup útlendinga
á Íslandi. Hann spyr
jafnframt hvers vegna
þetta hafi ekki verið gert fyrr. Það,
sem hér fer á eftir, er ófullkomið svar
við spurningu Styrmis, en verður þó
að flokka undir tilraun.
Fyrir um það bil aldarfjórðungi
fóru fram miklar umræður um aðild
Íslands að Evrópska efnahagssvæð-
inu (EES) og hugsanlegar afleiðingar
hennar. Í þingflokki Sjálfstæð-
isflokksins bar jarðakaup á góma í
ljósi þeirra réttinda, sem íbúar efna-
hagssvæðisins öðluðust hér á landi
með EES-samningnum. Sá sem þetta
ritar hélt þá stutta ræðu og varaði við
því að íbúar EES fengju ótakmark-
aðan rétt til landakaupa.
Viðbrögð við athugasemd minni
voru ekki mikil, en neikvæð. Einn
flokksbróðir minn benti á að litlu
skipti hverjir ættu bújarðir. Annar
flokksbróðir minn og
ráðherra spurði hvort
ég teldi líklegt að út-
lendingar myndu
standa í biðröðum til að
kaupa jarðnæði á Ís-
landi, og uppskar hlát-
ur. Í svari benti ég á að
vandræði hefðu skapast
í Danmörku einkum
vegna kaupa Þjóðverja
á sumarbústaðalandi og
hefðu Danir sett reglur
til að verja sig gegn
þess konar ásókn. Auk
þess hefðu landakaup útlendinga í
einu af bestu landbúnaðarhéruðum
Ítalíu valdið þar talsverðu uppnámi.
Þótt viðbrögð tveggja flokks-
bræðra minna við varnaðarorðum
mínum væru ekki uppörvandi, var
ekki öll von úti. Ég skynjaði að for-
sætisráðherra, Davíð Oddsson,
sperrti eyrun, auk þess sem ég vissi
að honum var annt um að tryggja
fullveldi Íslands við samningagerð-
ina. Á þessum tíma gegndi Halldór
Blöndal embætti landbúnaðarráð-
herra. Ég vissi að honum var mjög í
mun að tryggja hagsmuni íslensks
landbúnaðar við þessa samningagerð.
Landbúnaðarráðherra lagði fram
frumvarp til breytinga á jarðalögum
nr. 65/1976 og varð það að lögum 24.
febrúar 1995, rúmu ári eftir að Ís-
lendingar urðu aðilar að EES. Breyt-
ingarnar fólust í því m.a. að sett voru
skilyrði um fasta búsetu á bújörðum í
ákveðinn tíma. Ef skilyrðum var ekki
fullnægt gat sveitarstjórn – að
fengnu samþykki jarðanefndar og
ráðherra – leyst eignina til sín.
Mér barst til eyrna að gárungar
kölluðu umrædd ákvæði „Tómasar
Inga ákvæðin“ sennilega fremur mér
til háðungar en heiðurs. Ég átti hins
vegar heiðurinn ekki skilið. Löggjöfin
var Halldórs Blöndal, og hétu ákvæð-
in jafnan „girðingaákvæði“ á máli
vandaðra embættismanna. Ég varð
fljótlega upptekinn af vinnu við aðra
málaflokka og fylgdist ekki með ör-
lögum girðingaákvæðanna. Örlögin
reyndust ekki góð.
Það sem hér fer á eftir hef ég að
mestu úr skýrslu starfshóps um eign-
arhald á bújörðum, sem dagsett er
31. ágúst 2018. Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) sendi íslenskum stjórn-
völdum erindi 4. júlí 2001 með at-
hugasemdum um um girðinga-
ákvæðin (þar á meðal
búsetuskilyrðin). Íslensk stjórnvöld
brugðust við erindi ESA árið 2004
með því að hverfa algerlega frá tak-
mörkunum girðingaákvæðanna.
Í Noregi voru sett lög til varnar
innlendum landbúnaði árið 2003. Í
þeim eru reknar niður hærri girð-
ingar en í íslensku lögunum frá 1995,
sem ESA gerði athugasemdir við.
