Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 7. F E B R Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  40. tölublað  108. árgangur  MATARGERÐIN ER HELSTA ÁHUGAMÁLIÐ FYRSTI BIKARINN Í HÚS ÁREKSTURSSKYNJ- ARI STYTTIR VIÐ- BRAGÐSTÍMANN SKALLAGRÍMUR VANN KR 26 NÝR STAÐALBÚNAÐUR 4FAGNAR FERTUGSAFMÆLI 24 Þór Steinarsson thor@mbl.is Allsherjarverkfall félagsmanna Efl- ingar sem starfa hjá Reykjavíkur- borg átti að hefjast á miðnætti í nótt, en verkfallsaðgerðirnar eru ótíma- bundnar og munu hafa víðtæk áhrif á starfsemi borgarinnar. Engir fundir hafa verið boðaðir í deilunni á næstu dögum skv. vef ríkissáttasemjara. „Velferðarsvið er búið að fá und- anþágur fyrir þjónustu sem snýr að hjúkrunarheimilum og sambýlum en það er ákveðin starfsemi eins og þrif og fleira sem ekki eru undanþágur fyrir þannig að öll starfsemi verður þyngri meðan á verkfallinu stendur. Neyðarþjónustu verður þó sinnt,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýs- ingastjóri Reykjavíkurborgar, í sam- tali við Morgunblaðið. Áhrifin verða mest í leikskólum borgarinnar þar sem börnum sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa. Þeim hópum verður svo skipt niður á daga vikunnar. Þrif munu falla niður Matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar mun rask- ast og þurfa nemendur því að koma með nesti í skólann. Verkfallið mun einnig hafa áhrif á þrif einhverra grunnskóla sem gæti þurft að loka ef verkfallið dregst á langinn. Verkfallið mun einnig hafa áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu þó svo að undanþágur hafi verið veittar fyrir neyðarþjónustu. „Það veldur meðal annars því að ekki verður vaskað upp á hjúkrunarheimilum og það þarf því að nota einnota diska og hnífapör í staðinn fyrir leirtauið. Það eru alls konar svona hlutir sem gera allt miklu erfiðara,“ útskýrir Bjarni. Þá falla þrif á heimilum fatlaðs fólks og eldri borgara í heimahúsum niður sem og aðstoð við böðun. Þjón- usta við borgarlandið mun skerðast meðan á verkfallinu stendur og ákveðnum störfum verður ekki sinnt. Ekki verður gert við malbik, sorp- hirða fellur niður og almennri hreins- un í borginni, þ. á m. í kringum grenndargáma, verður ekki sinnt. „Við viljum ítreka það að fólk gangi vel um eins og t.d. í kringum grennd- arstöðvarnar. Losun á þeim heldur áfram en það verður ekkert hreinsað í kringum þær. Við biðlum til fólks að skilja ekki eftir rusl við þær heldur fara þá frekar í SORPU,“ segir Bjarni að lokum. Áhrifin mest í leikskólum  Allsherjarverkfall Eflingar átti að hefjast á miðnætti  Hjúkrunarheimili nota einnota diska og hnífapör  Loka þarf grunnskólum ef verkfallið dregst á langinn  Borgarráð Reykjavíkur hyggst veita Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur þriggja milljóna króna styrk vegna afmælis- hátíðar frú Vig- dísar Finnboga- dóttur, fyrr- verandi forseta lýðveldisins, hinn 15. apríl næst- komandi. Vigdís fagnar 90 ára afmæli sínu þann dag og 29. júní í sumar verða 40 ár liðin frá því hún var kjörin forseti Íslands, en hún gegndi því starfi næstu sextán árin, til 1996. Verður efnt til hátíðarhalda í Há- skólabíói af því tilefni, en Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar standa að þeim í samvinnu við ríkisstjórn- ina og Reykjavíkurborg. »8 Halda veglega upp á afmæli Vigdísar Vigdís Finnbogadóttir Bandaríkjastjórn lét í gær senda eft- ir um 400 Bandaríkjamönnum sem staddir voru