Eitthvað mun ESA hafa sótt mál
gegn Norðmönnum um meint samn-
ingsbrot á EES-samningnum vegna
þessara laga frá 2003. Þeim málum
mun hafa lokið í júlí 2012, þegar ESA
viðurkenndi lögmæti norsku ákvæð-
anna (m.a. um búsetuskilyrði) og féll
frá fyrri afstöðu um að þau væru í
andstöðu við EES-samninginn.
Rétt er að minna á að Eftirlits-
stofnun EFTA blandaði sér í ICE-
SAVE-málið. ESA sótti Íslendinga til
saka fyrir EFTA-dómstólnum, og
gerðist framkvæmdastjórn ESB aðili
að málsókninni. Eins og þjóðinni er
ofarlega í minni tapaði ESA því máli.
Nú get ég ekki sagt til um það
hvernig stóð á því að girðinga-
ákvæðin voru gefin upp á bátinn með
breytingu á jarðalögum 2004, að því
er virðist átakalaust.
Hins vegar tek ég eftir því að girð-
ingaákvæðin frá árinu 1995 hljóta
sérkennileg örlög í framangreindri
skýrslu frá 31. ágúst 2018, sem þó er
samin af mætustu mönnum, þar á
meðal af fulltrúa sem tilnefndur var
af Bændasamtökum Íslands. Í skýrsl-
unni er þess getið að girðinga-
ákvæðin í lögum nr. 28/1995 (þar sem
eru ákvæðin um búsetuskilyrði) hafi
verið „lítillegar breytingar“ og klykkt
út með því að „takmarkanir þessar
(muni) hafa verið settar í þeim til-
gangi að hindra eða hafa stjórn á að
EES-borgarar gætu keypt hér land,“
rétt eins og á því hafi leikið einhver
vafi til hvers takmarkanirnar voru
settar. Hvort breytingarnar voru „lít-
illegar“ eða ekki tilheyrir stjórnmála-
umræðu, og orkar tvímælis hvort
þær eiga heima í skýrslu starfshóps-
ins.
Mér sýnist að þessi girðingamál
hafi verið í sérkennilegum farvegi í öll
þessi ár sem liðin eru síðan þau voru
sett í lög. Það virðist sem þeir sem
um málið hafa fjallað, stjórn-
málamenn og embættismenn, hafi
umfram allt litið á það sem skyldu
sína að líta á EES-reglur og at-
hugasemdir ESA sem erkibiskups
boðskap, sem ekki megi láta reyna á
að viðlagðri bannfæringu, og hlíta
skuli í einu og öllu.
Eftir Tómas I.
Olrich »… flokksbróðir minn
og ráðherra spurði
hvort ég teldi líklegt að
útlendingar myndu
standa í biðröðum til að
kaupa jarðnæði á Íslandi,
og uppskar hlátur.
Tómas Ingi Olrich
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Var íslenska stjórnkerfið sofandi?
Atburðirnir síðustu
vikur hafa minnt okk-
ur á hversu mik-
ilvægt það er að
fæðuöryggi þjóð-
arinnar sé tryggt.
Válynd veður, jarð-
skjálftahræringar og
nú hefur Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin
varað við alvarlegri
veiru sem heldur
áfram að dreifast um
heiminn. Þrátt fyrir að við höfum
marga fjöruna sopið í gegnum ald-
irnar hvað varðar fæðuöryggi, þá
erum við ótrúlega værukær og
stefnulaus í þessum málum. Sem
að hluta til hefur skapast vegna
áróðurs gegn innlendri framleiðslu
þar sem látið er liggja að því að
hún skipti ekki máli.
Fæðuöryggi og lýðheilsa
Framsóknarflokkurinn hefur
alltaf staðið vörð um íslenskan
landbúnað. Það hefur stundum
verið látið í veðri vaka
að tillögur okkar í
þeim efnum séu hei-
móttarlegar. En það
er staðreynd að út-
sýnið er oft best af
bæjarhólnum og
stefna okkar á enn
fullt erindi í þann al-
þjóðlega veruleika
sem blasir við núna.