á skemmtiferðaskipinu Diamond Princess, sem verið hefur í sóttkví í japönsku hafnarborginni Yokohama frá 3. febrúar síðastliðn- um vegna kórónuveirufaraldursins. Verða farþegarnir settir í 14 daga einangrun til viðbótar við komuna til Bandaríkjanna. Fjörutíu aðrir bandarískir farþeg- ar fengu hins vegar ekki að ferðast heim á leið þar sem þeir höfðu smit- ast af veirunni. Sögðu bandarísk heilbrigðisyfirvöld í gærkvöld að þeir hefðu verið fluttir á sjúkrahús í Japan. Ekki var vitað hvort þessir 40 væru á meðal hinna 356 tilfella af lungnabólgunni sem japönsk stjórn- völd segja að hafi fundist um borð. Nýjum tilfellum kórónuveirunnar hefur fækkað undanfarna þrjá daga, en 1.665 manns hafa látist á megin- landi Kína vegna faraldursins. Þá til- kynntu stjórnvöld í Taívan í gær að einn hefði látist þar af völdum veir- unnar, en fyrr um daginn hafði kín- verskur maður látist í Frakklandi. Fimm hafa því látist úr lungnabólg- unni utan meginlands Kína. »13 40 Bandaríkjamenn smitaðir af veirunni  Bandarísk stjórnvöld tilkynntu fyrir helgi að tollar á Airbus- flugvélar myndu hækka úr 10% í 15% frá og með 18. mars næstkom- andi. Bandaríkin og Evrópusam- bandið hafa lengi deilt um hvort Boeing og Airbus njóti óeðlilegs ríkisstuðnings og hafði Alþjóða- viðskiptastofnunin veitt Bandaríkj- unum heimild til að leggja á nýja tolla til að vega upp á móti þeim stuðningi sem Airbus fær frá stjórnvöldum í Evrópu. Hækkunin nú gæti verið til marks um að Trump sé með ESB í sigtinu eftir tollastríð við Kína og fríverslunardeilur við Kanada og Mexíkó. »12 AFP Airbus Bandaríkjastjórn ætlar að hækka tolla á flugvélar Airbus-framleiðandans. Hækka tolla á Airbus-flugvélar Alls um 1.200 manns komu að marg- víslegum björgunaraðgerðum í óveðrinu sem gekk yfir landið síð- asta föstudag, björgunarfólki bárust um 700 útköll og Neyðarlínunni bár- ust um 600 hringingar. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra. Hann telur að vel hafi gengið að vinna úr stöðunni, því í björgunarstarfi gangi allir að sínu vísu og hlutverk séu skýr og skil- greind. Öllum aðgerðum er svo stýrt úr samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð í Reykjavík. „Ég hef kynnt mér stöðu almanna- varnamála víða í útlöndum og tel okkur standa mjög vel,“ segir Rögn- valdur og telur fyrirkomulagið hér jafnvel með því besta á heimsvísu. Þar ráði miklu meðal annars hve öfl- ug fjarskipta- og náttúruvárvöktun- arkerfi séu á Íslandi. Gott samstarf fólks sem kemur sitt úr hverri átt- inni til starfa sé sömuleiðis mjög þýðingarmikið, s.s. úr lögreglu, slökkviliði, björgunarsveitum, heil- brigðisþjónustu, frá vísindastofnun- um og fleirum – allt eins og við á hverju sinni. »6 Varnir á heimsmælikvarða  1.200 manns sinntu aðgerðum í óveðri síðasta föstudag Morgunblaðið/Eggert Samhæfing Stjórnstöðin virkjuð. Ein vinsælasta hljómsveit þjóðarinnar, Stuð- menn, fagnaði um helgina hálfrar aldar afmæli sínu með tvennum tónleikum í Eldborg Hörpu. Hljómsveitin spilaði þar mörg af sínum þekkt- ustu lögum, er lifað hafa með þjóðinni um hálfr- ar aldar skeið. Sá ljóður var einn á, að færri komust að en vildu og hafa Stuðmenn því ákveð- ið að efna til þriðju afmælistónleikanna hinn 22. apríl næstkomandi. Hefst miðasala í dag. Ljósmynd/Pétur Fjeldsted Einarsson Afmælistónleikar Stuðmanna í Eldborg vöktu mikla lukku Tættu og trylltu lýðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.