Eflum
grænmetisræktun
Við eigum að nýta
auðlindir þjóðarinnar
til að auka hér framleiðslu á
grænmeti, bæði í útiræktun og í
gróðurhúsum. Raforka, heitt vatn
og ræktunarland hér á landi eru
kjörin til að efla ræktun og einnig
til að efla ræktun á fleiri teg-
undum grænmetis. Það er á valdi
stjórnvalda að efla samkeppn-
ishæfni íslenskrar framleiðslu en
til þess þarf að huga að nokkrum
þáttum.
Orkuframleiðsla þarf að vera
raunverulegur kostur fyrir bænd-
ur sem hafa hug á að auka fram-
leiðslu sína. Núverandi fram-
leiðsla er mest í dreifbýli þar sem
flutningskostnaður á raforku er
hærri en í þéttbýli. Þetta þarf að
færa til betri vegar. Íslenskar
byggingarreglugerðir gera ekki
ráð fyrir sérstökum ákvæðum um
gróðurhús líkt og tíðkast víða er-
lendis. Íslenskir garðyrkjubændur
þurfa jafnvel að greiða hærri
gatnagerðargjöld við byggingu
nýrra húsa heldur en efniskostnað
við húsin. Einnig er vert að skoða
samkeppnisumhverfið þegar kem-
ur að mun á heilnæmi erlendrar
og innlendrar framleiðslu. Þar
höfum við tæki sem hægt er að
nýta til að styrkja grunn inn-
lendrar framleiðslu með því að
klára löggjöf um bann við dreif-
ingu á vörum sem innihalda
ákveðnar tegundir sýklalyfja-
ónæmrabaktería á markaði.
Fjölbreyttari styrkir
Nú stendur yfir endurskoðun á
búvörusamningi grænmetis-
bænda. Þar er m.a. fjallað um
hvernig styrkjakerfið nýtist best
til að styðja við íslenska fram-
leiðslu. Auknir jarðræktarstyrkir
sem tæku sérstaklega á ræktunar
til manneldis myndu hjálpa til
bæði við nýræktun og við endur-
ræktun.
Plöntuheilbrigði
Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
FAO, hefur lýst því yfir að árið
2020 sé alþjóðlegt ár plöntuheil-
brigðis í heiminum. FAO hvetur
þjóðir til að leggja sitt af mörkum
til að stuðla að eflingu plöntuheil-
brigðis í heiminum. Besta leiðin
til þess er að auka fræðslu, efla
eftirlit með innflutningi á plöntum
og tryggja heilbrigði þeirra. Ís-
lensk reglugerð þess efnis er orðin
30 ára og er því nauðsynlegt að
koma henni nær þeim raunveru-
leika sem við búum við.
Samkeppnishæfni
Ísland setur tolla á ákveðnar
vörur sem og önnur lönd til að
byggja undir samkeppnishæfni
innlendrar framleiðslu. Íslensk
framleiðsla keppir við erlenda risa
og aðstaðan hér er um margt ólík.
Veðurfar og strangar reglur um
framleiðsluna auka fram-
leiðslukostnað og launastig hér er
hátt og langt frá því að vera ná-
lægt því sem gengur og gerist í
landbúnaðargeiranum erlendis.
Þannig viljum við líka hafa það. Þá
þurfum við líka að viðurkenna að
okkur ber að vernda með tollum.
Landbúnaður á Íslandi er og verð-
ur stærsta stoðin í matvælafram-
leiðslu fyrir íslenskan markað og
það verður að tryggja að svo verði
áfram.
Fæðuöryggi Íslendinga
Eftir Höllu Signýju
Kristjánsdóttur
Halla Signý
Kristjánsdóttir
» Landbúnaður á Ís-
landi er og verður
stærsta stoðin í mat-
vælaframleiðslu fyrir
íslenskan markað og
það verður að tryggja
að svo verði áfram.
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins.
hallasigny@althingi.is